Fangelsismálastofnun þarf 400 milljónir annars þarf að loka fangelsum

Fangelsismálastofnun þarf 150 milljónir króna á fjáraukalögum til að láta enda ná saman í ár. Stofnunin þarf auk þess 250 milljónir króna í viðbótarútgjöld á næsta ári. Fáist ekki þetta fé mun fangelsinu á Sogni og hluta Litla Hrauns verða lokað.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fer með fangelsismál í ríkisstjórn Íslands.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fer með fangelsismál í ríkisstjórn Íslands.
Auglýsing

Verði fram­lög til fang­els­is­mála ekki aukin um 200 millj­ónir króna á næsta ári, ásamt því að felld verði niður 50 milljón króna hag­ræð­ing­ar­krafa á Fang­els­is­mála­stofnun rík­is­ins, mun afleið­ing­arnar verða þær að opna fang­els­inu á Sogni verði lokað frá og með næstu ára­mót­um, húsi 3 í lok­aða fang­els­inu á Litla Hrauni verði lokað allt næsta ár, boð­un­ar­listi mun lengjast, fyrn­ingar refs­inga aukast, starfs­fólk mun þreytast, starfs­á­nægja þess mun skerð­ast og örygg­is­mál fang­elsa verða áfram í ólestri. Þá þarf einnig 150 millj­ónir króna til stofn­un­ar­innar á fjár­auka­lögum í ár til að endar nái saman vegna rekst­urs fang­elsa á árinu 2022. Sam­tals vantar því 400 millj­ónir króna í rekstur Fang­els­is­mála­stofn­unar vegna áranna 2022 og 2023 ef ekki á illa að fara. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í sam­eig­in­legu minn­is­blaði dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins og Fang­els­is­mála­stofn­unar til fjár­laga­nefnd­ar.

Verði fang­els­inu að Sogni, sem er annað tveggja opinna fang­elsa í land­inu, lokað munu tólf starfs­menn missa vinn­una og 21 fang­elsis­pláss hverfa. Þar á meðal öll pláss fyrir konur að afplána í opnu fang­elsi hér­lend­is. Verði Húsi 3 á Litla Hrauni lokað allt næsta ár myndi það þýða að fjórir til fimm starfs­menn myndu missa vinn­una og 23 fang­elsis­pláss myndu hverfa. Alls myndi fang­elsis­plássum því fækka um 44 ef fjár­magn fæst ekki. 

317 bíða eftir því að afplána

Í lok sept­­em­ber síð­­ast­lið­ins voru 279 karlar og 38 konur á biðlista eftir afplánun í fang­elsi. Sam­an­lagt voru því 317 manns að bíða eftir að afplána dóma sem þeir höfðu verið dæmdir til að sitja af sér. Ljóst má vera að sá listi myndi lengj­ast veru­lega ef ofan­greind fang­elsis­pláss tap­ast.

Auglýsing
Ell­efu konur voru í afplánun í lok sept­­em­ber­mán­að­­ar. Sex þeirra voru í fang­els­inu á Hólms­heiði, þrjár á Sogni og tvær voru að afplána utan fang­elsa. 

Umboðs­­maður Alþingis birti í sept­­em­ber skýrslu þar sem stóð að mög­u­­lega væri til­­efni til að taka ólíka stöðu karla og kvenna í fang­elsum lands­ins til sér­­stakrar skoð­un­­ar. Skýrslan var gerð í kjöl­far þess að umboðs­­maður fór í óvænta eft­ir­lits­­ferð á Kví­a­bryggju þar sem 20 karlar afplána dóma. Var það mat hans að Kví­a­bryggja væri eft­ir­­sókn­­ar­vert fang­elsi sam­an­­borið við önn­­ur, en um svo­­kallað opið fang­elsi er að ræða. Eina opna úrræðið sem býðst konum er hins vegar Sogn, sem þykir ekki jafn eft­ir­­sókn­­ar­vert. Auk tveggja opinna fang­elsa eru tvö lokuð fang­elsi á Íslandi: áður­­­nefnt fang­elsi á Hólms­heiði og Litla-Hraun. 

Ráð­herra vill fjölga föngum á Kvía­bryggju

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra tjáði sig um fram­tíð­ar­sýn sína í þessum málum í ummælum við stöðu­upp­færslu Þor­bjargar Sig­ríðar Gunn­laugs­dótt­ur, þing­manns Við­reisn­ar, í gær.

Þar sagði hann ástandið í fang­elsum lands­ins alvar­legt en hann væri að bregð­ast við með marg­vís­legum hætti. Hann vilji meðal ann­ars nýta Sogn fyrir þá sem eru frels­is­sviptir á vegum heil­brigð­is- og félags­mála­ráðu­neyta í stað hefð­bund­inna fanga og ef það verði ekki gert vill hann selja Sogn. „Á sama tíma eigi að byggja upp 2 x 30 fanga ein­ingar á Kvía­bryggju. Í rekstri þýðir það að við fjölgum rýmum í opnum fang­elsum um 50% (úr 40 í 60) en þurfum senni­lega ekki að fjölga, í þeim úrræð­um, fanga­vörðum sem í dag eru 21 á 2 stöð­u­m.“

Þá greindi Jón frá því að hann hefði haft frum­kvæði að því að Páll Win­kel, for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar, hefði ásamt fjár­mála­stjóra dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins verið kall­aðir á  fund fjár­laga­nefndar á mánuu­dag  til að gera grein fyrir alvar­legri stöðu mála. „Á sama tíma vinnur fjár­mála­ráðu­neytið með til­lögur mínar (sem þá verða von­andi lagðar fyrir fjár­laga­nefnd) um aukið fram­lag í fjár­auka­lögum til rekstrar á þessu ári og um aukið rekstr­arfé til að geta sóma­sam­lega staðið að rekstri á næsta ári. M.a. með því að fjölga fanga­vörðum og auka þjón­ustu við fanga m.a. vegna heim­sókna fjöl­skyldna þeirra og fleira má nefna.“

Þá minnti Jón á að fram­kvæmdir fyrir meira en tvo millj­arða króna ættu að fara af stað á Litla Hrauni fljót­lega á næsta ári. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent