Íþróttakonur sem hafa ekki frelsi til að velja

Mótmælendur í Íran hafa í mánuð barist fyrir frelsi kvenna til að velja. Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hafði ekki frelsi til að velja þegar hún var þvinguð til að biðjast afsökunar á að bera ekki slæðu við keppni. Og hún er ekki ein.

Elnaz Rekabi bar ekki slæðu við keppni á asíska meistaramótinu í klifri um síðustu helgi. Írönsk stjórnvöld þvinguðu hana til að biðjast afsökunar.
Elnaz Rekabi bar ekki slæðu við keppni á asíska meistaramótinu í klifri um síðustu helgi. Írönsk stjórnvöld þvinguðu hana til að biðjast afsökunar.
Auglýsing

Elnaz Rekabi tók þátt í asíska meist­ara­mót­inu í klifri í Suð­ur­-Kóreu um síð­ustu helgi. Eftir keppni hvarf hún spor­laust. Hún var ekki með höf­uð­slæðu á meðan hún keppti, líkt og lög kveða á um í heima­landi henn­ar, Íran, og fljót­lega vökn­uðu spurn­ingar hvort hvarf hennar hefði eitt­hvað með það að gera.

Mynd­skeið af Rekabi þar sem hún keppir án slæð­unnar fór á flug á sam­fé­lags­miðlum og var Rekabi lofuð fyrir að standa uppi í hár­inu á írönskum stjórn­völd­um.

Hörð mót­mæli hafa staðið yfir í Íran síð­ast­liðnar fimm vikur eftir að Mahsa Amini, 22 ára kona frá Kúr­distan, lést í haldi sið­­­gæð­is­lög­regl­unnar í Íran. Amini var á ferða­lagi í Teher­an, höf­uð­­­borg Íran, um miðjan sept­­em­ber þegar íranska sið­­­gæð­is­lög­reglan hand­tók hana fyrir meint brot á reglum um að bera slæðu. Mat sið­­­gæð­is­lög­reglan það svo að slæðan huldi ekki næg­i­­­lega mikið af höfði hennar þar sem hár hennar var sýn­i­­­legt. Þá hafi klæðn­­­aður hennar einnig verið „óvið­eig­and­i“.

Auglýsing

Skikka átti Amini á nám­­­skeið um klæða­­­burð en skömmu eftir hand­­­töku hennar féll hún í dá. Hún lést á sjúkra­­­húsi þremur dögum síð­­­­­ar. Fjöl­­­skylda hennar og vitni segja að hún hafi verið barin til dauða. Yfir­­­völd full­yrða hins vegar að hún hafi fengið hjarta­á­­­fall.

Rekabi er meðal fremstu keppn­iskvenna í klifri í heimi. Á síð­asta ári varð hún fyrsta íranska konan sem vann til verð­launa á heims­móta­röð­inni í klifri og í keppn­inni um síð­ustu helgi varð hún í fjórða sæti. Eftir að mót­inu lauk heyrði hvorki fjöl­skylda hennar né vinir frá henni en þau vissu síð­ast af henni í fylgd íransks emb­ætt­is­manns.

Sendi­ráðið „hafnar öllum fals­frétt­um, lygum og upp­lýs­inga­óreiðu“

Í til­kynn­ingu sem íranska sendi­ráðið í Suð­ur­-Kóreu sendi frá sér á þriðju­dag sagði að Rekabi væri á leið heim til Tehran. „Sendi­ráð íslamska lýð­veld­is­ins Írans í Suð­ur­-Kóreu hafnar öllum fals­frétt­um, lygum og upp­lýs­inga­óreiðu um fröken Elnaz Reka­bi,“ sagði í til­kynn­ingu sendi­ráðs­ins.

Rekabi birt­ist svo á Instagram á þriðju­dag­inn, um tveimur sól­ar­hringum eftir að hún lauk keppni, þar sem hún sagð­ist vera heil á húfi. Hún baðst afsök­unar á að hafa valdið áhyggj­um, þær hafi verið óþarfi. Ástæða þess að hún bar ekki höf­uð­slæðu í keppn­inni áttu sér eðli­legar skýr­ing­ar, slæðan hefði ein­fald­lega dottið af í hama­gang­inum þar sem hún var kölluð fyrr til leiks en hún bjóst við.

Rekabi kom til Tehran snemma á mið­viku­dags­morgun þar sem fjöl­skylda hennar tók á móti henni. En þau voru ekki þau einu. Fjöldi fólks safn­að­ist saman við Imam Khomein­i-flug­völl­inn og tóku fagn­andi á móti Rekabi.

„Kven­hetja,“ kyrj­uðu þau sem tóku á móti henni. Mót­­mæl­endur sem hafa fjöl­mennt á götur borga víðs vegar í Íran eftir and­lát Amini eru á öllum aldri, konur jafnt sem karl­­ar, en það sem er ef til vill nýtt við mót­­mælin nú er að þau eru leidd af konum af öllum kyn­slóðum og hafa stjórn­­­mála­­skýrendur full­yrt að um fem­iníska bylt­ingu sé að ræða, bylt­ingu þar sem krafan snýst um frelsi til að velja.

Afsök­un­ar­beiðnin var þvinguð

Sam­kvæmt heim­ildum pers­nesku útgáfu BBC hafði Rekabi þó ekki frelsi til að velja þar sem hún var neydd til að biðj­ast afsök­un­ar. Írönsk yfir­völd hót­uðu að svipta fjöl­skyldu hennar öllum eignum sínum ef hún færi ekki að fyr­ir­mælum stjórn­valda.

Mynd: Iran Wire

Þá hefur fjöl­mið­ill­inn Iran Wire, sem er gagn­rýn­inn á írönsku klerka­stjórn­ina, heim­ildir fyrir því að for­maður íranska klif­ur­sam­bands­ins hafi sann­fært Rekabi um að koma í sendi­ráðið að keppni lok­inni og lofað því að hún kæm­ist örugg heim til Írans ef hún afhenti sím­ann sinn og vega­bréf.

Við kom­una til Íran baðst Rekabi afsök­unar á því sem gerst hafði og ítrek­aði að höf­uð­slæðan hefði dottið af „fyrir slysni“. Rekabi bar ekki slæðu en klædd­ist hettu­peysu og huldi hár sitt með der­húfu.

Óljóst er hvert Rekabi fór frá flug­vell­inum í Tehran. Nokkuð víst þykir að hún fór ekki heim og hefur Iran Wire heim­ildir fyrir því að henni hafi verið fylgt beint á fund íþrótta­mála­ráð­herra Írans. Þaðan hafi hún svo verið færð í stofu­fang­elsi, fjarri heim­ili henn­ar. Írönsk yfir­völd hafna því en segja hana vera heima þar sem hún sé þreytt og þurfi að hvíl­ast.

Langt frá því að vera eins­dæmi

Mál Rekabi er ekki eins­dæmi. Stjórn­völd ann­arra ríkja hafa gripið inn í þegar þekktar íþrótta­konur gera eitt­hvað sem varpað getur skugga á ágæti rík­is­ins. Kína er gott dæmi um það.

Í nóv­em­ber í fyrra birti kín­verska tenn­is­stjarnan Peng Shuai færslu á sam­fé­lags­miðl­inum Weibo þar sem hún sak­aði fyrr­ver­andi vara­for­seta Kína um að hafa þvingað hana til kyn­maka. Færslan var ítar­leg, 1.600 orð, þar sem Peng lýsti sam­skiptum hennar við vara­for­set­ann í smá­at­rið­um. ­Færslan var fjar­lægð um tutt­ugu mín­útum eftir að hún birt­ist og ekk­ert heyrð­ist frá Peng sem virt­ist hafa horfið spor­­­laust.

Um tveimur vikum eftir að færslan birt­ist á Weibo birti rík­­­­is­­­­fjöl­mið­ill­inn CGTN tölvu­­­­póst sem Peng sendi fram­kvæmda­stjóra Sam­taka kvenna í tenn­is. Þar segir að hún sé örugg og að ásak­an­­­­irnar sem birt­ust á Weibo séu ekki sann­­­­ar. Fjórum dögum seinna, 21. nóv­­­em­ber, birt­ust mynd­­­skeið af Peng, ann­­­ars vegar á veit­inga­­­stað og hins vegar á tennis­­­móti barna, en trú­verð­ug­­­leiki þeirra var dreg­inn í efa, ekki síst þar sem þau voru birt af Hu Xijin, rit­­­­stjóra Global Times, rík­­­­is­rek­ins fjöl­mið­ils.

Í des­em­ber sagði Peng í við­tali við blaða­­mann frá Singa­pore að hún hefði alltaf verið frjáls ferða sinna. „Af hverju ætti ein­hver að fylgj­­­ast með mér?“ sagði hún í við­tal­inu.

Auglýsing
Í febr­úar sagð­ist Peng í við­tali í L'Equipe lifa eðli­legu líf­i.nokkuð sem kín­versk stjórn­­völd hafa full­yrt áður. Peng þakk­aði einnig öllum þeim sem hafa hugsað til hennar en sagð­ist á sama tíma ekki skilja hvaðan áhyggj­­urnar koma. „Mig langar að vita: Af hverju allar þessar áhyggj­­ur? Ég sagði aldrei að ein­hver hefði mis­­notað mig kyn­­ferð­is­­lega,“ sagði hún í sam­tali við blaða­­mann L'Equipe.

Lítið hefur heyrst af Peng frá því í febr­ú­ar. Í við­tal­inu í L'Equipe gaf hún til kynna að tenn­is­­ferli hennar væri brátt að ljúka. „Með til­­liti til ald­­urs míns, fjölda aðgerða og heims­far­ald­­ur­s­ins sem hefur neytt mig til að hætta að spila svona lengi tel ég að það verði mjög erfitt fyrir mig að ná aftur lík­­am­­legum styrk,“ sagði Peng.

Íþrótta­ferli Elnaz Reka­bi, sem er 33 ára, er hvergi nærri lok­ið. Óljóst er þó hvernig honum verður hátt­að, en reikna má með að klerka­stjórnin muni hafa góðar gætur á henni. Rekabi birti færslu á Instagram á föstu­dag þar sem hún þakk­aði öllum íbúum í Íran fyrir stuðn­ing­inn og sagð­ist ekki geta kom­ist yfir „hindr­anir fram­tíð­ar­inn­ar“ án hans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar