Biden staðfestur sigurvegari hjá öllum stærstu fjölmiðlunum

Eftir mikla bið hafa allir stærstu miðlarnir „kallað“ Pennsylvaníu og staðfest þar með sigur Joe Biden í forsetakosningunum.

Joe Biden verður 46. forseti Bandaríkjanna þegar hann tekur við embætti.
Joe Biden verður 46. forseti Bandaríkjanna þegar hann tekur við embætti.
Auglýsing

Á fimmta tím­anum stað­festu allir stærstu miðl­arnir vest­an­hafs að Joe Biden hefði sigrað nýaf­staðnar for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­un­um. Joe Biden verður því 46. for­seti Banda­ríkj­anna þegar hann tekur við emb­ætti í jan­ú­ar. Þetta þýðir að Kamala Harris verður fyrsta konan til að gegna emb­ætti vara­for­seta Banda­ríkj­anna.Kosn­ingar fóru fram í Banda­ríkj­unum á þriðju­dag og hafa margir beðið í ofvæni eftir úrslitum kosn­ing­anna. Decision Desk HQ reið á vaðið í gær og lýsti yfir sigri Bidens. 

AuglýsingNú hafa allir stærstu frétta­miðl­arnir gert slíkt hið sama með því að lýsa yfir sigri Bidens í Penn­syl­vaníu og þar með í kosn­ing­un­um. Ríkið færði Biden 20 kjör­menn sem kom honum upp í 273 kjör­menn alls en 270 kjör­menn þarf til að sigra kosn­ing­arn­ar.Ekki eru öll kurl komin til grafar

Taln­ing stendur enn yfir í mörgum ríkjum og ekki er búið að kalla öll ríki Banda­ríkj­anna. Úrslit í þeim ríkjum sem enn á eftir að kalla ættu þó ekki að breyta nið­ur­stöðum kosn­ing­anna – Biden hefur kom­ist yfir 270 kjör­manna múr­inn.Stóra spurn­ingin er hversu auð­veld­lega valda­um­skiptin munu ganga. Skömmu eftir að stóru miðl­arnir fóru hverjir á eftir öðrum að stað­festa sigur Bidens hófst blaða­manna­fundur sem hald­inn var af fram­boðsteymi Trumps. Þar til­kynnti Rudy Giuli­ani, lög­maður Trumps að til stæði að kæra úrslit kosn­inga í mörgum af þeim ríkjum sem skipta mestu máli í kosn­ing­un­um, til dæmis í Penn­syl­van­íu.Kamala fyrsti kven­kyns vara­for­set­innEngin kona hefur komist jafn hátt í embættismannakerfi Bandaríkjamanna og Kamala Harris. Mynd: EPA

Með kjöri Bidens hefur verið brotið blað í stjórn­mála­sögu Banda­ríkj­anna því Kamala Harris verður þar með fyrsta konan til að gegna emb­ætti vara­for­seta. Það hefur ein­ungis tvisvar gerst áður að vara­for­seta­efni hjá öðrum af stóru flokk­unum tveimur hafi verið kven­kyns. Árið 1984 var Ger­aldine Ferr­aro vara­for­seta­efni demókrata og árið 2008 var Sarah Palin vara­for­seta­efni Repúblik­ana. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent