„Af hverju ætti einhver að fylgjast með mér?“

Kín­verska tenn­is­konan Peng Shuai segir það ekki rétt að hún hafi sakað fyrrverandi varaforseta Kína um nauðgun. Málið sé byggt á misskilningi og segist hún alltaf hafa verið frjáls ferða sinna. Mannréttindasamtök segja mál Peng vekja óhug.

Peng Shuai segir færsluna sem hún birti á Weibo í nóvember hafa verið persónulega og að „allir hafi misskilið hana.“ Hún segist aldrei hafa ásakað neinn um kynferðislega áreitni.
Peng Shuai segir færsluna sem hún birti á Weibo í nóvember hafa verið persónulega og að „allir hafi misskilið hana.“ Hún segist aldrei hafa ásakað neinn um kynferðislega áreitni.
Auglýsing

„Af hverju ætti ein­hver að fylgj­ast með mér? Ég hef alltaf verið frjáls ferða minna,“ sagði Peng Shuai í sam­tali við blaða­mann dag­blaðs­ins Lianhe Zaobao sem gefið er út í Singa­pore.

Blaða­mað­ur­inn náði tali af Peng á sunnu­dag þegar hún sótti skíða­við­burð í Shang­hai en hún hefu lítið sést opin­ber­lega frá því í byrjun nóv­em­ber þegar hún birti ítar­­lega færslu á sam­­fé­lags­mið­l­inum Weibo þar sem hún lýsti því hvernig Zhang Gaoli, fyrr­ver­andi vara­for­seti Kína, þving­aði hana til kyn­maka árið 2018.

Auglýsing

­Færslan var fjar­lægð um tutt­ugu mín­útum eftir að hún birt­ist og ekk­ert heyrð­ist frá Peng sem virt­ist hafa horfið spor­laust. Kín­versk yfir­völd vildu ekk­ert tjá sig um málið en alþjóð­legar tenn­is­stjörnur líkt og Naomi Osaka, Ser­ena Willi­ams og Novak Djokovic kröfð­ust svara. Steve Simon, fam­kvæmda­stjóri Sam­taka kvenna í tennis, lýsti yfir áhyggjum vegna máls­ins og sagð­ist ótt­ast um öryggi Peng.

Um tveimur vikum eftir að færslan birt­ist á Weibo birti rík­­is­­fjöl­mið­ill­inn CGTN tölvu­­póst sem Peng sendi Simon. Þar segir að hún sé örugg og að ásak­an­­irnar sem birt­ust á Weibo séu ekki sann­­ar. Fjórum dögum seinna, 21. nóv­em­ber, birt­ust mynd­skeið af Peng, ann­ars vegar á veit­inga­stað og hins vegar á tennis­móti barna, en trú­verð­ug­leiki þeirra var dreg­inn í efa, ekki síst þar sem þau voru birt af Hu Xijin, rit­­stjóra Global Times, rík­­is­rek­ins fjöl­mið­ils, auk þess sem sér­stak­lega er tekið fram hvaða dagur er í öðru mynd­skeið­inu.

Seg­ist aldrei hafa ásakað neinn um kyn­ferð­is­lega áreitni

Spurn­ingar blaða­manns Lianhe Zaobao sem tengj­ast færsl­unni á Weibo og tölvu­póst­inum sem var sendur í nafni Peng í kjöl­farið virð­ast flækj­ast fyrir Peng sem hló og bað blaða­mann­inn að end­ur­taka þær.

Í við­tal­inu segir Peng að hún hafi aldrei sakað neinn um kyn­ferð­is­lega áreitni eða kyn­ferð­is­brot. Færslan hafi inni­haldið „per­sónu­leg skila­boð sem allir hafi mis­skil­ið“.

Peng Shuai ræddi við blaðamann á sunnudag þar sem hún sagðist aldrei hafa sakað fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisbrot.

Um tölvu­póst­inn sem var sendur í hennar nafni til Simon segir Peng að hún hafi skrifað hann að eigin frum­kvæði en fengið aðstoð með að þýða text­ann yfir á ensku.

Tals­maður Sam­taka kvenna í tennis segir að sam­tökin hafi enn ekki náð sam­bandi við Peng að eigin frum­kvæði. Sam­tökin krefj­ast þess enn að ásak­anir Peng á hendur Zhang verði rann­sak­að­ar, án rit­skoð­un­ar.

Við­talið ýti undir áhyggjur af raun­veru­legri líðan Peng

Ekk­ert er fjallað um mál Peng í kín­verskum rík­is­fjöl­miðlum og tals­menn mann­rétt­inda­sam­taka eru fullir efa­semda um allt sem teng­ist mál­inu. Kenn­eth Roth, fram­kvæmda­stjóri Human Rights Watch, segir í færslu á Twitter að við­talið við Peng á sunnu­dag „auki ein­ungis áhyggjur um þann þrýst­ing sem kín­versk yfir­völd setja á Peng.“

Mörgum spurn­ingum er enn ósvarað í máli Peng Shuai en það fer ekki á milli mála að þegar upp­lýs­ingar birt­ast á kín­verska inter­net­inu sem geta mögu­lega skaðað yfir­völd eru rit­skoð­endur rík­is­ins ræstir út. Sam­kvæmt rann­sókn New York Times og ProPu­blica voru orð líkt og „kyn­ferð­is­of­beldi“ og „tennis“ úti­lokuð á kín­verska net­inu og allt efni þeim tengdum rit­skoð­að.

Að sögn Xiao Qiang, fræði­manns við Berkely-há­skóla sem hefur sér­hæft sig í tján­ing­ar­frelsi á inter­net­inu, voru alls um hund­rað orð bönnuð í tengslum við mál Peng. Segir hann aðferðir yfir­valda í máli henn­ar­svipa til aðgerða sem not­aðar eru til að koma í veg fyrir að Kín­verjar leiti upp­lýs­inga eða tjái sig um mót­mælin á torgi hins himneska friðar árið 1989.

Xiao segir að kín­versk yfir­völd hafi ekki getað eytt aðgangi Peng á Weibo þar sem færslan hennar náði útbreiðslu á örfáum mín­út­um. og að hún hafi ekki bein­línis tekið stöðu gegn yfir­völd­um. Venja yfir­valda sé að þegar mál líkt og þessi fái athygli utan land­stein­ana sé bíða uns storm­inn lægi en það virð­ist ekki ætla að takast í máli Peng Shu­ai.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent