Hvernig mun sagan dæma samfélag sem fangelsar lasið fólk?

Auglýsing

New York Times greindi frá því í lok síð­ustu viku að Barack Obama Banda­ríkja­for­seti ætli sér að frelsa nokkra tugi alrík­is­fanga sem afplána langa dóma fyrir ofbeld­is­laus fíkni­efna­brot. Með þess­ari aðgerð mun Obama náða fleiri í einum vet­fangi en nokkur for­seti hefur gert í ára­tugi.

Náðun fang­anna er ekki síður tákn­ræn við­ur­kenn­ing banda­rískra yfir­valda á því að hörð refsi­stefna þeirra og hið dra­kóníska „fíkni­efna­stríð“ hafi ekki virk­að. Þvert á móti hafi stjórn­mála­mönn­um, sem kom­ist hafi til valda með því að vera harðir gagn­vart glæpum (les­ist dæma fleiri í fang­elsi og halda þeim þar í lengri tíma), mis­tek­ist. Stefna þeirra hafi skilað verra sam­fé­lagi og fleiri vanda­málum en hún hafi nokkru sinni leyst. Og það sem meira er, það virð­ist vera að mynd­ast þverpóli­tísk sátt í landi hinna frjálsu um að stríðs­rekstur hins opin­bera gegn verst settu þegnum sínum sé dæma­laust rugl sem þurfi að vinda ofan af.

Frá því að Ric­hard Nixon hóf „fíkni­efna­stríð­ið“ árið 1971 hafa Banda­ríkín eytt um einni trilljón dala, um 130 þús­und millj­örðum íslenskra króna, af skattfé í það. Pen­ing­arnir hafa meðal ann­ars farið í aukna lög­gæslu, fleiri fang­elsi og fjölgun dóm­ara. Um 50 millj­ónir hafa verið hand­teknir í „stríð­inu“ og föngum hefur fjölgað úr því að vera undir hálfri milljón í að vera um 2,3 millj­ón. Flestir þeirra eru svartir eða af spænskum upp­runa, nán­ast allir eru karl­menn og lang­flestir þeirra sitja í fang­elsum vegna fíkni­efna­brota. Notkun á fíkni­efnum í Banda­ríkj­unum hefur á sama tíma ekk­ert dreg­ist sam­an.

Auglýsing

Ref­sigleði eykst en vand­inn stækkar bara og stækkarÞótt stríðs­rekstur Banda­ríkj­anna gagn­vart þegnum sínum sem lent hafa á glap­stigu lífs­ins sé öfga­kenndur þá er sú stefna sem við rekum hér­lendis angi af sömu illa ígrund­uðu refsi­stefnu.

Kjarn­inn gerði röð frétta um fang­els­is­mál í nóv­em­ber 2014. Við gerð þeirra fékk hann aðgang að miklu magni af töl­fræði hjá Fang­els­is­mála­stofn­un. Á meðal þess sem fram kom var að 30 pró­sent þeirra sem sátu inni (42 af 139) í íslenskum fang­elsum í nóv­em­ber 2014 sátu inni fyrir fíkni­efna­brot. Það voru nán­ast jafn margir og sátu inni fyrir kyn­ferð­is­brot (25) og ofbeld­is­brot (22) til sam­ans. Þegar horft var til allra fanga í afplán­un, líka þeirra sem voru að afplána utan fang­elsa, voru 55 að afplána dóm vegna fíkni­efna­brota.

Afbrotum á Íslandi hefur fækkað á und­an­förnum árum sam­kvæmt töl­fræði emb­ættis Rík­is­lög­reglu­stjóra. Ofbeld­is­brotum fækk­aði um ell­efu pró­sent á árunum 2008 til 2013, brotum gegn vald­stjórn­inni fækk­aði um 34 pró­sent á sama tíma­bili og auðg­un­ar­brot voru tæp­lega helm­ingi færri í fyrra en þau voru árið 2009. En fíkni­efna­brotum hefur fjölgað mikið þrátt fyrir harða refsi­stefnu. Frá árinu 2011 hefur þeim fjölgað um 34 pró­sent. Lang­flest brotin eru vegna vörslu og með­ferðar á fíkni­efn­um. Ekki vegna fram­leiðslu, sölu eða inn­flutn­ings á fíkni­efnum heldur vörslu. Af öllum skráðum fíkni­efna­brotum eru 80 pró­sent vegna vörslu og með­ferð­ar. Þeim hefur fjölgað um 60 pró­sent frá árinu 2011.

Um helm­ingur þeirra fanga sem sitja í fang­elsi hafa setið þar áður. Í nóv­em­ber í fyrra biðu alls 475 manns eftir að hefja afplánun og sá sem beðið hafði lengst hafði beðið í fimm ár. Ástæðan er ein­föld, öll fang­elsi eru yfir­full, dómar eru að lengj­ast og mála­flokk­ur­inn hefur setið á hak­anum árum sam­an.

Í úttekt Kjarn­ans í fyrra kom líka í ljós að með­al­lengd fang­els­is­dóma þeirra sem afplán­uðu fyrir fíkni­efna­dóma var fimm ár og átta mán­uð­ir. Kostn­aður við hvern fanga sem situr í íslenskum fang­elsum er á bil­inu sjö til átta millj­ónir króna á ári að með­al­tali.

Allt í allt kostar það því íslenska skatt­greið­endur rúm­lega 400 millj­ónir króna á ári að halda þeim sem dæmdir voru í fang­elsi fyrir fíkni­efna­brot þar. Þá eru ótaldir þeir sem annað hvort frömdu ofbeld­is­brot undir áhrifum fíkni­efna eða sitja inni vegna auðg­un­ar­brota sem þeir frömdu til að fjár­magna neyslu sína.

Veikt fólk illa haldið af fíknÞann 22. júní síð­ast­lið­inn svar­aði Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra fyr­ir­spurn á Alþingi um afplánun fanga í fang­elsi. Í svari hennar kom fram að tæp­lega 60 pró­sent þeirra sem sitja í íslenskum fang­elsum eigi við vímu­efna­vanda að etja. Þar sagði einnig að rúm­lega 70 pró­sent þeirra sem sitja í íslenskum fang­elsum eiga sér sögu um slíkan vanda. Svarið byggir á óbirtri rann­sókn sér­fræð­inga.

Þetta er slá­andi töl­fræði sem þarf að end­ur­taka: sjö af hverjum tíu sem sitja í íslenskum fang­elsum hafa átt við fíkni­vanda að stríða!

Ég ætla að leyfa mér að full­yrða að ásókn flestra í fíkni­efni sé til þess að sleppa frá ein­hverjum raun­veru­leika sem við­kom­andi vill ekki lifa í. Flótti frá ástandi eða aðstæð­um. Þess vegna er fíkní­efna­sýki heil­brigð­is- og félags­legt vanda­mál, ekki glæp­ur, og þarf að nálg­ast sem slíkt.

Í aðsendri grein eftir Ingvar Smára Birg­is­son sem Kjarn­inn birti í síð­ustu viku var fjallað um þau nei­kvæðu áhrif sem svartur mark­aður með fíkni­efni, þar sem neyt­and­inn veit í raun aldrei hvers hann er að neyta, hef­ur. Hægt yrði að koma í veg fyrir dauða fjöl­margra ef sala á fíkni­efnum yrði ýtt upp á yfir­borðið og reglu­vædd.

Með refsi­stefnu sinni velur íslenska rík­ið líka að færa ömur­legum glæpa­mönn­um, sem eyði­leggja líf fjöl­margra ung­menna á hverju ári með ofbeldi, nauðg­unum og almennu nið­ur­broti, marga millj­arða króna (Seðla­banki Íslands áætlar að velta ólög­legrar starf­semi á borð við fíkni­efna­sölu, smygl, vændi og heima­brugg sé um 6,6 millj­arðar króna á ári).

Ómann­úð­leg nálgun sem mun eld­ast hræði­legaSam­andregið þá er staðan þessi: Nán­ast allir fang­arnir okkar eru fíkni­efna­neyt­end­ur. Flest dauðs­föll sem verða vegna fíkni­efna­neyslu verða vegna þess að neyt­end­urnir vita ekki hver styrk­leiki efna sem þeir neyta er. Hörð refsi­stefna í fíkni­efna­málum gerir það að verkum að til er millj­arða króna und­ir­heima­hag­kerfi og í skjóli þess blómstra verstu hliðar mann­legs sam­fé­lags. Það kostar íslenska ríkið hund­ruði millj­óna króna á ári að fang­elsa fíkni­efna­neyt­end­ur. Og fíkni­efna­neysla er samt að aukast.

Samt breytum við ekki um kúrs. Samt höldum við áfram að fang­elsa lasið fólk og vald­eflum glæpa­menn sem vinna sam­fé­lag­inu okkar skaða með því að gera starf­semi þeirra fárán­lega arð­bæra. Ef brota­brot þeirra pen­inga sem fara í kaup á fíkni­efnum og í fang­elsun á sjúk­lingum myndu fara í að bæta félags­legar aðstæður þeirra eða í úrræði til að hjálpa þeim úr fíkn sinni þá væri hægt að gera sam­fé­lagið miklu, miklu, miklu betra. Og við ættum fullt af pen­ingum afgangs sem mætti nota í miklu upp­byggi­legri hluti en að enda í vasa glæpa­manna.

Fyrir nokkrum ára­tugum þótti í fínu lagi að loka þá sem glímdu við geð­sjúk­dóma inni á stofn­un­um, dæla þá fulla af lyfjum og gera allskyns ómann­úð­legar til­raunir á þeim. Stóri til­gang­ur­inn var sá að rest sam­fé­lags­ins þyrfti ekki að sjá þá. Að fela hina óþægi­legu. Nú lítum við aftur til þess tíma með rétt­mætri skömm. Allar líkur eru á því að það sama verði upp á ten­ingnum eftir nokkra ára­tugi þegar litið verður til þeirrar glóru­lausu refsi­stefnu sem við höfum rekið af festu gagn­vart fár­veikum fíkni­efna­sjúk­ling­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari
None