Ofbeldi, meiðyrði og afleiðingar í Hollywood

Amber Heard og Johnny Depp ber ekki saman um það hvort þeirra var ofbeldismaðurinn í sambandi þeirra. Nú takast þau á um það í annað sinn fyrir dómstólum þar sem þau saka hvort annað um alvarlegt ofbeldi.

Hér sést Heard ræða við lögmenn sína í dómsal og Depp í bakgrunn.
Hér sést Heard ræða við lögmenn sína í dómsal og Depp í bakgrunn.
Auglýsing

Þeir sem skoða sam­fé­lags- og fjöl­miðla hafa vart farið var­hluta af rétt­ar­höld­unum sem nú fara fram í máli banda­rísku leik­ar­anna Johnny Depp og Amber Heard. Þar er tek­ist á um ofbeldi í sam­bandi þeirra, en í raun snýr dóms­málið sjálft ekki að því með beinum hætti heldur er þar um að ræða meið­yrða­mál.

Upp­haf dóms­máls­ins má rekja til greinar sem Heard skrif­aði í The Was­hington Post árið 2018. Umfjöll­un­ar­efni grein­ar­innar var heim­il­is­of­beldi og kvaðst Heard vera opin­ber per­sóna sem orðið hefði fyrir slíku í af hendi fyrr­ver­andi eig­in­manns. Þar sagði Heard jafn­framt frá nei­kvæðum afleið­ingum á starfs­frama hennar í Hollywood í kjöl­far þess að hún steig fram með ásak­an­irn­ar. Johnny Depp var hvergi nefndur á nafn í grein Heard, en þar sem þau höfðu skilið árið áður var nokkuð ljóst um hvern verið var að ræða.

Auglýsing
Þessu voru Depp og lög­fræð­ingur hans sam­mála og lögð var fram kæra á hendur Heard fyrir meið­yrði sem hefðu orðið til þess að starfs­frami Depp var á enda, en í kjöl­far birt­ingar grein­ar­innar missti Depp meðal ann­ars risa­stór hlut­verk sín í Fantastic Beasts og Pirates of the Caribbe­an.

Depp lét hins vegar ekki nægja að kæra Heard fyrir meið­yrði heldur sendi lög­fræð­ingur hans út yfir­lýs­ingu fyrir hans hönd þar sem ásak­anir Heard eru sagðar ósann­ar, og ákvað Heard að greiða honum í sömu mynt og kærði Depp fyrir meið­yrði á móti. Kær­urnar tvær eru nú teknar fyrir á sama tíma.

Áður mis­tek­ist að verj­ast ásök­un­unum fyrir dómi

En þetta er ekki í fyrsta skipti sem tek­ist á er um málið fyrir dómi, en það var gert í breskum dóm­stóli þegar Depp kærði breska dag­blaðið The Sun fyrir meið­yrði vegna fyr­ir­sagnar sem birt var árið 2020 þar sem Depp var sagður ofbeld­is­mað­ur. Málið var tekið fyrir í breskum dóm­stólum sama ár og var það dæmt dag­blað­inu í vil á þeim grund­velli að fjöldi sann­ana lægju fyrir um að Depp hafi ítrekað beitt Heard ofbeldi á meðan á hjóna­bandi þeirra stóð.

Depp mistókst þannig að sann­færa breskan dóm­stól um að ásak­an­irnar á hendur honum væru falskar og reynir það nú í annað sinn fyrir dóm­stólum í Virg­iníu í Banda­ríkj­un­um, en í eins konar fjöl­miðla­stríði sem hófst í kjöl­far birt­ingar greinar Heard í Was­hington Post í lok árs 2018 hafa Depp og Heard ítrekað sakað hvort annað um ofbeldi á meðan á sam­bandi þeirra stóð.

Ásak­anir um alvar­legt ofbeldi í báðar áttir

Hjón­unum fyrr­ver­andi ber ekki saman um hin ýmsu atvik sem upp komu á meðan á sam­bandi þeirra stóð, en meðal ann­ars er deilt um atvik þar sem Depp missti bút úr fingri. Sam­kvæmt honum kastað Heard í hann vod­kaflösku sem brotn­aði á hendi hans, en hún segir hann hafa slasað sig á far­síma sem hann hafi mölvað með því að berja í vegg í reiðiskasti. Heard seg­ist aldrei hafa beitt ofbeldi nema í sjálfs­vörn. Depp hafi beitt hana lík­am­legu, and­legu og kyn­ferð­is­legu ofbeldi.

Miðað við áverk­ana sem þau hafa bæði sýnt fram á að hafa hlotið á meðan á sam­bandi þeirra stóð er alla­vega víst að þau hafa átt í mjög ofbeld­is­fullu sam­bandi, hvort sem það var annað þeirra eða þau bæði sem áttu þátt í því. Sama hver nið­ur­staða dóms­máls­ins verður er óvíst hvort Depp eða Heard muni nokkurn tím­ann eiga end­ur­kvæmt á stóra skjá­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokki