Það sem er ólöglegt í raunheimum verði það líka á netinu

Evrópskir löggjafar hafa samþykkt ný lög um tæknifyrirtæki sem þykja marka vatnaskil í því hvernig tekið er á stórum tæknifyrirtækjum sem þykja taka hagnað fram yfir siðferðislegar skyldur sínar. Fyrri löggjöf ESB í málaflokknum var frá árinu 2000.

Núgildandi lög Evrópusambandsins í málaflokknum eru frá árinu 2000.
Núgildandi lög Evrópusambandsins í málaflokknum eru frá árinu 2000.
Auglýsing

Mörgum hefur lengi þótt tæknirisar á borð við Google og Face­book hafa allt of mikil völd. Um þetta snýst einmitt ný lög­gjöf sem sam­þykkt var í Evr­ópu­sam­band­inu í síð­ustu viku, það er að segja um að tak­marka þessi gríð­ar­legu völd og áhrif sem stór­fyr­ir­tækin hafa.

Núgild­andi lög Evr­ópu­sam­bands­ins í mála­flokknum eru frá árinu 2000, það er að segja áður en Face­book varð til, áður en Steve Jobs fann upp iPhone og áður en stór­versl­anir á net­inu á borð við Amazon voru settar á fót. Lögin voru því orðin mjör úrelt, enda var engin leið fyrir lög­gjafa þess tíma að sjá fyrir þá gríð­ar­legu þróun sem orðið hefur á síð­ast­liðnum ára­tug­um.

Auglýsing

Sam­hliða þess­ari miklu þróun hafa áhyggjur af skað­legum áhrifum algóriþma og sam­fé­lags­miðla aukist, og ekki að ástæðu­lausu. Fjöl­margar rann­sóknir hafa sýnt fram á skað­leg áhrif við­skipta­mód­els stór­fyr­ir­tækj­anna, sem snúa aðal­lega að því að reyna að halda not­endum sínum sem lengst inni á miðl­unum til þess að geta selt fleiri aug­lýs­ing­ar, og svo að því að fylgj­ast svo grannt með notkun þeirra svo hægt sé að miða aug­lýs­ing­arn­ar, jú og öðru efni sem not­endur hafa áhuga á, að réttu mark­hóp­unum til að selja meira og halda þeim lengur á miðl­un­um. Þetta hefur meðal ann­ars verið fjallað um í heim­ilda­mynd­inni The Social Dilemma, sem vakti mikla athygli, þar sem fjöldi fyrr­ver­andi starsfs­manna stóru tækni­fyr­ir­tækj­anna steig fram og sagði frá því hvernig fyr­ir­tækin gerðu sér full­kom­lega grein fyrir skað­legum áhrifum sín­um, og dreifðu jafn­vel skað­legu efni gagn­gert til þess að skapa sem mestan gróða.

Nýju lög­gjöf­inni er ætlað að auka rétt­indi not­enda tækni­fyr­ir­tækj­anna og auka öryggi þeirra, en í sam­tali við DR segir Christel Schalde­mose, þing­maður Evr­ópu­þings­ins, að aðal­mark­mið nýju lag­anna að gera það sem er ólög­legt í raun­heimum einnig ólög­legt á net­inu.

Hætti að ýta skað­legu efni að not­endum sínum

Meðal ákvæða lög­gjaf­ar­innar er krafa um að tækni­fyr­ir­tækin geri breyt­ingu á algóriþmum sínum með það að mark­miði að efni sem þykir skað­legt lýð­ræð­inu eða heilsu borg­ar­anna verði ekki ýtt að not­endum og að bannað verði að laga aug­lýs­ingar að börnum með notkun á per­sónu­upp­lýs­ingum þeirra. Þá verða fyr­ir­tækin jafn­framt að gefa not­endum inn­sýn í til­vís­un­ar­kerfi sín og rök­styðja ákvarð­anir um að taka efni not­enda af miðl­un­um. Fari tækni­fyr­ir­tækin ekki að regl­unum mega þau eiga von á stórum sekt­um, sem verða ákveðnar í sam­ræmi við veltu fyr­ir­tæk­is­ins sem á í hlut.

Eins og stendur ákveða tækni­fyr­ir­tækin nokkurn veg­inn sjálf hvernig þau meta og með­höndla skað­legt efni á miðlum sín­um, en það hefur þá aðal­lega verið sam­fé­lags­legur þrýst­ingur sem hefur haft áhrif á stærri stefnu­breyt­ingar í þeim efn­um, svo sem eins og þegar sam­fé­lags­miðlar tóku loks ákvörðun um að lyfta grettistaki í tengslum við fals­fréttir og rangar upp­lýs­ingar um kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn næstum ári eftir að hann hófst.

Nú verða tækni­fyr­ir­tækin hins vegar öll sett undir sama hatt, hið minnsta í Evr­ópu. Tækni­fyr­ir­tækin hafa viðrað áhyggjur sínar af áhrifum lög­gjaf­ar­inn­ar, sem þau telja stranga, og má búast við ein­hverri mót­spyrnu af þeirra hálfu. Margir verða því hins eflaust fegnir að tækniris­unum séu settar ein­hvers konar laga­legar skorð­ur, og þó fyrr hefði ver­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar