Neytendur í vörn og sókn

Hvað stóð upp úr á árinu varðandi neytendamál? Breki Karlsson fer yfir það helsta.

Auglýsing

Af nógu er að taka af mark­verðum málum hjá neyt­endum í ár. Stærst er lík­lega Vaxta­málið svo­kall­aða. En árið 2019 sendu sam­tökin fyr­ir­spurnir til bank­anna um vaxta­á­kvarð­anir lána með breyti­legum vöxt­um. Svörin þóttu ófull­nægj­andi og báru með sér að vaxta­á­kvæði lána­samn­inga og vaxta­á­kvarð­anir gengju bein­línis í ber­högg við lög, að mati sam­tak­anna. En sam­kvæmt lögum þurfa skil­mál­arnir að vera „skýr­ir, aðgengi­leg­ir, hlut­lægir og unnt að sann­reyna“. Tölu­vert skortir á að svo sé og því var bönk­unum stefnt í des­em­ber 2021 eftir að um 1.500 lán­takar höfðu skráð sig til leiks.

Allt þetta ár hafa sífellt fleiri skráð sig og standa nú um 2000 lán­takar með um 7500 lán að baki Vaxta­máls­ins og fer fjölg­andi. Stór vendi­punktur varð í mál­inu í vor þegar hér­aðs­dómur Reykja­víkur ákvað að leita ráð­gef­andi álits EFTA dóm­stóls­ins í máli gegn Lands­bank­an­um, og eins þegar hér­aðs­dómur Reykja­ness gerði slíkt hið sama í máli gegn Íslands­banka, nú í haust. Von er á svari dóms­ins á vor­mán­uð­um, um það hvort skil­málar lán­anna sam­ræm­ist lög­um.

Verði ráð­gef­andi svör EFTA dóm­stóls­ins á þá lund sem Neyt­enda­sam­tökin búast við, er það lík­legt til að geta orðið vendi­punktur árs­ins 2023 í fjár­mála­geir­an­um. En sam­tökin telja að það geti verið for­dæm­is­gef­andi önnur breyti­leg lán Íslend­inga. Ekki liggja fyrir opin­berar upp­lýs­ingar um fjölda eða upp­hæð lána með skil­mála um breyti­lega vexti og því þarf að taka eft­ir­far­andi tölum með fyr­ir­vara. En í lok mars 2021 námu útlán við­skipta­bank­anna til heim­il­anna tæpum 1.550 millj­örðum króna. Neyt­enda­sam­tökin telja að stærstur hluti þess­ara lána sé með ólög­legum skil­mála um breyti­lega vexti. Þannig nemur hvert pró­sentu­stig til eða frá 15,5 millj­örðum króna hverju ári láns­ins.

Auglýsing

Neyt­enda­sam­tökin leggja mikla áherslu á staf­ræna neyt­enda­vernd, en staf­ræn tækni felur í sér mikil tæki­færi fyrir neyt­end­ur, en jafn­framt miklar áskor­an­ir. Ólíkir hópar eru mis­jafn­lega í stakk búnir til að takast á við þær umbreyt­ingar sem orðið hafa og eru að verða í staf­rænum heimi. Gjá getur mynd­ast á milli þeirra sem kunna og kunna ekki, hafa og hafa ekki. Net­glæp­ir, staf­ræn úti­lok­un, ofgnótt upp­lýs­inga, duldar aug­lýs­ing­ar, ágengar sölu­að­ferðir og njósn­a­hag­kerf­ið, þar sem per­sónu­upp­lýs­ingar ganga kaupum og söl­um, eru meðal nýrra og breyttra áskor­ana sem hafa komið fram sam­fara tækni­breyt­ing­un­um. Þar hafa Neyt­enda­sam­tökin gert sig gild­andi á und­an­förnu ári. Stór vendi­punktur varð í staf­rænni neyt­enda­vernd á árinu þegar per­sónu­vernd­ar­yf­ir­völd í Aust­ur­ríki og Frakk­landi, og síðar Dan­mörku gáfu út að notkun vef­síðna á vef­vökt­un­ar­for­rit­inu Google Ana­lyt­ics bryti í bága við per­sónu­vernd­ar­lög. Per­sónu­vernd á Íslandi gaf við það tæki­færi út frétt, sem túlka má sem við­vörun til íslensks vef­um­sjón­ar­fólks, þar sem fram kemur að lík­lega lyti notkun íslenskra vef­síðna á Google Ana­lyt­ics sömu lög­mál­um, þ.e.a.s. bryti í bága við lög. Það vekur furðu að örlítil könnun sýnir að þrátt fyrir það not­ist nán­ast öll íslensk fyr­ir­tæki og stofn­anir enn við Google Ana­lyt­ics.

Net­svik hafa því miður færst í auk­ana og bófarnir orðnir betri í svindli og svínaríi. Neyt­enda­sam­tökin tóku höndum saman með Sam­tökum atvinnu­lífs­ins og Sam­tökum fjár­mála­fyr­ir­tækja og ýttu úr vör átak­inu „Taktu tvær“ eins og sjá má á www.taktut­va­er.is, hvar neyt­endur geta sótt sér upp­lýs­ingar um helstu aðferðir þrjót­anna og hvernig má var­ast þær.

Annar vendi­punktur í starfi Neyt­enda­sam­tak­anna var gerð fyrsta mynd­bands­ins sem sam­tökin hafa staðið að. En það var gert til að vekja athygli á vax­andi umfangi njósn­a­hag­kerf­is­ins sem hefur umbylt lífi okkar á undra­skömmum tíma. Við erum nán­ast sítengd og höfum allar heims­ins upp­lýs­ingar við hönd­ina sem við fyrstu sýn virð­ist ókeypis, en þegar að er gáð er gjaldið sem við greiðum tví­þætt, ann­ars vegar er aug­lýs­ingum beint að okkur og hins vegar er upp­lýs­ingum um okkur safnað saman og þær seldar hæst­bjóð­anda. Ef þú ætlar að horfa á eitt katta­mynd­band í dag, og lesa þér til um njósn­a­hag­kerf­ið, vertu þá viss um að það sé þetta: www.ns.is/kettir. Ein­hver neyt­enda­sam­tök í Evr­ópu hafa tekið mynd­bandið upp á sína arma og notað í vit­und­ar­vakn­ing­ar­her­ferðum sínum á árinu.

Lík­lega hefur alþjóð­legt sam­starf sjaldan verið meira en á árinu og kynntu Neyt­enda­sam­tökin ásamt 20 sam­tökum í 18 löndum nýja skýrslu „Tölvu­leikja­iðn­aður undir smá­sjánni“ sem beinir sjónum að svoköll­uðum lukku­boxum (e. „loot box­es“) í tölvu­leikjum sem varpar ljósi á það hvernig þeir eru hann­aðir til að spil­arar eyði sem mestum tíma og fé í þá.

Í kjöl­far þess að Seðla­banki Íslands sagði sig frá verk­efn­inu, stofn­uðu Neyt­enda­sam­tök­in, ásamt Sam­tökum fjár­mála­fyr­ir­tækja úrskurð­ar­nefndir í upp­hafi árs sem taka á ágrein­ings­efnum neyt­enda og fyr­ir­tækja í fjár­málum og vátrygg­inga­mál­um. Upp­lýs­ingar um þær má finna á www.­nefnd­ir.is

Neyt­enda­sam­tökin voru stofnuð 23. mars árið 1953 og eiga því 70 ára afmæli á næsta ári og eru lík­lega þriðju elstu neyt­enda­sam­tök í heimi á eftir þeim dönsku og banda­rísku. Það var mik­ill vendi­punktur fyrir neyt­endur á Íslandi þegar aðal­hvata­mað­ur­inn og fyrsti for­maður sam­tak­anna Sveinn Ásgeirs­son hélt erindi í Rík­is­út­varp­inu 21. og 28. októ­ber 1952, hvar hann sagði meðal ann­ars: „Hið eina sem dugar eru máttug neyt­enda­sam­tök, borin uppi af þeim, sem verst eru leikin af ríkj­andi við­skipta­hátt­um, og fylgja kröfum sínum um gagn­kvæmt til­lit fast eft­ir, eins fast og þörf ger­ist.“ Kraftur Neyt­enda­sam­tak­anna hefur í hart­nær 70 ár spornað gegn yfir­burða­stöðu vald­hafa, sér­hags­muna­hópa og fyr­ir­tækja og munu sam­tökin gera það um ókomna tíð. Neyt­enda­sam­tökin eru frjáls félaga­sam­tök sem reiða sig á árgjöld félags­manna. Því fleiri félags­menn, þeim mun öfl­ugri Neyt­enda­sam­tök.

Höf­undur er for­maður Neyt­enda­sam­tak­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit