Mynd: Birgir Þór Harðarson

Samkeppniseftirlitið slátrar hugmyndum um að leyfa ólögmætt samráð

Matvælaráðherra vill að afurðastöðvar í sláturiðnaði fái að víkja banni við ólögmætu samráði til hliðar til að ná hagræðingu. Samkeppniseftirlitið leggst alfarið gegn því og segir málið miða að því að koma á einokun í slátrun og frumvinnslu afurða. Neytendasamtökin kalla frumvarpsdrög ráðherra aðför að neytendum.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið leggst alfarið gegn þeim hug­myndum sem fram koma í frum­varps­drögum mat­væla­ráðu­neyt­is­ins um að veita slát­ur­leyf­is­höfum und­an­þágu frá grunn­reglum sam­keppn­islaga um bann við ólög­mætu sam­ráði.

Í umsögn eft­ir­lits­ins, sem er 39 blað­síður að lengd, eru gerðar fjöl­margar ítar­legar athuga­semdir við áformin og sagt að til­lög­urnar séu ekki til þess fallnar að treysta íslenskan land­bún­að. „Að mati Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins þarf að leita ann­arra og áhrifa­rík­ari leiða til að treysta stöðu íslenskra bænda og íslensks land­bún­að­ar, til sóknar í stað varn­ar.“

Í frum­varps­drög­un­um, sem eru aðgengi­leg í sam­ráðs­gátt stjórn­valda og voru lögð fram af Svandísi Svav­ars­dóttur mat­væla­ráð­herra, er lagt til að ákvæði verði bætt við búvöru­lög til bráða­birgða sem und­an­skilji afurða­­stöðvar í slát­ur­iðn­­aði frá ákvæðum sam­keppn­islaga um bann við ólög­­mætu sam­ráði. Það sé gert til að ná fram nauð­­syn­­legri hag­ræð­ingu. Afurða­­stöðv­­unum verði heim­ilt, að til­­­teknum skil­yrðum upp­­­fyllt­um, að stofna og starf­rækja félag um flutn­ing slát­­ur­­gripa, slátr­un, birgða­hald og frum­vinnslu afurða auk skyldra verk­efna. Ákvæðið á að gilda til 2026. 

Byggir á sprett­hópi Stein­gríms J.

Frum­varpið byggir að hluta á til­­lögum sprett­hóps, sem Stein­grímur J. Sig­­fús­­son fyrr­ver­andi for­­maður Vinstri grænna leiddi, og skil­aði af sér til­­lögum í sum­­­ar. Hóp­­ur­inn var skip­aður vegna alvar­­­legrar stöðu í mat­væla­fram­­­leiðslu á Íslandi sökum þess að verð á aðföngum til bænda hafði hækkað gríð­­­ar­­­lega eftir inn­­­rás Rússa í Úkra­ín­u. 

Mark­mið laga­­setn­ing­­ar­innar á að vera að styðja við end­­ur­­skipu­lagn­ingu og hag­ræð­ingu í slátrun og kjöt­­vinnslu. í grein­­ar­­gerð segir að með til­­lög­unum sé lagt til að fylgt sé eftir þeim mark­miðum búvöru­laga að stuðla að fram­­förum og auk­inni hag­­kvæmni í búvöru­fram­­leiðslu og vinnslu og sölu búvara til hags­­bóta fyrir fram­­leið­endur og neyt­end­­ur. „Með auk­inni hag­­kvæmni í slátrun má draga úr kostn­aði við fram­­leiðsl­una sem er afar mik­il­vægt við erf­iðar aðstæð­­ur. Þá getur þessi heim­ild orðið til þess að flýta fyrir end­­ur­nýjun í slát­­ur­húsum og ýtt undir úreld­ingu síður hag­­kvæmra fram­­leiðslu­ein­inga. Ef ekki verður aðhafst eru líkur á að enn muni aukast þörfin á hag­ræð­ingu og upp­­­stokkun verði í rekstri kjöt­­af­­urða­­stöðva með ófyr­ir­­séðum byggða- og sam­­fé­lags­­legum áhrifum þar sem þær starfa.“

Byggða- og sam­fé­lags­leg áhrif ekki met­in 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið er myrkt í máli í umsögn sinni. Í henni segir meðal ann­ars að af grein­ar­gerð frum­varps­drag­anna megi ætla að slát­urs­leyf­is­hafar séu all­marg­ir. „Í reynd eru sjálf­stæðir keppi­nautar sem taka við sauðfé fjórir sé horft til lands­ins alls; fjórir taka við stór­grip­um, fjórir við svínum og þrír við ali­fugl­um. Yfir­lýstar áætl­anir slát­ur­leyf­is­hafa, sem fram koma í erindi til rík­is­stjórnar í nóv­em­ber 2020, sem ítrekað hefur verið í tvígang eftir það, gera ráð fyrir að 2-3 slát­ur­hús verði í sauð­fjár­slátrun á land­inu og 2 í stór­gripa­slátr­un. Í þessu felst að kallað er eftir heim­ild­inni til að geta fækkað slát­ur­húsum í allt að eitt sauð­fjár­slát­ur­hús og eitt stór­gripa­slát­ur­hús á Norð­ur­landi og eitt slát­ur­hús af hvorri gerð á Suð­ur­landi. Ekki hefur átt sér stað mat á byggða- og sam­fé­lags­legum áhrifum slíkra aðgerða.“ 

Frum­varps­drögin taki einnig til afurða­stöðva í ali­fugla­slátrun og svína­slátr­un, en ekki ein­vörð­ungu til afurða­stöðva í sauð­fjár­slátrun og stór­gripa­slátr­un. „Þörfin fyrir und­an­þágu er þó fyrst og fremst rök­studd með erf­iðri stöðu í hefð­bundnum land­bún­aði. Til dæmis hefur ekki verið aflað grein­inga á stöðu afurða­stöðva í ali­fugla­slátrun við und­ir­bún­ing frum­varps­ins og grein­ing Deloitte tekur ekki til ali­fugla- og svína­slátr­un­ar. Þá tekur grein­ing KPMG aðeins til sauð­fjár­af­urða.“

Þá hafi ekki verið aflað tölu­legra gagna frá afurð­ar­stöðvum sem varpað geti ljósi á rekstur afurð­ar­stöðva og mögu­lega hag­ræð­ing­u. 

Þeir sem taka við sauðfé til slátr­unar eru Kaup­fé­lag Skag­firð­inga (KS), Norð­lenska Kjarna­fæði, SS og Fjalla­lamb. Önnur fyr­ir­tæki eru í eigu eða veru­legum eigna­tengslum við þrjú stærstu fyr­ir­tæk­in. 

Sjálf­stæðir keppi­nautar sem taka við stór­gripum eru einnig fjórir tals­ins, þar af þrír þeirra hinir sömu og starfa við sauð­fjár­slátr­un, þ.e. KS, Norð­lenska Kjarna­fæði og SS, auk B Jen­sen á Akur­eyri. Þá taka fjórir við svínum og þrír við ali­fugl­u­m. 

Miðar að því að koma á ein­okun í slátrun og frum­vinnslu afurða

Í umsögn eft­ir­lits­ins segir að við und­ir­bún­ing frum­varps­ins hafi ekki verið litið til þess að kjöt­af­urða­stöðvar eru að óveru­legu leyti í meiri­hluta­eigu eða undir stjórn bænda leng­ur. „Ekki er heldur tekið mið að könn­unum sem leiða í ljós að bændur telja samn­ings­stöðu sína gagn­vart afurða­stöðvum slæma.“

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, er annar þeirra sem skrifar undir umsögn þess.
Mynd: Skjáskot/Hringbraut

Áform slát­ur­leyf­is­hafa miði að lík­indum að því að koma á ein­okun í slátrun og frum­vinnslu afurða. Engin ákvæði séu í frum­varps­drög­unum sem verji „bænd­ur, aðra við­skipta­vini eða neyt­endur gagn­vart sterkri stöðu afurða­stöðva. Þannig er afurða­stöðvum mögu­legt að eyða sam­keppni án þess að bændur geti spornað við því og engin opin­ber stýr­ing eða eft­ir­lit er til staðar til að verja hags­muni bænda, ann­arra við­skipta­vina afurða­stöðva og neyt­enda.“

Þá hafi ekki verð gengið úr skugga um að efn­is­á­kvæði frum­varps­drag­anna sam­ræmis EES-­samn­ingn­um. 

Hags­muna­gæslu­að­ilar fylgj­andi

Hags­muna­að­ilar í land­bún­aði hafa margir hverjir skilað inn umsögnum og stutt frum­varps­drög­in. Þar má nefna Bænda­sam­tök Íslands em segja að þau telji „mark­miðin með laga­breyt­ing­unni séu góð og geti orðið til góðs fyrir land­bún­að­inn og íslenskt sam­fé­lag í heild en það sem mögu­lega vanti í frum­varpið sé nákvæm­ari útlistun á því hvernig eigi að ná fram þessum mark­mið­u­m.“ Ein helsta athuga­semd Bænda­sam­tak­anna er að und­an­þágan frá nú ólög­mætu sam­ráði verði tíma­bundin til 2026 en ekki var­an­leg. 

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði frumvarpsdrögin fram til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda.
Mynd: Eyþór Árnason

Sam­tök afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði taka undir mark­mið frum­varps­ins en gera líka athuga­semd við tíma­bind­ingu und­an­þág­unn­ar. Undir umsögn þierra skrifar stjórn­ar­for­maður sam­tak­anna, Sig­ur­jón R. Rafns­son. Hann er líka aðstoð­ar­kaup­fé­lags­stjóri Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, sem er umfangs­mikið í slátur­iðn­aði og hefur mik­inn hag af því að frum­varpið verði sam­þykkt. 

Sig­ur­jón er líka for­maður stjórnar Sam­taka fyr­ir­tækja í land­bún­aði, sem skila líka umsögn þar sem einnig er tekið undir mark­mið frum­varps­ins en vill, líkt og aðrir hags­muna­gæslu­að­ilar land­bún­að­ar­ins, að und­an­þágan verði gerð var­an­leg. 

Veiki stöðu bænda og neyt­enda

Hljóðið er annað í þeim sem gæta hags­muna versl­unar í land­inu. Sam­tök versl­unar og þjón­ustu segja í sinni umsögn að frum­varps­drögin séu ekki á vetur setj­andi. „Eru þau ekki aðeins háð tækni­legum ann­mörkum heldur virð­ist efni drag­anna hvorki sam­ræm­ast þeim gögnum sem þau þó eiga að byggj­ast á né þeirri stöðu sem þau eiga að bæta úr. Verður ekki betur séð en að drög­unum séu settar fram hald­litlar rétt­læt­ingar sem hafa þann til­gang að víkja sam­keppn­is­reglum til hliðar án þess að raun­veru­leg þörf sé á. Sér­staka athygli vekur að efn­is­á­kvæðum drag­anna virð­ist ætlað að ná til afurða­stöðva í slátur­iðn­aði sem ekki liggur neitt fyrir um að búi við hag­ræð­ing­ar­þörf eða hafi að neinu leyti þörf á að kom­ast undan ákvæðum sam­keppn­islaga. Verður ekki betur séð en að litið sé svo á að hags­munir bænda, sem standa frammi fyrir erf­iðu rekstr­ar­um­hverfi, kalli á að við­semj­endum þeirra, afurða­stöðum í slátur­iðn­aði, verði heim­ilað sam­starf óháð gild­andi reglu­verki sam­keppn­islaga. Ekki verður séð að leitt hafi verið fram orsaka­sam­hengi sem styður slíka nið­ur­stöðu heldur má þvert á móti gera ráð fyrir að ákvæði drag­anna veiki bæði stöðu bænda og neyt­enda.“

Í nið­ur­lagi umsagn­ar­innar segir að það orki ekki aðeins tví­mælis heldur sé hreint út sagt fjar­stæðu­kennt að „víkja sam­keppn­is­lögum til hliðar í þeim til­gangi að koma því til leiðar að afurða­stöðvar í slátur­iðn­aði kom­ist hjá því að setj­ast niður og ræða tæki­færi til hag­ræð­ingar innan ramma gild­andi reglu­verks.“

Þeir sem kaupa skyndi­bita­keðjur þurfa ekki und­an­þágur

Félag atvinnu­rek­enda gagn­rýndi frum­varps­drögin líka harð­lega í sinni umsögn. Í henni segir að sú erf­iða staða afurða­­stöðva í slát­ur­iðn­­aði sem dregin sé upp í grein­­ar­­gerð frum­varps­drag­anna eigi klár­­lega ekki við um öll fyr­ir­tæki sem talin séu upp sem slát­­ur­­leyf­­is­haf­­ar. Ljóst sé að mörg þeirra séu í prýð­i­­legum rekstri. „Af­koma Kaup­­fé­lags Skag­­firð­inga (KS) hefur þannig verið ljóm­­andi góð. Félagið hefur hagn­azt um 18,3 millj­­arða króna á síð­­­ustu fjórum árum, þar af 5,4 millj­­arða í fyrra. Stjórn­­endur félags­­ins hafa verið í hálf­­­gerðum vand­ræðum með hagn­að­inn, eins og sjá má á því að þeir hafa m.a. fjár­­­fest hann í skynd­i­bita­keðjum í Reykja­vík.“ Er þar vísað í kaup KS á Gleðip­inn­um, sem reka ham­­borg­­ara­­stað­ina Amer­ican Style, Aktu Taktu og Ham­borg­arafa­brikk­una, pizza­stað­ina Shake & Pizza og Black­box auk Saffran, Pít­­unnar og Keilu­hall­­ar­inn­­ar. Auk þess reka Gleðip­innar trampólín­garð­inn Rush. Áður hafði KS keypt ham­­borg­­ara­­stað­inn Metro. 

Kaupfélag Skagfirðinga er orðið stórtækt á skyndibitamarkaði.
Mynd: Úr safni

Þá bendir Félag atvinn­u­rek­enda á að hagn­aður Stjörn­u­gríss hafi verið 325 millj­­ónir króna á síð­­asta ári, eða 68 pró­­sent meiri en árið 2020. „Hagn­aður Slát­­ur­­fé­lags Suð­­ur­lands á síð­­asta ári var 232 millj­­ónir króna og í árs­­reikn­ingi vitnað til betri mark­aðs­að­­stæðna og sterk­­ari stöð­u.“

Það furðar sig á að hvergi í grein­­ar­­gerð frum­varps­drag­anna sé minnst einu orði á nýlegt dæmi um sam­runa kjöt­­af­­urða­­stöðva sem sam­keppn­is­yf­­ir­völd heim­il­uðu. Þar er vísað í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins þegar það heim­il­aði sam­runa kjöt­­af­­urða­­stöðv­­anna Norð­­lenska, Kjarna­­fæðis og SAH afurða með skil­yrð­um, sem tryggja eiga hag bæði bænda og neyt­enda. „Mög­u­­leikar til hag­ræð­ingar á þessum mark­aði, innan ramma núgild­andi sam­keppn­is- og búvöru­lög­gjaf­­ar, eru því aug­­ljós­­lega fyrir hend­i.“

Að mati Félags atvinn­u­rek­enda hafi höf­undar frum­varps­drag­anna reynt að skrifa inn í bráða­birgða­á­­kvæðið um hina tíma­bundnu und­an­þágu frá sam­keppn­is­lögum sum af þeim skil­yrð­um, sem sett voru fyrir sam­runa kjöt­­af­­urða­­stöðv­­anna nyrðra, til að bæta áferð máls­ins. „Það breytir ekki þeirri stað­­reynd að yrðu frum­varps­drögin að lögum gætu sam­keppn­is­yf­­ir­völd ekki haft eft­ir­lit með því sam­­starfi sem und­an­þágan myndi heim­ila og sett því skil­yrði til að gæta hags­muna neyt­enda og keppi­­nauta. FA sér enga ástæðu til að und­an­­þiggja sam­­starf á þessum mark­aði slíku eft­ir­liti, sem fyr­ir­tæki á öðrum mörk­uðum mega og eiga að sæta.“

Aðför að neyt­endum

Neyt­enda­sam­tök­in, sem eðli máls­ins sam­kvæmt gæta hags­muna þeirra sem kaupa land­bún­að­ar­vör­urnar í versl­un­un­um, skil­uðu einnig umsögn í byrjun viku. Þar segir að sam­tökin gjaldi „veru­legum var­hug við að heim­ild ákveð­inna fyr­ir­tækja til sam­ráðs sé lög­fest eins og hér er lagt til. Þá fá sam­tökin illa séð hvernig hægt er að rétt­læta und­an­þágur frá sam­keppn­is­lögum fyrir einn geira atvinnu­lífs­ins umfram aðra. Mörg dæmi eru um að stjórn­völd komi ein­staka geirum til aðstoðar með sér­tækum hætti, sé þess þörf, án þess að und­an­þága frá sam­keppn­is­lögum komi til.“

Frum­varps­drögin og hug­myndir sem að baki því liggja eru mati Neyt­enda­sam­tak­anna óboð­leg­ar. „Að hér sé lagt fram frum­varp sem gerir ráð fyrir því að fyr­ir­tæki geti komið sér undan mik­il­vægum ákvæðum sam­keppn­islaga er aðför að neyt­endum [...] Hér er því um að ræða til­raun sem Neyt­enda­sam­tökin telja ófor­svar­an­lega og alls óvíst að sá óljósi árangur sem stefnt er að muni skila neyt­endum nokkrum ábata. Þvert á móti sýnir reynslan einmitt að sam­keppni er helsta vörn neyt­enda gegn háu verð­lagi. Í ljósi fram­an­greinds leggj­ast Neyt­enda­sam­tökin hart gegn því að þetta mál nái fram að ganga.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar