Atvinnuleysi í Evrópusambandinu ekki verið minna frá 2008

Efnahagsástandið í Evrópusambandinu heldur áfram að batna. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í níu ár og hagvöxtur ekki meiri í tíu ár.

Jean-Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Jean-Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Auglýsing

Efna­hags­á­standið í Evr­ópu­sam­band­inu heldur áfram að batna. Atvinnu­leysi hefur ekki verið minna í níu ár og hag­vöxtur ekki meiri í tíu ár.

Atvinnu­leysi innan Evr­ópu­sam­bands­ins var 7,3 pró­sent í nóv­em­ber síð­astiðnum. Það er minnsta atvinnu­leysi sem mælst hefur innan sam­bands­ins frá því í hrun­mán­uð­inum októ­ber 2008, eða í níu ár. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat, hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins.

Alls er áætlað að um 18,1 millj­ónir manna séu atvinnu­lausir í lönd­un­unum sem til­heyra sam­band­inu. Þeim fækk­aði um 2,1 millj­ónir frá nóv­em­ber 2016. Á tíma­bil­inu fækk­aði atvinnu­lausum í öllum aðild­ar­ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins.

Auglýsing

Minnst er atvinnu­leysið í Tékk­landi (2,5 pró­sent), Möltu (3,6 pró­sent) og Þýska­landi (3,6 pró­sent). Mest er það hins vegar í Grikk­landi (20,5 pró­sent) og á Spáni (16,7 pró­sent). Atvinnu­leysis minnk­aði hins vegar líka mest í Grikk­landi, en það hafði verið 23,2 pró­sent haustið 2016.

Til sam­an­burðar má nefna að atvinnu­leysi í Banda­ríkj­unum var 4,1 pró­sent í októ­ber 2017. Á Íslandi var það 2,1 pró­sent í nóv­em­ber sama ár.

Atvinnu­leysi hjá ungu fólki enn mikið

Atvinnu­leysi á meðal ungs fólks hefur lengi verið mikið vanda­mál í sumum Evr­ópu­sam­bands­ríkj­um, sér­stak­lega Grikk­landi, Spáni og Ítal­íu. Vert er að taka fram að þetta eru þau þrjú lönd heims sem talin eru vera með stærstu svörtu hag­kerfin. Tölur Eurostat ná aug­ljós­lega ekki yfir þá sem stunda svarta atvinnu­starf­semi.

Þeim ein­stak­lingum undir 25 ára aldri sem eru atvinnu­lausir fækk­aði um 429 þús­und á einu ári. Í nóv­em­ber í fyrra voru þeir 3,7 millj­ónir alls. Áfram sem áður er skráð atvinnu­leysi mest hjá ungu fólki í Grikk­landi (39,5 pró­sent), Spáni (37,9 pró­sent) og á Ítalíu (32,7 pró­sent).

Staðan meðal ungs fólks er best í Tékk­landi (fimm pró­sent) og Þýska­landi (6,6 pró­sent).

Mesti vöxtur í ára­tug

Efna­hagur Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna hefur stöðugt verið að styrkj­ast á und­an­förnum árum. Árið 2016 var til að mynda meiri hag­vöxtur á evru­svæð­inu en í Banda­ríkj­unum og var það í fyrsta sinn frá huni sem það gerð­ist. Störfum hefur líka fjölgað mikið á örfáum árum og Grikk­land, eina Evr­ópu­sam­bands­ríkið sem enn er þáttak­andi í efna­hags­á­ætlun á vegum Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins vegna efna­hags­erf­ið­leika sem landið rataði í 2008, væntir þess að það geti „út­skrif­ast“ úr þeirri áætlun í ár.

Spár gera ráð fyrir að hag­vöxtur í Evr­ópu­sam­bands­ríkj­unum hafi verið 2,3 pró­sent í fyrra, verði 1,9 pró­sent í ár. og 1,9 pró­sent árið 2019. Það er mesti hag­vöxtur sem orðið hefur innan sam­bands­ins í ára­tug. Spár gera ráð fyrir því að Bret­land, sem ætlar að yfir­gefa Evr­ópu­sam­band­ið, muni upp­lifa mun minni vöxt en þann sem búist er við innan sam­bands­ins á næstu árum. Þannig er gert ráð fyrir því að hag­vöxtur í Bret­landi verði 1,1 pró­sent árið 2019,

Verð­bólga innan evru­svæð­is­ins mælist nú 1,4 pró­sent, sem er lægra en á Íslandi, þar sem verð­bólga mælist 1,9 pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bílaleigubílum í umferð fjölgar milli mánaða
Bílaleigur hafa fjölgað bílum í umferð um tæplega 2.500 á milli mánaða. Flotinn heldur samt sem áður áfram að minnka og hann er núna fimmtungi minni en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Alvarleg hættumerki sem kalli á að rödd Íslands verði að vera háværari
Formaður Viðreisnar telur að valdboðsstjórnmál séu víða að ryðja sér til rúms þar sem óþolinmæði leiðtoga gagnvart réttarríkinu, mannréttindum, fjölmiðlum og lýðræði sé sýnilega að aukast. Henni líst ekki á að Ingibjörg Sólrún láti af störfum hjá ÖSE.
Kjarninn 14. júlí 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Spjallað við Herdísi Stefánsdóttur
Kjarninn 14. júlí 2020
Á gangi í Piccadily Circus í London.
Takmarkanir settar á að nýju – andlitsgrímur skylda í verslunum á Englandi
„Ég vil vera hreinskilinn við ykkur: Við munum ekki snúa til sömu lífshátta í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir framkvæmdastjóri WHO. Enn og aftur hafa ýmsar takmarkanir verið settar á, m.a. í Kaliforníu þar sem smitum hefur fjölgað gífurlega hratt síðustu
Kjarninn 14. júlí 2020
Í matsskýrslu kemur fram að Arctic Sea Farm áformi að hefja laxeldi á þremur svæðum í Arnarfirði: í Trostansfirði, við Hvestudal og við Lækjarbót.
Eldið í Arnarfirði myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa
Samanlagt mun núverandi og fyrirhugað laxeldi í Arnarfirði verða 20 þúsund tonn. Þar með yrði burðarþoli fjarðarins að mati Hafró náð. Eldið myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa með tilliti til erfðablöndunar og laxalúsar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent