Vill að litið verði á fíkniefnaneytendur sem sjúklinga en ekki afbrotamenn

Svandís Svavarsdóttir hefur kynnt áform um lagasetningu sem felur í sér afglæpavæðingu vörslu neysluskammta af fíkniefnum. Verði frumvarpið að lögum mun stórt skref verða stigið í átt frá refsistefnu í málaflokknum.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur kynnt áform um laga­setn­ingu í sam­ráðs­gátt stjórn­valda um að heim­ila vörslu tak­mark­aðs magns ávana- og fíkni­efna. Með frum­varp­inu er stigið skref í átt að frá refsi­stefnu í fíkni­efna­mál­um. Í rök­stuðn­ingi fyrir áformunum segir að mik­il­vægt sé að leggja áherslu á skaða­minnkun og að draga úr neyslu- og fíkni­vanda. „Einn liður í því er að líta á neyt­endur ávana- og fíkni­efna sem sjúk­linga fremur en afbrota­menn.“

Sam­kvæmt gild­andi lög­gjöf er varsla hvers kyns skammta af ávana- og fíkni­efnum óheimil og refsi­verð. Ekki er til­greint í áformum ráð­herra hvað mörkin verði dregin um hversu mikið magn ávana- og fíkni­efna ein­stak­lingur megi hafa undir höndum án þess að það sé refsi­vert, verði breyt­ing­arnar að veru­leika. 

Í fylgi­skjali sem birt hefur verið í sam­ráðs­gátt segir að frum­varpið muni byggja á hug­mynda­fræði skaða­minnk­un­ar, sem miði fyrst og fremst að því að draga úr heilsu­fars­leg­um, félags­legum og efna­hags­legum afleið­ingu, notk­unar lög­legra og ólög­legra vímu­efna, án þess að meg­in­mark­miðið sé að draga úr vímu­efna­notk­un. „Skaða­minnkun gagn­ast fólki sem notar vímu­efni, fjöl­skyldum þeirra, nær­sam­fé­lagi not­and­ans og sam­fé­lag­inu í heild. Með því að afnema mögu­lega refs­ingu vegna vörslu skammta ólög­legra vímu­efna ætl­aða til einka­nota væri stigið stórt skref í átt að við­horfs­breyt­ingu í íslensku sam­fé­lagi gagn­vart fólki sem notar vímu­efni, lög­leg sem ólög­leg.“

Auglýsing
Bent er á að vís­inda­rann­sóknir hafi ítrekað sýnt fram á að refs­ingar hafi lítil sem engin áhrif til breyt­ingar á hegðun ein­stak­linga heldur séu margir aðrir sam­verk­andi per­sónu­bundnir þættir sem hafa áhrif á áhuga­hvöt ein­stak­lings til breyt­inga.

Til stendur að leggja fram frum­varp um málið á yfir­stand­andi þingi.

Frum­varp fjög­urra stjórn­ar­and­stöðu­flokka fékk ekki braut­ar­gengi

Lík­legt er að þverpóli­tísk sátt verði um að sam­þykkja frum­varp heil­brigð­is­ráð­herra, þótt átök geti orðið um hversu langt eigi að ganga. Haustið 2019 lagði Hall­­dóra Mog­en­sen, þing­­maður Pírata, ásamt átta þing­­mönn­um úr þing­­flokk­um P­írata, Sam­­fylk­ing­­ar, Vinstri grænna, Við­reisnar og Flokks fólks­ins fram frum­varp þess efnis að fellt verði úr lögum bann við vörslu, kaupum og mót­­töku ávana- og fíkn­i­efna.

Frum­varp þing­­mann­anna fól í sér að stað þess að for­taks­­laust bann væri við vörslu efna þá sé varsla efna ein­ungis bönnuð þegar magn þeirra er umfram það sem getur talist til eigin nota. Þannig er tryggt að áfram verði hægt að refsa þegar aug­­ljóst er að efnin séu ekki ætluð til einka­nota. 

Áfram yrði hins ­vegar hægt að sak­­fella ­fyrir það sem kann að telj­­ast alvar­­legra brot á lögum um ávana og fíkn­i­efni, þar á meðal inn­­­flutn­ing­­ur, útflutn­ing­­ur, sala, skipti, afhend­ing, fram­­leiðsla og til­­­bún­­ingur efna. 

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins sagði að „brott­hvarf frá refsi­­stefnu sem gengur út á að jað­­ar­­setja neyt­and­ann víkur því nú um allan heim fyrir stefnu sem bygg­ist á því að veita neyt­endum sem á þurfa við­eig­andi þjón­­ustu. Með sam­­þykkt frum­varps þessa mundi Ísland skipa sér í fremstu röð hvað varðar heil­brigð­is­­þjón­­ustu og mann­úð­­lega nálgun gagn­vart þeim neyt­endum vímu­efna.“ 

Frum­varp stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna fjög­urra, sem var efn­is­lega á nán­ast sömu slóðum og hug­myndir heil­brigð­is­ráð­herra, hlaut ekki braut­ar­gengi. Í fylgi­skjali í sam­ráðs­gátt stjórn­valda segir þó að höfð verði hlið­sjón af efni þing­manna­frum­varps­ins frá haustinu 2019 „og þeim athuga­semdum sem bár­ust vegna þess við þing­lega með­ferð“ við gerð nýs frum­varps.

Sex af hverjum tíu föngum áttu við vímu­efna­vanda að stríða

Umræða um afglæpa­væð­ingu fíkni­efna­neyslu hefur staðið yfir hér­lendis árum sam­an. Árið 2014 gerði Kjarn­inn röð frétta um fang­els­is­mál. Við gerð þeirra fékk hann aðgang að miklu magni af töl­fræði hjá Fang­els­is­­mála­­stofn­un. Á meðal þess sem fram kom var að 30 pró­­sent þeirra sem sátu inni (42 af 139) í íslenskum fang­elsum í nóv­­em­ber 2014 sátu inni fyrir fíkn­i­efna­brot. Það voru nán­­ast jafn margir og sátu inni fyrir kyn­­ferð­is­brot (25) og ofbeld­is­brot (22) til sam­ans. Þegar horft var til allra fanga í afplán­un, líka þeirra sem voru að afplána utan fang­elsa, voru 55 að afplána dóm vegna fíkn­i­efna­brota.

Þann 22. júní 2015 svar­aði Ólöf Nor­dal, þáver­andi inn­­­an­­­rík­­­is­ráð­herra, fyr­ir­­­spurn á Alþingi um afplánun fanga í fang­elsi. Í svari hennar kom fram að tæp­­­lega 60 pró­­­sent þeirra sem sitja í íslenskum fang­elsum eigi við vímu­efna­­­vanda að etja. Þar sagði einnig að rúm­­­lega 70 pró­­­sent þeirra sem sitja í íslenskum fang­elsum ættu sér sögu um slíkan vanda. Svarið byggði á óbirtri rann­­­sókn sér­­­fræð­inga.

Þegar umfjöll­unin Kjarn­ans um fang­els­is­mál var end­ur­tekin 2018 kom í ljós að flestir þeirra sem þá afplán­uðu dóma eða höfðu hlotið óskil­orðs­bund­inn dóm gerðu það fyrir fíkni­efna­brot, eða 28 pró­sent fanga. Alls afplán­uðu 16 pró­­sent fanga dóma vegna auð­g­un­­ar­brota og sama hlut­­fall vegna umferð­­ar­laga­brota. Ell­efu pró­­sent fanga afplán­uðu dóma vegna mann­dráps eða til­­raunar til mann­dráps, 13 pró­­sent vegna ofbeld­is­brota og 14 pró­­sent vegna kyn­­ferð­is­brota.

Í skýrslu starfs­hóps sem dóms­mála­ráð­herra fól að skila til­lögum um leiðir til að stytta boð­un­ar­lista til afplán­unar refs­ing­ar, sem birti nið­ur­stöður sínar í fyrra, sagði meðal ann­ars að „hlut­fall fanga fyrir fíkni­efna­brot hefur vaxið mjög í fang­elsum lands­ins á síð­ustu árum. Árið 2019 var hlut­fallið komið í 40 pró­sent allra fanga og vel á annað hund­rað afplán­aði dóm fyrir brot af því tagi. Í lok síð­ustu aldar sátu ein­ungis innan við tíu pró­sent fanga í fang­elsi fyrir fíkni­efna­brot.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar