Vill að litið verði á fíkniefnaneytendur sem sjúklinga en ekki afbrotamenn

Svandís Svavarsdóttir hefur kynnt áform um lagasetningu sem felur í sér afglæpavæðingu vörslu neysluskammta af fíkniefnum. Verði frumvarpið að lögum mun stórt skref verða stigið í átt frá refsistefnu í málaflokknum.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur kynnt áform um lagasetningu í samráðsgátt stjórnvalda um að heimila vörslu takmarkaðs magns ávana- og fíkniefna. Með frumvarpinu er stigið skref í átt að frá refsistefnu í fíkniefnamálum. Í rökstuðningi fyrir áformunum segir að mikilvægt sé að leggja áherslu á skaðaminnkun og að draga úr neyslu- og fíknivanda. „Einn liður í því er að líta á neytendur ávana- og fíkniefna sem sjúklinga fremur en afbrotamenn.“

Samkvæmt gildandi löggjöf er varsla hvers kyns skammta af ávana- og fíkniefnum óheimil og refsiverð. Ekki er tilgreint í áformum ráðherra hvað mörkin verði dregin um hversu mikið magn ávana- og fíkniefna einstaklingur megi hafa undir höndum án þess að það sé refsivert, verði breytingarnar að veruleika. 

Í fylgiskjali sem birt hefur verið í samráðsgátt segir að frumvarpið muni byggja á hugmyndafræði skaðaminnkunar, sem miði fyrst og fremst að því að draga úr heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingu, notkunar löglegra og ólöglegra vímuefna, án þess að meginmarkmiðið sé að draga úr vímuefnanotkun. „Skaðaminnkun gagnast fólki sem notar vímuefni, fjölskyldum þeirra, nærsamfélagi notandans og samfélaginu í heild. Með því að afnema mögulega refsingu vegna vörslu skammta ólöglegra vímuefna ætlaða til einkanota væri stigið stórt skref í átt að viðhorfsbreytingu í íslensku samfélagi gagnvart fólki sem notar vímuefni, lögleg sem ólögleg.“

Auglýsing
Bent er á að vísindarannsóknir hafi ítrekað sýnt fram á að refsingar hafi lítil sem engin áhrif til breytingar á hegðun einstaklinga heldur séu margir aðrir samverkandi persónubundnir þættir sem hafa áhrif á áhugahvöt einstaklings til breytinga.

Til stendur að leggja fram frumvarp um málið á yfirstandandi þingi.

Frumvarp fjögurra stjórnarandstöðuflokka fékk ekki brautargengi

Líklegt er að þverpólitísk sátt verði um að samþykkja frumvarp heilbrigðisráðherra, þótt átök geti orðið um hversu langt eigi að ganga. Haustið 2019 lagði Hall­dóra Mogensen, þing­maður Pírata, ásamt átta þing­mönn­um úr þing­flokk­um P­írata, Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna, Við­reisnar og Flokks fólks­ins fram frum­varp þess efnis að fellt verði úr lögum bann við vörslu, kaupum og mót­töku ávana- og fíkni­efna.

Frum­varp þing­mann­anna fól í sér að stað þess að for­taks­laust bann væri við vörslu efna þá sé varsla efna ein­ungis bönnuð þegar magn þeirra er umfram það sem getur talist til eigin nota. Þannig er tryggt að áfram verði hægt að refsa þegar aug­ljóst er að efnin séu ekki ætluð til einka­nota. 

Áfram yrði hins ­vegar hægt að sak­fella ­fyrir það sem kann að telj­ast alvar­legra brot á lögum um ávana og fíkni­efni, þar á meðal inn­flutn­ing­ur, útflutn­ing­ur, sala, skipti, afhend­ing, fram­leiðsla og til­bún­ingur efna. 

Í greinargerð frumvarpsins sagði að „brott­hvarf frá refsi­stefnu sem gengur út á að jað­ar­setja neyt­and­ann víkur því nú um allan heim fyrir stefnu sem bygg­ist á því að veita neyt­endum sem á þurfa við­eig­andi þjón­ustu. Með sam­þykkt frum­varps þessa mundi Ísland skipa sér í fremstu röð hvað varðar heil­brigð­is­þjón­ustu og mann­úð­lega nálgun gagn­vart þeim neyt­endum vímu­efna.“ 

Frumvarp stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, sem var efnislega á nánast sömu slóðum og hugmyndir heilbrigðisráðherra, hlaut ekki brautargengi. Í fylgiskjali í samráðsgátt stjórnvalda segir þó að höfð verði hliðsjón af efni þingmannafrumvarpsins frá haustinu 2019 „og þeim athugasemdum sem bárust vegna þess við þinglega meðferð“ við gerð nýs frumvarps.

Sex af hverjum tíu föngum áttu við vímuefnavanda að stríða

Umræða um afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu hefur staðið yfir hérlendis árum saman. Árið 2014 gerði Kjarninn röð frétta um fangelsismál. Við gerð þeirra fékk hann aðgang að miklu magni af töl­fræði hjá Fang­els­is­mála­stofn­un. Á meðal þess sem fram kom var að 30 pró­sent þeirra sem sátu inni (42 af 139) í íslenskum fang­elsum í nóv­em­ber 2014 sátu inni fyrir fíkni­efna­brot. Það voru nán­ast jafn margir og sátu inni fyrir kyn­ferð­is­brot (25) og ofbeld­is­brot (22) til sam­ans. Þegar horft var til allra fanga í afplán­un, líka þeirra sem voru að afplána utan fang­elsa, voru 55 að afplána dóm vegna fíkni­efna­brota.

Þann 22. júní 2015 svar­aði Ólöf Nordal, þáver­andi inn­­an­­rík­­is­ráð­herra, fyr­ir­­spurn á Alþingi um afplánun fanga í fang­elsi. Í svari hennar kom fram að tæp­­lega 60 pró­­sent þeirra sem sitja í íslenskum fang­elsum eigi við vímu­efna­­vanda að etja. Þar sagði einnig að rúm­­lega 70 pró­­sent þeirra sem sitja í íslenskum fang­elsum ættu sér sögu um slíkan vanda. Svarið byggði á óbirtri rann­­sókn sér­­fræð­inga.

Þegar umfjöllunin Kjarnans um fangelsismál var endurtekin 2018 kom í ljós að flestir þeirra sem þá afplánuðu dóma eða höfðu hlotið óskilorðsbundinn dóm gerðu það fyrir fíkniefnabrot, eða 28 prósent fanga. Alls afplánuðu 16 pró­sent fanga dóma vegna auðg­un­ar­brota og sama hlut­fall vegna umferð­ar­laga­brota. Ell­efu pró­sent fanga afplánuðu dóma vegna mann­dráps eða til­raunar til mann­dráps, 13 pró­sent vegna ofbeld­is­brota og 14 pró­sent vegna kyn­ferð­is­brota.

Í skýrslu starfshóps sem dómsmálaráðherra fól að skila tillögum um leiðir til að stytta boðunarlista til afplánunar refsingar, sem birti niðurstöður sínar í fyrra, sagði meðal annars að „hlutfall fanga fyrir fíkniefnabrot hefur vaxið mjög í fangelsum landsins á síðustu árum. Árið 2019 var hlutfallið komið í 40 prósent allra fanga og vel á annað hundrað afplánaði dóm fyrir brot af því tagi. Í lok síðustu aldar sátu einungis innan við tíu prósent fanga í fangelsi fyrir fíkniefnabrot.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar