Kirkjur og vindmyllur

Gamalt ákvæði í dönskum skipulagslögum veldur nú fjaðrafoki í tengslum við áform stjórnvalda varðandi raforkuframleiðslu með vindmyllum. Margir telja lagaákvæðið barn síns tíma en kirkjunnar menn eru ekki sama sinnis.

Þótt flestir vilji gjarna græna orku, eins og mylluorkan er kölluð, eiga myllurnar ekki „að vera hjá mér“.
Þótt flestir vilji gjarna græna orku, eins og mylluorkan er kölluð, eiga myllurnar ekki „að vera hjá mér“.
Auglýsing

Fyrir nokkrum dögum kynnti danska rík­is­stjórnin nýja áætlun um orku­mál. Sam­kvæmt henni á raf­orku­fram­leiðsla frá vind­myllum og sól­ar­raf­hlöðum að fjór­fald­ast frá því sem nú er fyrir árið 2030. Þessi áætlun „den grønne omstill­ing“ eins og Danir kalla það hefur verið lengi í und­ir­bún­ingi. Eins og margar aðrar Evr­ópu­þjóðir kaupa Danir gas af Rússum og Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra hefur að und­an­förnu marglýst yfir vilja danskra stjórn­valda til að binda enda á þau við­skipti sem allra fyrst. Slíkt er þó hæg­ara sagt en gert, mörg lönd í Evr­ópu, þar á meðal Dan­ir, eru mjög háð rússagas­inu, eins og það er kall­að. Rússar eru sömu­leiðis háðir tekj­un­um, nær helm­ingur útflutn­ings­tekna þeirra kemur frá gasvið­skipt­um. Megnið af rússagas­inu hefur farið um um gasleiðsl­una Nordstr­eam 1 sem liggur frá Vyborg í Rúss­landi, um Finn­lands­flóa og Eysts­ra­salt, til Lubmin við Greifswald í Þýska­landi, 1200 kíló­metra leið. Nordstr­eam 1 leiðslan ann­aði vart gasþörf og und­ir­bún­ingur að lagn­ingu ann­arrar leiðslu, Nordstr­eam 2, hófst árið 2011, sama ár og Nordstr­eam 1 var tekin í notk­un, leiðsl­urnar tvær liggja sam­síða. Áður en Nordstr­eam 1 var tekin í notkun fór megnið af rússagas­inu um Úkra­ínu, og stjórn­völd þar gátu hótað að loka, eða jafn­vel lok­að, fyrir gas­streymið ef Rússar hefðu í hót­un­um. Rússar lögðu því mikla áherslu á Nordstr­eam leiðsl­urnar en þær liggja hvergi um úkra­ínskt land­svæði. Rúss­neska gas­fyr­ir­tækið Gazprom er aðal­eig­andi Nordstr­eam 1 og dótt­ur­fyr­ir­tæki þess er eig­andi Nordstr­eam 2.

Hart deilt um Nordstr­eam 2

Eins og áður sagði hófst und­ir­bún­ingur að lagn­ingu Nordstr­eam 2 leiðsl­unnar árið 2011. Ekki voru allir á eitt sáttir um þá fram­kvæmd, ýmsir töldu það slæman kost að vera að stórum hluta háðir við­skiptum við Rússa varð­andi kaup á gasi. Banda­rísk stjórn­völd voru mjög andsnúin lagn­ingu Nordstr­eam 2 en fáir eða engir hafa þó lík­lega séð fyrir atburða­rás síð­ustu vikna, sem ekki sér fyrir end­ann á. Nordstr­eam 2 leiðslan var til­búin til notk­unar í sept­em­ber á síð­asta ári en Þjóð­verjar voru mjög tregir til að und­ir­rita og stað­festa rekstr­ar­leyf­ið. Atburðir síð­ustu vikna verða ekki til að flýta fyrir þeirri und­ir­ritun og óljóst hvort, og þá hvenær gasið fer að streyma um Nordstr­eam 2 leiðsl­una. Inn­rás Rússa í Úkrínu hefur orðið til þess að mörg Evr­ópu­lönd vilja binda enda á við­skipti við Rússa og leita nú allra leiða til að ná því mark­miði.

Auglýsing

Sól­ar­orka og vind­myllur

Þegar danska rík­is­stjórnin kynnti orku­fram­leiðslu­á­ætl­un­ina í síð­ustu viku var Dan Jørg­en­sen orku­mála­ráð­herra spurður hvernig stjórnin sæi fyrir sér að hægt yrði að fjór­falda orku­fram­leiðsl­una á næstu átta árum. Ráð­herr­ann nefndi að til dæmis væri hægt að tífalda sól­ar­orku­fram­leiðslu frá því sem nú er. Orku­fram­leiðslu með vind­myll­um, sem í dag er miklu meiri en með sól­ar­orku, mætti tvö­falda fram til 2030 og enn meira á næstu ára­tug­um. Gert er ráð fyrir að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda minnki um 70% fram til 2030.

Í orku­á­ætlun sem sam­þykkt var á danska þing­inu árið 2018 var gert ráð fyrir þremur stórum vind­myllu­svæðum á hafi úti. Þar er einkum horft til svæða úti fyrir vest­ur­strönd Jót­lands. Síð­ast­lið­inn mið­viku­dag (20. apr­íl) til­kynnti þýska fyr­ir­tækið RWE að ákveðið hefði verið að fyrsta, og stærsta, vind­myllu­svæðið yrði 22 kíló­metrum frá landi úti fyrir smá­bænum Thor­sminde. Myll­urnar á þessu svæði eiga að geta fram­leitt orku sem sam­svarar notkun milljón heim­ila. Thor, eins og svæðið er nefnt, á að vera komið í fulla notkun árið 2027.

Þegar fyr­ir­hugað er að ráð­ast í stór­fram­kvæmdir af þessu tagi er í mörg horn að líta og iðu­lega verða miklar deilur vegna fyr­ir­hug­aðrar stað­setn­ing­ar. Þótt flestir vilji gjarna græna orku, eins og myllu­orkan er köll­uð, eiga myll­urnar ekki „að vera hjá mér“.

Í augum margra eru vind­myllur ekki augna­yndi og mörgum þykir hvin­ur­inn sem frá þeim stafar hvim­leiður og rann­sóknir hafa sýnt að hann getur verið heilsu­spill­andi. Til­teknar reglur gilda því um stað­setn­ingu vind­mylla. Um myllur sem telj­ast stærri en til heim­il­is­nota gildir almennt sú regla að fjar­lægð myllu frá næsta byggða bóli verður að vera fjór­föld mesta hæð myll­unn­ar, ef myllu­spaði nær hæst 50 metra upp í loftið verður myllan að vera í 200 metra fjar­lægð frá því húsi sem næst stend­ur. En engin regla er án und­an­tekn­inga og þannig er það líka með vind­myllur og fjar­lægð frá hús­um, nánar til­tekið guðs­hús­um.

Kirkjur og vind­myllur

Í Dan­mörku eru um það bil 2350 kirkj­ur. Margar þeirra komnar mjög til ára sinna, um 70% þeirra byggðar fyrir miðja 16. öld. Þegar ferð­ast er um sveitir Dan­merkur blasa kirkjur víða við, standa hátt og iðu­lega tals­vert frá öðrum hús­um, margar keim­líkar í útliti, hvít­kalk­aðar með rauð­brúnum steini á bröttu þaki. Kirkj­urnar eru eins konar kenni­leiti og um leið átta­viti, turn­inn vísar ætíð í vest­ur.

Skipu­lags­lögin

Í dönskum skipu­lags­lögum er sér­á­kvæði um bygg­ingar og mann­virki í nálægð kirkna. Þar segir að við­kom­andi sókn geti komið í veg fyrir að mann­virki, til dæmis hús, brýr og vind­myllur rísi nálægt kirkju. Til­gang­ur­inn er að tryggja sér­stöðu kirkn­anna sem hluta dansks menn­ing­ar­arfs, eins og segir í skýr­ingum með lög­un­um.

Víða í Dan­mörku háttar þannig til að í nágrenni kirkna eru óbyggð svæði sem gætu hentað vel fyrir vind­myll­ur. En skipu­lags­lög­in, í núver­andi mynd, setja slíkum fyr­ir­ætl­unum skorð­ur. Þar segir nefni­lega að fjar­lægð mann­virkis (til dæmis myllu) frá kirkju verði að vera 28 sinnum hæð þess. 100 metra há vind­mylla yrði, sam­kvæmt þessu að vera í 2,8 kíló­metra fjar­lægð frá kirkj­unni.

Gund­er­sted og vind­myll­urnar

Bæj­ar­nafnið Gund­er­sted hljómar ekki sér­lega kunn­ug­lega í flestra eyr­um. Gund­er­sted er lítið þorp norð­ar­lega á Jót­landi, vestan við Ála­borg. Íbú­arnir eru rúm­lega þrjú hund­ruð. Í Gund­er­sted hefur verið kirkja frá 12. öld, hún hefur verið end­ur­byggð nokkrum sinn­um, en ætíð á sama stað, og stendur hærra en aðrar bygg­ingar í þessu litla þorpi. Það er rúmt um kirkj­una, engin hús eða önnur mann­virki skyggja á hana.

Kirkjan í Gundersted. Mynd af vef Gunderstedprestakallsins.

Nokkuð frá kirkj­unni, nánar til­tekið 1,5 km, standa sex vind­myll­ur, þær hafa verið þarna um ára­bil og telj­ast lágar á myllu­mæli­kvarða. En nú eru blikur á lofti, sveit­ar­fé­lagið vill fjar­lægja gömlu myll­urnar og setja á sama stað sex nýjar myll­ur, 150 metra háar. Þessum fyr­ir­ætl­unum mót­mælti sókn­ar­nefndin í Gund­er­sted og vís­aði í sér­á­kvæðið áður­nefnda um fjar­lægð vind­mylla frá guðs­hús­um. Nýju myll­urnar sem sveit­ar­fé­lagið vill setja upp eiga að skaga 150 metra í átt til him­ins og sam­kvæmt lög­unum ættu myll­urnar því að vera í að minnsta kosti 4,2 kíló­metra fjar­lægð frá kirkj­unni. Gömlu myll­urnar standa mun nær og sókn­ar­nefndin vill alls ekki fall­ast á að nýju myll­urnar rísi á sama stað. Þessi neitun sókn­ar­nefnd­ar­innar setti myllu­á­formin í upp­nám. Borg­ar­stjór­inn í Vest­himmer­land (sem Gund­er­sted er hluti af) sagði fyrir nokkrum dögum í við­tali við danska útvarp­ið, DR, að lögin væru alveg skýr. „Þessar myllur verða ekki reist­ar, nema sókn­ar­nefndin skipti um skoðun eða ráð­herra víki frá lög­unum og heim­ili myll­urn­ar. En nú mætti kannski spyrja hvað sé því til fyr­ir­stöðu að reisa myll­urnar 4,2 kíló­metra frá kirkj­unni. Því er til að svara að skammt frá kirkj­unni í Gund­er­sted eru tvær aðrar kirkjur og fjar­lægðin milli þeirra og myllu­stæð­is­ins fyr­ir­hug­aða nær ekki 4,2 kíló­metr­um.

Ráð­herra og þing vilja breyta lögum

Fjar­lægð­ar­mál­ið, eins og danskir þing­menn kalla það, hefur komið til kasta þings­ins, Fol­ket­inget. Þessa dag­ana er þar til umfjöll­unar frum­varp um breyt­ingar á skipu­lags­lög­un­um. Ráð­herra mála­flokks­ins, Kaare Dybvad Bek, er fylgj­andi breyt­ing­unni sem frum­varpið gerir ráð fyr­ir. Stærsta breyt­ingin er sú að það verði ekki í höndum sókn­ar­nefndar að stöðva eða koma í veg fyrir fram­kvæmdir eins og til dæmis myll­urnar í Gund­er­sted. Í frum­varp­inu er gert ráð fyrir að úrskurða­rétt­ur­inn í slíkum málum verði fram­vegis hjá kirkju­mála­ráðu­neyt­inu. „Með því móti verði tryggt að allir sitji við sama borð, hvort sem er á Norð­ur­-Jót­landi eða Lálandi“ sagði ráð­herr­ann í við­tali.

Þess má að lokum geta að ráð­herr­ann hefur ákveðið að ógilda myllu­bann sókn­ar­nefnd­ar­innar í Gund­er­sted og því geta fram­kvæmd­irnar við nýju myll­urnar sex haldið áfram, eftir átta mán­aða hlé.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar