Biden staðfestur sigurvegari hjá öllum stærstu fjölmiðlunum

Eftir mikla bið hafa allir stærstu miðlarnir „kallað“ Pennsylvaníu og staðfest þar með sigur Joe Biden í forsetakosningunum.

Joe Biden verður 46. forseti Bandaríkjanna þegar hann tekur við embætti.
Joe Biden verður 46. forseti Bandaríkjanna þegar hann tekur við embætti.
Auglýsing

Á fimmta tím­anum stað­festu allir stærstu miðl­arnir vest­an­hafs að Joe Biden hefði sigrað nýaf­staðnar for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­un­um. Joe Biden verður því 46. for­seti Banda­ríkj­anna þegar hann tekur við emb­ætti í jan­ú­ar. Þetta þýðir að Kamala Harris verður fyrsta konan til að gegna emb­ætti vara­for­seta Banda­ríkj­anna.Kosn­ingar fóru fram í Banda­ríkj­unum á þriðju­dag og hafa margir beðið í ofvæni eftir úrslitum kosn­ing­anna. Decision Desk HQ reið á vaðið í gær og lýsti yfir sigri Bidens. 

AuglýsingNú hafa allir stærstu frétta­miðl­arnir gert slíkt hið sama með því að lýsa yfir sigri Bidens í Penn­syl­vaníu og þar með í kosn­ing­un­um. Ríkið færði Biden 20 kjör­menn sem kom honum upp í 273 kjör­menn alls en 270 kjör­menn þarf til að sigra kosn­ing­arn­ar.Ekki eru öll kurl komin til grafar

Taln­ing stendur enn yfir í mörgum ríkjum og ekki er búið að kalla öll ríki Banda­ríkj­anna. Úrslit í þeim ríkjum sem enn á eftir að kalla ættu þó ekki að breyta nið­ur­stöðum kosn­ing­anna – Biden hefur kom­ist yfir 270 kjör­manna múr­inn.Stóra spurn­ingin er hversu auð­veld­lega valda­um­skiptin munu ganga. Skömmu eftir að stóru miðl­arnir fóru hverjir á eftir öðrum að stað­festa sigur Bidens hófst blaða­manna­fundur sem hald­inn var af fram­boðsteymi Trumps. Þar til­kynnti Rudy Giuli­ani, lög­maður Trumps að til stæði að kæra úrslit kosn­inga í mörgum af þeim ríkjum sem skipta mestu máli í kosn­ing­un­um, til dæmis í Penn­syl­van­íu.Kamala fyrsti kven­kyns vara­for­set­innEngin kona hefur komist jafn hátt í embættismannakerfi Bandaríkjamanna og Kamala Harris. Mynd: EPA

Með kjöri Bidens hefur verið brotið blað í stjórn­mála­sögu Banda­ríkj­anna því Kamala Harris verður þar með fyrsta konan til að gegna emb­ætti vara­for­seta. Það hefur ein­ungis tvisvar gerst áður að vara­for­seta­efni hjá öðrum af stóru flokk­unum tveimur hafi verið kven­kyns. Árið 1984 var Ger­aldine Ferr­aro vara­for­seta­efni demókrata og árið 2008 var Sarah Palin vara­for­seta­efni Repúblik­ana. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent