Marine Le Pen: Viðkunnanlegi kattaeigandinn sem gæti sett Evrópusamstarfið á hliðina

Í kjölfar ímyndarbreytingar hefur stuðningur við Marine Le Pen forsetaframbjóðanda í Frakklandi aukist. Þó helstu stefnumál hennar síðustu ár séu ekki í forgrunni má ætla að þau séu enn til staðar og gætu þau sett samstarf vestrænna þjóða í uppnám.

Marine Le Pen fæddist í Frakklandi árið 1968 og þegar hún var fjögurra ára gömul stofnaði faðir hennar, Jean-Marie Le Pen, öfgahægri stjórnmálaflokkinn National Front.
Marine Le Pen fæddist í Frakklandi árið 1968 og þegar hún var fjögurra ára gömul stofnaði faðir hennar, Jean-Marie Le Pen, öfgahægri stjórnmálaflokkinn National Front.
Auglýsing

Almenn­ingur í Frakk­landi heldur á kjör­stað öðru sinni á morg­un, sunnu­dag, til þess að kjósa í síð­ari umferð for­seta­kosn­inga. Mun valið standa á milli tveggja fram­bjóð­enda sem urðu hlut­skarp­astir í fyrri umferð­inni sem fram fór fyrir tveimur vik­um, en það voru sitj­andi for­set­inn Emmanuel Macron ann­ars vegar og Mar­ine Le Pen hins veg­ar. Um er að ræða þriðja fram­boð þeirrar síð­ar­nefndu til for­seta Frakk­lands, en hún hefur lengst af þótt of öfga­full til þess að þykja lík­leg til þess að bera sigur úr být­um.

Þrátt fyrir það var hún einnig annar atkvæða­hæsti fram­bjóð­and­inn í for­seta­kosn­ing­unum 2017 og atti þar kappi við Emmanuel Macron í annarri umferð kosn­ing­anna, þar sem Macron hlaut mik­inn meiri­hluta, eða rúm­lega 66% atkvæða og var þar með kjör­inn for­seti lands­ins.

Auglýsing
Vegna vax­andi óánægju almenn­ings, og ekki síst fólks af verka­manna­stétt, með for­ystu Macron, en kannski einna helst vegna ímynd­ar­breyt­ingar Le Pen og flokks­ins henn­ar, National Rally, áður National Front, þykir öfga­hægri­stefna hennar sífellt lík­legri til þess að bera sigur úr býtum þegar talið verður upp úr kjör­köss­unum á morg­un.

Hlaut stjórn­mála­skoð­anir í arf

Mar­ine Le Pen fædd­ist í Frakk­landi árið 1968 og þegar hún var fjög­urra ára gömul stofn­aði faðir henn­ar, Jean-Marie Le Pen, öfga­hægri stjórn­mála­flokk­inn National Front. Le Pen erfði stjórn­mála­á­huga og -skoð­anir föður síns og gekk form­lega í flokk­inn 18 ára göm­ul. Eftir fram­halds­skóla lagði hún stund á lög­fræði og starf­aði sem slíkur um nokk­urt skeið sam­hliða stjórn­mál­un­um.

Helstu stefnu­mál National Front hafa löngum ein­kennst af mik­illi þjóð­ern­is­hyggju og útlend­inga­andúð og hefur franska þjóðin haft tak­mark­aðan áhuga á stjórn slíkra öfga­hægri­manna. Jean-Marie Le Pen, faðir núver­andi for­seta­fram­bjóð­and­ans, bauð sig nokkrum sinnum fram til for­seta en náði loks árangri árið 2002 þegar hann komst óvænt áfram í aðra umferð for­seta­kosn­ing­anna. Það féll frönsku þjóð­inni ekki í skaut og hvöttu nær allir stjórn­mála­flokkar almenn­ing til þess að kjósa gegn Le Pen, meira að segja franski sós­í­alista­flokk­ur­inn sem var ann­ars helsti gagn­rýn­andi og and­stæð­ingur sitj­andi for­set­ans og keppi­nautar Le Pen í kosn­ing­un­um, Jacques Chirac. Svo fór að Chirac fór með stærsta sigur í sögu for­seta­kosn­inga í Frakk­landi og hlaut 82,2% atkvæða. Þá var einnig um að ræða síð­asta skipti sem sitj­andi franskur for­seti hlaut end­ur­kjör. Það gæti breyst á morg­un, fari Macron með sigur af hólmi.

Það er hins vegar ekki næsta víst, enda mælist and­stæð­ingur hans, Le Pen, tals­vert nálægt honum í könn­un­um. Eins og áður segir hefur Le Pen hingað til ekki þótt mjög raun­veru­legur val­kostur í for­seta­kosn­ing­um, enda hefur stefna hennar yfir­leitt beinst að harð­línu­málum og hana skort heild­ræna stefnu, svo sem í efna­hags­mál­um. Nú hefur hún hins vegar breytt um aðferð og talað mikið fyrir auknum kaup­mætti frönsku þjóð­ar­inn­ar, svo sem með lækkun skatta, og lítið talað um þau stefnu­mál sín sem almenn­ingur hef­ur, að minnsta kosti hingað til, átt erf­ið­ara með að sætta sig við. Þar má nefna skoð­anir Le Pen á veru Frakk­lands í Evr­ópu­sam­band­inu og Atl­ants­hafs­banda­lag­inu, sem og á útlend­inga­mál­um, svo fátt eitt sé nefnt. Það þýðir hins vegar ekki að hún hafi breytt um skoð­un, og ótt­ast margir að hljóti hún kjör muni það hafa afger­andi áhrif ekki ein­ungis fyrir Frakk­land heldur fyrir Evr­ópu og vest­rænt sam­starf almennt, en til að mynda hefur Le Pen lagt áherslu á gott sam­band Rúss­lands og Frakk­lands. Hinum megin borðs­ins situr svo Macron sem hefur fyllt í skarð Ang­elu Merkel, fyrr­ver­andi kansl­ara Þýska­lands, sem leið­togi Evr­ópu­sam­bands­ins á alþjóða­svið­inu. Þá hefur hann beitt sér mjög gegn inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu og jafn­vel sakað Le Pen um að vera á launa­skrá hjá Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta, en stjórn­mála­flokkur hennar tók lán hjá rúss­neskum banka til að fjár­magna kosn­inga­bar­átt­una.

Rak föður sinn úr flokknum

Annað sem talið er að hafi haft mikil áhrif á auknar vin­sældir Le Pen er per­sónu­leg ímynd­ar­breyt­ing þar sem lögð hefur verið áhersla á að gera hana við­kunna­legri. Lengst af lagði hún áherslu á að aðskilja einka­lífið og stjórn­mála­fer­il­inn, ekki síst kannski vegna þess hve hún og fjöl­skylda hennar hafa verið mikið í sviðs­ljós­inu og yfir­leitt ekki af eft­ir­sókn­ar­verðum ástæð­um. Brá Le Pen á það ráð að reka föður sinn úr flokknum sem hann stofn­aði og end­ur­nefna hann, en hann er þekktur fyrir útlend­inga­andúð, gyð­inga­hatur og fyrir að gera lítið úr hel­för­inni, í til­raun til þess að bæta ímynd flokks­ins. Þá hefur hún lagt mikla áherslu á líf sitt sem ein­stæð móðir og einnig sem ein­hleyp kona með ketti á heim­il­inu. Þar reynir hún að spila á óvin­sældir Macron, sem hefur löngum þótt yfir­læt­is­fullur og ótengdur almenn­ingi í Frakk­landi.

En hvort kjós­endur láti afvega­leið­ast af vin­sam­legri Le Pen og láti öfga­fyllri stefnu­mál hennar liggja á milli hluta kemur í ljós í kjör­klef­unum á morg­un. Hljóti Le Pen kjör verður hún fyrsti kven­kyns for­seti Frakk­lands, en það mun hafa veiga­miklar afleið­ingar bæði á inn­lendum og alþjóð­legum vett­vangi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar