Mynd: Bára Huld Beck

„Komufarþegar munu átta sig á því hvar Davíð getur keypt ódýrara öl og versla áfengið á brottfararflugvelli“

Ferðaþjónustan og hagsmunaverðir hennar gagnrýna fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp á ýmsan hátt og telja hækkun gjalda á áfengi, tóbak og eldsneyti muni draga úr getu Íslands til að keppa um ferðamenn. Hærra verð í fríhöfninni muni leiða af sér að ferðamenn kaupi áfengi frekar á brottfararflugvöllum, taki það með í handfarangri og þyngi vélarnar.

Aðilar í ferða­þjón­ustu, og hags­muna­verðir þeirra, gera marg­hátt­aðar athuga­semdir við áform rík­is­stjórn­ar­innar um að leggja á svo­kallað vara­flug­valla­gjald, sem á að skila 1,4 millj­arði króna í nýjar tekjur á næsta ári, og hækk­anir á áfeng­is-, tóbaks- og elds­neyt­is­gjöldum sem dragi úr sam­keppn­is­hæfni Íslands í bar­átt­unni um ferða­menn. 

Þá telja ýmsir innan ferða­þjón­ust­unnar að hækkun á álögum á áfengi og tóbak í frí­höfn­inni muni gera það að verkum að tekju­öflun á Kefla­vík­ur­flug­velli drag­ist saman og salan á þessum vörum muni þess í stað fær­ast í auknum mæli yfir til frí­hafna á brott­far­ar­flug­velli. Áætl­anir um að þessar hækk­anir muni skila 700 millj­ónum króna í við­bót­ar­tekjur fyrir rík­is­sjóð séu því óraun­hæf­ar.

Þetta má lesa úr umsögnum sem skilað hefur verið inn um fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varp. 

Mikil óánægja með vara­flug­vall­ar­gjald

Isa­via, rík­is­fyr­ir­tækið sem rekur Kefla­vík­ur­flug­völl og aðra flug­velli á land­inu, segir í umsögn sinni að það komi ekki fram í frum­varp­inu hvernig eigi að ráð­stafa þeim 1,4 millj­arði króna sem á að inn­heimta af nýju vara­flug­vall­ar­gjaldi. Þá sé ekki að sjá í frum­varp­inu að útgjöld til flug­valla eigi að aukast í takti við þessar nýju tekjur og bendir á að Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ESA) hafi áður gert ríkið aft­ur­reka með skatt­lagn­ingu vegna vara­flug­vall­ar­gjalds. 

Isa­via segir rann­sóknir sýna að tíu pró­sent aukn­ing flug­teng­inga til og frá land­inu auki hag­vöxt til fram­tíðar um 0,5 pró­sentu­stig. „með til­heyr­andi nei­kvæðum áhrifum á flug­rek­end­ur), draga úr þjón­ustu eða fresta fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þá mun hækkun á gjöldum í frí­höfn­inni fela í sér meiri flutn­ing toll­frjáls varn­ings í far­þega­rými til Íslands sem er mjög nei­kvæð þró­un. Þetta mun í fyrsta lagi auka þyngd flug­véla og kolefn­is­spor og í öðru lagi auka umfang hand­far­ang­urs sem nú þegar skapar vanda­mál. Síð­asta sumar var tveggja ára ferða­þörf að leys­ast úr læð­ingi og margir höfðu safnað upp ferða­sjóðum á tíma Covid-19 far­ald­urs­ins. Þetta verður ekki staðan á næsta ári enda hafa ferða­sjóðir verið tæmdir og verð­bólga mikil á öllum mörk­uð­um. Það væri því væn­legra fyrir rík­is­sjóðs að lækka frekar gjöld sem snúa að ferða­mönnum og auka þar með eft­ir­spurn eftir ferðalögum til Íslands. Í ljósi alls ofan­greinds telur Icelandair að hækk­anir á þeim gjöldum sem um ræðir muni ekki skila sér í auknum tekjum til rík­is­sjóðs enda eru hækk­an­irnar til þess fallnar að draga úr eft­ir­spurn. Þær munu hafa nei­kvæð áhrif til langs tíma.“

