Marine Le Pen: Viðkunnanlegi kattaeigandinn sem gæti sett Evrópusamstarfið á hliðina

Í kjölfar ímyndarbreytingar hefur stuðningur við Marine Le Pen forsetaframbjóðanda í Frakklandi aukist. Þó helstu stefnumál hennar síðustu ár séu ekki í forgrunni má ætla að þau séu enn til staðar og gætu þau sett samstarf vestrænna þjóða í uppnám.

Marine Le Pen fæddist í Frakklandi árið 1968 og þegar hún var fjögurra ára gömul stofnaði faðir hennar, Jean-Marie Le Pen, öfgahægri stjórnmálaflokkinn National Front.
Marine Le Pen fæddist í Frakklandi árið 1968 og þegar hún var fjögurra ára gömul stofnaði faðir hennar, Jean-Marie Le Pen, öfgahægri stjórnmálaflokkinn National Front.
Auglýsing

Almenn­ingur í Frakk­landi heldur á kjör­stað öðru sinni á morg­un, sunnu­dag, til þess að kjósa í síð­ari umferð for­seta­kosn­inga. Mun valið standa á milli tveggja fram­bjóð­enda sem urðu hlut­skarp­astir í fyrri umferð­inni sem fram fór fyrir tveimur vik­um, en það voru sitj­andi for­set­inn Emmanuel Macron ann­ars vegar og Mar­ine Le Pen hins veg­ar. Um er að ræða þriðja fram­boð þeirrar síð­ar­nefndu til for­seta Frakk­lands, en hún hefur lengst af þótt of öfga­full til þess að þykja lík­leg til þess að bera sigur úr být­um.

Þrátt fyrir það var hún einnig annar atkvæða­hæsti fram­bjóð­and­inn í for­seta­kosn­ing­unum 2017 og atti þar kappi við Emmanuel Macron í annarri umferð kosn­ing­anna, þar sem Macron hlaut mik­inn meiri­hluta, eða rúm­lega 66% atkvæða og var þar með kjör­inn for­seti lands­ins.

Auglýsing
Vegna vax­andi óánægju almenn­ings, og ekki síst fólks af verka­manna­stétt, með for­ystu Macron, en kannski einna helst vegna ímynd­ar­breyt­ingar Le Pen og flokks­ins henn­ar, National Rally, áður National Front, þykir öfga­hægri­stefna hennar sífellt lík­legri til þess að bera sigur úr býtum þegar talið verður upp úr kjör­köss­unum á morg­un.

Hlaut stjórn­mála­skoð­anir í arf

Mar­ine Le Pen fædd­ist í Frakk­landi árið 1968 og þegar hún var fjög­urra ára gömul stofn­aði faðir henn­ar, Jean-Marie Le Pen, öfga­hægri stjórn­mála­flokk­inn National Front. Le Pen erfði stjórn­mála­á­huga og -skoð­anir föður síns og gekk form­lega í flokk­inn 18 ára göm­ul. Eftir fram­halds­skóla lagði hún stund á lög­fræði og starf­aði sem slíkur um nokk­urt skeið sam­hliða stjórn­mál­un­um.

Helstu stefnu­mál National Front hafa löngum ein­kennst af mik­illi þjóð­ern­is­hyggju og útlend­inga­andúð og hefur franska þjóðin haft tak­mark­aðan áhuga á stjórn slíkra öfga­hægri­manna. Jean-Marie Le Pen, faðir núver­andi for­seta­fram­bjóð­and­ans, bauð sig nokkrum sinnum fram til for­seta en náði loks árangri árið 2002 þegar hann komst óvænt áfram í aðra umferð for­seta­kosn­ing­anna. Það féll frönsku þjóð­inni ekki í skaut og hvöttu nær allir stjórn­mála­flokkar almenn­ing til þess að kjósa gegn Le Pen, meira að segja franski sós­í­alista­flokk­ur­inn sem var ann­ars helsti gagn­rýn­andi og and­stæð­ingur sitj­andi for­set­ans og keppi­nautar Le Pen í kosn­ing­un­um, Jacques Chirac. Svo fór að Chirac fór með stærsta sigur í sögu for­seta­kosn­inga í Frakk­landi og hlaut 82,2% atkvæða. Þá var einnig um að ræða síð­asta skipti sem sitj­andi franskur for­seti hlaut end­ur­kjör. Það gæti breyst á morg­un, fari Macron með sigur af hólmi.

Það er hins vegar ekki næsta víst, enda mælist and­stæð­ingur hans, Le Pen, tals­vert nálægt honum í könn­un­um. Eins og áður segir hefur Le Pen hingað til ekki þótt mjög raun­veru­legur val­kostur í for­seta­kosn­ing­um, enda hefur stefna hennar yfir­leitt beinst að harð­línu­málum og hana skort heild­ræna stefnu, svo sem í efna­hags­mál­um. Nú hefur hún hins vegar breytt um aðferð og talað mikið fyrir auknum kaup­mætti frönsku þjóð­ar­inn­ar, svo sem með lækkun skatta, og lítið talað um þau stefnu­mál sín sem almenn­ingur hef­ur, að minnsta kosti hingað til, átt erf­ið­ara með að sætta sig við. Þar má nefna skoð­anir Le Pen á veru Frakk­lands í Evr­ópu­sam­band­inu og Atl­ants­hafs­banda­lag­inu, sem og á útlend­inga­mál­um, svo fátt eitt sé nefnt. Það þýðir hins vegar ekki að hún hafi breytt um skoð­un, og ótt­ast margir að hljóti hún kjör muni það hafa afger­andi áhrif ekki ein­ungis fyrir Frakk­land heldur fyrir Evr­ópu og vest­rænt sam­starf almennt, en til að mynda hefur Le Pen lagt áherslu á gott sam­band Rúss­lands og Frakk­lands. Hinum megin borðs­ins situr svo Macron sem hefur fyllt í skarð Ang­elu Merkel, fyrr­ver­andi kansl­ara Þýska­lands, sem leið­togi Evr­ópu­sam­bands­ins á alþjóða­svið­inu. Þá hefur hann beitt sér mjög gegn inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu og jafn­vel sakað Le Pen um að vera á launa­skrá hjá Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta, en stjórn­mála­flokkur hennar tók lán hjá rúss­neskum banka til að fjár­magna kosn­inga­bar­átt­una.

Rak föður sinn úr flokknum

Annað sem talið er að hafi haft mikil áhrif á auknar vin­sældir Le Pen er per­sónu­leg ímynd­ar­breyt­ing þar sem lögð hefur verið áhersla á að gera hana við­kunna­legri. Lengst af lagði hún áherslu á að aðskilja einka­lífið og stjórn­mála­fer­il­inn, ekki síst kannski vegna þess hve hún og fjöl­skylda hennar hafa verið mikið í sviðs­ljós­inu og yfir­leitt ekki af eft­ir­sókn­ar­verðum ástæð­um. Brá Le Pen á það ráð að reka föður sinn úr flokknum sem hann stofn­aði og end­ur­nefna hann, en hann er þekktur fyrir útlend­inga­andúð, gyð­inga­hatur og fyrir að gera lítið úr hel­för­inni, í til­raun til þess að bæta ímynd flokks­ins. Þá hefur hún lagt mikla áherslu á líf sitt sem ein­stæð móðir og einnig sem ein­hleyp kona með ketti á heim­il­inu. Þar reynir hún að spila á óvin­sældir Macron, sem hefur löngum þótt yfir­læt­is­fullur og ótengdur almenn­ingi í Frakk­landi.

En hvort kjós­endur láti afvega­leið­ast af vin­sam­legri Le Pen og láti öfga­fyllri stefnu­mál hennar liggja á milli hluta kemur í ljós í kjör­klef­unum á morg­un. Hljóti Le Pen kjör verður hún fyrsti kven­kyns for­seti Frakk­lands, en það mun hafa veiga­miklar afleið­ingar bæði á inn­lendum og alþjóð­legum vett­vangi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar