Afstaða lýsir yfir vantrausti á Fangelsismálastofnun og dómsmálaráðherra

Afstaða gagnrýnir þær skorður sem settar hafa verið á heimsóknir nánustu aðstandenda fanga vegna COVID-19 sem félagið segir hafa áhrif á geðheilsu fanga. Fangelsismálastjóri segir forgangsmál að tryggja órofinn rekstur fangelsa og skilur óánægju fanga.

Fangar hafa ekki fengið að hitta aðstandendur sína síðan kórónuveiran fór að láta aftur á sér kræla í ágúst.
Fangar hafa ekki fengið að hitta aðstandendur sína síðan kórónuveiran fór að láta aftur á sér kræla í ágúst.
Auglýsing

Afstaða, félag fanga og ann­arra áhuga­manna um bætt fang­els­is­mál og betr­un, hefur lýst yfir van­trausti á Fang­els­is­mála­stofn­un, Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, dóms­mála­ráð­herra, og dóms­mála­ráðu­neytið vegna við­bragða þeirra við kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu sem Afstaða sendi út fyrr í dag. Í yfir­lýs­ingu Afstöðu segir að félagið hafi unnið ýmis verk að beiðni Fang­els­is­mála­stofn­unar frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn færð­ist yfir landið á sama tíma og fang­els­is­yf­ir­völd hafi sett fram fyr­ir­heit í betr­un­ar­málum sem ekki var staðið við. „Þetta hefur haft í för með sér óör­yggi og van­traust í garð yfir­valda sem Afstaða mun ekki sefa,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

AuglýsingEin­angr­unin hafi áhrif á geð­heilsu fanga

Þar segir einnig að að þær kvaðir sem lagðar hafi verið á fang­elsi lands­ins í kjöl­far far­ald­urs­ins valdi því að fangar ein­angr­ist og það hafi haft áhrif á geð­heilsu þeirra. Þá hafi sam­skipti fanga við ást­vini verið af skornum skammti: „Einnig hafa sam­skipti við fjöl­skyldu og vini verið skorin niður þannig að jafna má við að slitin séu. Engin eðli­leg sam­skipti hafa verið á milli fanga og ást­vina eða barna frá því á vor­mán­uð­u­m.“Afstaða bendir á að fangar séu við­kvæmur hópur þegar kemur að geð­heilsu og félags­legri ein­angrun og því sé ekki nægj­an­lega litið til mögu­legra nei­kvæðra áhrifa á heilsu þegar kemur að aðgerðum sem gripið hefur verið til til að draga úr hættu á COVID-19 smit­um.Til­lögum Afstöðu hafnað

Félagið gagn­rýnir það að til­lögum þess sem fela í sér jafna ívilnun fyrir alla fanga hafi verið hafn­að. Í yfir­lýs­ing­unni er ástæða höfn­un­ar­innar sögð vera sú að fangar hefðu nú þegar „fengið nægar íviln­anir í formi einnar tölvu fyrir heilt fang­elsi þar sem hægt er að tala við fjöl­skyldu sína, gjald­frjáls sím­töl í almanna­rými þar sem allir aðrir eru að hlusta og að ein­hverjir hefðu fengið að fara fyrr á Vernd,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.„Fang­els­is­yf­ir­völd hleypa sumum út í miðri afplánun en öðrum ekki, sumum hleypa þeir út á reynslu­lausn en öðrum ekki. Allir á sama stað í kerf­inu. Sumum hentu þeir út án þess að þeir hefðu átt í nokkur hús að venda,“ segir þar enn frem­ur.Í til­kynn­ing­unni er það tekið fram að sam­starf Afstöðu og Fang­els­is­mála­stofn­unar hafi verið gott og náið og Afstaða stutt aðgerðir stofn­un­ar­inn­ar, en geri það ekki leng­ur. Þá hvetur félagið fanga og aðstand­endur þeirra til að hafa sam­band við Afstöðu ef við­kom­andi telja að brotið hafi verið á sér með þeim aðgerðum sem gripið hafið verið til í far­aldr­in­um.Fang­els­is­mála­stjóri seg­ist skilja reiði fanga og aðstand­enda