Í umsögn Icelandair Group, sem skrifuð er af Boga Nils Boga­syni for­stjóra, segir að verði farin sú leið að leggja á sér­stakt vara­flug­valla­gjald vegna allra flug­ferða til og frá Íslandi sé ljóst að slík gjald­taka hefði veru­leg nei­kvæð áhrif á Icelandair og aðra íslenska flug­rek­end­ur. Gjaldið myndi skaða sam­keppn­is­hæfni þeirra á mark­aði fyrir flug milli Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku. Icelandair ítreki „mik­il­vægi þess að íslenskir flug­rek­endur verði ekki látnir bera kostn­að­inn af upp­bygg­ingu flug­valla utan Kefla­vík­ur­flug­vallar og að nauð­syn­legri upp­bygg­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli verði haldið áfram.“

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Mynd: RÚV/Skjáskot

Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar (SAF) eru á svip­uðu slóðum í sinni umsögn. Þar segir að sam­tökin gjaldi „var­hug við því að sett sé fram upp­hæðin 1,4 ma.kr. í slíka inn­heimtu án þess að búið sé að ganga úr skugga um fyr­ir­komu­lagið og hvort það sé yfir­höfuð lög­legt. Fyr­ir­hugað er að leggja fram frum­varp um málið í haust og ekki er tryggt að það verði afgreitt.“

Þegar dýrt Ísland verði enn dýr­ara

For­stjóri Icelandair eyðir einnig miklu púðri í að gagn­rýna hækk­aði á ýmsum gjöldum sem renna til rík­is­ins, til að mynda áfeng­is­gjalds, tóbaks­gjalds og elds­neyt­is­gjalds, sem öll eigi það sam­eig­in­legt að hafa áhrif á ferða­menn. „Ljóst er að ferða­menn á Íslandi munu finna fyrir hækkun þess­ara gjalda í formi hærra verð­lags og mun Ísland því verða enn dýr­ari áfanga­staður en ella. Þetta er til þess fallið að draga úr sam­keppn­is­hæfni Íslands sem ferða­manna­staðar enda hefur landið nú þegar orð á sér fyrir hátt verð­lag sem er letj­andi fyrir ferða­menn þegar kemur að skipu­lagn­ingu ferða­laga til Íslands.“

Þótt Icelandair skilji þá afstöðu stjórn­valda að sækja þurfi tekjur frá ferða­mönnum í því skyni að tryggja upp­bygg­ingu inn­viða í ferða­þjón­ustu þá muni slík skatt­heimta snú­ast upp í and­hverfu sína ef hún verði til þess að skerða sam­keppn­is­hæfni Íslands sem ferða­manna­staðar og þar með skila færri ferða­mönnum til lands­ins. „Þrátt fyrir að um sé að ræða vel efn­aða ferða­menn þá er fljótt að spyrj­ast út ef verð­lag á Íslandi er með þeim hætti að verð séu langt umfram gæði. Ef ferða­menn þurfa til að mynda að yfir­borga fyrir mál­tíðir og bíla­leigu­bíla þá verða aðrir áfanga­staðir fljótt meira aðlað­andi. Auð­velt er að sýna fram á að nú þegar eru tekjur rík­is­ins af ferða­mönnum með óbeinum sköttum og auk­inni veltu í hag­kerf­inu langt umfram kostnað við við­hald og styrk­ingu nauð­syn­legra inn­viða. Þarna eru vara­flug­vellir ekki und­an­skild­ir.“

SAF segir að miðað við aðrar Evr­ópu­þjóðir séu skattar á áfengi og tóbak með þeim hæstu hér á landi. Það hafi nú þegar ýmis nei­kvæð áhrif á eft­ir­spurn í íslenskri ferða­þjón­ustu. „Það er ljóst að fyr­ir­huguð skatta­hækkun mun gera áfanga­stað­inn Ísland að enn dýr­ari áfanga­stað og munu ferða­menn líkt og lands­menn finna vel fyrir hækk­un­inni sem mun draga úr sam­keppn­is­hæfni íslenskrar ferða­þjón­ust­u.“

Far­þegar klyfj­aðir áfengi munu þyngja vél­arnar

Áform um að hækka álagn­ingu á áfengi og tóbak sem selt er í frí­höfn Kefla­vík­ur­flug­vallar er líka þyrnir í augum ferða­þjón­ust­unnar og hags­muna­varða henn­ar, en til stendur að hækka áfeng­is­gjald sem lagt er á söl­una úr 10 í 25 pró­sent og tóbaks­gjaldið úr 40 í 50 pró­sent. 

Í umsögn Icelandair segir að afleið­ing þess­ara hækk­ana verði ósam­keppn­is­hæft verð­lag og því sé lík­legt að salan muni fær­ast í auknum mæli yfir til frí­hafna á brott­far­ar­flug­völl­um. „Þessi tekju­skerð­ing hjá Isa­via mun fyr­ir­sjá­an­lega leiða til þess að hækka þurfi flug­tengdar tekjur (sem myndi leggj­ast á far­þega með til­heyr­andi nei­kvæðum áhrifum á flug­rek­end­ur), draga úr þjón­ustu eða fresta fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þá mun hækkun á gjöldum í frí­höfn­inni fela í sér meiri flutn­ing toll­frjáls varn­ings í far­þega­rými til Íslands sem er mjög nei­kvæð þró­un. Þetta mun í fyrsta lagi auka þyngd flug­véla og kolefn­is­spor og í öðru lagi auka umfang hand­far­ang­urs sem nú þegar skapar vanda­mál.“

Síð­asta sumar hafi tveggja ára ferða­þörf verið að leys­ast úr læð­ingi og margir hafi safnað upp ferða­sjóðum á tímum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. „Þetta verður ekki staðan á næsta ári enda hafa ferða­sjóðir verið tæmdir og verð­bólga mikil á öllum mörk­uð­um. Það væri því væn­legra fyrir rík­is­sjóðs að lækka frekar gjöld sem snúa að ferða­mönnum og auka þar með eft­ir­spurn eftir ferða­lögum til Íslands. Í ljósi alls ofan­greinds telur Icelandair að hækk­anir á þeim gjöldum sem um ræðir muni ekki skila sér í auknum tekjum til rík­is­sjóðs enda eru hækk­an­irnar til þess fallnar að draga úr eft­ir­spurn. Þær munu hafa nei­kvæð áhrif til langs tíma.“

SF mót­mælir einnig hækk­unum á gjöldum á áfengi og tóbak í frí­höfn­inni, sem ætlað er að skili 700 millj­ónum króna í nýjar tekjur fyrir rík­is­sjóð. „Sam­tökin telja að ef fyr­ir­huguð hækkun standi þá muni verslun með þær vörur fær­ast úr landi og sala í frí­höfn drag­ast saman og leiða til tekju­skerð­ingar hjá Isa­via. Því munu fyr­ir­hug­aðar tekjur af hækk­un­inni skila sér að litlu leyti. Komu­far­þegar munu átta sig á því hvar Davíð getur keypt ódýr­ara öl og versla áfengið á brott­far­ar­flug­velli. Komi far­þegar í flug­vél­arnar klyfj­aðir af áfengi mun það þyngja vél­arn­ar, auka óhag­kvæmi og hækka kolefn­is­spor, þvert gegn við­leitni flug­fé­laga und­an­farið til að létta vél­arn­ar.“

Við­skipta­ráð leggur líka orð í belg um þessa hækkun í sinni umsögn um fjár­laga­frum­varpið og seg­ist telja „mjög hæpið að tekjur rík­is­sjóðs Íslands muni aukast sem nokkru nemur vegna þessa. Verð á mörgum vöru­teg­undum í þessum flokkum mun að óbreyttu verða umtals­vert hærra en í frí­hafn­ar­versl­unum erlend­is. Neyt­endur munu að öllum lík­indum bregð­ast við þessum hækk­unum og verslun með áfengi- og tóbak í frí­hafn­ar­versl­unum mun því senni­lega flytj­ast úr landi í auknum mæli.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar