Vill að litið verði á fíkniefnaneytendur sem sjúklinga en ekki afbrotamenn

Svandís Svavarsdóttir hefur kynnt áform um lagasetningu sem felur í sér afglæpavæðingu vörslu neysluskammta af fíkniefnum. Verði frumvarpið að lögum mun stórt skref verða stigið í átt frá refsistefnu í málaflokknum.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur kynnt áform um laga­setn­ingu í sam­ráðs­gátt stjórn­valda um að heim­ila vörslu tak­mark­aðs magns ávana- og fíkni­efna. Með frum­varp­inu er stigið skref í átt að frá refsi­stefnu í fíkni­efna­mál­um. Í rök­stuðn­ingi fyrir áformunum segir að mik­il­vægt sé að leggja áherslu á skaða­minnkun og að draga úr neyslu- og fíkni­vanda. „Einn liður í því er að líta á neyt­endur ávana- og fíkni­efna sem sjúk­linga fremur en afbrota­menn.“

Sam­kvæmt gild­andi lög­gjöf er varsla hvers kyns skammta af ávana- og fíkni­efnum óheimil og refsi­verð. Ekki er til­greint í áformum ráð­herra hvað mörkin verði dregin um hversu mikið magn ávana- og fíkni­efna ein­stak­lingur megi hafa undir höndum án þess að það sé refsi­vert, verði breyt­ing­arnar að veru­leika. 

Í fylgi­skjali sem birt hefur verið í sam­ráðs­gátt segir að frum­varpið muni byggja á hug­mynda­fræði skaða­minnk­un­ar, sem miði fyrst og fremst að því að draga úr heilsu­fars­leg­um, félags­legum og efna­hags­legum afleið­ingu, notk­unar lög­legra og ólög­legra vímu­efna, án þess að meg­in­mark­miðið sé að draga úr vímu­efna­notk­un. „Skaða­minnkun gagn­ast fólki sem notar vímu­efni, fjöl­skyldum þeirra, nær­sam­fé­lagi not­and­ans og sam­fé­lag­inu í heild. Með því að afnema mögu­lega refs­ingu vegna vörslu skammta ólög­legra vímu­efna ætl­aða til einka­nota væri stigið stórt skref í átt að við­horfs­breyt­ingu í íslensku sam­fé­lagi gagn­vart fólki sem notar vímu­efni, lög­leg sem ólög­leg.“

Auglýsing
Bent er á að vís­inda­rann­sóknir hafi ítrekað sýnt fram á að refs­ingar hafi lítil sem engin áhrif til breyt­ingar á hegðun ein­stak­linga heldur séu margir aðrir sam­verk­andi per­sónu­bundnir þættir sem hafa áhrif á áhuga­hvöt ein­stak­lings til breyt­inga.

Til stendur að leggja fram frum­varp um málið á yfir­stand­andi þingi.

Frum­varp fjög­urra stjórn­ar­and­stöðu­flokka fékk ekki braut­ar­gengi

Lík­legt er að þverpóli­tísk sátt verði um að sam­þykkja frum­varp heil­brigð­is­ráð­herra, þótt átök geti orðið um hversu langt eigi að ganga. Haustið 2019 lagði Hall­­dóra Mog­en­sen, þing­­maður Pírata, ásamt átta þing­­mönn­um úr þing­­flokk­um P­írata, Sam­­fylk­ing­­ar, Vinstri grænna, Við­reisnar og Flokks fólks­ins fram frum­varp þess efnis að fellt verði úr lögum bann við vörslu, kaupum og mót­­töku ávana- og fíkn­i­efna.

Frum­varp þing­­mann­anna fól í sér að stað þess að for­taks­­laust bann væri við vörslu efna þá sé varsla efna ein­ungis bönnuð þegar magn þeirra er umfram það sem getur talist til eigin nota. Þannig er tryggt að áfram verði hægt að refsa þegar aug­­ljóst er að efnin séu ekki ætluð til einka­nota. 

Áfram yrði hins ­vegar hægt að sak­­fella ­fyrir það sem kann að telj­­ast alvar­­legra brot á lögum um ávana og fíkn­i­efni, þar á meðal inn­­­flutn­ing­­ur, útflutn­ing­­ur, sala, skipti, afhend­ing, fram­­leiðsla og til­­­bún­­ingur efna. 

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins sagði að „brott­hvarf frá refsi­­stefnu sem gengur út á að jað­­ar­­setja neyt­and­ann víkur því nú um allan heim fyrir stefnu sem bygg­ist á því að veita neyt­endum sem á þurfa við­eig­andi þjón­­ustu. Með sam­­þykkt frum­varps þessa mundi Ísland skipa sér í fremstu röð hvað varðar heil­brigð­is­­þjón­­ustu og mann­úð­­lega nálgun gagn­vart þeim neyt­endum vímu­efna.“ 

Frum­varp stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna fjög­urra, sem var efn­is­lega á nán­ast sömu slóðum og hug­myndir heil­brigð­is­ráð­herra, hlaut ekki braut­ar­gengi. Í fylgi­skjali í sam­ráðs­gátt stjórn­valda segir þó að höfð verði hlið­sjón af efni þing­manna­frum­varps­ins frá haustinu 2019 „og þeim athuga­semdum sem bár­ust vegna þess við þing­lega með­ferð“ við gerð nýs frum­varps.

Sex af hverjum tíu föngum áttu við vímu­efna­vanda að stríða

Umræða um afglæpa­væð­ingu fíkni­efna­neyslu hefur staðið yfir hér­lendis árum sam­an. Árið 2014 gerði Kjarn­inn röð frétta um fang­els­is­mál. Við gerð þeirra fékk hann aðgang að miklu magni af töl­fræði hjá Fang­els­is­­mála­­stofn­un. Á meðal þess sem fram kom var að 30 pró­­sent þeirra sem sátu inni (42 af 139) í íslenskum fang­elsum í nóv­­em­ber 2014 sátu inni fyrir fíkn­i­efna­brot. Það voru nán­­ast jafn margir og sátu inni fyrir kyn­­ferð­is­brot (25) og ofbeld­is­brot (22) til sam­ans. Þegar horft var til allra fanga í afplán­un, líka þeirra sem voru að afplána utan fang­elsa, voru 55 að afplána dóm vegna fíkn­i­efna­brota.

Þann 22. júní 2015 svar­aði Ólöf Nor­dal, þáver­andi inn­­­an­­­rík­­­is­ráð­herra, fyr­ir­­­spurn á Alþingi um afplánun fanga í fang­elsi. Í svari hennar kom fram að tæp­­­lega 60 pró­­­sent þeirra sem sitja í íslenskum fang­elsum eigi við vímu­efna­­­vanda að etja. Þar sagði einnig að rúm­­­lega 70 pró­­­sent þeirra sem sitja í íslenskum fang­elsum ættu sér sögu um slíkan vanda. Svarið byggði á óbirtri rann­­­sókn sér­­­fræð­inga.

Þegar umfjöll­unin Kjarn­ans um fang­els­is­mál var end­ur­tekin 2018 kom í ljós að flestir þeirra sem þá afplán­uðu dóma eða höfðu hlotið óskil­orðs­bund­inn dóm gerðu það fyrir fíkni­efna­brot, eða 28 pró­sent fanga. Alls afplán­uðu 16 pró­­sent fanga dóma vegna auð­g­un­­ar­brota og sama hlut­­fall vegna umferð­­ar­laga­brota. Ell­efu pró­­sent fanga afplán­uðu dóma vegna mann­dráps eða til­­raunar til mann­dráps, 13 pró­­sent vegna ofbeld­is­brota og 14 pró­­sent vegna kyn­­ferð­is­brota.

Í skýrslu starfs­hóps sem dóms­mála­ráð­herra fól að skila til­lögum um leiðir til að stytta boð­un­ar­lista til afplán­unar refs­ing­ar, sem birti nið­ur­stöður sínar í fyrra, sagði meðal ann­ars að „hlut­fall fanga fyrir fíkni­efna­brot hefur vaxið mjög í fang­elsum lands­ins á síð­ustu árum. Árið 2019 var hlut­fallið komið í 40 pró­sent allra fanga og vel á annað hund­rað afplán­aði dóm fyrir brot af því tagi. Í lok síð­ustu aldar sátu ein­ungis innan við tíu pró­sent fanga í fang­elsi fyrir fíkni­efna­brot.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar