Óróinn í samfélaginu kom Þórólfi á óvart

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa fundið fyrir þrýstingi frá ákveðnum fyrirtækjum varðandi sóttvarnaaðgerðir í faraldri COVID-19. „Ég hélt að það væri nóg að segja: „Nú lokum við þarna, við verðum að gera það.“ Að allir myndu fara eftir því.“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Nei, ég myndi ekki segja að til átaka hafi kom­ið,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann spurður hvort að ein­hver átök hafi verið um til­lögur hans um sótt­varna­að­gerðir hingað til. Hann sagð­ist hafa átt „al­veg ein­stak­lega gott sam­band“ við heil­brigð­is­ráð­herra og for­sæt­is­ráð­herra og reyndar einnig aðra ráð­herra. „Ég verð að hrósa Svandísi [Svav­ars­dótt­ur] sér­stak­lega fyrir ein­stak­lega gott sam­starf.“

Hann sagði að hins vegar hefði verið ákveð­inn þrýst­ingur fyrir hendi en hann hafi litið á það sem eðli­leg skoð­ana­skipti.

Auglýsing

 „Það er ekk­ert óeðli­legt við það að menn séu að verja sína hags­muni. Það eru aðrir aðilar í sam­fé­lag­inu en stjórn­völd sem hafa beitt miklu meiri þrýst­ingi. Þá er ég að tala um ákveðna starf­semi og fyr­ir­tæki. Það er eitt­hvað sem við sáum ekki fyrir í við­bragðs­á­ætl­ana­gerð­inni. Þessi órói í sam­fé­lag­inu. Ég hélt að það væri nóg að segja: „Nú lokum við þarna, við verðum að gera það.“ Að allir myndu fara eftir því. En það er ekki þannig. Það vilja allir fá sína eigin for­skrift. Allir hópar vilja sínar leið­bein­ing­ar.“ 

Þórólfur sagði í við­tal­inu að hann teldi almenn­ing enga grein gera sér fyrir þeirri vinnu sem farið hefur í slík mál, til dæmis hjá starfs­fólki almanna­varna og hjá sótt­varna­lækni og land­lækni. „Það hefur þurft að leggja dag við nótt allt árið við að útbúa leið­bein­ingar fyrir alls konar fyr­ir­tæki og starf­semi ein­stak­linga og svara fyr­ir­spurn­um. Þetta hefur þurft að gera í hvert skipti sem er hert og í hvert skipti sem slakað hefur verið á.“

Þið hljótið nú að hafa rang­hvolft ein­hvern tím­ann aug­unum yfir fyr­ir­spurnum og óskum um und­an­þágur ...

„Sumar þeirra hafa kannski hljó­mað nokkuð und­ar­lega í okkar eyrum en auð­vitað er fólk að spyrja í ein­lægn­i,“ svar­aði sótt­varna­lækn­ir. „Það vill vanda sig, er óör­uggt og þá sendir það póst. Frá upp­hafi opn­uðum við á þessi sam­skipti og reyndum að svara öll­um. Þessar fyr­ir­spurnir voru upp undir þús­und suma dag­ana.    

En við töldum nauð­syn­legt að fara þessa leið, að fólk gæti spurt okkur spurn­inga. Til að skapa ró og sam­vinnu í sam­fé­lag­inu frekar en að láta marga verða pirraða.“

Þórólfur sagði að eitt af því sem hefði verið fróð­legt að fylgj­ast með í far­aldr­inum væri mann­legt eðli og hegð­un. „Bæði hvað fólk er fljótt til sam­vinnu og eins hvað margir eru fljótir til and­stöðu. Þetta hefur komið mér svo­lítið á óvart.“

Við­talið við Þórólf í heild er hægt að lesa hér­.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent