37 ára heimsmethafi í maraþoni vill veita ungu fólki innblástur

Eliud Kipchoge, heimsmethafi í maraþoni, hljóp daglega í skólann sem barn í Kenía, þrjá kílómetra. Um helgina hljóp hann maraþon á tveimur klukkustundum, einni mínútu og níu sekúndum. Það er eins og að stilla hlaupabretti á 21. Í rúmar tvær klukkustundir.

Eliud Kipchoge hefur hlaupið maraþon hraðast allra, á tveimur klukkustundum, einni mínútu og níu sekúndum.
Eliud Kipchoge hefur hlaupið maraþon hraðast allra, á tveimur klukkustundum, einni mínútu og níu sekúndum.
Auglýsing

Eliud Kipchoge, tvö­faldur Ólymp­íu­meist­ara í mara­þon­hlaupi, bætti eigið heims­met í mara­þoni um 30 sek­úndur um helg­ina þegar hann kom í mark við Brand­en­borg­ar­hliðið í Berlín­ar­m­ara­þon­inu á tveimur klukku­stund­um, einni mín­útu og níu sek­únd­um.

2:01:09.

Það þýðir að með­al­hraði hans í hlaup­inu var 21,02 kíló­metra hraði á klukku­stund. Ein­kunn­ar­orð Kipchoge eiga því vel við eftir Berlín­ar­m­ara­þon­ið: „Impossi­ble is Not­hing“, eins konar fram­þróun á fra­s­anum „Not­hing is impossi­ble“ eða „ekk­ert er ómögu­leg­t“.

Auglýsing

Kipchoge er fæddur 5. nóv­em­ber 1984 í Nand­e-­sýslu í Kenía og verður því 38 ára síðar á þessu ári. Sem barn æfði hann hlaup ekki sér­stak­lega en hljóp í og úr skól­ann á hverjum degi, 3,2 kíló­metra hvora leið. Kipchoge er yngstur fjög­urra systk­ina og ólst upp hjá móður sinni, sem var ein­stæð, en hann þekkti föður sinn aðeins af mynd­um. Kipchoge var 16 ára þegar hann kynnt­ist þjálf­ar­anum sín­um, Pat­rick Sang, ólymp­íu­meist­ara í hindr­un­ar­hlaupi.

Meta­væn hlaupa­leið í Berlín

Sang er enn hans aðal­þjálf­ari í dag og fagn­aði heims­met­inu inni­lega með honum í Berlín um helg­ina. Kipchoge, sem hóf lang­hlaupa­fer­il­inn sem 5.000 metra hlaupari, hefur nú sigrað 15 af 17 mara­þon­hlaupum sem hann hefur tekið þátt í. Þriðj­ungur sigr­anna hafa komið í Berlín og ljóst er að hlaupa­leiðin í borg­inni er hentug til meta­bæt­inga, hvort sem um er að ræða heims­met eða ekki. Heims­metið sem hann sló setti hann einmitt í Berlín fyrir fjórum árum, þegar hann hljóp á tveimur klukku­stund­um, einni mín­útu og 39 sek­únd­um.

Kipchoge var þakk­læti efst í huga þegar hann kom í mark á sunnu­dag­inn og þakk­aði hann liðs­fé­lögum sínum fyrir hversu hrað­skreiður hann var. „Allt snýst um sam­vinn­u,“ sagði hann. „Það sem hvetur mig áfram er fjöl­skyldan mín og ég vil veita ungu fólki inn­blást­ur. Íþróttir sam­eina fólk og það er það sem hvetur mig áfram.“

Um klukku­tíma bæt­ing á 126 árum

Saga mara­þon­hlaups er mörg hund­ruð ára gömul og nær allt aftur til árs­ins 490 f.Kr. þegar Grikkir áttu í stríði við Persa í orr­ust­unni um Mara­þon. Sagan segir að þegar Grikkir höfðu betur í stríð­inu hafi maður nokk­ur, Þersippos, verið sendir til Aþenu til að greina frá sigrin­um. Hlaupa­leiðin var um 42 kíló­metrar og þegar Þersippos komst á leið­ar­enda hneig hann nið­ur.

Fyrst var keppt í mara­þoni á fyrstu nútíma­ólymp­íu­leik­unum sem fram fóru í Aþenu árið 1896. Það var við­eig­andi að Grikki sigr­aði í hlaup­inu, á tím­anum tveimur klukku­stund­um, 58 mín­útum og 50 sek­únd­um. Vega­lengdin var reyndar aðeins styttri en hún er í dag, aðeins 40 kíló­metr­ar. En frá og með Ólymp­íu­leik­unum í París árið 1924 hefur vega­lengd mara­þons verið 24 kíló­metrar og 195 metr­ar.

Fyrsta skráða heims­metið í karla­flokki í við­ur­kenndri mara­þon­lengd er að öllum lík­indum 2 klukku­stund­ir, 26 mín­útur og 14 sek­únd­ur, sett af hinum jap­ansk-kóreska Sohn Kee-chung, í Tókýó árið 1935. Jap­anir og Bretar skipt­ust á að setja heims­met á árunum eftir seinni heim­styrj­öld­ina þar til árs­ins 1964 þegar Eþíóp­íu­mað­ur­inn Abebe Bik­ila hljóp heilt mara­þon á tveimur klukku­stund­um, 12 mín­útum og 11 sek­únd­um. Síðan þá hefur metið nálg­ast tveggja klukku­stunda mark­ið, mark­miðið sem fremstu mara­þon­hlaupararnir láta sig dreyma um að ná. Meira um það síð­ar.

Aldrei hlaupið hálf­mara­þon í mara­þoni jafn hratt

Hlaupið á sunnu­dag var hratt, eins og við mátti búast, enda voru aðstæður til lang­hlaups eins og best verður á kos­ið: 11 gráð­ur, logn og úrkomu­laust. Hlaupið byrj­aði gríð­ar­lega hratt. Kipchoge hljóp fimm kíló­metra á 14 mín­útum og 14 sek­úndum og tíu kíló­metra á 28 mín­útum og 23 sek­únd­um. Hálf­mara­þon hljóp hann á 59:51 og með sama hraða í síð­ara hlut­anum hefði hann því náð að hlaupa á undir tveimur klukku­tím­um. Hann hefur aldrei hlaupið fyrri helm­ing mara­þons jafn hratt, en í sama hlaupi í fyrra hljóp hann fyrri 21,1 kíló­met­er­inn á 60:48.

Kipchoge við endamarkið við Brandenborgarhliðið í Berlín. Mynd: EPA.

Kipchoge hafði sam­keppni í fyrri hluta hlaups­ins og það hjálp­aði lík­lega til við að halda hrað­anum uppi. Eþíóp­íu­mað­ur­inn Andam­lak Beli­hu, sem var að hlaupa sitt annað mara­þon á ferl­in­um, var rétt á eftir hon­um. Kipchoge hafði aðeins hægt á sér við 25 kíló­metra sem hann hljóp á 1:11:08 og fljót­lega eftir það stakk hann Belihu af. Kipchoge hljóp 35 kíló­metra á 1:40:10. Með­al­hraði á hvern kíló­metra var samt sem áður 2 mín­útur og 52 sek­úndur og ljóst að heims­metið var í hættu með þessu áfram­haldi.

Stöldrum aðeins við.

Með­al­hrað­inn sem Kipchoge hljóp á, þegar hann var búinn að hlaupa 35 kíló­metra, var 2 mín­útur og 52 sek­úndur á hvern kíló­metra. Það er eins og að stilla hlaupa­brettið á 21,2.

Nið­ur­staðan varð svo, sem fyrr seg­ir, 30 sek­úndna bæt­ing, 2:01:09. Næstur á eftir Kipchoge var landi hans Mark Korir á 2:05:58. Eþíóp­íu­mað­ur­inn Tadu Abate var þriðji á 2:06:40 og Belihu varð fjórði, fimm og hálfri mín­útu á eftir Kipchoge, á tím­anum 2:06:40.

Kipchoge sagði eftir hlaupið að hann ætl­aði sér að hlaupa fyrri helm­ing­inn á 60 mín­útum og 50 sek­únd­um. „En fæturnir mínir voru að hlaupa mjög hratt og ég hugs­aði með mér að reyna að hlaupa á tveimur tímum slétt­um. En ég er ánægður með frammi­stöð­una.“

Hann við­ur­kenndi að seinni helm­ingur hlaups­ins reynd­ist honum erf­iður þar sem fyrri hlut­inn var svo hrað­ur. „Við fórum of hratt og það tók orku frá vöðv­un­um.“

Undir tveimur tímum í París 2024?

Kipchoge er hrað­skreið­asti mara­þon­hlaup­ari í heimi með tvo bestu tím­ana í sög­unni. Heims­metið sem hann setti á laug­ar­dag og tím­ann frá því í sama hlaupi fyrir fjórum árum. Næstur á eftir honum kemur Eþíóp­íu­mað­ur­inn Kenen­isa Bekele sem hefur hlaupið mara­þon á tveimur klukku­stund­um, einni mín­útu og 41 sek­úndu.

Kipchoge verður 38 ára í nóv­em­ber en hann er hvergi nærri hætt­ur. Mark­mið hans eru háleit. Hann ætlar að hlaupa hrað­ar. Undir tveimur klukku­stund­um.

Það hefur hann raunar gert. Fyrstur allra í heim­inum í Vín­ar­borg árið 2019 þegar hann hljóp mara­þon á einni klukku­stund, 59 mín­útum og 40 sek­únd­um. Tím­inn var ekki skráður sem opin­bert heims­met þar sem ekki var um hefð­bundið mara­þon­hlaup að ræða heldur helj­ar­innar teym­is­vinnu.

Kipchoge (aftastur) og „hérarnir“ í Vín þegar hann hljóp maraþon á undir tveimur klukkustundum. Mynd: EPA

Hlaupið og allt umstangið í kringum það var þaul­skipu­lagt. Kipchoge hljóp 9,4 kíló­metra langan hring, rúm­lega fjórum sinn­um, í kringum garð í mið­borg Vínar og naut aðstoðar 41 „héra“ sem hlupu með hon­um, sjö og sjö í einu. Þá fékk hann einnig hjálp frá þjálf­urum sínum sem fylgdu honum á reið­hjóli og gáfu honum vatn og orkugel svo hann þyrfti ekki að teygja sig eftir því sjálfur eins og gera þarf í keppn­is­hlaup­um.

Næsta stóra verk­efnið er Ólymp­íu­leik­arnir í París 2024 þar sem Kipchoge gæti náð þeim árangri að ná þriðja Ólymp­íugull­inu í röð, fyrstur mara­þon­hlaupara. Hvort hann reyni að hlaupa mara­þon á undir tveimur klukk­stundum þá, eða jafn­vel fyrr, til að mynda í Berlín að ári liðnu, sagði Kipchoge: „Ég ætla að fagna þessu meti og átta mig á hvað ger­ist næst. Bara halda áfram og sjá hvað ger­ist.“

Aðspurður hvort honum líði ennþá eins og hann sé ungur svar­aði hrað­skreið­asti mara­þon­hlaup­ari í heimi: „Það býr meira í fót­unum mínum og ég vona að fram­tíðin verði frá­bær. Hug­ur­inn er skyn­samur og lík­am­inn er enn að drekka í sig allar æfing­arnar og keppn­is­hlaup­in.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Musterishæðin, al-Haram al-Sharif, í Jerúsalem er einungis kölluð síðarnefnda nafninu í tillögu sem bíður afgreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Það segir utanríkisráðuneytið „óþarfa ögrun“.
„Óþarfa ögrun“ í orðalagi á meðal ástæðna fyrir því að Ísland sat hjá
Ísland ákvað að sitja hjá í nóvembermánuði þegar þingsályktunartillaga sem fól í sér beiðni um álit Alþjóðadómstólsins í Haag á hernámi Ísraels á palestínskum svæðum var samþykkt af 4. nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 6. desember 2022
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent