obama1.jpg
Auglýsing

Það var gleðilegt að heyra Barack Obama, Bandaríkjaforseta, gera átakið #AskGuðmundur að umtalsefni í Hvíta Húsinu í dag, þegar hann bauð þjóðarleiðtoga Norðurlandanna velkomna.

Ræða hans var birt í heild sinni á Twitter, en Obama er með 79,4 milljónir fylgjenda á Twitter,  langsamlega flesta af öllum stjórnmálamönnum í heiminum og þann næstvinsælasta af öllum á eftir tónlistarkonunni Katy Perry, sem er með 88,4 milljónir fylgjenda. Þá birtist ræðan líka á Twitter síðu Hvíta hússins, sem er með 10,2 milljónir fylgjenda.

Auglýsing

Ánægjulegt

Það skiptir því máli þegar Obama gerir átök um að draga fleiri ferðamenn til Íslands að umtalsefni, og óhætt að segja að það sé ánægjulegt.

Obama fór lofsamlegum orðum um Norðurlöndin, og gildi þeirra, talaði jafnframt fyrir mikilvægi fjölbreytileika og jöfnum tækifærum.

Ímynd Ísland skiptir máli, og orð eins og þessi frá Obama, sem fara vítt og breitt á samfélagsmiðlum, skipta máli. Það er alltaf kærkomið þegar Ísland kemst í opinbera umræðu erlendis undir jákvæðum formerkjum, og eins Obama nálgaðist málin í ræðu sinni, þá er óhætt að segja að það hafi verið raunin. 

Eftir það sem á undan er gengið að undanförnu, vegna umræðu um Panamaskjölin og tengsl íslenskra ráðamanna við þau, þá var þetta ágætis tilbreyting. Barack Obama hefur sjálfur talað mjög endregið gegn aflandsfélögum og sagt þau grafa undan hagkerfum og bjóða upp á spillingu, og boðað harðar aðgerðir gegn þeim.

Sterk staða á sviði menningar

Lilja D. Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra geta vonandi gripið jákvæða strauma á lofti, og unnið með þá eins og kostur er.

Ímynd Íslands er sterk og stöðug á einum vettvangi sérstaklega. Það er á sviði menningar. Þetta hefur margsannast, og það eru ekki síst embættismenn í utanríkisþjónustunni sem staðfesta þetta sjálfir.

Stundum hafa erlendir listamenn dregið Ísland upp á yfirborðið í verkum sínum, og þau komist á mikið flug. Nefna má myndband Justin Vernons og félaga í Bon Iver við lagið Holocene. Það er tekið upp á Íslandi, og endurspeglar íslenska náttúru á stórbrotinn hátt. Myndbandið er nú með tæplega tuttugu milljónir áhorfa á Youtube. 

Ísland skapar sér sína eigin ímynd sem birtist fólki nær og fjær, og styrking hennar er eilífðarverkefni.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Baldur Thorlacius
Áfram gakk og ekkert rugl
Kjarninn 22. júní 2021
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None