Munu "samfélagsleg áhrif" ráða því hvert Landsvirkjun selur orku?

forsida-blurr.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra er lík­ast til einn umdeild­asti stjórn­mála­maður sem upp hefur komið á Íslandi lengi. Hann virð­ist ekki með tjá sig um nokkurn hlut án þess að allir umræðu­vett­vangar fari af hlið­ina, oft­ast nær vegna vand­læt­ingar á því sem for­sæt­is­ráð­herr­ann segir eða hvernig hann sagði það.

Það er þó engum blöðum um það að fletta að hann er stjórn­mála­maður sem er óhræddur við að koma stórum málum í fram­kvæmd. Sig­mundur Davíð var í við­tali við fyrstu útgáfu Kjarn­ans í ágúst 2013, aðeins nokkrum mán­uðum eftir að hann tók við emb­ætti, og fór þar yfir það sem rík­is­stjórn hans ætl­aði að gera. Skulda­leið­rétt­ingin var þar ofar­lega á baugi og hann sagði engan vafa á því að staðið yrði við stóru orð­in. Þótt aðgerðin sé lík­ast til ein umdeildasta stjórn­valds­að­gerð Íslands­sög­unn­ar, og ekki séu allir sam­mála um að útfærsla hennar hafi verið það sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi lofað í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga, þá liggur alveg kýr­skýrt fyrir að Sig­mundur Davíð stóð við að greiða niður verð­tryggð hús­næð­is­lán.

Í við­tal­inu ræddi hann einnig stöðu slita­búa gömlu bank­anna og fjár­magns­höft­in. Sig­mundur Davíð sagði að það væru sam­eig­in­legir hags­munir allra að höftum yrði lyft og að það væri kröfu­hafa að sýna frum­kvæði að því að koma með til­boð um lausn. Segja má að þeir hafi á end­anum gert það, eftir að rík­is­stjórnin stillti þeim upp frammi fyrir tveimur mögu­leik­um: að mæta stöð­ug­leika­skil­yrðum eða fá á sig stöð­ug­leika­skatt. Því hefur Sig­mundur Dav­íð, á fyrri hluta þessa kjör­tíma­bils, staðið við að koma í fram­kvæmd lausn á stærsta hags­muna­máli þjóð­ar­inn­ar, losun hafta og slit gömlu bank­anna.

Auglýsing

Í næstu kosn­inga­bar­áttu mun það án nokk­urs vafa vera tón­inn sem Sig­mundur Davíð mun slá: kjós­endur geta treyst því að hann standi við það sem hann seg­ir. Hvað það verður sem Sig­mundur Davíð og Fram­sókn munu lofa á svo eftir að koma í ljós.

"kannski svo­lít­ill munur á við­horfi til Lands­virkj­un­ar, hvort hún eigi að líta ein­vörð­ungu á eigin nið­ur­stöðu, eða til sam­fé­lags­legra áhrifa þegar ákvarð­anir eru tekn­ar.

Í við­tal­inu við Kjarn­ann fyrir tæpum tveimur árum ræddi Sig­mundur Davíð ýmis­legt fleira, meðal ann­ars hvort rík­is­stjórnin myndi beita póli­tískum þrýst­ingi á t.d. Lands­virkjun um að gera samn­inga um orku­sölu sem eru ekki gerðir á við­skipta­legum grunni. Þar sagði Sig­mundur Davíð að það væri "kannski svo­lít­ill munur á við­horfi til Lands­virkj­un­ar, hvort hún eigi að líta ein­vörð­ungu á eigin nið­ur­stöðu, eða til sam­fé­lags­legra áhrifa þegar ákvarð­anir eru tekn­ar. Ég er þeirrar skoð­unar að Lands­virkj­un, vegna þess hlut­verks sem hún gegnir sem rík­is­fyr­ir­tæki með mjög mik­il­vægt hlut­verk fyrir sam­fé­lag­ið, þurfi að líta á heild­ar­á­hrif þegar ákvarð­anir eru tekn­ar. Að hún þurfi að taka með í reikn­ing­inn þann ávinn­ing sem verður af sköpun mörg hund­ruð starfa þótt þau störf séu ekki hjá Lands­virkj­un“.

Í bak­her­berg­inu hefur þessi sýn for­sæt­is­ráð­herra verið rifjuð upp að und­an­förnu í ljósi þess að mik­ill vilji virð­ist vera hjá rík­is­stjór­inni að fjölga virkj­un­ar­kostum í nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­unar og sökum þess að Sig­mundur Davíð var við­staddur und­ir­skrift vilja­yf­ir­lýs­ingar um álver í Skaga­byggð í lið­inni viku. Í tengslum við það verk­efni krefj­ast aðstand­endur að efnt verði ára­tuga­gam­allt lof­orð um að orka úr Blöndu­virkj­un, sem er löngu full­byggð og öll orka hennar í notk­un, verði nýtt í heima­byggð.

Tölu­verður póli­tískur þrýst­ingur hefur raunar verið á Lands­virkjun að koma að stór­iðju­upp­bygg­ingu allt kjör­tíma­bil­ið. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, sagði á árs­fundi Lands­virkj­unar árið 2013 að hún væri„orðin ansi óþreyju­full og ég vil fara að sjá árangur og að verk­efnin verði að veru­leika. Tæki­færin eru svo sann­ar­lega til stað­ar“.

Þeir sem reka fyr­ir­tækið vilja gera það með sem arð­söm­ustum hætti og selja ork­una til starf­semi sem borgar mest, svo Lands­virkjun geti greitt eig­endum sín­um, fólk­inu í land­inu, arð af starf­sem­inni. Aðr­ir, þar á meðal for­sæt­is­ráð­herra, eru þeirrar skoð­unar að taka eigi til­lit til „sam­fé­lags­legra áhrifa“ þegar Lands­virkjun tekur ákvarðnir um orkusölu

Líkt og for­sæt­is­ráð­herra sagði rétti­lega í við­tal­inu við Kjarn­ann í águst 2013 er nefni­lega svo­lít­ill munur á við­horfi til Lands­virkj­un­ar. Þeir sem reka fyr­ir­tækið vilja gera það með hag­kvæm­um hætti og selja ork­una til starf­semi sem borgar mest, svo Lands­virkjun geti greitt eig­endum sín­um, fólk­inu í land­inu, arð af starf­sem­inni. Aðr­ir, þar á meðal ýmsir stjórn­mála­menn, eru þeirrar skoð­unar að taka eigi til­lit til „sam­fé­lags­legra áhrifa“ þegar Lands­virkjun tekur ákvarðnir um orku­sölu, meðal ann­ars starfa sem verða til í stór­iðju. Þessi skoðun ráða­manna hefur líka þau áhrif að ráða­menn­irnir hafa engan áhuga á að ræða mögu­legan sæstreng til Bret­lands, sem Lands­virkjun er mjög áfram um að kanna lagn­ingu á sökum þess að hann gæti orðið ævin­týra­lega hag­kvæmur fyrir þjóð­ina.

Sá fag­legi friður sem ríkt hefur um starf­semi Lands­virkj­unar und­an­farin ár virð­ist því úti og búast má við því að stjórn­völd fari að krefj­ast stór­iðju­upp­bygg­ingar á „sam­fé­lags­legum for­send­um“ til að skapa störf í völdum kjör­dæm­um. Það verður áhuga­vert hvernig æðstu stjórn­endur Lands­virkj­un­ar, Hörður Arn­ar­son for­stjóri og Ragna Árna­dóttir aðstoð­ar­for­stjóri, taka þeim þrýst­ingi.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None