Tæpur helmingur fanga hefur setið inni áður

Flestir þeirra sem sitja í íslenskum fangelsum gera það vegna fíkniefnabrota. Alls bíða 560 manns eftir því að komast í afplánun og stór hluti fanga sem nú er í slíkri hefur afplánað dóma áður.

Hólmsheiði
Auglýsing

Alls voru 155 fangar að afplána refs­ingu í íslenskum fang­elsum 11. jan­úar síð­ast­lið­inn. Tæp­lega helm­ingur þeirra, eða 44 pró­sent, sem nú sitja í fang­elsi hafa áður gert það.

116 voru að afplána óskil­orðs­bundna refs­ingu, þrír vara­refs­ingar og 36 voru í gæslu­varð­haldi. Með­al­lengd þeirra dóma sem við­kom­andi voru að afplána var 3,4 ár.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Fang­els­is­mála­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um stöðu mála í íslensku fang­els­is­kerfi í dag.

Auglýsing

560 bíða eftir að kom­ast í afplánun

Flestir þeirra sem afplána dóm og hlotið hafa óskil­orðs­bundna refs­ingu gera það fyrir fíkni­efna­brot, eða alls 28 pró­sent fanga. Alls afplána 16 pró­sent fanga dóma vegna auðg­un­ar­brota og sama hlut­fall vegna umferð­ar­laga­brota. Ell­efu pró­sent fanga afplána dóma vegna mann­dráps eða til­raunar til mann­dráps, 13 pró­sent vegna ofbeld­is­brota og 14 pró­sent vegna kyn­ferð­is­brota.

Til við­bótar við þá sem þegar eru að afplána bíða 560 manns sem hlotið hafa dóma eftir því að geta hafið afplán­un. Sá fjöldi hefur auk­ist umtals­vert frá árinu 2014, þegar fjöld­inn var 475. Í svari Fang­els­is­mála­stofn­unar kemur fram að tölu­verður fjöldi þessa hóps muni afplána með sam­fé­lags­þjón­ustu. Sá sem hefur beðið lengst eftir því að sitja af sér, eftir að dómur var felld­ur, hefur beðið í um það bil fimm ár.

Með­al­aldur þeirra fanga sem afplána nú er tæp­lega 35 ár. Alls hafa 44 pró­sent þeirra áður hlotið dóma sem höfðu í för með sér afplánun en í svari Fang­els­is­mála­stofn­unar er tekið fram að skoð­unin nái 30 ár aftur í tím­ann.

Lang­flestir sem sitja í íslenskum fang­elsum eru íslenskir rík­is­borg­ar­ar. Alls eru 20 erlendir rík­is­borg­arar í afplánun á Íslandi auk þess sem 18 slíkir sitja í gæslu­varð­haldi.

Stór hluti átti við fíkni­efna­vanda að etja

Þann 22. júní 2015 svar­aði Ólöf Nor­dal, þáver­andi inn­­an­­rík­­is­ráð­herra, fyr­ir­­spurn á Alþingi um afplánun fanga í fang­elsi. Í svari hennar kom fram að tæp­­lega 60 pró­­sent þeirra sem sitja í íslenskum fang­elsum eigi við vímu­efna­­vanda að etja. Þar sagði einnig að rúm­­lega 70 pró­­sent þeirra sem sitja í íslenskum fang­elsum ættu sér sögu um slíkan vanda. Svarið byggði á óbirtri rann­­sókn sér­­fræð­inga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent