LEGO klúðrið í Suður-Kóreu

Allt hefur gengið á afturfótunum hjá Legoland í Suður-Kóreu síðan opnað var í maí. Aðsóknin hefur verið langt undir væntingum og byggingafyrirtækið komið í þrot. Skemmtigarðurinn var reistur á einu merkasta fornleifasvæði landsins.

Legoland Korea er tíundi Lego-skemmtigarðurinn í heiminum og sagður sá næststærsti. Hann er á við fjóra og hálfa Smáralind að stærð.
Legoland Korea er tíundi Lego-skemmtigarðurinn í heiminum og sagður sá næststærsti. Hann er á við fjóra og hálfa Smáralind að stærð.
Auglýsing

Margir þekkja mál­tækið „Róm var ekki byggð á einum degi“ sem gjarna er notað um verk sem vandað er til og taka langan tíma. Hið síð­ar­nefnda á sann­ar­lega við um Legol­and Korea en frá því að samn­ingur um fram­kvæmdir við garð­inn var und­ir­rit­aður og þangað til opnað var liðu 11 ár.

Skemmti­garð­ur­inn er á Hajung-eyju í Geum­ho-fljóti um 150 kíló­metrum fyrir sunnan höf­uð­borg­ina Seúl. Í Gangwondo-hér­aði. Legol­and Korea er fyrsti erlendi skemmti­garð­ur­inn, ef svo má að orði kom­ast, sem stofn­settur hefur verið í Suð­ur­-Kóreu.

Legol­and Korea er tíundi Lego-­skemmti­garð­ur­inn í heim­inum og sagður sá næst­stærsti. Svæðið er sam­tals um 280 þús­und fer­metr­ar, til sam­an­burðar má nefna að gólf­flötur Smára­lindar er 62 þús­und fer­metr­ar. Í skemmti­garð­inum eru meðal ann­ars 150 „hót­el­her­bergi“ gerð úr Legokubb­um.

Auglýsing

Sáu fyrir sér þús­undir starfa

Stofnun skemmti­garðs eins og Legol­and Korea krefst mik­ils und­ir­bún­ings. Árið 2010 komu fyrst fram hug­myndir um að reisa Lego-­skemmti­garð á Hajung-eyju. Stjórn­völd sáu þarna tæki­færi til að efla atvinnu­lífið á svæð­inu, margir myndu fá vinnu í skemmti­garð­inum og við ýmis konar þjón­ustu, á veit­inga­stöð­um, hót­elum o.s.frv.

Áætl­anir gerðu ráð fyrir að sam­tals yrðu til um níu þús­und störf í kringum starf­semi Legol­and Kor­ea. Áætl­anir gerðu jafn­framt ráð fyrir að tvær millj­ónir gesta kæmu árlega í skemmti­garð­inn fyrstu tvö til þrjú árin en færi svo fjölg­andi ár frá ári.

Forn­minjar í jörðu

Íbúar á svæð­inu í nágrenni hins fyr­ir­hug­aða skemmti­garðs töldu sig vita að á Hajung-eyj­unni, þar sem Legol­and Korea átti að rísa, væru forn­minjar í jörðu. Frá­sagnir um þær höfðu borist milli kyn­slóða öldum sam­an.

Þegar jarð­vegs­rann­sóknir vegna fyr­ir­hug­aðra fram­kvæmda hófust kom í ljós að sá grunur var á rökum reist­ur. Og forn­minjarnar reynd­ust bæði meiri og merki­legri en nokkurn hafði grun­að. Eitt merki­leg­asta forn­minja­svæði í land­inu var að finna nákvæm­lega þar sem Legol­and Korea hafði verið val­inn stað­ur. Þús­undir mörg hund­ruð ára gam­alla gripa var að finna í jörðu á svæð­inu. Kóreskir forn­leifa­fræð­ingar sögðu svæðið ómet­an­legan menn­ing­ar­arf sem ekki mætti fyrir nokkurn mun eyði­leggja.

Fornminjar reyndust vera undir LEGO-minjunum. Mynd: EPA

Fjöl­mörg sam­tök áhuga­fólks víða um heim mót­mæltu fyr­ir­hug­uðum fram­kvæmdum og sögðu það ganga glæpi næst að leggja svæðið á Hajung eyju undir skemmti­garð. „Hverjum dytti í hug að ryðja burt Sto­nehenge risa­björg­un­um, nú eða Parthenon á Akropol­is­hæð í Aþenu, eða píramíd­unum í Egypta­landi, til að reisa Legol­and? Ekki nokkrum lif­andi manni. Og slíkar hug­myndir myndu kalla á mót­mæli um allan heim,“ sagði í sam­þykkt sam­taka áhuga­fólks í Suð­ur­-Kóreu.

Mót­mæli og tafir

Sam­tökin Volunt­ary Agency Network of Korea (Vank) með 120 þús­und með­limi í Suð­ur­-Kóreu og 30 þús­und til við­bótar víða um heim skor­uðu á Unesco, Menn­ing­ar­mála­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna, að kanna hvort hægt væri með ein­hverjum ráðum að koma í veg fyrir að Legol­and Korea yrði reist á Hajung-eyj­unni.

Allt kom fyrir ekki. Hart var deilt um skemmti­garð­inn í hér­aðs­stjórn­inni (þar sitja 46) sem á end­anum sam­þykkti fram­kvæmd­irn­ar, sem þá voru reyndar löngu hafn­ar.

26. mars síð­ast­lið­inn fór fram, í ausandi rign­ingu, sér­stök opn­un­ar­at­höfn í Legol­and Kor­ea, meðal gesta þar var danski sendi­herr­ann í Suð­ur- Kóreu. Allan apr­íl­mánuð var svo verið að „prufu­keyra“ tæki og tól í skemmti­garð­inum sem var form­lega opn­aður 5. maí.

Viðbragðsaðilar á æfingu í vor áður en Legoland í Suður-Kóreu opnaði. Mynd: EPA

Fjöl­miðlar í Suð­ur­-Kóreu fjöll­uðu ítar­lega um opn­un­ina en gagn­rýnin hélt líka áfram. Meðal ann­ars lýstu margir efa­semdum um að til­koma Legol­and Korea myndi draga úr atvinnu­leysi á svæð­inu þar sem næstum 90 pró­sent starfa í skemmti­garð­inum væru bundin við sum­ar­tím­ann. Sömu­leiðis að gestir myndu ekki sækja veit­inga­staði utan Legol­and Korea eða versla í búðum heima­manna.

Ekki allt í lukk­unnar vel­standi

Fljót­lega eftir að Legol­and Korea var opnað kom í ljós að áætl­anir um aðsókn­ina voru byggðar á mik­illi bjart­sýni, íbúar lands­ins flykkt­ust ekki í skemmti­garð­inn. Margir voru ósáttir við stað­ar­val­ið, aðgöngu­mið­arnir sagðir alltof dýr­ir, sömu­leiðis gjald í ein­stök tæki og verð á veit­ingum him­in­hátt, eins og kom­ist var að orði í dag­blað­inu The Korea Times.

Það hafa sem sé ekki komið jafn miklir pen­ingar í kass­ann og von­ast hafði verið til. Nýlega hafa komið fram upp­lýs­ingar sem reitt hafa íbúa Gangwondo-hér­aðs til reiði. Gangwondo er eitt fámenn­asta hérað Suð­ur­-Kóreu, íbú­arnir innan við tvær millj­ón­ir.

Ábyrgð og gjald­þrot

Fyr­ir­tækið sem byggði Legol­and Korea heitir Iwon Jeil Cha. Það var stofnað til að byggja skemmti­garð­inn. Gangwondo hérað er eig­andi að tæp­lega helm­ings hlut í fyr­ir­tæk­inu og til að fjár­magna bygg­ingu skemmti­garðs­ins fékk fyr­ir­tækið lán frá Seðla­banka Suð­ur­-Kóreu.

Láns­upp­hæðin sam­svar­aði 22 millj­örðum íslenskra króna. Bank­inn sam­þykkti lánið vegna þess að stjórn Gangwondo hér­aðs gekkst í ábyrgð fyrir lán­inu og það þýddi að láns­hæf­is­matið var A1 sem er það hæsta í land­inu. Lánið átti að greiða upp fyrir lok sept­em­ber sl. en Iwon Jeil Cha gat ekki borgað og nú hefur fyr­ir­tækið verið lýst gjald­þrota.

Alvar­legar afleið­ingar

Gjald­þrot Iwon Jeil Cha hefur að lík­indum mikil áhrif. Það hefur lengi tíðkast að stór fyr­ir­tæki í Suð­ur­-Kóreu fái lán frá seðla­banka lands­ins með ábyrgð rík­is­rek­ins ábyrgða­sjóðs, Korea Credit Guar­an­tee Fund. Í könnun meðal for­svars­manna 600 stærstu fyr­ir­tækja lands­ins kom fram að þeir teldu að fram­vegis yrði mun erf­ið­ara að fá lán, sem þó væru bráð­nauð­syn­leg til að „halda hjól­un­um“ gang­andi.

Legoland Korea, næststærsta Legolandið í heiminum, er á Hajung-eyju í Geumho-fljóti, um 150 km suður af höfuðborginni Seúl. Fljótlega eftir að garðurinn var opnaður í vor kom í ljós að áætlanir um aðsóknina voru byggðar á mikilli bjartsýni. Mynd: EPA

Skömmu eftir að upp­lýs­ing­arnar um gjald­þrot Iwon Jeil Cha komu fram í dags­ljósið var til­kynnt að Legol­and Korea yrði lokað í vetur en opnað aftur í mars. Stjórn­endum skemmti­garðs­ins hafði láðst að til­kynna starfs­fólk­inu um lok­un­ina og það yrði launa­laust í vet­ur. Og fékk ekki lof­orð um áfram­hald­andi störf þegar aftur yrði opn­að.

For­svars­menn Merl­in-­fyr­ir­tæk­is­ins sem rekur Legol­and Korea sögðu í tölvu­pósti til danska dag­blaðs­ins Politi­ken að vand­ræði bygg­inga­fyr­ir­tæk­is­ins Iwon Jeil Cha hefðu engin áhrif á rekstur skemmti­garðs­ins. „Við erum bjart­sýn­ir“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar