„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“

Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.

Svartá er meðal vatnsmestu lindáa landsins.
Svartá er meðal vatnsmestu lindáa landsins.
Auglýsing

SSB Orka, sem áformar að virkja Svartá í Bárð­ar­dal, hefur ekki haft sam­band við sveit­ar­stjórn Þing­eyj­ar­sveitar og óskað eftir því að virkj­unin verði færð inn á aðal­skipu­lag eftir að álit Skipu­lags­stofn­unar á fram­kvæmd­inni lá fyrir um ára­mót. Stjórn­ar­for­maður félags­ins, Heiðar Guð­jóns­son, hefur ekki svarað ítrek­aðri fyr­ir­spurn Kjarn­ans um næstu skref máls­ins. Skipu­lags­stofnun telur nið­ur­stöður umhverf­is­mats­ins gefa til­efni til að end­ur­skoða áform um að gera  ráð fyrir virkj­un­inni á aðal­skipu­lag­i. Stofn­unin komst að því að umhverf­is­á­hrifin í heild yrðu veru­lega nei­kvæð. Það er allt önnur nið­ur­staða en SSB Orka komst að í mats­skýrslu sinni: Að Svart­ár­virkjun væri ekki lík­leg til að hafa umtals­verð umhverf­is­á­hrif í för með sér.

AuglýsingÍ áliti Skipu­lags­stofn­unar er fjallað um ýmsa van­kanta í mats­skýrslu SSB Orku og kemur fram að „á köflum virð­ist umfjöllun fram­kvæmda­að­ila þar miða að því að draga úr mik­il­vægi áhrifa­svæðis fram­kvæmd­ar­innar og mögu­legum áhrifum fram­kvæmd­ar­inn­ar“. 

Höf­undar álits­ins, Ásdís Hlökk Theo­dórs­dóttir for­stjóri Skipu­lags­stofn­unar og Egill Þór­ar­ins­son sviðs­stjóri á umhverf­is­mats­sviði, tala m.a. um að vinnu­brögðin séu  „að­finnslu­verð“, að um „van­mat“ sé að ræða og að ákveðin efn­is­tök kasti „rýrð á trú­verð­ug­leika mats­skýrsl­unn­ar“. Dæmi séu um að nið­ur­stöður athug­ana sér­fræð­inga um mögu­leg nei­kvæð áhrif séu ekki reif­aðar og að óvissa um áhrif vegna tak­mark­aðra upp­lýs­inga sé ekki túlkuð af varúð í sam­ræmi við aðstæð­ur.Sjö­tíu athuga­semdir bár­ust við frum­mats­skýrslu SSB Orku árið 2017 og ljóst að virkj­ana­hug­myndin er umdeild. Þá hefur verið deilt um lagn­ingu raf­lína frá henni og leigu rík­is­ins á vatns­rétt­indum jarðar í þess eigu.Bara mjög vont mál „Svart­ár­virkjun mun kljúfa sam­fé­lagið í Bárð­ar­dal, ef það hefur ekki þegar verið gert,“ er haft eftir Dag­björtu Jóns­dóttur sveit­ar­stjóra og Arn­óri Ben­ón­ýs­syni odd­vita Þing­eyj­ar­sveit­ar, í nýlegri skýrslu Rann­sókn­ar­mið­stöðvar Háskól­ans á Akur­eyri um sam­fé­lags­leg áhrif virkj­ana sem unnin var í tengslum við fjórða áfanga ramma­á­ætl­unar sem enn er í vinnslu. „Land­eig­endur sem hafa bara efna­hags­legan hag af því að hún eigi sér stað, þeir eru auð­vitað fylgj­andi henni. Meðan aðrir sem að sjá frek­ari upp­bygg­ingu í ferða­þjón­ustu eða ein­hverju slíku eru á móti henni. Og það er alveg svona nágranna­dæmi [...], Svart­ár­virkjun er bara mjög vont mál.“

Í landi fjög­urra jarðaUpp­sett afl Svart­ár­virkj­unar yrði 9,8 MW og áætluð orku­vinnsla 78,6 GWh á ári. Helstu mann­virki eru stöðv­ar­hús, aðrennsl­is­pípa, jöfn­un­ar­þró og sam­byggð stífla og inn­tak, auk frá­rennsl­is­skurðar og aðkomu­vega. Virkj­un­ar­svæðið er í landi fjög­urra jarða; Stóru-Tungu, Víði­kers, Bjarna­staða og Rauða­fells.SSB Orka er í eigu Svart­ár­virkj­unnar ehf. Eig­endur þess félags eru Ursus ehf. (í eigu Heið­ars Guð­jóns­son­ar) sem á 42,9 pró­sent, Íslands­virkjun ehf. (í jafnri end­an­legri eigu Pét­urs Bjarna­sonar og Auð­uns Svaf­ars Guð­munds­son­ar) sem á 50 pró­sent og Íshóll (í eigu Stef­áns Áka­son­ar) sem á 7,10 pró­sent.Svartá er í Bárðardal í Þingeyjarsveit.

Svartá er lindá sem á upp­runa sinn í Svart­ár­vatni og  er vatns­mest þveráa Skjálf­anda­fljóts.  Lindár eru fyrir margar sakir sér­stakar á Íslandi hvað varðar eðl­is- og efna­eig­in­leika sem og vatna­fræði­lega eig­in­leika. Linda­vötn finn­ast auk þess óvíða ann­ars staðar í heim­inum en á Íslandi. Ætla má að um 10 pró­sent af ám lands­ins falli í flokk lindáa og Svartá er með þeim vatns­mestu. Hún flæðir með­fram grónum bökkum um fossa, gil og flúðir um lands­lag þar sem grósku­miklir árbakkar kall­ast á við hrjóstrugt heiða- og hraun­lands­lag.Við Svartá og Suð­urá þrífst líf­ríkt fugla­líf og eru ein­kenn­i­s­teg­undir vatna­sviðs­ins hús­önd og straumönd. Ísland er eina heim­kynni teg­und­anna í Evr­ópu og eru þær ábyrgð­ar­teg­undir Íslands og á lista Bern­ar­samn­ings­ins yfir teg­undir sem ber að vernda.

AuglýsingNokkuð er síðan félagið SSB Orka hóf að stefna á virkjun Svart­ár. Eftir nokk­urra ára und­ir­bún­ing kom verk­efnið inn á borð Skipu­lags­stofn­unar í lok árs 2015 og í byrjun þess næsta ákvað stofn­unin að fram­kvæmdin skyldi háð mati á umhverf­is­á­hrif­um. Frum­mats­skýrsla var aug­lýst árið 2017 og í lok des­em­ber í fyrra var svo komið að Skipu­lags­stofnun að gefa út álit sitt. Og það var nokkuð svart.Þegar mats­skýrslan er borin saman við álitið má glöggt sjá þann mikla mun á mati á áhrifum hinnar fyr­ir­hug­uðu virkj­unar á ákveðna þætti.Áhrif á vatna­lífSSB Orka: Áhrif fram­kvæmdar á vatna­líf verða nokkuð til tals­vert nei­kvæð að teknu til­liti til mót­væg­is­að­gerða.Skipu­lags­stofn­un: Þrátt fyrir boð­aðar mót­væg­is­að­gerð­ir, sem jafn­framt ríkir óvissa um að muni skila til­ætl­uðum árangri, mun Svart­ár­virkjun hafa veru­lega nei­kvæð áhrif á líf­ríki Svart­ár.Áhrif á gróðurSSB Orka: Heild­ar­á­hrif á gróður eru metin nokkuð til tals­vert nei­kvæð, stað­bundin og óaft­ur­kræf á virkj­un­ar­svæð­inu, en óveru­leg til nokkuð nei­kvæð þegar horft er til stærra svæð­is.Skipu­lags­stofn­un: Áformin fela í sér skerð­ingu á vot­lendi þar sem aðrennsl­is­pípa liggur á kafla í gegnum halla­mýri. Halla­mýrin nýtur sér­stakrar verndar skv. lögum um nátt­úru­vernd. Ekki komi fram hvaða brýnu hags­munir liggi að baki og þarf fram­kvæmda­að­ili að leggja fram nýja leið fyrir aðrennsl­is­pípu og veg þar sem leit­ast er við að draga eins og kostur er úr raski á vot­lend­is­svæði. Engu að síður muni mann­virki virkj­un­ar­innar hafa í för með sér tals­verð nei­kvæð áhrif á gróð­ur.Áhrif á fuglaSSB Orka: Fram­kvæmd­irnar geta haft stað­bundin áhrif og breytt dreif­ingu húsanda. Í ljósi þess að um mik­il­vægt fugla­svæði er að ræða fyrir teg­und­ina eru þau metin tals­vert nei­kvæð á áhrifa­svæð­inu en nokkuð nei­kvæð á vatna­svið­inu. Áhrif á straum­endur verði var­an­leg og nokkuð nei­kvæð á áhrifa­svæð­inu en óveru­leg utan þess.Skipu­lags­stofn­un: Þrátt fyrir boð­aðar mót­væg­is­að­gerðir er Svart­ár­virkjun lík­leg til að hafa veru­lega nei­kvæð áhrif á fugla. Það er „að­finnslu­vert af hálfu fram­kvæmd­ar­að­ila að halda því fram“ að áhrifa­svæði virkj­un­ar­innar sé sá hluti árinnar sem sé síst mik­il­vægur fyrir hús­önd. Í svörum við athuga­semdum segir fram­kvæmd­ar­að­ili að full­yrð­ingin sé byggð á skýrslu Nátt­úru­stofu Norð­aust­ur­lands frá 2015 sem byggði á rann­sóknum frá árinu 2012 auk þess sem vísað er til þess að við heild­ar­taln­ingu í júní 2016 hafi svæðið verið með einna minnst af hús­önd. „Fram­kvæmd­ar­að­ili skautar hins­vegar fram­hjá nið­ur­stöðum taln­ingar að vori 2016 þegar mun fleiri húsendur voru innan áhrifa­svæðis virkj­un­ar­innar og þeirra álykt­ana sem Nátt­úru­stofan dregur af þeim taln­ing­um.“Áhrif á lands­lag og ásýndSSB Orka: Lands­lagið á svæð­inu hefur miðl­ungs gildi fyrir fjöl­breyti­leika, upp­lifun og vernd­ar­gildi. Fram­kvæmd­irnar koma ekki til með að skerða fjöl­breyti­leika lands­lags­ins en raska lít­il­lega svæði sem heyra undir sér­staka vernd eins og vot­lendi og nútíma­hraun. Með til­liti til mót­væg­is­að­gerða eru áhrif á lands­lag metin nokkuð nei­kvæð, stað­bundin og aft­ur­kræf.Skipu­lags­stofn­un: Virkjun Svartár kæmi til með að hafa tals­vert nei­kvæð stað­bundin áhrif á lands­lag og ásýnd. Hún myndi hafa nei­kvæð áhrif á aðdrátt­ar­afl árinnar og umhverfi hennar á því svæði sem áhrifa gæt­ir.Umfjöllun í mats­skýrslu um gildi svæð­is­ins með til­liti til lands­lags er „ekki sann­fær­and­i“. Aðferð­ar­fræðin við matið er ekki útskýrð og umfjöll­unin ekki til þess fallin að draga fram sér­kenni lands­lags­ins eða gildi þess. Stofn­unin telur fram­kvæmd­ar­að­ila van­meta gildi lands­lags og nærum­hverfis Svart­ár.Áhrif á ferða­mennsku og úti­vistSSB Orka: Áhrif Svart­ár­virkj­unar á ólíka hópa ferða­manna geta verið frá því að vera óveru­leg og allt að tals­vert nei­kvæð.Skipu­lags­stofn­un: Gildi Bárð­ar­dals fyrir nátt­úru­ferða­mennsku mun rýrna ef af virkjun verð­ur. Öll ferða­mennska og ferða­þjón­usta sem nú er stunduð í Bárð­ar­dal verður fyrir nei­kvæðum áhrifum af fyr­ir­hug­aðri virkj­un.Áhrif á sam­fé­lagSSB Orka: Áhrif á sam­fé­lagið eru talin verða nokkuð jákvæð á fram­kvæmda­tíma vegna auk­inna umsvifa en mögu­leg nei­kvæð áhrif verða vegna auk­ins álags á inn­viði. Á rekstr­ar­tíma verða áhrif óveru­leg til nokkuð jákvæð.Skipu­lags­stofn­un: Í athuga­semdum við frum­mats­skýrslu, sem skiptu tug­um, komu fram þau sjón­ar­mið að áform um virkjun Svartár hefðu skapað ósætti meðal íbúa Þing­eyj­ar­sveit­ar. Er það í sam­ræmi við það sem kom fram í rann­sókn Rann­sókna­mið­stöðvar Háskól­ans á Akur­eyri (RHA) á sam­fé­lags­legum áhrifum virkj­ana í 4. áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Í rann­sókn­inni var gagna aflað með ein­stak­lings- og rýni­hópa­við­töl­um.

Fyrirhuguð stíflu- og inntaksmannvirki Svartárvirkjunar, horft yfir Svartá til norðvesturs í þrívíðu líkani. Teikning úr matsskýrsluVirkjun Svartár mun mögu­lega hafa áhrif á sam­heldni íbúa nær­sam­fé­lags­ins. „Af frá­sögnum íbúa í Suð­ur­-­Þing­eyj­ar­sýslu og Aust­ur-Húna­vatns­sýslu settu harð­vít­ugar deilur í aðdrag­anda Lax­ár­virkj­unar III og Blöndu­virkj­unar mark sitt á sam­fé­lögin í mörg ár,“ segir í skýrslu RHA. „Í báðum til­vikum var um sveit­ar­sam­fé­lög að ræða þar sem nánd og sam­heldni er talin ein­kenna sam­skipti í meira mæli en í borg­ar­sam­fé­lögum og fólk þarf að vinna saman að ýmsum verk­efn­um. Klofn­ingur og ósætti veikja sam­fé­lögin og getur tekið langan tíma að end­ur­heimta traust og eðli­leg sam­skipti á milli deilu­að­ila. Í ein­staka til­vikum virð­ist aldrei gróa um heilt á milli manna af sömu kyn­slóð og deil­urnar geta smit­ast yfir á sam­skipti barna þeirra sem deila.“

Sam­legð­ar­á­hrif við Hrafna­bjarga­virkjunÍ þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar, sem enn liggur fyrir þing­inu, er lagt til að vatna­svið Skjálf­anda­fljóts verði vernd­að. Þar vildi Lands­virkjun reisa Hrafna­bjarga­virkjun og voru þrjár útfærslur hennar sendar til umsagnar verk­efn­is­stjórnar ramma­á­ætl­unar á sínum tíma og eru þær í bið­flokki 2. áfanga henn­ar.Skipu­lags­stofnun bendir í áliti sínu á sam­legð­ar­á­hrifin með þessum tveimur virkj­ana­hug­mynd­um; Svart­ár­virkjun og Hrafna­bjarga­virkj­un. En þar sem sú fyrr­nefnda er undir 10 MW þarf hún ekki að fara í gegnum ferli ramma­á­ætl­unar sem sýnir að mati stofn­un­ar­innar veik­leika þess­ara stærð­ar­for­senda. „Hér er um að ræða virkjun undir þeim stærð­ar­mörkum sem mun að mati Skipu­lags­stofn­unar hafa veru­lega nei­kvæð umhverf­is­á­hrif og til­efni hefði verið til að meta með öðrum virkj­un­ar­kostum í ramma­á­ætlun [...].“

Nán­ast víg­völlur í virkj­ana­deiluÍ Þing­eyj­ar­sveit eru fyrir Lax­ár­virkj­anir sem reistar voru á árunum 1939-1973. Í skýrslu RHA segja sveit­ungar sem sátu í rýni­hópum að ekki hafi komið til mik­illa deilna vegna þeirra fyrstu en allt aðra sögu hafi verið að segja um Lax­ár­virkjun III. Deil­urnar um hana voru einkar ill­vígar „og nán­ast víg­völlur hérna“ í 6-7 ár, er haft eftir einum íbúa, þar til gerð var sátt­ar­gjörð um lausn Lax­ár­deil­unnar árið 1973.Svo erfið var sú deila mörgum að sárin erfð­ust í raun á milli kyn­slóða. „Ég kann­ast alveg við að hafa alist upp og menn voru að takast á, bara fárán­legt, bara út af því hvar feður þeirra voru í þeirri deilu,“ sagði einn af yngri íbúum sem ræddi við skýrslu­höf­unda.

Jákvæðni í garð Þeista­reykja­virkj­unarÍ Þing­eyj­ar­sveit er einnig ein yngsta virkjun lands­ins: Þeista­reykja­virkj­un. Deilur um hana voru ekki miklar í sveit­ar­fé­lag­inu, að minnsta kosti ekki opin­ber­lega. Á því var hamr­að, að sögn eins íbú­ans sem rætt er við í skýrslu RHA, að hún ætti að nýt­ast íbúum í Þing­eyj­ar­sýslu og á Húsa­vík og „það nátt­úr­lega gerði fólk jákvæð­ara gagn­vart henn­i“.

Þeistareykjavirkjun er í Þingeyjarsveit. Mynd: LandsvirkjunVirkj­unin var að frum­kvæði heima­manna og einnig er sveit­ar­fé­lagið land­eig­andi sem hafði líka sitt að segja. Í við­tali við odd­vita og sveit­ar­stjóra Þing­eyj­ar­sveitar í RHA-­skýrsl­unni kom fram að Þing­ey­ingar hefðu tekið ákvörðun um  að „fórna Þeista­reykjum fyrir virkjun sem átti að verða til atvinnu­upp­bygg­ingar í hér­aði. Þetta er mjög heil­agur staður fyrir marga …“

Gjald­þrota án Þeista­reykja­virkj­unarÁ þessum tíma, rétt fyrir alda­mót, var staða sveit­ar­fé­lags­ins slæm og fólks­fækkun mik­il. „… það er engin laun­ung á því og má alveg segja það upp­hátt, að ef ekki hefði verið farið í Þeista­reyki og við hefðum ekki getað selt Þeista­reyki til Lands­virkj­unar þá hefði Þing­eyj­ar­sveit verið gjald­þrota í dag,“ er haft eftir odd­vita og sveit­ar­stjóra í skýrslu RHA.

AuglýsingSveit­ar­stjórn­ar­fólkið segir einnig að áformin hafi verið vel kynnt fyrir íbú­um, sam­ráð haft við þá og til­lit tekið til athuga­semda stað­kunn­ugra heima­manna um hvað mætti betur fara. Ekki sé hægt lengur að byggja virkjun án svo ítar­legs sam­tals. Það seg­ist hins vegar hafa áhyggjur af áformum um virkj­anir sem mæti and­stöðu. Í þannig málum lendi sveit­ar­stjórnir í klemmu á milli land­eig­enda sem vilja semja við virkj­un­ar­að­ila og vilja ann­arra íbúa. Er ann­ars vegar talað um að Svart­ár­virkjun sé „heit kartafla núna“ og að í ljósi auk­ins áhuga á smá­virkj­unum sé óska­staðan að sveit­ar­fé­lög geti ákveðið hvar megi virkja og hvar ekki – sama hversu lítil virkj­unin er að afli.

Vitið þið ekki að það á að sökkva þessum dal?Reynslan af þessum tveimur virkj­ana­hug­mynd­um; Lax­ár­virkj­unar III ann­ars vegar og Þeista­reykja­virkj­unar hins veg­ar, ætti að sýna fram á nauð­syn góðs sam­ráðs við íbúa við­kom­andi sveit­ar­fé­lags. Einn eldri íbúi í Þing­eyj­ar­sveit tók dæmi af hinu litla sam­ráði við heima­menn þegar Lax­ár­virkjun III var í píp­un­um:  „1967 og 8 þá frétta þeir það bændur í Lax­ár­dal tveir sem að sækja um lán hjá stofn­lána­deild Land­bún­að­ar­ins til þess að stækka hel­vítis fjár­húsin eða hlöð­una eða eitt­hvað. Þá er þeim sagt það: Nei, það kemur ekki til greina. Vitið þið ekki að það á að sökkva þessum dal?”

Álitið grund­völlur ákvarð­ana­tökuDag­björt sveit­ar­stjóri Þing­eyj­ar­sveit­ar, segir við Kjarn­ann að ekki sé gert ráð fyrir Svart­ár­virkjun á gild­andi aðal­skipu­lagi og að SSB Orka hafi ekki óskað eftir því frá því að álit Skipu­lags­stofn­unar lá fyr­ir. Álitið var tekið fyrir á fundi sveit­ar­stjórnar fyrir helgi og vísað til kynn­ingar í umhverf­is- og skipu­lags­nefnd. „Eðli­legt er að sveit­ar­fé­lagið bíði eftir við­brögðum fram­kvæmda­að­ila eða kalli eftir afstöðu fram­kvæmda­að­ila og ef óskað verður eftir breyt­ingu á aðal­skipu­lagi mun sveit­ar­stjórn taka ákvörðun og í fram­hald­inu afgreiða mál­ið,“ segir Dag­björt. „Álit Skipu­lags­stofn­unar ætti að fela í sér betri grund­völl til ákvarð­ana­töku þegar og ef til þess kem­ur.“Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar