Efast um náttúrulögmál

Auglýsing

Þegar við lærðum um efa­hyggju í inn­gangi að heim­speki í mennta­skóla fundu vissir félagar mínir tíma­bund­inn lífs­far­veg og tóku að efast um allt. Jafn­vel að það sem færi upp kæmi aftur nið­ur. Mér þótti það hálf­ kjána­legt að efast um til­vist nátt­úru­lög­mála, ég hef jú aldrei upp­lifað neitt annað en að þyngd­ar­aflið virki. Þegar ég ætl­aði mér of hátt upp í tré eða ­reyndi að klifra upp á húsa­þök sem barn skellti það mér gjarnan niður aft­ur. Það hefur sýnt mér að ég get ekki beygt það. Ég efast ekki um þyngd­ar­lög­mál­ið.

Við lifum í heimi sem er stjórnað af ýmsum lög­mál­um. Í upp­eld­in­u lærum við að þekkja þau og eftir því sem við eld­umst sjáum við sífellt fleiri lög­mál sem setja mark sitt á líf okk­ar. Þegar við stígum okkar fyrstu skref inn á vinnu­mark­að­inn upp­götvum við að sum störf eru verð­lögð hærra en önn­ur. Að þeir sem skapa verð­mæti fyrir aðra eiga ekki sann­gjarnt til­kall til verð­mæt­anna ­sem þeir skapa. Að líf okkar verður órjúf­an­lega tengt ákveðnum efna­hags­leg­um lög­mál­um.

Þrátt fyrir að við þekkjum ekk­ert ann­að, þrátt fyrir að þessi lög­mál hafi oft varpað mér í jörð­ina undir lok mán­að­ar­ins og sagt mér að nú þurfi ég að draga fram vísa­kortið eða hætta að lifa, leyfi ég mér að efast um þau. Ég veit að ein­hverjum finnst álíka kjána­legt að efast um lög­mál ­mark­að­ar­ins og mér finnst að efast um nátt­úru­lög­mál­in, en á þeim er svo­lít­ið af­ger­andi mun­ur. Efna­hags­kerfið er nokkuð sem við mann­eskj­urnar bjuggum til­ ­sjálf. Upp­haf­lega til að auð­velda við­skipti, til að auka lífs­gæði, til að við ­gætum nýtt verð­mæti betur og látið þau þjóna okkar hags­mun­um.

Auglýsing

Við þekkjum kannski ekki annað en að það sé eðli­legt að sum­ar ­stéttir séu betur laun­aðar en aðr­ar. Kannski teljum við að þeir sem eigi mik­inn auð séu ein­fald­lega dug­legri en aðr­ir. Að þeir sem eru lág­laun­aðir hafi val­ið ­sér rang­ann lífs­far­veg, óskyn­sam­lega menntun eða leggi ekki hart að sér.

Ég er ósam­mála því að það sé óskyn­sam­legt að fólk ákveði að verða ­kenn­ar­ar, lög­reglu­þjónar eða hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar. Ég er líka ósam­mála því að það sé nátt­úru­lög­mál að þeir sem séu ríkir séu ein­fald­lega dug­legri en aðr­ir. Ef að Panama lek­inn hefur sýnt okkur eitt­hvað þá er það að þeir efn­uð­ustu í sam­fé­lag­inu okkar hafa oftar en ekki orðið það með því að brjóta ákveðn­a ­sam­fé­lags­sátt­mála. Kannski brutu þeir ekki lög, en gott sið­ferði er ekki bygg­t á lög­um.

Við lifum við kerfi og lög­mál þar sem fólk þjónar pen­ingum en ekki öf­ugt. Það að greiða niður lán verður jafn eðl­is­lægt og að draga and­ann, að hafa áhyggjur af fjár­málum jafn hvers­dags­legt og að vakna klukkan sjö. Við þekkjum ekki annað en að mis­skipt­ing auk­ist og að fjár­magn heims­ins safn­ist sí­fellt á færri hend­ur.

Við þurfum að leyfa okkur að sýna hug­rekki til að efast um fjár­mála­kerfið okkar og lög­málin sem stjórna því. Ólíkt þyngd­ar­afl­inu höfum við ­menn­irnir sjálfir skapað öll þau lög­mál sem gilda um pen­inga. Við búum við ­kerfi sem virkar ekki, kerfi sem þjónar ekki venju­legu fólki, og því þurfum við að breyta. Það er ekki óger­legt, enda erum við ekki að efast um nátt­úru­lög­mál.

Höf­undur gefur kost á sér í 3. sæti á lista Vinstri grænna í Norð­aust­ur­kjör­dæmi.

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None