Reykjavík reiknaði með 3,3 milljarða tapi en hagnaðist þess í stað um 23,4 milljarða

Rekstur þess hluta Reykjavíkurborgar sem er fjármagnaður með skatttekjum gekk mun betur í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Miklar hækkanir á húsnæðisverði leiddu svo til þess að bókfært virði félagslegra íbúða jókst um 20,5 milljarða króna á einu ári.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Auglýsing

Í fjár­hags­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar vegna rekstr­ar­árs­ins 2021 var gert ráð fyrir að sam­stæða henn­ar, bæði A- og B-hluti rekstr­ar­ins, myndi skila 3,3 millj­arða króna tapi. Nið­ur­staðan í rekstr­inum reynd­ist allt önn­ur, eða 23,4 millj­arða króna hagn­að­ur. 

Þetta er nið­ur­staða sem er afar frá­brugðin því sem var árið áður, en þá gerði borgin ráð fyrir að hagn­ast um 11,9 millj­arða króna en tap­aði á end­anum 2,8 millj­örðum króna. Heims­far­aldur kór­ónu­veiru lit­aði það upp­gjör veru­lega. 

Í árs­reikn­ingi Reykja­vík­ur­borgar, sem birt­ur  var í dag, kemur fram að sá hluti rekstrar hennar sem fjár­­­magn­aður er með skatt­­tekj­um, svo­­kall­aður A-hluti, hafi verið rek­inn í 3,8 millj­arða króna tapi. Það er umtals­vert betri nið­ur­staða en fjár­hags­á­ætlun gerði ráð fyr­ir, en í henni var reiknað með 12 millj­arða króna tapi á þessum hluta rekst­urs­ins. Tap A-hluta höf­uð­borg­ar­innar var tveimur millj­örðum króna minna í fyrra en árið 2020. 

Stærsta frá­vikið frá áætl­un­inni er að skatt­tekjur voru ein­fald­lega um 6,3 millj­örðum krónum hærri en reiknað hafði verið með á árinu 2021, og alls 110,5 millj­arðar króna. Alls voru tekjur A-hluta borg­ar­innar 142,3 millj­arðar króna, sem var 7,7 millj­örðum krónum meira en áætlun gerði ráð fyrir og heilum 14,6 millj­örðum krónum hærri en þær voru árið 2020. Rekstr­ar­gjöld voru um hálfum millj­arði króna lægri en gert var ráð fyrir í fjár­hags­á­ætlun en hækk­uðu samt um 9,6 millj­arða króna milli ára. 

Auglýsing
Ástæða þess að rekstr­ar­gjöldin voru lægri er sú að reiknað hafði verið með að borgin þyrfti að borga 3,5 millj­arða króna vegna hækkun líf­eyr­is­skuld­bind­inga. Engin þörf reynd­ist á því fram­lagi vegna þess að ávöxtun eigna Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna Reykja­vík­ur­borgar var langt umfram það sem reiknað hafði verið með. 

Hækkun á fast­eigna­verði skil­aði 20,5 millj­örðum

Hinn hlut­inn í rekstri borg­­ar­inn­­ar, B-hlut­inn, nær yfir afkomu þeirra fyr­ir­tækja sem borgin á að öllu leyti eða að hluta. Fyr­ir­tækin sem telj­­­ast til B-hlut­ans eru Orku­veita Reykja­vík­­­­­ur, Faxa­fló­a­hafnir sf., Félags­­­­­bú­­­staðir hf., Íþrótta- og sýn­inga­höllin hf., Mal­bik­un­­­ar­­­stöðin Höfði hf., Slökkvi­lið höf­uð­­­borg­­­ar­­­­svæð­is­ins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Afl­vaka hf og Þjóð­­ar­­leik­vangs ehf.

Rekstur þessa hluta var langt yfir áætl­un, eða jákvæður um 19,6 millj­arða króna. Áætlun hafð igerð ráð fyrir að hann yrði nei­kvæður um 8,6 millj­arða króna. Þar munar mestu um að mats­breyt­ingar fjár­fest­inga­eigna Félags­bú­staða, sem halda utan um 3.012 félags­legar leigu­í­búðir í eigu borg­ar­inn­ar, voru langt umfram áætl­un, enda fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um 22 pró­sent síð­ustu tólf mán­uði. Fjár­hags­á­ætlun hafði gert ráð fyrir að virði íbúð­anna myndi aukast um 1,1 millj­arð króna í fyrra en raunin varð 20,5 millj­arða króna hækk­un. 

Í Reykja­vík er 78 pró­­sent af öllu félags­­­legu hús­næði á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu, þótt íbúar höf­uð­­borg­­ar­innar séu 56 pró­­sent íbúa á svæð­in­u. 

Þá voru jákvæð áhrif af gang­virð­is­breyt­ingum inn­byggðra afleiða í raf­orku­sölu­samn­ingum Orku­veitu Reykja­víkur umtals­verð, en þau voru 6,6 millj­arðar króna á árinu 2021. 

Segir nið­ur­stöð­una stað­festa ábyrga fjár­mála­stjórn

Í til­kynn­ingu vegna birt­ingar árs­reikn­ings­ins, sem var lagður fyrir borg­ar­ráð í dag, er haft eftir Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra að nið­ur­staðan sé mun sterk­ari en áætl­anir gerðu ráð fyr­ir, þrátt fyrir mik­inn auka kostnað vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, sér­stak­lega í skólum og vel­ferð­ar­þjón­ust­unn­i. 

Hann seg­ist stoltur af því hvernig þessi tvö ár, 2020 og 2021, gengu í þjón­ustu við borg­ar­búa. „Við brugð­umst einnig við heims­far­aldr­inum með því að auka fjár­fest­ingar í stað þess að draga saman segl­in. Þar erum við að fjár­festa í innviðum hverf­anna okkar og lífs­gæðum fyrir borg­ar­búa, með grænum áherslum í sam­ræmi við Græna plan­ið. Þessi árs­reikn­ingur stað­festir því ábyrga fjár­mála­stjórn, öflug og rétt við­brögð við erf­iðum aðstæð­um, góða frammi­stöðu starfs­fólks og stjórn­enda, og sterka stöðu borg­ar­sjóðs og sam­stæð­unnar í heild. Það er gott vega­nesti inn í fram­tíð­ina og fyrir þá miklu upp­bygg­ingu sem framundan er.”

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar