Íslendingar ættu ekki að líða skort á hommum

Formaður Samtakanna '78 hvetur fólk til að hlúa að hvert öðru á nýju ári. „Leyfum ekki kjánum að drífa fram óþarft bakslag í réttindum okkar. Stöndum frekar saman gegn óþarfa fáfræði og aðkasti og höldum áfram að vera sýnileg.“

Auglýsing

Líkt og flest ár hefur þetta ár verið við­burða­ríkt og ekki síður meðal hinsegin fólks. Eins og við var að búast höfðu skipu­lagðar sam­komur setið á hak­anum í COVID og fólk þyrst í að hitt­ast og njóta sam­veru. Þetta varð ljóst strax í upp­hafi árs þegar tak­mörk­unum var aflétt. Gleðin var almennt við völd og gamlir kunn­ingjar fengu tæki­færi til að hitt­ast aft­ur. Fljót­lega varð líka ljóst að það var að bæt­ast í hóp­inn. Að sjálf­sögðu. Stór hópur fólks sem hafði setið eitt með sjálfu sér í COVID hafði fengið tæki­færi til að líta inn á við og var núna til­búið að koma út úr skápn­um. Aðsókn í ráð­gjaf­ar­þjón­ustu Sam­tak­anna ‘78 jókst því í kjöl­far COVID og mæt­ing á við­burði var til fyr­ir­mynd­ar. Það er kannski full­djúpt í árina tekið að segja að COVID hafi sparkað heilu hóp­unum af fólki út úr skápnum en lík­lega hefur eitt­hvað fólk fundið sér aðstæður þar sem það var til­búið að opna sig og koma úr fel­um. Og verið líka vel­kom­in!

Tryggjum mann­rétt­indi

Á heild­ina litið ein­kennd­ist árið 2022 af gleði, vel­vild og fram­för­um. Á þingi töl­uðu bæði rík­is­stjórn og stjórn­ar­and­staða máli hinsegin fólks og sumt varð að veru­leika, eins og aðgerða­á­ætlun í mál­efnum hinsegin fólks, og annað ekki, svo sem bann við bæl­ing­ar­með­ferðum á hinsegin fólki. Hvort tveggja eru gríð­ar­lega mik­il­væg mál fyrir okk­ur. Aðgerða­á­ætl­unin setur rík­is­stjórn­inni skýran ramma um þær brag­ar­bætur sem ráð­ast skal í á næstu árum og við gerum ráð fyrir að hún verði end­ur­skoðuð reglu­lega og haldið við. Sam­kvæmt henni stefnir Ísland á eitt af efstu sætum regn­boga­korts ILGA Europe um rétt­indi hinsegin fólks og í ár hækk­uðum við úr 16. sæti í það 11. eftir nokkra end­ur­skoð­un. Bann við bæl­ing­ar­með­ferðum er síðan sjálf­sagt mann­rétt­inda­mál og ég vona að það kom­ist á dag­skrá þings­ins sem fyrst svo af því geti orð­ið. Það telur líka tvö stig inn á regn­boga­kort­ið.

Gleðin við völd

En ánægjan með árið er ekki aðeins vegna rétt­ar­bóta heldur einnig vegna þess að það gáfust svo mörg tæki­færi til að njóta sam­veru og læra hvert af öðru. Haldið var Lands­þing hinsegin fólks í mars, Nor­ræn hinsegin ráð­stefna í Osló í maí og Regn­boga­ráð­stefna á Hinsegin dögum í ágúst. Raunar voru Hinsegin dagar lík­lega einir þeir veg­leg­ustu sem haldnir hafa verið með Pride center á Gayrs­götu, fjöld­anum öllum af við­burð­um, áður­nefndri ráð­stefnu og síð­ast en ekki síst gleði­göng­unni sem var gengin aftur í fyrsta sinn síðan 2019. Það er ómet­an­legt fyrir okkur að fá að hitta sam­fé­lagið okkar á svona hátíð­is­dögum og þess vegna gleðst ég sér­stak­lega yfir öllum hinsegin hátíð­unum sem farið er að halda utan Reykja­vík­ur.

Auglýsing

Menn­ingin er ekki síður mik­il­væg. Hinsegin lista­sýn­ing í Nýló var skemmti­leg og metn­að­ar­full nýlunda og Góðan dag­inn faggi fór hring­ferð um land­ið. Nokkrar hinsegin bækur eru líka í jóla­bóka­flóð­inu. Þá voru fundin upp fjögur ný hýr tákn fyrir íslenskt tákn­mál yfir orðin eikyn­hneigð, kynseg­in, kvár og stálp og við héldum kvá­ra­dag­inn hátíð­legan í fyrsta skipti. Kvá­ra­dag­ur­inn er fyrsti dagur ein­mán­að­ar, líkt og bónda­dag­ur­inn er fyrsti dagur þorra og konu­dag­ur­inn í góu. Til að hinsegin fólk geti verið hluti af sam­fé­lag­inu þurfum við að fá að taka þátt. Við þurfum að vera sýni­leg í menn­ing­unni, í list­unum og á bóka­söfn­um. Við þurfum að eiga orð eða tákn til að tala um okkur og geta fundið okkur í þjóð­hátt­un­um.

Ein­kenni­legt hunda­æði

Árið 2022 var þó ekki bara dans á rós­um. Í byrjun sum­ars leit út fyrir að m-bólu­far­aldur yrði vanda­mál á Íslandi og þá sér­stak­lega meðal karla sem sofa hjá körl­um. Þetta var reið­ar­slag svo stuttu eftir COVID og minnti óneit­an­lega á upp­haf HIV far­ald­urs­ins. Til allrar ham­ingju brugð­ust bæði stjórn­völd, heil­brigð­is­stofn­anir og ein­stak­lingar rétt við og útbreiðsla sjúk­dóms­ins varð lítil sem eng­in. Öllu verra var þó að á sama tíma greip hunda­æði land­ann og ung­lingar tóku að gelta á hinsegin fólk úti á götu. Ein­hver skáru niður regn­boga­fána í kringum Hinsegin daga og smám saman kom ein­hver und­ir­liggj­andi ill­vild fram sem hefur fengið að grass­era. Bakslagið á Íslandi er ekki eins­dæmi en frá því í sumar hafa óvenju­margar skotárásir á hinsegin fólk verið framdar og þá ristir skotárásin í Osló, stuttu fyrir pride þar­lend­is, dýpst. Til allrar ham­ingju hefur ekki komið til mann­tjóns hér­lendis en þó er ástæða til að bregð­ast hratt og örugg­lega við þessu bakslagi og tryggja að það verði engu okkar að fjör­tjóni. Ég vil ekki upp­lifa raun­veru­legan skort á hommum á Íslandi, né heldur öðru hinsegin fólki.

Stofnun árs­ins

Lík­lega eru hvorki FIFA né Sund­sam­band Íslands stofnun árs­ins í hugum hinsegin fólks. HM í Katar fór fram í skugga mann­rétt­inda­brota og þrátt fyrir að hvers kyns hinseg­in­leiki sé ólög­legur þar í landi og Sund­sam­bandið kaus með því að Alþjóða sund­sam­bandið úti­lok­aði trans konur frá keppni á heims­meist­ara­mótum í sundi. Hvor­ugt er til mik­illar fyr­ir­myndar en ekki er úti­lokað að sýna megi betrun og iðr­un, líkt og Kirkjan gerði. Verk­efnið Ein saga - Eitt skref var kynnt í Skál­holti í sumar þar sem sögur hinsegin fólks af mis­gjörðum af hálfu kirkj­unnar eru teknar sam­an, skráðar og birt­ar. Verk­efnið er til­raun Kirkj­unnar til að horfast í augu við sög­una, við­ur­kenna mis­tök og gera bet­ur.

Eins og flest önnur ára­mót er hollt að líta yfir geng­inn veg og meta hvernig tek­ist hefur til. Und­an­farið hefur borið mikið á nei­kvæðum fréttum um bakslag og hryðju­verkaógn en gleymum ekki öllu því jákvæða sem hefur gerst líka. Bæði Sam­tökin ‘78 og Hinsegin dagar hafa stækkað og geta sinnt til­gangi sínum enn betur í sam­starfi við Trans Ísland, Inter­sex Ísland og fleiri hinsegin félög. Hinsegin menn­ing og listir hafa að mörgu leyti blómstrað og við munum fá fullt af góðum tæki­færum til að styðja hvert ann­að.

Þegar árið rennur sitt skaut er líka gott að hugsa hvað við viljum gera betur á nýju ári og þeim næstu. Hlúum hvert að öðru og að okkur sjálf­um. Leyfum ekki kjánum að drífa fram óþarft bakslag í rétt­indum okk­ar. Stöndum frekar saman gegn óþarfa fáfræði og aðkasti og höldum áfram að vera sýni­leg. Stolt, sýni­leg og fyrst og fremst sann­ar­lega við sjálf.

Og ef þú kæri les­andi ert ekki hinseg­in, hvað ætlar þú að gera til að leggja þitt af mörk­um? Við treystum líka á þinn stuðn­ing.

Höf­undur er for­maður Sam­tak­anna '78.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit