Furðulegasta njósnamál Danmerkur

Í nóvember 1981 var danskur rithöfundur handtekinn, grunaður um njósnir. Eftir þrjá daga var honum sleppt en hefur aldrei verið hreinsaður af ásökunum. Málið er nú, 41 ári síðar, komið til kasta Landsréttar.

Við handtökuna tilkynnti lögreglan Arne Herløv Petersen að hann væri grunaður um njósnir fyrir Sovétríkin.
Við handtökuna tilkynnti lögreglan Arne Herløv Petersen að hann væri grunaður um njósnir fyrir Sovétríkin.
Auglýsing

Kjarn­inn end­­­­­­ur­birtir nú valda pistla Borg­þórs Arn­gríms­­­­­­sonar sem sam­hliða eru gefnir út sem hlað­varps­þætt­­­­­­ir. Frétta­­­­­­skýr­ingar Borg­þórs njóta mik­illa vin­­­­­­sælda og sú sem er end­­­­­­ur­birt hér að neðan var upp­­­­­­haf­­­­­­lega birt þann 13. mars 2022.

Þriðju­dags­kvöld eitt í nóv­em­ber 1981 sat danski rit­höf­und­ur­inn Arne Her­løv Pet­er­sen í stof­unni á heim­ili sínu í Tryggelev á Langa­landi og horfði ásamt konu sinni á kvöld­fréttir danska sjón­varps­ins. Hús hjón­anna stendur inn­ar­lega í lok­aðri götu. Inn um glugg­ann barst hljóð frá bíl sem fór eftir göt­unni og sneri svo við. Hjónin töldu að bíl­stjór­inn hefði villst en þegar þau heyrðu að bíll­inn stopp­aði fyrir utan húsið stóð Arne upp úr sóf­anum og leit út. En í sama mund var hópur lög­reglu­þjóna kom­inn inn í húsið og Arne til­kynnt að hann væri hand­tek­inn, og eig­in­konan líka. „Og fyrir hvað“ spurði Arne og svarið var „fyrir njósn­ir“. Þau voru úrskurðuð í þriggja daga gæslu­varð­hald meðan lög­reglan rann­sak­aði íbúð­ar­húsið hátt og lágt og bar út fjöld­ann allan af kössum með bókum og skjöl­um. Þessi gögn ásamt afrit­unum af síma­hler­unum og upp­tökum úr hler­unar­út­bún­aði ætl­aði danska leyni­þjónustan PET að nota til að sýna að Arne hefði unnið fyrir sov­ésku leyni­þjón­ust­una KGB og fengið greitt fyr­ir, ásamt sígar­ettum og áfengi. Eig­in­kon­unni, sem aldrei var nafn­greind, var sleppt fljót­lega eftir hand­tök­una.

Hér má geta þess að mán­uði fyrir hand­tök­una hafði einum starfs­manni sov­éska sendi­ráðs­ins í Kaup­manna­höfn verið vísað úr landi. Hann var tal­inn hafa verið tengiliður sendi­ráðs­ins við Arne Her­løv Pet­er­sen.

Afkasta­mik­ill

Arne Her­løv Pet­er­sen sem er fæddur árið 1943 lauk stúd­ents­prófi frá banda­rískum mennta­skóla og enn­fremur dönsku stúd­ents­prófi. Síðar lauk hann magister­prófi í sagn­fræði. Hann hefur frá unga aldri feng­ist við rit­störf, skrifað fjöl­margar skáld­sögur og gefið út 13 ljóða­bæk­ur. Hann hefur enn­fremur þýtt fleiri en 500 banda­rískar skáld­sögur auk ljóða­þýð­inga úr ýmsum átt­um.

Átti að breiða út jákvæð við­horf til Sov­ét­ríkj­anna

Eins og áður sagði til­kynnti lög­reglan Arne Her­løv Pet­er­sen, við hand­tök­una, að hann væri grun­aður um njósnir fyrir Sov­ét­rík­in.

Auglýsing
Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var kveð­inn upp á grund­velli greinar 108 í dönsku hegn­ing­ar­lög­un­um, þessi grein er iðu­lega nefnd „milda njósn­a­laga­grein­in“. Ákæru­valdið sagði Arne Her­løv Pet­er­sen hafa, að beiðni KGB, safnað und­ir­skriftum og rekið áróður fyrir kjarn­orku­lausum Norð­ur­lönd­um. Fram kom að danska leyni­þjón­ustan hafi um tveggja ára skeið, frá 1979 og fram að hand­tök­unni, hlerað síma Arne Her­løv Pet­er­sen. Starf hans hefði verið að breiða út jákvæðar skoð­anir um sov­ésk sjón­ar­mið og upp­lýsa sov­éska diplómata í sendi­ráði Sov­ét­ríkj­anna í Kaup­manna­höfn um til­tekna danska ein­stak­linga og skoð­anir þeirra. Arne Her­løv Pet­er­sen sagð­ist fyrst og síð­ast hafa „rætt mál­ið“ við sov­éska sendi­ráðs­menn, eins og hann komst að orði.

Sleppt án ákæru en þó tal­inn sekur

Eftir að hafa setið þrjá daga í gæslu­varð­haldi og mætt fyrir dóm­ara var Arne Her­løv Pet­er­sen sleppt en jafn­framt sagt að hann væri áfram grun­að­ur. Nokkrum mán­uðum síð­ar, í apríl 1982, til­kynnti Ole Esp­er­sen dóms­mála­ráð­herra að fallið yrði frá ákæru en Arne Her­løv Pet­er­sen væri þó áfram grun­aður um njósn­ir. Í yfir­lýs­ingu ráð­herr­ans kom fram að um væri að ræða svo­nefnt „til­talefrafald“ sem þýðir að við­kom­andi sé tal­inn sekur en sæti þó ekki ákæru. Í yfir­lýs­ingu ráð­herr­ans kom enn­fremur fram að hann teldi Arne Her­løv Pet­er­sen „i prinsipp­et“ sek­an. Áður en til hand­tök­unnar kom hafði dóms­mála­ráð­herra leitað álits rík­is­lög­manns, sem hafði í áliti sínu sagt að Arne Her­løv Pet­er­sen hefði ekki skaðað danska hags­muni og ekki gert neitt ólög­legt. Ráð­herra skip­aði þá leyni­þjón­ust­unni að hand­taka ekki Arne Her­løv Pet­er­sen, þá skipun lét leyni­þjón­ustan sem vind um eyru þjóta og fór sínu fram.

En af hverju að telja mann­inn sekan en ákæra ekki? Hjá dóms­mála­ráð­herr­anum tog­uð­ust tvö sjón­ar­mið á, ann­ars­vegar álit rík­is­lög­manns og hins­vegar ákvörðun leyni­þjón­ust­unnar um hand­tök­una og harð­orðar yfir­lýs­ingar Kjeld Olesen utan­rík­is­ráð­herra um Arne Her­løv Pet­er­sen.

Eftir að dóms­mála­ráð­herr­ann hafði veitt áður­nefnt til­talefrafald var Arne Her­løv Pet­er­sen í sér­kenni­legri stöðu. Hann var tal­inn sekur án þess að hafa hlotið dóm og hafði því hvorki mögu­leika á að áfrýja né að krefj­ast bóta. Hann hefði gjarna viljað að mál sitt færi fyrir dóm­stóla, þar sem hann hefði, að eigin áliti, verið sýkn­að­ur.

Húð­flúr á sál­ina

Í við­tali við danskt dag­blað lýsti Arne Her­løv Pet­er­sen því að málið hefði haft þær afleið­ingar að hann væri með húð­flúr á sál­inni. Mann­orð sitt hefði beðið hnekki, útgáfu­fyr­ir­tæki sitt sagt upp samn­ingum og les­end­ur, sumir hverj­ir, snúið við sér bak­inu.

Leyni­þjón­ustan geymir enn gögnin

Gögnin sem danska leyni­þjón­ustan lagði hald á í nóv­em­ber 1981 eru enn í hennar vörslu. Arne Her­løv Pet­er­sen hefur margoft, án árang­urs, farið fram á að fá eigur sínar til baka. Árið 1998 óskaði hann eftir að fá aðgang að þeim gögnum sem leiddu til hand­töku hans á sínum tíma. Níu árum síðar fékk hann send tvö skjöl og útskýr­ingar leyni­þjón­ust­unnar á töf­inni. Arne Her­løv Pet­er­sen sagði í við­tali að þessi tvö skjöl væru ekki það sem hann hefði beðið um. Málið var fyrir mörgum árum rætt í þing­inu en það breytti engu. Árið 2012 kröfð­ust dönsku rit­höf­unda­sam­tökin þess, fyrir hönd Arne Her­løv Pet­er­sen, að hann fengi öll gögn sín afhent. Allt kom fyrir ekki. Þess má geta að leyni­þjón­ustan afrit­aði dag­bækur Arne Her­løv Pet­er­sen, án hans sam­þykk­is, Rík­is­skjala­safnið gerði þær aðgengi­legar almenn­ingi. Það telur hann ganga gegn höf­und­ar­rétt­ar­lög­um.

Kemur til kasta lands­réttar

Í maí 2019 fékk danska rit­höf­unda­sam­bandið sam­þykkta gjaf­sókn til máls­höfð­unar gegn leyni­þjón­ust­unni vegna hand­tök­unnar og ólög­legs eft­ir­lits með Arne Her­løv Pet­er­sen og Rík­is­skjala­safn­inu fyrir að gera dag­bæk­urn­ar, sem eru uppá 1400 síð­ur, aðgengi­legar almenn­ingi. Lands­réttur tekur málið fyrir síðar á þessu ári.

Arne Her­løv Pet­er­sen sem nú er að verða 79 ára býr enn í hús­inu í Tryggelev á Langa­landi. Í blaða­við­tali fyrir nokkru sagð­ist hann fyrir löngu kom­inn með nóg af þessu máli sem von­andi lyki sem fyrst. „Það hvarfl­aði ekki að mér þegar ég var hand­tek­inn 1981 að ég yrði aðal­per­sónan í því sem blaða­menn hafa kallað furðu­leg­asta njósn­a­mál í sögu Dan­merk­ur“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar