Greinir á um hvort tónlistargoð skuli undanþegin herskyldu

Kóreska poppsveitin BTS skilar milljörðum inn í kóreskt efnahagslíf og hefur vakið heimsathygli á menningu landsins, en nú gætu sjömenningarnir sem skipa hljómsveitina farið að þurfa að skipta úr sviðsgallanum og í herbúning.

BTS hefur hlotið heimsfrægð og hefur komið suður-kóreskri menningu rækilega á kortið.
BTS hefur hlotið heimsfrægð og hefur komið suður-kóreskri menningu rækilega á kortið.
Auglýsing

Eins og mörgum er kunn­ugt er í gildi her­skylda fyrir alla unga karl­menn, sem til þess hafa lík­am­lega burði, í Suð­ur­-Kóreu, enda á landið tækni­lega í stríði við nágranna sinn í norðri þó vopna­hlé á milli land­anna tveggja hafi staðið yfir í nokkra ára­tugi. Þannig þurfa ungir menn að gera hlé á lífi sínu í minnst 18 mán­uði á meðan þeir eru á aldr­inum 18 til 28 ára til þess að sinna her­skyldu. Skiptar skoð­anir eru á því hvort, eða þá hverj­ir, eigi að fá und­an­þágu frá her­skyld­unni.

Umræðan nú snýr helst að liðs­mönnum K-pop sveit­ar­innar BTS og hvort þeir eigi að hljóta und­an­þágu frá her­skyld­unni vegna ann­ars konar fram­lags þeirra til sam­fé­lags­ins, en BTS hefur hlotið heims­frægð og hefur komið suð­ur­-kóreskri menn­ingu ræki­lega á kort­ið, auk þess sem vel­gengni þeirra skilar gíf­ur­legum fjár­hæðum inn í efna­hags­lífið í land­inu. Þannig hefur hljóm­sveitin selt yfir 30 milljón plötu­ein­tök á heims­vísu, verið til­nefnd til Gram­my-verð­launa og ratað ofar­lega á vin­sæld­ar­lista bæði í Bret­landi og í Banda­ríkj­un­um, og hafa vanga­veltur um und­an­þágu popp­goð­anna, sem öll eru á þrí­tugs­aldri, verið í umræð­unni í Suð­ur­-Kóreu frá árinu 2020 þegar lagið Dynamite með BTS varð fyrsta kóreska lagið til þess að ná á topp vin­sæld­ar­list­ans í Banda­ríkj­un­um.

Auglýsing
Nú er tím­inn hins vegar að renna út, enda eru minna en þrjár vikur þangað til Yoon Suk-yeol tekur við emb­ætti for­seta af Moon Jae-in, sem brást við árangri BTS með því að leyfa popp­stjörnum að fresta her­skyld­unni þangað til þær yrðu þrí­tug­ar, en elsti söngv­ari sveit­ar­innar er 29 ára og mun þurfa að gefa sig fram til her­skyldu fyrir lok árs. Hinir liðs­menn BTS eru allir fæddir á árunum 1993 til 1997 og hafa því örlítið meiri tíma, að því er fram kemur í umfjöllun Guar­dian um mál­ið.

BTS á Grammy-verðlaunahátíðinni.

Sam­kvæmt núgild­andi lögum eru aðeins íþrótta­menn sem hafa kom­ist á pall á Ólymp­íu- eða Así­leikum og tón­list­ar­menn sem eru þekktir eða hafa hlotið alþjóð­leg verð­laun á sviði klass­ískrar tón­listar und­an­þegnir her­skyldu. Þeirra á meðal eru til dæmis Cho Seong-j­in, sem varð fyrstur kóreu­manna til þess að sigra alþjóð­legu Chop­in-pí­anó­leik­ana og Son Heung-m­in, sókn­ar­maður breska efstu­deild­ar­liðs Totten­ham í knatt­spyrnu. Að öðru leyti hafa suð­ur­-kóresk stjórn­völd litla þol­in­mæði fyrir mönnum sem reyna að kom­ast undan her­skyldu. Til að mynda var leik­ar­anum Steve Yoo, einnig þekktum sem Yoo Seung-j­un, vísað úr landi og honum meinuð end­ur­koma í kjöl­far þess að hann kom sér undan her­skyldu með því að verða sér úti um banda­rískan rík­is­borg­ara­rétt skömmu áður en til stóð að boða hann til her­skyldu árið 2002.

Kunni að setja var­huga­vert for­dæmi

Eins og áður segir hefur hljóm­sveitin BTS skapað mikil verð­mæti fyrir Suð­ur­-Kóreu, en samt sem áður eru um það afar skiptar skoð­anir hvort liðs­menn hennar eigi að fá und­an­þágu vegna þessa. Mörgum finnst þeir eiga það skilið en ótt­ast að það muni setja var­huga­vert for­dæmi þar sem erfitt verði að leggja mat á það hverjir eigi raun­veru­lega rétt á und­an­þág­unni og ótt­ast að for­dæmið verði mis­notað af öðrum sem ekki séu verð­ugir þess að vera und­an­skyldir her­skyld­unni. Öðrum finnst aðrar leiðir fær­ari, svo sem að veita meiri sveigj­an­leika þannig að stjörnur geti unnið störf sín og þjónað landi sínu sam­hliða.

Til stendur að taka málið fyrir á suð­ur­-kóreska þing­inu og von­ast for­svars­menn sveit­ar­innar eftir því að ákvörðun verði tekin áður en nýr for­seti tekur við völd­um, en þeir ótt­ast að málið týn­ist í enda­lausum umræðum verði það raun­in. Tím­inn er í hið minnsta naumur og ekki síst fyrir Jin, eða Kim Seok-j­in, elsta liðs­mann sveit­ar­inn­ar. Þeir eiga, undir núgild­andi lög­um, allir yfir höfði sér her­skyldu innan fárra ára, en eng­inn þeirra hefur tjáð sig opin­ber­lega um mál­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar