EPA

Fólk á flótta er „ekki vara sem hægt er að útvista“

Áætlanir stjórnvalda í Bretlandi um að senda fólk sem þangað leitar að vernd til Afríkuríkisins Rúanda er brot á alþjóðalögum, segir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Ekki allt flóttafólk mun fá þessa meðferð og eru stjórnvöld sökuð um rasisma.

Fólk sem er að flýja stríð, átök og ofsóknir á skilið sam­úð. Það á ekki að fara með það eins og vör­ur, flytja það til útlanda til úrvinnslu.“

Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna, UNCHR, er mjög harð­orð í við­brögðum sínum við þeim tíð­indum að stjórn­völd í Bret­landi ætli að senda fólk sem leitar þar alþjóð­legrar verndar inn í miðja Afr­íku. Stofn­unin leggst alfarið gegn þeim fyr­ir­ætl­unum að flytja út – útvista ef svo má segja – skyldum gagn­vart hæl­is­leit­end­um. „Að leita hælis eru mann­rétt­ind­i.“

Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, segir hins vegar að það sé „sið­ferð­is­lega rétt“ að flytja þær þús­undir hæl­is­leit­enda sem koma til Bret­landseyja yfir Ermar­sund­ið, oft á litlum skektum og stefna lífi sínu og sinna með þeim hætti í voða, með flugi til Rúanda – í um 6.500 kíló­metra fjar­lægð.

„Ég held að við séum komin með fram­úr­skar­andi stefnu í því að reyna að stöðva drukknun fólks á hafi úti,“ hefur John­son m.a. sagt og undr­ast alla þá gagn­rýni sem áætl­an­irnar hafa feng­ið. „Ég held að það sé sið­ferð­is­lega rétt að stoppa glæpa­gengi í því að mis­nota fólk og senda það ofan í vota gröf. Ég held að þetta sé skyn­sam­leg, hug­rökk og frum­leg stefna.“

Að senda fólk sem leitar hælis til ann­arra landa „til úrvinnslu“ er þó alls ekki frum­leg stefna. Hún hefur áður verið reynd og það með slæmum árangri. Frum­leik­inn er heldur ekki meiri en svo að í fyrra ákváðu dönsk stjórn­völd að fara nákvæm­lega sömu leið: Senda hæl­is­leit­endur sem þangað leita bein­ustu leið til Rúanda.

Erki­bisk­up­arnir af Kant­ara­borg og York eru í hópi þeirra sem for­dæmt hafa fyr­i­r­á­ætl­an­irnar og segja það að senda hæl­is­leit­endur „aðra leið­ina“ í burtu ekki stand­ast kristið sið­ferði.

Priti Patel, inn­an­rík­is­ráð­herra Bret­lands skrif­aði undir vilja­yf­ir­lýs­ingu um málið við stjórn­völd í Rúanda nýver­ið, sam­komu­lag sem sagt er munu kosta 120 millj­ónir punda, um 20 millj­arða íslenskra króna. Hún hefur einnig fengið sinn skerf af gagn­rýni. And­staða við áformin er mjög mikil innan hennar ráðu­neytis og hefur hluti starfs­manna hótað að leggja niður störf í mót­mæla­skyni. Þeir segja aðgerð­irnar „al­gjör­lega sið­laus­ar“ og vilja kom­ast undan að starfa sam­kvæmt þeim.

Þing­menn Verka­manna­flokks­ins greiddu í síð­ustu viku atkvæði gegn breyt­ingum á lögum sem myndu heim­ila flutn­ing hæl­is­leit­enda til ann­ars lands. Sögðu þeir frum­varpið „ófull­nægj­andi og ill­kvitt­ið“.

Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, skrifar undir viljayfirlýsingu við stjórnvöld í Rúanda um viðtöku hælisleitenda.
EPA

Fyr­ir­ætl­anir breskra stjórn­valda hafa ekki enn verið útli­staðar nákvæm­lega. Það sem hefur komið er fram er að flogið yrði með fólk sem kemur til Bret­lands yfir Ermar­sundið í leit að hæli til Rúanda þar sem við muni taka „úr­vinnsla“ mála þeirra. Þessar aðgerðir gætu haf­ist innan fárra vikna. Eftir kom­una til Rúanda myndi fólkið „sam­lag­ast sam­fé­lögum víða um land­ið“.

Sam­kvæmt laga­frum­varp­inu fá stjórn­völd heim­ild til að senda hæl­is­leit­endur til „ör­uggs þriðja rík­is“. Meðal þess sem er gagn­rýnt, fyrir utan það eitt að útvista mót­töku hæl­is­leit­enda, eru efa­semdir um að Rúanda geti talist öruggt ríki. Ekki er lengra síðan en í fyrra­sumar að erind­reki breskra stjórn­valda gagn­rýndi þau í Rúanda fyrir að rann­saka ekki ásak­anir um mann­rétt­inda­brot, m.a. pynt­ingar í haldi lög­reglu, með „gagn­sæj­um“ og „trú­verð­ug­um“ hætti.

Mann­rétt­inda­sam­tökin Freedom House sögðu í skýrslu sinni árið 2020 að flótta­fólk frá Aust­ur-­Kongó og Búrúndi sé útsett fyrir kyn­ferð­is­legri mis­notkun og ofbeldi í Rúanda auk þess sem það hafi verið þvingað til að ganga í vopn­aðar sveitir í land­inu.

„Orð­spor rík­is­stjórnar Rúanda er brot­hætt og hún hefur ekki margar leiðir til að skora hátt í trausti á alþjóða vett­vang­i,“ hefur Sky News eftir Taniu Kaiser, sér­fræð­ingi í flótta­manna­fræðum við háskóla í London. Hún bendir á að Flótta­manna­stofn­unin hafi ítrekað kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að flótta­fólk eigi erfitt upp­dráttar í Rúanda.

Franskir lögreglumenn vakta svæði þaðan sem margir hælisleitendur hefja för sína yfir Ermarsundið til Bretlands.
EPA

Paul Kaga­me, for­seti Rúanda, tjáði sig í fyrsta skipti um sam­komu­lagið á föstu­dag og sagði land sitt ekki eiga í „við­skiptum með mann­eskj­ur“. Það væru „mi­s­tök“ að halda að Rúanda vildi aðeins fá pen­inga í skiptum fyrir hæl­is­leit­end­ur. „Við erum í raun og veru að hjálp­a,“ sagði hann.

Vís­aði hann í því sam­bandi til aðgerða sem hann stóð fyrir árið 2018 er hann fór fyrir Afr­íku­banda­lag­inu og fólust í því að taka við flótta­fólki frá Líb­íu, fólki sem hygð­ist fara hættu­för yfir Mið­jarð­ar­hafið til Evr­ópu. Um þús­und flótta­menn hafa síðan þá verið fluttir til Rúanda og fengið úrlausn sinna mála. Um tveir þriðju hlutar hóps­ins hafa fengið hæli í Evr­ópu og Kanada.

Með sam­komu­lag­inu væri verið að aðstoða Breta við að takast á við smygl á fólki og benti á að það sem Bretar vildu væri „skipu­lögð leið til að flokka fólk sem þeir taka við og annað sem þeir geta sagt nei við“.

Tveir stjórn­ar­and­stöðu­flokkar í Rúanda sögðu samn­ing­inn „óraun­hæf­an“ og vill að rík­is­stjórnin ein­beiti sér að vanda­málum heima fyirr í stað þess að „létta á byrðum ríkra landa“.

Fólkið sem leggur í hættu­för­ina á smá­bátum frá Frakk­landi yfir Ermar­sund til Bret­lands er flest frá Íran, Írak og Sýr­landi. Um 28 þús­und manns komu þessa leið til Bret­lands í fyrra. Að minnsta kosti 44 drukkn­uðu á leið­inni, þar af 27 í einu og sama slys­inu. Flestir hæl­is­leit­end­urnir eru ungir karl­menn á aldr­inum 18-39 ára.

„Frá árinu 2015 hefur Bret­land boðið yfir 185 þús­und mönn­um, konum og börn­um, skjól, fleirum en nokkuð annað land í Evr­ópu,“ sagði Boris John­son nýver­ið. Bret­land er þó langt í frá eft­ir­sókn­ar­verð­asti áfanga­staður fólks á flótta í álf­unni. Í fyrra sóttu tæp­lega 130 þús­und manns um hæli í Þýska­landi. Frakk­land fylgdi þar á eftir en rétt rúm­lega 44 þús­und manns sóttu um hæli í Bret­landi.

Flestir þeir sem koma sjó­leið­ina yfir Ermar­sundið til Bret­lands koma að landi í Dover. „Frá og með deg­inum í dag má flytja alla sem koma ólög­lega til Bret­lands sem og alla þá sem komið hafa hingað ólög­lega frá ára­mót­um, til Rúanda,“ sagði John­son í ávarpi sem hann flutti nýverið skammt frá Dover. „Rú­anda hefur getu til að koma fyrir tug­þús­undum fólks á næstu árum.“

Hann bætti við að Rúanda væri „eitt örugg­asta ríki heims“ og þekkt á alþjóða vett­vangi fyrir að bjóða flótta­fólk vel­kom­ið.

Með því að tala um tug­þús­undir fólks á næstu árum er ráð­herr­ann ekki að búast við því að aðgerð­irnar komi í veg fyrir hina hættu­legu för yfir hafið heldur einmitt að hún haldi áfram. Gagn­rýnendur hafa m.a. bent á að stærsta hættan sé sú að fólk fari að leggja í enn hættu­legri og lengri för. Komi ekki stystu leið á land og reyni að fela sig fyrir yfir­völd­um.

Andstæðingar hinnar hörðu innflytjendastefnu í Ástralíu mótmæla í Hæstarétti er lögmæti búða fyrir flóttafólk var þar til umfjöllunar.
EPA

Fólk á flótta er „ekki vara sem hægt er að útvista“

Áætlanir stjórnvalda í Bretlandi um að senda fólk sem þangað leitar að vernd til Afríkuríkisins Rúanda er brot á alþjóðalögum, segir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Ekki allt flóttafólk mun fá þessa meðferð og eru stjórnvöld sökuð um rasisma.

Ástr­alía

Það þurfti ekki að leita langt yfir skammt til að finna hug­mynd­ina að útvistun flótta­fólks­ins. Hin gamla nýlenda Breta, Ástr­al­ía, hefur stundað það frá árinu 2001 að flytja hæl­is­leit­endur sem þangað koma á bátum í búðir á Kyrra­hafs­eyj­unni Nauru. Áströlsk yfir­völd hafa jafn­framt heitið því að engir hæl­is­leit­endur sem reyni að koma þessa leið til lands­ins fái þar nokkurn tím­ann að búa til fram­búð­ar.

Í upp­hafi var fólkið einnig flutt í búðir á Papúa Nýju-Gíneu en Hæsti­réttur Ástr­alíu dæmdi þær búðir ólög­leg­ar. 112 flótta­menn eru enn á eyj­unni Nauru. Rökin fyrir þessu fyr­ir­komu­lagi eru líkt og í Bret­landi að koma í veg fyrir dauðs­föll á hafi úti. Það hefur verið harð­lega gagn­rýnt og upp kom­ist um marg­vís­leg mann­rétt­inda- og ofbeld­is­brot í búð­unum á eyj­unum síð­ustu ár.

Ástr­alía gerði fyrr á þessu ári sam­komu­lag við Nýja-­Sjá­land um að taka við 450 flótta­mönnum sem leit­uðu til Ástr­alíu í stað þess að senda fólkið til Nauru.

Ísr­ael

Árið 2015 kynnti Benja­min Net­anya­hu, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ísra­el, þá stefnu að bjóða flótta­fólki sem þangað var m.a. að koma frá Eritreu og Súdan að fara sjálf­vilj­ugu aftur til síns heima­ríkis eða til Úganda eða Rúanda í Aust­ur-Afr­íku. Flótta­fólk­inu voru boðnir 3.500 Banda­ríkja­dalir og flug­miði. Hinn val­mögu­leik­inn var að dúsa í fang­elsi í Ísr­a­el.

Þessi stefna var harð­lega gagn­rýnd, m.a. fyrir að stilla alls­lausu fólki upp við vegg og fyrir að tryggja engin rétt­indi eða öryggi fyrir flótta­fólk­ið. Árið 2018, þegar aðeins um 30 pró­sent hæl­is­leit­enda í Ísr­ael höfðu yfir­gefið land­ið, ætl­uðu stjórn­völd að bæta um betur og flytja flótta­fólk nauð­ung­ar­flutn­ingum úr landi. Þær áætl­anir runnu út í sand­inn eftir að Hæsti­réttur Ísra­els fjall­aði um mál­ið.

Talið er að stór hluti þeirra flótta­manna sem fluttir voru frá Ísr­ael til Aust­ur-Afr­íku hafi að lokum snúið aftur til Evr­ópu.

Fólk á ferð í Rúanda.
EPA

Dan­mörk

Kjarna­stefna sós­í­alde­mókrata í Dan­mörku, flokks Mette Fred­rik­sen for­sæt­is­ráð­herra, er að fjalla ekki um hæl­is­um­sóknir sem ber­ast frá fólki sem dvelur í löndum innan ESB heldur aðeins utan þess. Þetta þýðir í raun að eng­inn hæl­is­leit­andi fær að dvelja í Dan­mörku á meðan umsókn hans er til með­ferð­ar. Leitað var hóf­anna í Túnis og Eþíópíu um að taka við hæl­is­leit­endum frá Dan­mörku en upp úr þeim við­ræðum slitn­aði. Sam­komu­lag náð­ist hins vegar við Rúanda. Það hefur ekki verið tekið til fram­kvæmda en verður rætt á danska þing­inu í næstu viku.

Á árunum 2015-2020 sóttu tæp­lega fimm millj­ónir manna um hæli í Dan­mörku. 52 pró­sentum umsókn­anna var hafn­að. Dönsk stjórn­völd segja til­gang­inn með útvist­un­inni m.a. þann að reyna að koma í veg fyrir mann­skaða á Mið­jarð­ar­haf­inu. Þótt það sé langt í burtu frá Dan­mörku sækir flótta­fólk sem leggur þá hættu­ferð á sig m.a. þangað í leit að vernd.

Vantar örugga leið

Flestir þeirra sem leita alþjóð­legrar verndar í Bret­landi, fólkið sem siglir þangað frá Frakk­landi, eru flótta­menn í skiln­ingi lag­anna og eiga rétt á hæli. Það hafi sýnt sig við með­ferð umsókna þeirra um vernd. Aðeins þriðj­ungi þeirra hafi hingað til verið hafn­að. „Af hverju hættir þetta fólk lífi sínu til að kom­ast þang­að? Af því að bresk stjórn­völd veita þeim ekki örugga leið til að kom­ast þang­að. Þess vegna nota þeir svo­kall­aðar „ólög­legar leið­ir“.“

Þetta segir breski rann­sókn­ar­blaða­mað­ur­inn Jon Dazig, sem sér­hæfir sig í heil­brigð­is- og mann­rétt­inda­málum í umfjöll­unum sín­um. Hann bendir á að flótta­fólkið sé að koma frá löndum þar sem ástandið er ein­stak­lega slæmt, m.a. Afganistan, Jem­en, Sýr­landi og Írak. Hins vegar sé því ekki tekið opnun örmum eins og rétti­lega er gert gagn­vart fólki á flótta frá Úkra­ínu, heldur á að senda það til Rúanda.

Skoski heil­brigð­is­ráð­herrann, Humza Yousaf segir fyr­ir­ætl­an­irnar sýna kerf­is­bund­inn ras­isma hjá bresku rík­is­stjórn­inni. Stjórn sem rétti­lega veiti Úkra­ínu­mönnum hæli og vernd á flótta undan stríði en vilji á sama tíma senda aðra hæl­is­leit­endur langt í burtu „til úrvinnslu“.

Um leið og fólk í leit að hæli er komið upp í flug­vél og af breskri grund yrði það, sam­kvæmt sam­komu­lag­inu, ekki lengur á ábyrgð breskra stjórn­valda heldur þeirra rúönsku. Þetta er flug­miði aðra leið­ina – það er ekki gert ráð fyrir að flótta­fólki snúi aftur til Bret­lands, að minnsta kosti í bráð.

Margir hafa komið þeirri skoðun sinni á fram­færi und­an­farið að gjörn­ing­ur­inn yrði ekki aðeins sið­laus heldur stórfurðu­leg ákvörð­un. Hví að senda ungt og hraust fólk í burtu frá landi sem sár­lega þarfn­ast fleiri vinn­andi handa? Þess í stað ætti að taka því fagn­andi. En tryggja fyrst örugga leið þess til Bret­lands svo fleiri drukkni ekki við að reyna að kom­ast þang­að.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar