Viðtal eða áróðursæfing?

Tennisstjarnan Peng Shuai segir í viðtali við L'Equipe að færsla þar sem hún sakar fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi byggi á misskilningi. Kínverska ólympíunefndin hafði milligöngu um viðtalið, sem vekur upp fleiri spurningar en svör.

Viðtalið í L'Equipe er það fyrsta sem Peng Shuai veitir vestrænum miðli eftir að hún birti færslu á samfélagsmiðlinum Weibo þar sem hún sakar fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi.
Viðtalið í L'Equipe er það fyrsta sem Peng Shuai veitir vestrænum miðli eftir að hún birti færslu á samfélagsmiðlinum Weibo þar sem hún sakar fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi.
Auglýsing

Kín­verska tenn­is­stjarnan Peng Shuai segir að færsla hennar á sam­fé­lags­miðl­inum Weibo þar sem hún sakar fyrr­ver­andi vara­­for­­seta Kína um að hafa þvingað hana til kyn­maka byggja á „gríð­ar­legum mis­skiln­ing­i“. Í við­tali við franska fjöl­mið­il­inn L'Equipe seg­ist hún aldrei hafa haldið því fram að hún hafi orðið fyrir kyn­ferð­is­of­beldi.

Þetta er í fyrsta sinn sem Peng veitir fjöl­miðli utan Kína við­tal, að und­an­skildu dag­blaði í Singa­pore, frá því að færslan birt­ist í nóv­em­ber. Við­talið fór þó fram undir sér­stökum kring­um­stæðum og líkir frétta­rit­ari BBC í Kína við­tal­inu við áróð­ursæf­ingu, sem skilji eftir fleiri spurn­ingar en svör.

Auglýsing

Hvarf spor­laust en dró svo ásak­an­irnar til baka

Mál Peng er hið furðu­leg­asta. Í nóv­em­ber í fyrra birti hún ítar­­­lega 1.600 orða færslu á sam­­­fé­lags­mið­l­inum Weibo þar sem hún lýsti því hvernig Zhang Gaoli, fyrr­ver­andi vara­­for­­seti Kína, þving­aði hana til kyn­maka árið 2018.

­Færslan var fjar­lægð um tutt­ugu mín­útum eftir að hún birt­ist og ekk­ert heyrð­ist frá Peng sem virt­ist hafa horfið spor­­laust. Kín­versk yfir­­völd vildu ekk­ert tjá sig um málið en alþjóð­­legar tenn­is­­stjörnur líkt og Naomi Osaka, Ser­ena Willi­ams og Novak Djokovic kröfð­ust svara. Steve Simon, fam­­kvæmda­­stjóri Sam­­taka kvenna í tennis (WTA), lýsti yfir áhyggjum vegna máls­ins og sagð­ist ótt­­ast um öryggi Peng.

Skjáskot af færslu Peng á Weibo.

Um tveimur vikum eftir að færslan birt­ist á Weibo birti rík­­­is­­­fjöl­mið­ill­inn CGTN tölvu­­­póst sem Peng sendi Simon. Þar segir að hún sé örugg og að ásak­an­­­irnar sem birt­ust á Weibo séu ekki sann­­­ar. Fjórum dögum seinna, 21. nóv­­em­ber, birt­ust mynd­­skeið af Peng, ann­­ars vegar á veit­inga­­stað og hins vegar á tennis­­móti barna, en trú­verð­ug­­leiki þeirra var dreg­inn í efa, ekki síst þar sem þau voru birt af Hu Xijin, rit­­­stjóra Global Times, rík­­­is­rek­ins fjöl­mið­ils.

Í des­em­ber sagði Peng í við­tali við blaða­mann frá Singa­pore að hún hefði alltaf verið frjáls ferða sinna. „Af hverju ætti ein­hver að fylgj­­ast með mér?“ sagði hún í við­tal­inu.

For­maður kín­versku ólymp­íu­nefnd­ar­innar þýddi svör Peng

Fyrir við­talið við L'Equipe var þess kraf­ist að spurn­ingum yrði skilað inn fyr­ir­fram. Við­talið sjálft fór fram á vetr­ar­ólymp­íu­leik­unum sem standa yfir þessa dag­ana í Pek­ing og var full­trúi kín­versku Ólymp­íu­nefnd­ar­innar við­staddur og sá hann einnig um að þýða öll svör Peng.

Í við­tal­inu seg­ist Peng lifa eðli­legu lífi, nokkuð sem kín­versk stjórn­völd hafa full­yrt áður. Peng þakk­aði einnig öllum þeim sem hafa hugsað til hennar en sagð­ist á sama tíma ekki skilja hvaðan áhyggj­urnar koma. „Mig langar að vita: Af hverju allar þessar áhyggj­ur? Ég sagði aldrei að ein­hver hefði mis­notað mig kyn­ferð­is­lega,“ sagði hún í sam­tali við blaða­mann L'Equipe.

Peng þakkaði fyrir veittan stuðning síðustu mánuði en segist ekki átta sig alveg á um hvað áhyggjurnar snúist þar sem hún „lifi bara eðlilegu lífi“. Peng var meðal annars sýndur stuðningur á opna ástalska mótinu í tennis í síðasta mánuði. Mynd:EPA

Peng, sem er 36 ára, gaf einnig til kynna í við­tal­inu að tenn­is­ferli hennar væri brátt að ljúka. „Með til­liti til ald­urs míns, fjölda aðgerða og heims­far­ald­urs­ins sem hefur neytt mig til að hætta að spila svona lengi tel ég að það verði mjög erfitt fyrir mig að ná aftur lík­am­legum styrk,“ sagði Peng.

Varð­andi færsl­una á Weibo segir Peng að hún hafi valdið „gríð­ar­legum mis­skiln­ingi“ utan Kína. Sagð­ist hún hafa eytt færsl­unni sjálf af því að hana lang­aði til þess en útskýrði ekki frekar á hverju mis­skiln­ing­ur­inn var byggður að hennar mati.

Aðkoma kín­versku ólymp­íu­nefnd­ar­innar að við­tal­inu vekur sér­staka athygli þar sem for­maður henn­ar, Thomas Bach, var með þeim fyrstu full­yrti að Peng væri óhult eftir að færslan var fjar­lægð að Weibo en hann átti mynd­sím­tal við Peng í nóv­em­ber. Trú­verð­ug­leiki Bach og nefnd­ar­innar hefur verið dreg­inn í efa, ekki síst í aðdrag­anda vetr­ar­ólymp­íu­leik­anna og hefur nefndin verið sökuð um að hunsa mann­rétt­inda­brot af hálfu kín­verskra stjórn­valda.

Vilja ræða við Peng án aðkomu stjórn­valda

Sam­tök kvenna í tennis hafa barist fyrir því að fá upp­lýs­ingar um vel­ferð Peng frá því að færslan birt­ist og aflýstu til að mynda öllum fyr­ir­hug­uðum við­burðum og keppnum sam­tak­anna í Kína í mót­mæla­skyni.

Í yfir­lýs­ingu sem sam­tökin sendu frá sér í gær segir að við­talið í L'Equipe hafi ekki gert neitt til að draga úr efa­semdum sam­tak­anna um vel­ferð Peng. Steve Simon, fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna, hefur óskað eftir að sam­tökin fái að hitta Peng, í ein­rúmi, til að ræða stöðu henn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar