Er Guðni frambjóðandi valdsins?

Auglýsing

Fjöl­miðlar tröll­ríða nú umfjöllun um for­seta­fram­boðið með­ ­skoð­ana­könn­unum um hvernig stór hluti þjóð­ar­innar virð­ist leggj­ast á sveif með­ einum fram­bjóð­and­an­um, Guðna Th. Jóhann­essyni. En lítum aðeins á aðdrag­and­ann.

Guðni var lítt þekktur peysu­fræði­maður þar til ákveðin sam­fé­lags­öfl á­kváðu að þetta væri „rétti mað­ur­inn“ í emb­ætt­ið.  Nokkrum vikum fyrir til­kynn­ingu fram­boðs­ins birt­ist hann ítrekað á skjám lands­manna í frétta­þáttum og spjall­þátt­u­m ­rík­is­fjöl­mið­ils­ins, nú mættur í for­seta­leg jakka­föt og útskýrði hinn póli­tíska hild­ar­leik for­seta­emb­ætt­is­ins og hversu mik­il­vægt það væri að for­seti sæi við ó­stýr­látum stjórn­mála­mönn­um.

Þá var stofnuð Face­book­síða sem almenn­ingur var hvattur til­ að líka við í þeim til­gangi að hvetja mann­inn til að bjóða sig fram. ­Skoð­ana­kann­anir voru pant­aðar með litlu úrtaki þar sem spurt var hvort fólk ­myndi kjósa hann eða sitj­andi for­seta eða álíka þröngar spurn­ingar sem birt­u hann í góðu ljósi.

Auglýsing

Svo loks­ins steig prins­inn fram, full­mót­aður og fag­ur­lega ­skap­aður af fjöl­miðl­um. Að baki fram­boð­inu eru vel smurðar kosn­inga­vélar stjórn­mála­flokka ­sem vita nákvæm­lega hvernig er hægt að spila með trú­gjarnt fólk.

Grun­laus almenn­ingur stökk á vagn­inn og hugs­aði að þarna væri loks­ins kom­inn maður sem gæti varið það gagn­vart fjár­mála­öflum og ­valda­öfl­um.

Vanda­málið er bara að það voru einmitt valda­öflin sem bjugg­u til vin­sældir þessa manns. Þetta er eflaust góður maður sem lét undan þrýst­ing­i eins og flestir myndu gera. Þessi pist­ill bein­ist ekki gegn hon­um, held­ur ­vald­inu sem stendur að baki hon­um.

Fjöl­miðlar hafa gíf­ur­legt vald. Þeir geta flett ofan af ­spill­ingu og græðgi, veitt vald­höfum aðhald, verið málsvari fólks­ins og upp­lýst ­þjóð­ina um þá val­mögu­leika sem í boði eru.

En þeir hafa líka vald til að níða skó­inn af ein­stak­ling­um og eyði­leggja fyrir þeim sem vilja sam­fé­lag­inu vel. Þeir hafa vald til að halda al­menn­ingi niðri með því að ráð­ast af dóm­hörku, hroka og yfir­læti á hvern þann ­sem rís upp úr með­al­mennsk­unni. Með því að finna högg­stað á fólki og gera það tor­tryggi­legt, grafa þeir undan boð­skap þeirra sem vilja ein­ungis benda á leiðir til að bæta sam­fé­lag­ið.  

For­seta­fram­bjóð­andi sem vald­hafar skapa í þeim eina til­gang­i að við­halda núver­andi kerfi er ekki sjálf­stæður og óháð­ur. For­seti getur ekki ­staðið með fólk­inu þegar holl­usta hans liggur hjá vald­höf­um.

Við þurfum ekki und­an­láts­saman full­trúa valds­ins á for­seta­stól. Við þurfum mann­eskju sem vinnur fyrir fólk­ið. Mann­eskju sem er ­málsvari almenn­ings, vill bæta sam­fé­lagið og koma nýju stjórn­ar­skránni í gegn. ­For­seti á að sækja vald sitt til almenn­ings, ekki fjöl­miðla eða ­rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Sam­fé­lagið breyt­ist aðeins ef við stöndum með­ breyt­ing­unum og veljum full­trúa almenn­ings í emb­ætti for­seta. 

Höf­undur er þjóð­fræð­ing­ur, rit­höf­undur og ­for­seta­fram­bjóð­andi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None