Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar

Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Auglýsing

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ingar var í dag kjörin for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, sem er eina nefndin sem stjórn­ar­and­staðan mun fara með for­mennsku í á kjör­tíma­bil­inu. Birgir Ármanns­son var form­lega kjör­inn for­seti Alþingis og stýrði kosn­ingu í fasta­nefndir þings­ins og hófst svo handa við að úthluta þing­mönnum sæt­um.

Auk Birgis voru í for­sætis­nefnd kjörnir sex vara­for­setar þings. Oddný G. Harð­ar­dóttir (S) er fyrsti vara­for­seti, Líneik Anna Sæv­ars­dóttir (B) annar vara­for­seti, Inga Sæland (F) þriðji vara­for­seti, Diljá Mist Ein­ars­dóttir (D) fjórði vara­for­seti, Björn Leví Gunn­ars­son (P) er fimmti og Jódís Skúla­dóttir (V) er sjötti vara­for­seti þings­ins. Einnig eiga áheyrn­ar­full­trúa­sæti í for­sætis­nefnd þau Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir (C) og Berg­þór Óla­son (M).

Bjarkey for­maður fjár­laga­nefndar

Vinstri græn halda á for­mennsku tveggja fasta­nefnda­nefnda, fjár­laga­nefndar og utan­rík­is­mála­nefnd­ar. Koma full­trúar þeirra í for­mennsku­hlut­verkum ekki á óvart.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er formaður fjárlaganefndar. Mynd: Bára Huld Beck.

Flokk­ur­inn sendi nefni­lega óvart frá sér í til­kynn­ingu á fjöl­miðla á mánu­dag, sem síðar var dregin til baka, þar sem fram kom að Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir yrði for­maður fjár­laga­nefndar og Bjarni Jóns­son myndi veita utan­rík­is­mála­nefnd for­mennsku. Það stóð heima.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fer með for­mennsku í þremur fasta­nefnd­um, auk for­sætis­nefnd­ar. Guð­rún Haf­steins­dóttir verður for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, Vil­hjálmur Árna­son verður for­maður í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd og Bryn­dís Har­alds­dóttir verður for­maður í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fer svo með for­mennsku í tveimur nefnd­um. Stefán Vagn Stef­áns­son verður for­maður atvinnu­vega­nefndar og Líneik Anna Sæv­ars­dóttir verður for­maður vel­ferð­ar­nefnd­ar.

Björn Leví fékk sama sæti og Sig­mundur Davíð

Það gekk ekki alveg vand­ræða­laust að úthluta sætum til þing­manna. Þing­for­seti dregur númer þing­sæta fyrir hvern og einn þing­mann upp úr kassa, en þegar röðin kom að því að fnna sæti fyrir Björn Leví Gunn­ars­son þing­mann Pírata kom talan 10 upp.

Auglýsing

Það sæti var hins vegar komið í hendur Sig­mundar Davíð Gunn­laugs­sonar for­manns Mið­flokks­ins og vöktu þing­menn í salnum athygli á því að ein­hver rugl­ingur væri að eiga sér stað.

Birgir Ármannsson forseti Alþingis. Mynd: Bára Huld Beck.

Þar sem ljóst var að það hefði orðið rugl­ingur á kúlum upp úr kass­anum frestaði Birgir fundi þings­ins kl. 13:35, um fimm mín­út­ur, til að ráða úr mál­inu.

Þing­fundur hófst hins vegar ekki fyrr en rúmum tutt­ugu mín­útum síðar – og þá var ákveðið að byrja upp á nýtt við úthlutun þing­sæt­anna.

Ráð­herrar áber­andi í eld­hús­dags­um­ræðum – Berg­þór talar tvisvar

Í kvöld flytur Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra fyrstu stefnu­ræðu sína á nýju þingi og í kjöl­farið verða umræður um hana, sem skipt­ast í þrjár umferð­ir. Hver þing­flokkur hefur 6 mín­útur í fyrstu umferð, 5 mín­útur í annarri umferð og 4 mín­útur í þriðju umferð en for­sæt­is­ráð­herra hefur 12 mín­útur til fram­sögu.

Ræðu­menn fyrir VG verða Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, Guð­mundur Ingi Guð­brands­son félags­mála- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra og Svan­dís Svav­ars­dóttir sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra.

Bergþór Ólason mun tala tvisvar fyrir hönd Miðflokksins í kvöld. Mynd: Bára Huld Beck.

Fyrir Sam­fylk­ing­una tala Logi Ein­ars­son, Kristrún Frosta­dóttir og Oddný Harð­ar­dótt­ir. Inga Sæland, Ást­hildur Lóa Þórs­dóttir og Guð­mundur Ingi Krist­ins­son tala svo fyrir Flokk fólks­ins.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Guð­rún Haf­steins­dóttir og Njáll Trausti Frið­berts­son halda ræður fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Björn Leví Gunn­ars­son, Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dóttir Gunn­ars­dóttir og Andrés Ingi Jóns­son tala fyrir Pírata.

Fyrir Fram­sókn­ar­flokk tala þau Sig­urður Ingi Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra, Lilja Alfreðs­dóttir ferða­mála-, við­skipta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og Willum Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra.

Þor­gerður K. Gunn­ars­dótt­ir, Guð­brandur Ein­ars­son og Sig­mar Guð­munds­son halda uppi merkjum fyrir Við­reisn og fyrir tveggja manna þing­flokk Mið­flokks­ins mun Berg­þór Óla­son tala tvisvar og Anna Kol­brún Árna­dóttir einu sinni, en hún situr á þingi sem vara­maður Sig­mundar Dav­íðs nú í upp­hafi þings.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent