Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ en lægst í Reykjavík

Foreldrar í Garðabæ greiða 146 þúsund krónum meira á ári fyrir leikskóladvöl barna sinna en foreldrar í Reykjavík. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á leikskólagjöldum sextán stærstu sveitarfélaganna.

23-april-2014_13960605846_o.jpg
Auglýsing

For­eldrar barna í Garðabæ greiða 146.000 krónum meira á ári fyrir leik­skóla­dvöl barna sinna en for­eldrar í Reykja­vík. Almennt mán­að­ar­gjald fyrir leik­skóla­pláss er 38.465 krónur á mán­uði í Garðabæ en 25.234 krónur mán­að­ar­lega hjá Reykja­vík­ur­borg. Miðað er við 8 klukku­stunda dvöl með fæði.Þetta kemur fram í úttekt verð­lags­eft­ir­lits ASÍ á leik­skóla­gjöldum sveit­ar­fé­lag­anna. Sextán fjöl­menn­ustu sveit­ar­fé­lögin voru í úrtak­inu.Leik­skóla­gjöld fyrir for­gangs­hópa, sem víð­ast eru ein­stæðir for­eldr­ar, náms­menn og öryrkjar, eru einnig lægst í Reykja­vík eða 16.770 krónur á mán­uði en hæst hjá Sveit­ar­fé­lag­inu Skaga­firði, 29.512 krón­ur. Mik­ill munur er því á lægstu og hæstu leik­skóla­gjöld­unum fyrir for­gangs­hópa eða 12.842 krónur á mán­uði sem jafn­gildir 141.262 krónum á ári.

Auglýsing


Kópa­vog­ur, Akur­eyri, Árborg, Akra­nes, Sel­tjarn­ar­nes, Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörður og Ísa­fjarð­ar­bær hækk­uðu leik­skóla­gjöld sín þannig að 8 tímar með fæði eru dýr­ari í jan­úar á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Mesta hlut­falls­lega hækk­unin á almennu gjaldi er hjá Sveit­ar­fé­lag­inu Árborg eða 2,9 pró­sent eða sem nemur 1.025 krónum á mán­uði, næst mest hækka almenn gjöld í Kópa­vogi eða um 2,7 pró­sent (821 króna á mán­uði ) og sömu sögu er að segja um Ísa­fjarð­arbæ en þar hækka gjöldin einnig um 2,7 pró­sent (954 krónur á mán­uð­i).Vest­manna­eyj­ar, Reykja­vík og Mos­fells­bær hafa hins vegar lækkað leik­skóla­gjöld síðan í fyrra. Mestu hlut­falls­legu lækk­un­ina má finna í Vest­manna­eyjum en þar lækka almenn leik­skóla­gjöld um 10,2 pró­sent og fara úr 39.578 krónum í 35.550 krón­ur. Lækk­unin nemur því 4.028 krónum á mán­uði eða 44.308 krónum á ári. Það ber þó að hafa í huga að leik­skóla­gjöldin voru hæst af öllum stöðum í Vest­manna­eyjum í fyrra. Næst mesta lækk­unin er í Reykja­vík eða 8,1 pró­sent (2.213 króna lækkun á mán­uði) en í Mos­fellsbæ lækka gjöldin um 3,7 pró­sent (1.264 krónur á mán­uð­i).Lengri vistun en hinir almennu átta tímar getur verið dýr. Þannig getur níunda klukku­stundin hækkað heild­ar­gjaldið mikið og er mik­ill munur á þess­ari auka klukku­stund hjá sveit­ar­fé­lög­un­um. Dýr­ust er hún í Kópa­vogi, 14.066 krónur en ódýr­ust hjá Sveit­ar­fé­lag­inu Skaga­firði, 2.977 krónur en mun­ur­inn er 372 pró­sent. Í Kópa­vogi borga for­eldrar 31.424 krónur fyrir 8 tíma vistun með fæði en 45.490 fyrir 9 tíma með fæði og hækka leik­skóla­gjöldin því um 44 pró­sent í þessu til­felli ef bæta þarf einni klukku­stund við dag­inn. Reykja­vík er með næst­dýrasta níunda tím­ann á 10.003 krónur og þar á efir koma Fljóts­dals­hérað og Vest­manna­eyj­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent