Er Guðni frambjóðandi valdsins?

Auglýsing

Fjöl­miðlar tröll­ríða nú umfjöllun um for­seta­fram­boðið með­ ­skoð­ana­könn­unum um hvernig stór hluti þjóð­ar­innar virð­ist leggj­ast á sveif með­ einum fram­bjóð­and­an­um, Guðna Th. Jóhann­essyni. En lítum aðeins á aðdrag­and­ann.

Guðni var lítt þekktur peysu­fræði­maður þar til ákveðin sam­fé­lags­öfl á­kváðu að þetta væri „rétti mað­ur­inn“ í emb­ætt­ið.  Nokkrum vikum fyrir til­kynn­ingu fram­boðs­ins birt­ist hann ítrekað á skjám lands­manna í frétta­þáttum og spjall­þátt­u­m ­rík­is­fjöl­mið­ils­ins, nú mættur í for­seta­leg jakka­föt og útskýrði hinn póli­tíska hild­ar­leik for­seta­emb­ætt­is­ins og hversu mik­il­vægt það væri að for­seti sæi við ó­stýr­látum stjórn­mála­mönn­um.

Þá var stofnuð Face­book­síða sem almenn­ingur var hvattur til­ að líka við í þeim til­gangi að hvetja mann­inn til að bjóða sig fram. ­Skoð­ana­kann­anir voru pant­aðar með litlu úrtaki þar sem spurt var hvort fólk ­myndi kjósa hann eða sitj­andi for­seta eða álíka þröngar spurn­ingar sem birt­u hann í góðu ljósi.

Auglýsing

Svo loks­ins steig prins­inn fram, full­mót­aður og fag­ur­lega ­skap­aður af fjöl­miðl­um. Að baki fram­boð­inu eru vel smurðar kosn­inga­vélar stjórn­mála­flokka ­sem vita nákvæm­lega hvernig er hægt að spila með trú­gjarnt fólk.

Grun­laus almenn­ingur stökk á vagn­inn og hugs­aði að þarna væri loks­ins kom­inn maður sem gæti varið það gagn­vart fjár­mála­öflum og ­valda­öfl­um.

Vanda­málið er bara að það voru einmitt valda­öflin sem bjugg­u til vin­sældir þessa manns. Þetta er eflaust góður maður sem lét undan þrýst­ing­i eins og flestir myndu gera. Þessi pist­ill bein­ist ekki gegn hon­um, held­ur ­vald­inu sem stendur að baki hon­um.

Fjöl­miðlar hafa gíf­ur­legt vald. Þeir geta flett ofan af ­spill­ingu og græðgi, veitt vald­höfum aðhald, verið málsvari fólks­ins og upp­lýst ­þjóð­ina um þá val­mögu­leika sem í boði eru.

En þeir hafa líka vald til að níða skó­inn af ein­stak­ling­um og eyði­leggja fyrir þeim sem vilja sam­fé­lag­inu vel. Þeir hafa vald til að halda al­menn­ingi niðri með því að ráð­ast af dóm­hörku, hroka og yfir­læti á hvern þann ­sem rís upp úr með­al­mennsk­unni. Með því að finna högg­stað á fólki og gera það tor­tryggi­legt, grafa þeir undan boð­skap þeirra sem vilja ein­ungis benda á leiðir til að bæta sam­fé­lag­ið.  

For­seta­fram­bjóð­andi sem vald­hafar skapa í þeim eina til­gang­i að við­halda núver­andi kerfi er ekki sjálf­stæður og óháð­ur. For­seti getur ekki ­staðið með fólk­inu þegar holl­usta hans liggur hjá vald­höf­um.

Við þurfum ekki und­an­láts­saman full­trúa valds­ins á for­seta­stól. Við þurfum mann­eskju sem vinnur fyrir fólk­ið. Mann­eskju sem er ­málsvari almenn­ings, vill bæta sam­fé­lagið og koma nýju stjórn­ar­skránni í gegn. ­For­seti á að sækja vald sitt til almenn­ings, ekki fjöl­miðla eða ­rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Sam­fé­lagið breyt­ist aðeins ef við stöndum með­ breyt­ing­unum og veljum full­trúa almenn­ings í emb­ætti for­seta. 

Höf­undur er þjóð­fræð­ing­ur, rit­höf­undur og ­for­seta­fram­bjóð­andi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None