Efast um náttúrulögmál

Auglýsing

Þegar við lærðum um efa­hyggju í inn­gangi að heim­speki í mennta­skóla fundu vissir félagar mínir tíma­bund­inn lífs­far­veg og tóku að efast um allt. Jafn­vel að það sem færi upp kæmi aftur nið­ur. Mér þótti það hálf­ kjána­legt að efast um til­vist nátt­úru­lög­mála, ég hef jú aldrei upp­lifað neitt annað en að þyngd­ar­aflið virki. Þegar ég ætl­aði mér of hátt upp í tré eða ­reyndi að klifra upp á húsa­þök sem barn skellti það mér gjarnan niður aft­ur. Það hefur sýnt mér að ég get ekki beygt það. Ég efast ekki um þyngd­ar­lög­mál­ið.

Við lifum í heimi sem er stjórnað af ýmsum lög­mál­um. Í upp­eld­in­u lærum við að þekkja þau og eftir því sem við eld­umst sjáum við sífellt fleiri lög­mál sem setja mark sitt á líf okk­ar. Þegar við stígum okkar fyrstu skref inn á vinnu­mark­að­inn upp­götvum við að sum störf eru verð­lögð hærra en önn­ur. Að þeir sem skapa verð­mæti fyrir aðra eiga ekki sann­gjarnt til­kall til verð­mæt­anna ­sem þeir skapa. Að líf okkar verður órjúf­an­lega tengt ákveðnum efna­hags­leg­um lög­mál­um.

Þrátt fyrir að við þekkjum ekk­ert ann­að, þrátt fyrir að þessi lög­mál hafi oft varpað mér í jörð­ina undir lok mán­að­ar­ins og sagt mér að nú þurfi ég að draga fram vísa­kortið eða hætta að lifa, leyfi ég mér að efast um þau. Ég veit að ein­hverjum finnst álíka kjána­legt að efast um lög­mál ­mark­að­ar­ins og mér finnst að efast um nátt­úru­lög­mál­in, en á þeim er svo­lít­ið af­ger­andi mun­ur. Efna­hags­kerfið er nokkuð sem við mann­eskj­urnar bjuggum til­ ­sjálf. Upp­haf­lega til að auð­velda við­skipti, til að auka lífs­gæði, til að við ­gætum nýtt verð­mæti betur og látið þau þjóna okkar hags­mun­um.

Auglýsing

Við þekkjum kannski ekki annað en að það sé eðli­legt að sum­ar ­stéttir séu betur laun­aðar en aðr­ar. Kannski teljum við að þeir sem eigi mik­inn auð séu ein­fald­lega dug­legri en aðr­ir. Að þeir sem eru lág­laun­aðir hafi val­ið ­sér rang­ann lífs­far­veg, óskyn­sam­lega menntun eða leggi ekki hart að sér.

Ég er ósam­mála því að það sé óskyn­sam­legt að fólk ákveði að verða ­kenn­ar­ar, lög­reglu­þjónar eða hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar. Ég er líka ósam­mála því að það sé nátt­úru­lög­mál að þeir sem séu ríkir séu ein­fald­lega dug­legri en aðr­ir. Ef að Panama lek­inn hefur sýnt okkur eitt­hvað þá er það að þeir efn­uð­ustu í sam­fé­lag­inu okkar hafa oftar en ekki orðið það með því að brjóta ákveðn­a ­sam­fé­lags­sátt­mála. Kannski brutu þeir ekki lög, en gott sið­ferði er ekki bygg­t á lög­um.

Við lifum við kerfi og lög­mál þar sem fólk þjónar pen­ingum en ekki öf­ugt. Það að greiða niður lán verður jafn eðl­is­lægt og að draga and­ann, að hafa áhyggjur af fjár­málum jafn hvers­dags­legt og að vakna klukkan sjö. Við þekkjum ekki annað en að mis­skipt­ing auk­ist og að fjár­magn heims­ins safn­ist sí­fellt á færri hend­ur.

Við þurfum að leyfa okkur að sýna hug­rekki til að efast um fjár­mála­kerfið okkar og lög­málin sem stjórna því. Ólíkt þyngd­ar­afl­inu höfum við ­menn­irnir sjálfir skapað öll þau lög­mál sem gilda um pen­inga. Við búum við ­kerfi sem virkar ekki, kerfi sem þjónar ekki venju­legu fólki, og því þurfum við að breyta. Það er ekki óger­legt, enda erum við ekki að efast um nátt­úru­lög­mál.

Höf­undur gefur kost á sér í 3. sæti á lista Vinstri grænna í Norð­aust­ur­kjör­dæmi.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None