„Ég gerir mér grein fyrir því að heim­sókna­bann í fang­elsum er óæski­legt og við grípum bara til þess því það telst nauð­syn­legt. Við­bragðs­á­ætlun gerir ráð fyrir á neyð­ar­stigi að það sé lokað fyrir heim­sóknir í fang­elsi,“ segir Páll Win­kel, for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­unar um yfir­lýs­ingu Afstöðu og þá stöðu sem nú er uppi. Hann segir helsta mark­mið fang­els­is­yf­ir­valda vera að koma í veg fyrir að smit ber­ist inn í fang­els­in. Hægt sé að halda uppi eðli­legri starf­semi í fang­els­unum á meðan þau eru laus við smit. „Við lok­uðum fyrir heim­sóknir 6. mars til 4. maí, meðan veiran var í hve mestri útbreiðslu í sam­fé­lag­inu og við opn­uðum þá 4. maí fyrir heim­sóknir náinna aðstand­enda og barna. Síðan þegar veiran fór aftur að láta á sér kræla í veru­legu magni í ágúst þá stöðv­uðum við heim­sókn­ir,“ segir Páll um tak­mark­anir á heim­sókn­um.

Afstaða hefur lýst yfir vantrausti á bæði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, og Fangelsismálastofnun en Páll Winkel er forstjóri stofnunarinnar. Mynd: Stjórnarráðið

Flókið verk­efni að reka fang­elsi á tímum COVID-19

„Við gerum okkur grein fyrir að það er fólgin í þessu aukin ein­angrun og við höfum áhyggjur af þessu og við ætlum að opna fyrir heim­sóknir náinna aðstand­enda og barna þegar neyð­ar­stigi hefur verið aflýst. Von­andi verður það innan skamm­s,“ segir Páll og bendir á að reynt hafi verið að koma til móts við fanga í ástand­inu. Boðið sé upp á gjald­frjáls sím­töl, raf­ræna AA fundi og hug­leiðslur auk þess sem þjón­usta félags­ráð­gjafa og sál­fræð­inga sé veitt með raf­rænum hætti. Þar að auki sé enn boðið upp á vinnu, kennslu og nám innan veggja fang­elsanna eins og venja er. Páll nefnir að komið hafi upp smit í fang­elsum í lönd­unum í kringum okkur og þá hafi þurft að ein­angra alla sem í fang­els­unum eru. „Við höfum sloppið við það hingað til en þetta er flókið verk­efni. Við höfum misst tölu­verðan fjölda starfs­manna í sótt­kví á tíma­bilum og það er mjög mik­il­vægt að við getum haldið órofnum rekstri,“ segir Páll.Einn fangi verið smit­aður af COVID-19

Þrátt fyrir að tek­ist hafi að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19 innan veggja fang­elsanna hefur einum smit­uðum fanga verið sinnt. „Það hefur komið upp smit innan einu fang­elsanna. Það var ekki vegna þess að sótt­varnir brugð­ust heldur fengum við upp­lýs­ingar um það frá lög­reglu að það væri á leið­inni fangi á leið í gæslu­varð­hald sem væri smit­aður af þess­ari veiru. En vegna þess að við höfum ekki verið með fang­elsin í 100 pró­sent nýt­ingu þá höfum við aðstöðu til þess að skilja hópana að og þessi ein­stak­lingur var í gæslu­varð­haldi með COVID og ekki í neinum sam­skiptum við aðra fanga og þetta smit dreifð­ist ekki um fang­els­in. Að öðru leyti hefur ekk­ert smit komið upp í fang­els­un­um.“Um til­lög­urnar sem afstaða nefnir í yfir­lýs­ingu sinni segir Páll lítið um þær að segja annað en að þetta séu til­lögur sem þurfi laga­breyt­ingar til að ná fram að ganga. Á síð­ustu árum hafi afplánun utan fang­elsa hlotið aukið vægi og nú getu fangar verið allt að 16 mán­uði á áfanga­heim­ili seinni hluta afplán­unar og allt að 12 mán­uði undir raf­rænu eft­ir­liti, með ökkla­band, á sínu eigin heim­ili. „Hvort það sé hægt að rýmka það frekar og hvort það sé vilji til þess er bara eitt­hvað sem þarf að skoða,“ segir Páll. Nú sé helsta for­gangs­málið að tryggja órof­inn rekstur fang­elsa og „halda líf­inu innan veggja fang­elsanna í eins eðli­legum skorðum og hægt er.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent