Atvinnuleysi í Evrópusambandinu ekki verið minna frá 2008

Efnahagsástandið í Evrópusambandinu heldur áfram að batna. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í níu ár og hagvöxtur ekki meiri í tíu ár.

Jean-Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Jean-Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Auglýsing

Efna­hags­á­standið í Evr­ópu­sam­band­inu heldur áfram að batna. Atvinnu­leysi hefur ekki verið minna í níu ár og hag­vöxtur ekki meiri í tíu ár.

Atvinnu­leysi innan Evr­ópu­sam­bands­ins var 7,3 pró­sent í nóv­em­ber síð­astiðnum. Það er minnsta atvinnu­leysi sem mælst hefur innan sam­bands­ins frá því í hrun­mán­uð­inum októ­ber 2008, eða í níu ár. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat, hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins.

Alls er áætlað að um 18,1 millj­ónir manna séu atvinnu­lausir í lönd­un­unum sem til­heyra sam­band­inu. Þeim fækk­aði um 2,1 millj­ónir frá nóv­em­ber 2016. Á tíma­bil­inu fækk­aði atvinnu­lausum í öllum aðild­ar­ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins.

Auglýsing

Minnst er atvinnu­leysið í Tékk­landi (2,5 pró­sent), Möltu (3,6 pró­sent) og Þýska­landi (3,6 pró­sent). Mest er það hins vegar í Grikk­landi (20,5 pró­sent) og á Spáni (16,7 pró­sent). Atvinnu­leysis minnk­aði hins vegar líka mest í Grikk­landi, en það hafði verið 23,2 pró­sent haustið 2016.

Til sam­an­burðar má nefna að atvinnu­leysi í Banda­ríkj­unum var 4,1 pró­sent í októ­ber 2017. Á Íslandi var það 2,1 pró­sent í nóv­em­ber sama ár.

Atvinnu­leysi hjá ungu fólki enn mikið

Atvinnu­leysi á meðal ungs fólks hefur lengi verið mikið vanda­mál í sumum Evr­ópu­sam­bands­ríkj­um, sér­stak­lega Grikk­landi, Spáni og Ítal­íu. Vert er að taka fram að þetta eru þau þrjú lönd heims sem talin eru vera með stærstu svörtu hag­kerfin. Tölur Eurostat ná aug­ljós­lega ekki yfir þá sem stunda svarta atvinnu­starf­semi.

Þeim ein­stak­lingum undir 25 ára aldri sem eru atvinnu­lausir fækk­aði um 429 þús­und á einu ári. Í nóv­em­ber í fyrra voru þeir 3,7 millj­ónir alls. Áfram sem áður er skráð atvinnu­leysi mest hjá ungu fólki í Grikk­landi (39,5 pró­sent), Spáni (37,9 pró­sent) og á Ítalíu (32,7 pró­sent).

Staðan meðal ungs fólks er best í Tékk­landi (fimm pró­sent) og Þýska­landi (6,6 pró­sent).

Mesti vöxtur í ára­tug

Efna­hagur Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna hefur stöðugt verið að styrkj­ast á und­an­förnum árum. Árið 2016 var til að mynda meiri hag­vöxtur á evru­svæð­inu en í Banda­ríkj­unum og var það í fyrsta sinn frá huni sem það gerð­ist. Störfum hefur líka fjölgað mikið á örfáum árum og Grikk­land, eina Evr­ópu­sam­bands­ríkið sem enn er þáttak­andi í efna­hags­á­ætlun á vegum Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins vegna efna­hags­erf­ið­leika sem landið rataði í 2008, væntir þess að það geti „út­skrif­ast“ úr þeirri áætlun í ár.

Spár gera ráð fyrir að hag­vöxtur í Evr­ópu­sam­bands­ríkj­unum hafi verið 2,3 pró­sent í fyrra, verði 1,9 pró­sent í ár. og 1,9 pró­sent árið 2019. Það er mesti hag­vöxtur sem orðið hefur innan sam­bands­ins í ára­tug. Spár gera ráð fyrir því að Bret­land, sem ætlar að yfir­gefa Evr­ópu­sam­band­ið, muni upp­lifa mun minni vöxt en þann sem búist er við innan sam­bands­ins á næstu árum. Þannig er gert ráð fyrir því að hag­vöxtur í Bret­landi verði 1,1 pró­sent árið 2019,

Verð­bólga innan evru­svæð­is­ins mælist nú 1,4 pró­sent, sem er lægra en á Íslandi, þar sem verð­bólga mælist 1,9 pró­sent.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent