Macron ætlar að sameina sundrað Frakkland

Nýendurkjörinn Frakklandsforseti heitir að sameina sundrað Frakkland. Niðurstöður forsetakosninganna gefa þó til kynna að öfgavæðing franskra stjórnmála sé komin til að vera.

Emmanuel Macron var endurkjörinn forseti Frakklands í gær.
Emmanuel Macron var endurkjörinn forseti Frakklands í gær.
Auglýsing

Emmanuel Macron, sitj­andi Frakk­lands­for­seti, hafði betur gegn Mar­ine Le Pen, leið­toga öfga­hægri­flokks­ins Rassem­lem­ent National, í síð­ari umferð for­seta­kosn­ing­anna í Frakk­landi sem fram fóru í gær. Macron sigr­aði Le Pen, rétt eins og í kosn­ing­unum fyrir fimm árum, en mun­ur­inn var hins vegar mun naum­ari nú en þá. Macron hafði betur með 58,55 pró­sentum gegn 41,45 pró­sent­um, en í síð­ustu for­seta­kosn­ingum fékk hann stuðn­ing rúm­lega 66 pró­sent kjós­enda.

Úrslitin eru áhuga­verð og sögu­leg að ýmsu leyti. Þetta er í fyrsta sinn sem sitj­andi for­seti fimmta lýð­veld­is­ins er í raun og veru end­ur­kjör­inn. Sitj­andi for­setar hafa vissu­lega setið meira en eitt kjör­tíma­bil en í til­felli François Mitt­er­and 1988 og Jacques Chirac 2002 voru flokkar þeirra í stjórn­ar­and­stöðu þegar for­seta­kosn­ing­arnar fóru fram. Þá var Charles de Gaul­le, fyrsti for­seti fimmta lýð­velds­ins, í raun ekki kjör­inn af almenn­ingi þegar hann tók fyrst við emb­ætti.

Auglýsing
Macron er því fyrst for­set­inn í nútíma­sögu Frakk­lands, þar sem flokkur for­seta hefur verið við stjórn­völ­inn allt fyrra kjör­tíma­bil, sem nær end­ur­kjöri.

Öfga­væð­ing stjórn­mál­anna virð­ist komin til að vera

Macron fagn­aði sigri við glitr­andi Eif­fel-­turn­inn þar sem hann sagði Frakka hafa kosið „sjálf­stæð­ara Frakk­land og sterk­ari Evr­ópu“ og hét hann að sam­eina sundrað Frakk­land. En nið­ur­stöður kosn­ing­anna sýna að stuðn­ingur við öfga­öfl í Frakk­landi hafa aldrei verið meiri. Le Pen stóð keik eftir að úrslitin voru ljós og sagði tapið í raun vera glæstan sigur fyrir sig og flokk­inn.

Stuðningsmenn Macron Frakklandsforseta fagna endurkjöri hans við Eiffel-turninn.

Blaða­maður New York Times full­yrðir að með nið­ur­stöðu kosn­ing­anna hafi lýð­veldi heims­ins kom­ist hjá nýrri, stærð­ar­innar krísu. Sigur Macron merkir að eitt af valda­mestu ríkjum Vest­ur­-­Evr­ópu verður ekki stjórnað af öfga­hægri þjóð­ern­is­sinna sem á sterk tengsl við Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta og vill fjar­lægj­ast NATO.

­Sig­ur­inn er virð­ing­ar­vottur við hæfi­leika Macron sem stjórn­mála­manns og stefnu­mót­anda. Í kosn­inga­bar­átt­unni, ekki síst eftir að ljóst varð að Le Pen myndi mæta Macron í síð­ari umferð­inni á kostnað Jean-Luc Mélenchon, for­manns vinstri­flokks­ins Óbug­aðs Frakk­lands (f. La France insou­mise), mátti greina ákveðið stef hjá kjós­endum að þeir væri í raun að velja á milli tveggja slæmra kosta. „Valið stendur á milli svarta­dauða og kól­eru,“ líkt og einn kjós­and­inn orð­aði það.

Margt hefur breyst í frönskum stjórn­málum á síð­ast­liðnum árum. Flokkur Macron, La Répu­blique en Marche, sem var í raun stofn­aður í kringum for­seta­fram­boð hans fyrir fimm árum, ætl­aði sér að umbylta frönskum stjórn­­­málum og end­­ur­vekja trú almenn­ings á þeim.

Það hefur að vissu leyti tekist, sér­stak­lega ef litið er á gömlu stór­­flokk­ana tvo, sós­í­a­lista og repúblikan­a, en fram­bjóð­endur þeirra hlutu sam­an­lagt tæp 8 pró­sent atkvæða í fyrri umferð for­seta­kosn­ing­anna. Á sama tíma hefur stuðn­ingur við öfga­öfl af hægri og vinstri væng stjórn­mál­anna aldrei veirð meiri, en fram­bjóð­endur þeirra hlutu sam­an­lagt 58 pró­sent atkvæða í fyrra umferð for­seta­kosn­ing­anna. Öfga­væð­ing stjórn­­­mál­anna virð­ist því komin til að vera.

Kjós­endur Mélenchon fylgdu fyr­ir­mælum hans

En hvert er Macron að sækja stuðn­ing sinn?

Franska könn­un­ar- og rann­sókn­ar­fyr­ir­tækið Ifob spurði kjós­endur á kjör­dag hvort og þá hvernig þeir breyttu atkvæði sínu milli umferða í for­seta­kjör­inu. 45 pró­sent svar­enda sem kusu Mélenchon í fyrr umferð­inni greiddu ekki atkvæði í seinni umferð­inni. Á sama tíma greiddu 42 pró­sent þeirra sem kusu Mélenchon í fyrri umferð­inni Macron atkvæði í sinni umferð­inni. Mélenchon bað stuðn­ings­menn sína um að greiða Le Pen ekki atkvæði sitt en á sama tíma var hann ekki til­bú­inn að lýsa yfir stuðn­ingi við Macron. Segja má að stuðn­ings­menn Mélenchol hafi fylgt fyr­ir­mælum hans að mestu.

Við fyrstu yfir­ferð úrslit­anna kemur í ljós að Macron bætti nær hvergi við sig fylgi á lands­vísu á meðan Le Pen bætti við sig nær alls stað­ar, skilj­an­lega, en einna helst í stórum hluta dreif­býl­is­svæða í Suð­ur­-Frakk­landi.

Kosn­inga­þátt­taka hefur aðeins einu sinni verið minni eftir að núver­andi kosn­inga­fyr­ir­komu­lag var tekið upp og ekki verið lak­ari í tvo ára­tugi. Kjós­endur í nágrenni Par­ísar mættu helst ekki á kjör­stað að þessu sinni, en þar er einmitt að finna kjós­endur sem greiddu Mélenchon atkvæði í fyrri umferð­inni.

Emmanuel Macron verður for­seti Frakk­lands næstu fimm árin en að þessu seinna kjör­tíma­bili loknu mun hann segja skilið við for­seta­stól­inn, lögum sam­kvæmt. Talið er að Macron muni hefja þetta síð­ara kjör­tíma­bil sitt með því að hlusta á kjós­endur fremur en að taka áhrufa­miklar ákvarð­an­ir, að minnsta kosti fram yfir þing­kosn­ingar sem fram fara í júní.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent