Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ en lægst í Reykjavík

Foreldrar í Garðabæ greiða 146 þúsund krónum meira á ári fyrir leikskóladvöl barna sinna en foreldrar í Reykjavík. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á leikskólagjöldum sextán stærstu sveitarfélaganna.

23-april-2014_13960605846_o.jpg
Auglýsing

Foreldrar barna í Garðabæ greiða 146.000 krónum meira á ári fyrir leikskóladvöl barna sinna en foreldrar í Reykjavík. Almennt mánaðargjald fyrir leikskólapláss er 38.465 krónur á mánuði í Garðabæ en 25.234 krónur mánaðarlega hjá Reykjavíkurborg. Miðað er við 8 klukkustunda dvöl með fæði.


Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á leikskólagjöldum sveitarfélaganna. Sextán fjölmennustu sveitarfélögin voru í úrtakinu.


Leikskólagjöld fyrir forgangshópa, sem víðast eru einstæðir foreldrar, námsmenn og öryrkjar, eru einnig lægst í Reykjavík eða 16.770 krónur á mánuði en hæst hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, 29.512 krónur. Mikill munur er því á lægstu og hæstu leikskólagjöldunum fyrir forgangshópa eða 12.842 krónur á mánuði sem jafngildir 141.262 krónum á ári.

Auglýsing

Kópavogur, Akureyri, Árborg, Akranes, Seltjarnarnes, Sveitarfélagið Skagafjörður og Ísafjarðarbær hækkuðu leikskólagjöld sín þannig að 8 tímar með fæði eru dýrari í janúar á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Mesta hlutfallslega hækkunin á almennu gjaldi er hjá Sveitarfélaginu Árborg eða 2,9 prósent eða sem nemur 1.025 krónum á mánuði, næst mest hækka almenn gjöld í Kópavogi eða um 2,7 prósent (821 króna á mánuði ) og sömu sögu er að segja um Ísafjarðarbæ en þar hækka gjöldin einnig um 2,7 prósent (954 krónur á mánuði).


Vestmannaeyjar, Reykjavík og Mosfellsbær hafa hins vegar lækkað leikskólagjöld síðan í fyrra. Mestu hlutfallslegu lækkunina má finna í Vestmannaeyjum en þar lækka almenn leikskólagjöld um 10,2 prósent og fara úr 39.578 krónum í 35.550 krónur. Lækkunin nemur því 4.028 krónum á mánuði eða 44.308 krónum á ári. Það ber þó að hafa í huga að leikskólagjöldin voru hæst af öllum stöðum í Vestmannaeyjum í fyrra. Næst mesta lækkunin er í Reykjavík eða 8,1 prósent (2.213 króna lækkun á mánuði) en í Mosfellsbæ lækka gjöldin um 3,7 prósent (1.264 krónur á mánuði).


Lengri vistun en hinir almennu átta tímar getur verið dýr. Þannig getur níunda klukkustundin hækkað heildargjaldið mikið og er mikill munur á þessari auka klukkustund hjá sveitarfélögunum. Dýrust er hún í Kópavogi, 14.066 krónur en ódýrust hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, 2.977 krónur en munurinn er 372 prósent. Í Kópavogi borga foreldrar 31.424 krónur fyrir 8 tíma vistun með fæði en 45.490 fyrir 9 tíma með fæði og hækka leikskólagjöldin því um 44 prósent í þessu tilfelli ef bæta þarf einni klukkustund við daginn. Reykjavík er með næstdýrasta níunda tímann á 10.003 krónur og þar á efir koma Fljótsdalshérað og Vestmannaeyjar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent