Þorskastríðin, Icesave og neyðarlögin

Ýmislegt er nú lagt á borðið þegar kosningabaráttan harðnar fyrir forsetakosningarnar 25. júní.

Davíð Oddsson
Auglýsing

Nú er farið að færast fjör í leikana, í forsetakosningunum. Hart er sótt að Guðna Th. Jóhannessyni, eins og við var að búast. Hann hefur mælst með yfirburðarmesta fylgi allra frambjóðenda til þessa, eða tæplega 70 prósent. Ekki er víst að það haldist svo lengi, þegar meiri þungi kemst í baráttuna, en mikið þarf til svo að annar frambjóðandi eigi raunhæfan möguleika á sigri. Davíð Oddsson er líklegastur til að klifra upp í fylgi vegna þess hve sterkt bakland hann hefur frá gamalli tíð í stjórnmálunum, og er auk þess þekktastur allra frambjóðenda.

Ýmislegt hefur verið nefnt í gagnrýni á Guðna; afstaða hans í Icesave-deilunni og sitthvað fleira. Hildur Þórðardóttir, forsetaframbjóðandi, skrifaði grein sem birtist á vef Kjarnans í dag, þar sem hún ræðst með nokkru offorsi gegn Guðna. Hildur, sem hefur varla mælst með fylgi í könnunum til þessa, virðist sjá hann fyrir sér sem frambjóðanda valdsins.

Það var erfitt að sjá það fyrir að þorskastríðin kæmu upp á sviðið sem vopn gegn Guðna. Hann er líklega bestur þegar hann fær að taka þátt í umræðum um eigin rannsóknir. Ekki er víst að þessi taktík í gagnrýni muni virka, og þó; líklega er þetta ágæt leið til „safna liði", í það minnsta hjá Davíð.

Auglýsing

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi.

Eitt hefur komið til umræðu hjá Davíð Oddssyni, og það eru sjálf neyðarlögin. Þegar hagstjórnin í landinu og skelfilega óábyrgur, fífldjarfur og lélegur bankarekstur, og óskilvirkt og lélegt eftirlit Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins (FME), höfðu skapað raunverulega hættu á allsherjarþroti hagkerfisins, þá var lögunum beitt til að vernda almannahagsmuni. Samkvæmt orðræðu Davíðs, og kannski helst stuðningsmanna hans, þá var það hann sem átti mestan heiðurinn að neyðarlögunum.

Óhætt er að segja að þetta sé umdeilt mat á sögulegum atburðum, en þetta er ekki nýtt í sjálfu sér. Davíð hefur margsinnis gagnrýnt sérstaklega FME fyrir að hafa brugðist í aðdraganda hrunsins, en talað um að Seðlabankinn hafi staðið sig vel, en hann sjálfur var formaður stjórnar seðlabankans í hruninu eins og kunnugt er. 

Einn þeirra sem hefur spurt Davíð gagnrýnið út í þessi mál er Andri Árnason hrl., og lögmaður Geirs H. Haarde í landsdómsmálinu. Hann spurði endurtekið út í atriði sem snéru að samstarfi Seðlabankans og FME, og benti á að það hefði verið samstarfssamningur í gildi, einmitt til þess að gera eftirlitið með einstaka þáttum kerfisins skilvirkara og betra. Seðlabankinn gæti ekki fríað sig ábyrgð á þessum málum. Það var fátt um skýr svör hjá Davíð, og hann endurtók það sem hann sagði áður; að FME hefði haft umsjón með mati á bönkunum og haft heimildir til að greina innviði bankanna. 

Þegar kemur að framkvæmd neyðarlaganna sjálfra, þá er líka forvitnilegt að hlusta á vitnaleiðslur fyrir landsdómi. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, var einn þeirra sem var í vitnastúku og rakti meðal annars hvernig tekið var á stöðu mála, þegar bankarnir bókstaflega hrundu. FME framkvæmdi neyðarlögin, ekki Seðlabankinn. Og hugmyndin um helsta inntak þeirra - að breyta kröfuröðinni og verja innlán almennings og fyrirtækja - fæddist á síðustu metrunum, í algjöru „panikki“. Enginn skýr leiðarvísir lá fyrir, heldur höfðu stjórnvöld aðeins teiknað upp mögulegar sviðsmyndir, eins og sjálfsagt er. Þetta helsta inntak í neyðarlögunum var atriði sem Jónas Fr. beitti sér að síðustu fyrir að færi inn í lögin, en vissulega höfðu margir aðkomu að lagatextanum.

Það er auðvitað grátbroslegt að hrunið haustið 2008, og einstaka atriði sem tengjast því hver gerði hvað, sé nú orðið að kosningamáli í forsetakosningunum 2016. En það á ekki að koma á óvart, í ljósi þess að Davíð er kominn fram á sjónarsviðið. Andstæðingar hans og stuðningsmenn sjá hlutina með ólíkum hætti, svo ekki sé meira sagt. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None