Þögli stormurinn á kínverskum samfélagsmiðlum: Hvar er Peng Shuai?

21 dagur er síðan tennisstjarnan Peng Shuai ásakaði fyrrverandi varaforseta Kína um nauðgun. Lítið sem ekkert hefur spurst til hennar síðan. Þar til í gær þegar kínverskur ríkisfjölmiðill birti tvö myndskeið. Trúverðugleiki þeirra er dreginn í efa.

Peng Shuai
Auglýsing

Kín­verska tenn­is­konan Peng Shuai birti ítar­lega færslu á sam­fé­lags­miðl­inum Weibo, sem svipar til Face­book og Instagram, 2. nóv­em­ber þar sem hún lýsir því hvernig Zhang Gaoli þving­aði hana til kyn­maka árið 2018. Peng er með um 600 þús­und fylgj­endur á Weibo og vakti færslan gríð­ar­lega athygli þó svo að hún hafi horfið örfáuum mín­útum eftir birt­ingu. Peng, sem er 35 ára, vakti heims­at­hygli árið 2014 þegar hún vann Opna franska meist­ara­mótið í tví­liða­leik. Síðan þá hefur hún unnið fjölda titla á hinum ýmsu stór­mót­um.

Skjáskot af færslu Peng á Weibo.

Auglýsing
Zhang Gaoli er fæddur árið 1946 og gegndi emb­ætti vara­for­seta Kína 2013-2018 og er náinn banda­maður Xi Jin­p­ing, for­seta Kína. Peng greinir frá því í færsl­unni á Weibo að hún hafi sofið hjá Zhang árið 2011, áður en hann fékk stöðu­hækkun hjá hinu opin­bera. Peng heyrði þá ekk­ert frá honum þar til árið 2018 þegar Zhang og eig­in­kona hans buðu Peng að borða með sér á heim­ili þeirra eftir að hafa fylgst með Peng spila tennis fyrr um dag­inn. Zang þving­aði Peng til kyn­maka á heim­ili hjón­anna. „Ég gat ekki hætt að gráta,“ segir Peng í færsl­unni.

„Ég hataði sjálfa mig“

Peng lýsir því að hún hafi borið til­finn­ingar til hans og eyddu þau tíma saman við og við frá 2018 þar til Peng ákvað að stíga fram í byrjun nóv­em­ber og greina frá nauðg­un­inni. „Ég hataði sjálfa mig, hataði til­veru mína í þessum heimi og að þurfa að upp­lifa þennan hryll­ing. Þú sagðir mér að þú elskaðir mig, elskaðir mig heitt, og að þú von­aðir að í næsta lífi myndum við hitt­ast sem 18 og 20 ára,“ skrifar Peng, en 40 ára ald­urs­munur er á henni og vara­for­set­anum fyrr­ver­andi.

Færsl­unni var eytt nokkrum mín­útum eftir að Shuai birti hana en skjá­skot af færsl­unni hafa dreifst víða. Degi síðar var nán­ast ekk­ert hægt að finna um Peng Shuai á inter­net­inu í Kína, en það sem meira var, Peng Shuai virt­ist einnig hafa horfið úr raun­heim­um.

Tenn­is­stjörnur krefj­ast svara

Engin við­brögð bár­ust frá kín­verskum yfir­völdum en eftir því sem alþjóð­legur þrýst­ingur jókst gáfu Sam­tök kvenna í tennis, WTA, út yfir­lýs­ingu þar sem þess er kraf­ist að ásökun Peng á hendur Zang verði rann­sökuð með rétt­látum og gagn­sæjum hætti. Tenn­is­stjörnur hvaðanæva að kröfð­ust einnig svara og aðgerða. Billie Jean King, helsta tenn­is­stjarna Banda­ríkj­anna á 7. og 8. ára­tugn­um, var með þeim fyrstu sem birti færslu á Twitter þar sem hún seg­ist vona að Shuai sé örugg og að ásak­an­irnar verði rann­sak­að­ar. Fleiri tenn­is­stjörnur tjáðu sig í kjöl­farið og lýsa þau öll áfall­inu sem fréttir af hvarfi Peng eru. Þeirra á meðal er Naomi Osaka, fremsta tenn­is­kona Jap­ans, sem hefur meðal ann­ars nýtt Twitter til að tjá sig um and­leg mál­efni. „Rit­skoðun er aldrei í lagi. Ég vona að Peng Shuai og fjöl­skylda hennar séu örugg og líði vel.“

Fremsti tenn­is­spil­ari heims í dag í karla­flokki, Novak Djokovic, tjáði sig um málið á blaða­manna­fundi í vik­unni. „Í hrein­skilni sagt er það áfall að hún sé horf­in. Þetta er ein­hver sem ég hef séð í keppnum á und­an­förnum árum,“ sagði Djokoviz.

Yfir­völd í Kína hafa verið innt eftir við­brögðum við hvert tæki­færi. Zhao Lij­an, tals­maður utan­rík­is­ráðu­neytis Kína, sagð­ist ekki hafa heyrt af mál­inu aðspurður á blaða­manna­fundi. „Svar mitt er ein­falt. Þetta er ekki utan­rík­is­mál og ég hef ekk­ert heyrt um þetta,“ bætti hann við.

„Hæ allir þetta er Peng Shu­ai“

Á mið­viku­dag­inn, 17. nóv­em­ber, birti rík­is­fjöl­mið­ill­inn CGTN tölvu­póst sem Peng á að hafa sent frá sér. Þar segir að hún sé örugg og að ásak­an­irnar sem birt­ust á Weibo séu ekki sann­ar. Trú­verð­ug­leiki tölvu­pósts­ins, það er að hann komi í raun og veru frá Peng, hefur stór­lega verið dreg­inn í efa. Ávarp Shuai í upp­hafi, „Hæ allir þetta er Peng Shu­ai“ þykir gefa til kynna að ekki sé allt með felldu. Í póst­inum segir Peng að hún sé örugg og hafi bara verið heima að hvíla sig.

Steve Simon, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka kvenna í tennis, seg­ist áhyggju­fullur og ótt­ast um öryggi Shuai og að hann eigi erfitt með að trúa að tölvu­póst­ur­inn sé í raun og veru frá henni. „Peng Shuai sýndi ótrú­legt hug­rekki þegar hún ásak­aði fyrr­ver­andi hátt­settan emb­ætt­is­mann um kyn­ferð­is­brot. Sam­tök kvenna í tennis og heim­ur­inn allur þarf raun­veru­lega sönnun um öryggi henn­ar,“ segir Simon í yfir­lýs­ingu sem hann birti fljót­lega eftir að tölvu­póst­ur­inn var birtur í kín­verskum fjöl­miðl­um. Þar segir einnig að hann hafi ítrekað reynt að hafa sam­band við hana eftir ýmsum leiðum en án árang­urs. „Raddir kvenna verða að fá að heyrast,“ sagði Simon jafn­framt.

Á föstu­dag­inn sagð­ist Simon vera reiðu­bú­inn að slíta öllum við­skipta­tengslum við Kína finn­ist Peng ekki brátt og krefst hann Zhang sæti rann­sókn vegna ásakan­anna.. „Við erum algjör­lega til­búin að hætta öllum við­skiptum og taka afleið­ing­unum sem fylgja,“ sagði Simon. Slit á við­skipta­tengslum fela meðal ann­ars í sér að engar tenn­is­konur sem til­heyra sam­tök­unum munu taka þátt á mótum í Kína og WTA mun ekki halda nein mót þar í landi. „Af því að þetta snýst vissu­lega um meira en við­skipt­in. Konur eiga að njóta virð­ing­ar, ekki rit­skoð­un­ar,“ sagði Simon.

Fleiri tenn­is­konur hafa stigið fram undir myllu­merk­inu #WhereIsPengS­huai og krefj­ast rétt­lætis og upp­lýs­inga um öryggi Peng. „Ég vona að hún sé örugg og finn­ist sem fyrst. Rann­sókn verður að fara fram og við megum ekki vera þög­ul,“ sagðiSer­ena Willi­ams í færslu á Twitt­er.

Trú­verð­ug­leiki mynd­skeiða á veit­inga­stað og tennis­móti barna dreg­inn í efa

Í gær birti Hu Xijin, rit­stjóri Global Times, rík­is­rek­ins fjöl­mið­ils, tvö mynd­skeið þar sem Peng bregður fyr­ir, ann­ars vegar á veit­inga­stað og hins vegar á úrslitum Fila-­barna­móts­ins í tenn­is. Trú­verð­ug­leiki mynd­skeið­anna hefur verið dreg­inn í efa, ekki síst þar sem á öðru þeirra er mikið gert úr hvaða dagur sé. Simon, fram­kvæmda­stjóri kvenna í tennis, seg­ist í enn einni yfir­lýs­ingu vera glaður að sjá Peng á mynd­skeið­unum en það sé enn óljóst hvort hún sé í raun frjáls ferða sinna. „Ég hef verið skýr varð­andi hvað þarf að ger­ast og sam­band okkar við Kína er á kross­göt­u­m,“ segir í yfir­lýs­ingu Simon.

Við­brögð stjórn­valda í takt við þöggun á #metoo

Við­brögð, eða við­bragðs­leysi öllu held­ur, kín­verskra yfir­valda koma ekki gríð­ar­lega á óvart en hafa valdið gríð­ar­legri reiði. Þöggun stjórn­valda eru í takt við við­brögð við #metoo-­bylt­ing­unni sem kín­versk yfir­völd hafa ítrekað reynt að kveða niður þrátt fyrir ítrek­aðar til­raunir kvenna til að stíga fram og greina frá kyn­ferð­is­of­beldi og kyn­ferð­is­legri áreitni. Peng er fyrsta konan sem ásakar hátt­settan stjórn­mála­mann um kyn­ferð­is­of­beldi en ekki sú fyrsta sem setur fram ásak­anir á hendur þjóð­þekktum ein­stak­lingi.

Árið 2018 steig hin 28 ára gamla Zhou Xia­oxuan fram og ásak­aði Zhu Jun, vin­sælan sjón­varps­mann hjá kín­verska rík­is­sjón­varp­inu, um kyn­ferð­is­brot, en hún var 21 árs þegar brotin áttu sér stað. Hún greindi frá brotum sjón­varps­manns­ins í þrjú þús­und orða færslu á Weibo og er frá­sögn hennar talin marka upp­haf #metoo-­bylgj­unnar í Kína. Xianzi, eins og hún er betur þekkt á sam­fé­lags­miðl­um, kærði Zhu en eftir að hafa velkst um í kerf­inu í þrjú ár var málið fellt niður í sept­em­ber, meðal ann­ars þar sem ásak­anir Xianzi hafi ekki full­nægt kröfum um sönn­un­ar­byrði.

Ef Peng Shuai kom ekki nálægt tölvu­póst­in­um, eins og flest virð­ist benda til, hvar í ver­öld­inni er hún þá?

„Hvarf af þessu tagi er aldrei góðs viti í Kína,“ segir Isa­bel Hilton, sér­fræð­ingur í mál­efnum Kína og gesta­pró­fessor við LAB China Institu­te, sem telur áhyggjur af skyndi­legu brott­hvarfi Shuai rétt­læt­an­leg­ar. Á meðan engar raun­veru­legar fregnir ber­ast af sama­stað Peng Shuai eða líðan hennar er ljóst að áhyggj­urnar munu ekki hverfa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent