Svartárvirkjun myndi raska verulega miklum náttúruverðmætum

Skipulagsstofnun telur að umhverfisáhrif virkjunar Svartár verði verulega neikvæð. Stofnunin telur í því sambandi mikilvægt að horfa til þess að um er ræða virkjun með undir 10 MW uppsett afl sem mun hafa í för með sér að mikil náttúruverðmæti raskast.

Hólma­svæði Svar­tár og þrengsl­in Glæfra þar upp af. Stífla Svar­tár­virkj­un­ar yrði neðan túna efst í hægra horni mynd­ar­inn­ar.
Hólma­svæði Svar­tár og þrengsl­in Glæfra þar upp af. Stífla Svar­tár­virkj­un­ar yrði neðan túna efst í hægra horni mynd­ar­inn­ar.
Auglýsing

Áformuð Svart­ár­virkjun í Bárð­ar­dal í Þing­eyj­ar­sveit myndi hafa veru­lega nei­kvæð umhverf­is­á­hrif og mun hafa í för með sér „að mikil nátt­úru­verð­mæti raskast veru­lega“. Hún fellur ekki að ímynd svæð­is­ins og er lík­leg til að draga úr gildi þess fyrir nátt­úru­ferða­mennsku. Hún myndi lík­lega hafa veru­lega nei­kvæð áhrif á fugla og sömu­leiðis á vatnafar og vatna­líf. 

Skipu­lags­stofnun hefur gefið út álit um mat á umhverf­is­á­hrifum Svart­ár­virkj­unar í Bárð­ar­dal, Þing­eyj­ar­sveit. 

SSB Orka áformar að reisa 9,8 MW virkjun með því að stífla Svartá um 500 metra fyrir ofan ármót Svartár og Grjótár. Vatn yrði leitt um aðrennsl­is­pípu um 3 kíló­metra leið að stöðv­ar­húsi sem yrði stað­sett um 1,5 kíló­metrum ofan við ármót Svartár og Skjálf­anda­fljóts. Virkj­unin mun leiða til skerð­ingar á rennsli Svartár á um þriggja kíló­metra kafla á milli stíflu og frá­rennsl­is­skurðar frá stöðv­ar­húsi.

Auglýsing

Svartá og Suð­urá eru lindár sem eiga upp­runa í lind­ar­vatn­inu Svart­ár­vatni og lindum sem spretta fram í Suð­ur­ár­botnum í Ódáða­hrauni. Árnar sam­ein­ast nokkru neðan Svart­ár­vatns og bera heitið Svartá frá ármótum að Skjálf­anda­fljóti. Vatna­svið Svartár og Suð­urár hefur mikið vernd­ar­gildi, segir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar. „Um er að ræða einar líf­rík­ustu og vatns­mestu lindár lands­ins sem renna um blásin hraun í umhverfi þar sem inn­grip manns­ins eru lítil auk þess sem vatna­sviðið er talið alþjóð­lega mik­il­vægt fugla­svæð­i.“ Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands hefur lagt til að svæðið fari á fram­kvæmda­á­ætlun nátt­úru­minja­skrár vegna ferskvatns­vist­gerðar og fugla.

Mun raska sér­stæðu lands­lagi

Áformuð Svart­ár­virkjun mun að mati Skipu­lags­stofn­unar raska vot­lendi og jarð­minjum sem njóta sér­stakrar verndar á grund­velli 61. gr. laga um nátt­úru­vernd og sem ber að forð­ast að raska nema brýna nauð­syn beri til. Helstu áhrif fram­kvæmd­ar­innar fel­ast þó í áhrifum á vatnafar og líf­ríki vatns­falls með mikið vernd­ar­gildi. Auk þess mun virkj­unin raska sér­stæðu lands­lagi sem má ætla að hafi mikið upp­lif­un­ar­gildi.

Skipu­lags­stofnun telur að umhverf­is­á­hrif virkj­unar Svartár í heild verði veru­lega nei­kvæð. Stofn­unin telur í því sam­bandi einnig mik­il­vægt að horfa til þess að um er ræða virkjun með undir 10 MW upp­sett afl „sem mun hafa í för með sér að mikil nátt­úru­verð­mæti raskast veru­lega“.

Áformin verði end­ur­skoðuð

 Áform um Svart­ár­virkjun kalla á breyt­ingu á aðal­skipu­lagi Þing­eyj­ar­sveit­ar, en ferli við aðal­skipu­lags­breyt­ingu vegna virkj­un­ar­innar hefur verið í bið­stöðu á meðan umhverf­is­mat fram­kvæmd­ar­innar fór fram. Skipu­lags­stofnun telur nið­ur­stöður umhverf­is­mats­ins gefa til­efni til að end­ur­skoða áform um að gera ráð fyrir Svart­ár­virkjun í aðal­skipu­lagi Þing­eyj­ar­sveit­ar.  

Fyrirhuguð stíflu- og inntaksmannvirki Svartárvirkjunar, horft yfir Svartá til norðvesturs í þrívíðu líkani. Teikning úr matsskýrslu

Lindár eru að mörgu leyti sér­stakar hvað varðar eðl­is- og efna­eig­in­leika sem og vatna­fræði­lega eig­in­leika og finn­ast óvíða ann­ars staðar í heim­inum en á Íslandi. Bendir Skipu­lags­stofnun á. Þétt­leiki dýra í Svartá er meiri en í flestum lindám hér á landi og í ánni er að finna stór­vax­inn urriða. „Fyr­ir­huguð virkjun mun hafa í för með sér veru­lega skert rennsli á löngum kafla árinnar sem er lík­legt til að leiða til breyt­inga á eig­in­leikum vatns­falls­ins og nei­kvæðra áhrifa á fæðu­keðj­una. Skert rennsli er lík­legt til að draga úr líf­rænni fram­leiðslu og fram­burði líf­rænna efna og minnka búsvæð­i.“ 

Að mati Skipu­lags­stofn­unar eru áhrif fram­kvæmd­ar­innar á vatnafar og vatna­líf lík­leg til að verða veru­lega nei­kvæð.

Einu heim­kynni hús- og straum­anda í Evr­ópu

Hús­önd og straumönd eru ein­kenn­i­s­teg­undir vatna­sviðs Svartár og Suð­ur­ár. Ísland er einu heim­kynni teg­und­anna í Evr­ópu og eru þær ábyrgð­ar­teg­undir Íslands og á lista Bern­ar­samn­ings­ins yfir teg­undir sem ber að vernda. Svæðið Svart­á-­Suð­urá er á lista Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands yfir mik­il­væg fugla­svæði með alþjóð­legt vernd­ar­gildi þar sem fjöldi húsanda á svæð­inu nær alþjóð­legum vernd­ar­við­mið­um. „Þrátt fyrir að vatna­svið Svartár og Suð­urár sé ekki víð­feðmt, má telja vatna­sviðið mik­il­væg­asta búsvæði húsandar og straum­andar að vor- og sum­ar­lagi utan Mývatns og Lax­ár,“ segir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar. Auk áður­nefndra teg­unda verpir nokkur fjöldi ann­arra fugla­teg­unda á válista við Svartá.

AuglýsingFyr­ir­huguð virkjun mun raska svæði sem er talið mik­il­vægt hús­önd að vori en hátt hlut­fall af húsand­ar­stofni vatna­sviðs­ins getur haldið til á svæð­inu á þeim árs­tíma. Þá eru heim­ildir um að fjöldi húsanda hafi leitað inn á þetta svæði þegar æti hefur brugð­ist á Mývatns- og Lax­ár­svæð­inu.

Fram­kvæmdin er að mati Skipu­lags­stofn­unar lík­leg til að rýra gæði svæð­is­ins veru­lega fyrir hús­önd en búsvæði húsandar eru afar tak­mörkuð „og kann fram­kvæmdin að hafa áhrif á heild­ar­stofn húsanda á Íslandi og þar af leið­andi í Evr­ópu“. Að mati Skipu­lags­stofn­unar eru fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir lík­legar til að hafa veru­lega nei­kvæð áhrif á fugla. 

Mun ekki falla að ímynd svæð­is­ins

Svartá flæðir með­fram grónum bökkum um fossa, gil og flúðir um lands­lag þar sem grósku­miklir árbakkar kall­ast á við hrjóstrugt heiða- og hraun­lands­lag. Svæðið ber jafn­framt ein­kenni hefð­bund­ins land­bún­að­ar­lands­lags á mörkum byggðar og óbyggða þar sem tak­mörkuð ummerki eru um inn­grip manns­ins. „Til­koma virkj­unar mun breyta veru­lega upp­lifun af svæði næst virkjun og rýra gildi þeirrar sér­stæðu lands­lags­heildar sem Svartá og Suð­urá mynda,“ segir í álit­inu. Sam­kvæmt vernd­ar­mark­miðum nátt­úru­vernd­ar­laga skal stefnt að því að varð­veita lands­lag sem er sér­stætt eða fágætt eða sér­lega verð­mætt vegna fag­ur­fræði­legs og/eða menn­ing­ar­legs gild­is. Skipu­lags­stofnun telur að lands­lag Svartár og Suð­urár falli þar und­ir.

Ármót Svartár og Suðurár. Ljósmynd úr matsskýrslu.

Sam­kvæmt skýrslu Rann­sókna­mið­stöðvar ferða­mála um áhrif Svart­ár­virkj­unar á ferða­þjón­ustu og úti­vist er það nátt­úran og mann­vist­ar­lands­lagið sem dregur fólk á svæð­ið, fólk sæk­ist eftir því að upp­lifa ósnortna nátt­úru. Gildi Svartár sem veiðiár felist ekki ein­göngu í sterkum urriða­stofni heldur einnig nátt­úru svæð­is­ins og þeirri upp­lifun að dvelja í ósnortnu umhverfi árinn­ar. Fyr­ir­huguð virkjun falli ekki að ímynd svæð­is­ins og sé lík­leg til að draga úr gildi þess fyrir nátt­úru­ferða­mennsku og skerða mögu­leika til að þróa áfram nátt­úru­tengda ferða­þjón­ustu á svæð­inu.Tengsl við ramma­á­ætlun

Allir virkj­un­ar­kost­ir, 10 MW og stærri, sæta heild­stæðri grein­ingu og mati verk­efn­is­stjórnar ramma­á­ætl­unar sam­kvæmt lögum um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­un. Svart­ár­virkj­un, sem er áformuð 9,8 MW, sýnir að mati Skipu­lags­stofn­unar „veik­leika þess að ákveðið upp­sett afl segi alfarið til um það hvaða fram­kvæmdir skulu teknar fyrir í ramma­á­ætl­un“. Hér er um að ræða virkjun undir þeim stærð­ar­mörkum sem mun að mati Skipu­lags­stofn­unar hafa veru­lega nei­kvæð umhverf­is­á­hrif og til­efni hefði verið til að meta með öðrum virkj­un­ar­kostum í ramma­á­ætl­un, þar á meðal vegna sam­legð­ar­á­hrifa með Hrafna­bjarga­virkjun sem er lagt til að falli í vernd­ar­flokk sam­kvæmt til­lögu til þings­á­lykt­unar um ramma­á­ætl­un, en er í bið­flokki sam­kvæmt gild­andi ramma­á­ætl­un.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent