Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur lagt fram frum­varp um breyt­ingu á lögum um vexti og verð­trygg­ingu sem fela í sér að tak­mark­anir verða settar á það hverjir mega taka svokölluð Íslands­lán, sem eru verð­tryggð jafn­greiðslu­lán til 40 ára. 

Verði frum­varpið að lögum mun verða bannað að taka verð­tryggt hús­næð­is­lán til lengri tíma en 25 ára. Nokkrar und­an­tekn­ingar eru þó á því banni. Þannig má fólk undir 35 ára aldri áfram taka lán til allt að 35 ára og lán­taki á aldr­inum 35-40 ára má taka lánin til allt að 30 ára. þeir ein­stak­lingar sem eru með árs­tekjur undir 4,2 millj­ónum króna (350 þús­und krónur á mán­uði) eða hjón/­sam­býl­is­fólk sem eru með undir 7,2 millj­ónir króna á ári (600 þús­und krónur á mán­uði) mega áfram taka 40 ára lán. Enn fremur munu tak­mark­anir á veit­ingu nýrra verð­tryggðra jafn­greiðslu­lána ekki gilda í tengslum við yfir­töku á eldri lán­um, heldur ein­ungis á veit­ingu nýrra lána. Þá eru ekki settar skorður við veit­ingu verð­tryggðra hús­næð­is­lána með jöfnum afborg­un­um. 

Því stendur til að und­an­skilja þá hópa sem lík­leg­astir eru til að taka verð­tryggð lán til lengri tíma, ungt og tekju­lágt fólk sem sæk­ist eftir lágum mán­að­ar­legum afborg­un­um, frá því að 25 ára bannið gildi um þau. 

Frum­varpið felur líka í sér að bannað verður að lána verð­tryggt til styttri tíma en tíu ára. 

Verið að mæta kröfum

Til­efni frum­varps­ins er ekki aðsteðj­andi vandi þeirra sem valið hafa þennan lána­kost eða verð­bólgu­skot sem hækkað hefur höf­uð­stól lán­anna skyndi­lega. Það er í fyrsta lagi að krafa um bann á veit­ingu Íslands­lána rataði inn í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar að kröfu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Í honum sagði að rík­is­stjórnin myndi taka mark­viss skref á kjör­­tíma­bil­inu til afnáms verð­­trygg­ingar á lánum en sam­hliða þeim verði ráð­ist í mót­væg­is­að­­gerðir til að standa vörð um mög­u­­leika ungs fólks og tekju­lágra til að eign­­ast hús­næð­i. 

Auglýsing
Í öðru lagi var gerð krafa um það á síð­ustu metrum við­ræðna um gerð Lífs­kjara­samn­ings­ins svo­kall­aða í byrjun apríl 2019 að ríkið þyrfti að beita sér fyrir banni við verð­trygg­ingu. Sú krafa kom meðal ann­ars fram frá Vil­hjálmi Birg­is­syni, sem þá var einn vara­for­seta Alþýðu­sam­bands Íslands og lék lyk­il­hlut­verk í kjara­samn­ings­gerð­inni í sam­floti við tvö stærstu stétt­ar­fé­lög lands­ins, VR og Efl­ing­u. 

Í lífs­kjara­samn­ingnum skuld­bundu stjórn­völd sig á end­anum til að banna 40 ára verð­tryggð lán og að grund­valla ætti verð­trygg­ingu við vísi­tölu neyslu­verðs án hús­næð­isliðar frá og með árinu 2020. Með fylgdi vil­yrði um að það yrði skoðað hvort að verð­tryggð hús­næð­is­lán yrðu alfarið bönnuð fyrir lok árs 2020.

Mik­ill sam­dráttur í töku verð­tryggðra lána

Sögu­lega hafa íslensk heim­ili verið mjög gjörn á að taka verð­tryggð hús­næð­is­lán. Það hefur lit­ast af því að fram­boð á ann­ars konar lánum hefur verið lítið og lána­kjör þeirra léleg. Á því hefur orðið umtals­verð breyt­ing á síð­ustu miss­er­um. 

Með end­ur­komu líf­eyr­is­sjóða inn á hús­næð­is­lána­mark­að­inn af fullu afli haustið 2015 lækk­uðu vext­ir, jafnt verð­tryggðir sem óverð­tryggðir hratt. Eftir að vaxta­lækk­un­ar­ferli Seðla­banka Íslands hófst svo í maí 2019 hafa stýri­vextir lækkað úr 4,5 pró­sent í 0,75 pró­sent. Fyrir vikið er nú hægt að taka óverð­tryggt hús­næð­is­lán á 3,3 pró­sent vöxt­u­m. 

Vegna þessa hafa heim­ili lands­ins yfir­gefið verð­trygg­ing­una í for­dæma­lausum mæli. 

Íslensku við­­skipta­­bank­­arnir lán­uðu heim­ilum lands­ins til að mynda 273 millj­­arða króna umfram upp­­greiðslur og umfram­greiðslur gegn veði í fast­­eign á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins. Á sama tíma­bili námu óverð­tryggð hús­næð­is­lán þeirra 328 millj­örðum króna. Það þýðir að upp­greiðslur og umfram­greiðslur á verð­tryggðum lánum bank­anna voru 54 millj­arðar króna umfram veit­ingu nýrra lána. 

Hjá líf­eyr­is­sjóðum lands­ins, hinum stóra virka lán­veit­and­an­um, var líka gríð­ar­legur sam­dráttur í veit­ingu nýrra verð­tryggðra útlána.  Upp­greiðslur og umfram­greiðslur verð­tryggðra lána voru sam­tals 18,2 millj­örðum krónum meiri á fyrstu ell­efu mán­uðum síð­asta árs en umfang nýrra lána. Til að setja þann við­snún­ing í sam­hengi þá lán­uðu sjóð­irnir nettó út 69 millj­arða króna í ný verð­tryggð hús­næð­is­lán árið 2018 og 60,5 millj­arða króna árið 2019. 

„Verð­trygg­ingin mun deyja út“

Í fyrra­sumar fór Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri í við­tal við Frétta­­blaðið. Þar sagði hann að verð­­trygg­ingin væri að deyja út. 

Orð­rétt sagði hann: „Verð­­trygg­ingin var upp­­haf­­lega sett á vegna þess að við réðum ekki við verð­­bólg­una. Núna eru tím­­arnir breytt­­ir. Í fyrsta sinn er það raun­veru­­legur val­­kostur fyrir heim­ilin að skipta yfir í nafn­vexti og þannig afnema verð­­trygg­ing­una að eigin frum­­kvæði af sínum lán­­um. Þetta eru mikil tíma­­mót og fela í sér að verð­­trygg­ingin mun deyja út.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar