Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar

Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.

Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti und­ir­býr nú að náða eða milda dóma yfir hund­rað ein­stak­linga. For­seta­tíð hans lýkur innan fárra daga. Fréttir af ákvörð­un­inni birt­ust í fjöl­miðlum vest­an­hafs í nótt en talið er að síðar í dag eða á morgun muni fyr­ir­ætl­anir for­set­ans form­lega verða kynnt­ar. 

Sam­kvæmt heim­ildum Was­hington Post átti Trump í gær fundi með sínum nán­ustu ráð­gjöf­um, m.a. tengda­syni sínum Jared Kus­hner og dóttur sinni Ivönku Trump. Á fund­inum var farið yfir langan óska­lista um náð­an­ir. Þá herma heim­ildir blaðs­ins einnig að und­an­farna viku hafi Trump verið upp­tek­inn af vanga­veltum um hvort hann geti náðað full­orðin börn sín, aðra helstu ráð­gjafa –  og sjálfan sig – fyr­ir­fram og þannig tryggt sig og sína gegn því að verða ákærð og dæmd í fram­tíð­inni. Aðgerðin kall­ast „preemptive pardon“ á ensku.

Auglýsing

Ekki er enn ljóst hvort að Trump mun fara þá leið, sem er enda mjög umdeild. Hann hefur slegið þessu fram oftar en einu sinni en sumir ráð­gjafar hans hafa varað hann við því að nota vald til náð­ana sjálfum sér í hag. 

CNN og Was­hington Post segja í sínum fréttum af áform­uðum náð­unum for­set­ans að lög­menn fjölda dæmdra manna hafi síð­ustu vikur þrýst á for­set­ann að náða skjól­stæð­inga sína. Þessi þrýst­ingur var fyr­ir­séður því Trump hefur sagt að vald til náð­un­ar, sem for­set­inn einn hef­ur, séu fríð­indi sem séu honum að skapi. Meðal þeirra sem CNN hefur heim­ildir fyrir að verði náð­aðir er fjöldi hvít­flibba­glæpa­manna og nokkrir þekktir rapp­ar­ar.

Hefur þegar náðað 94

Það er óhætt að segja að nokkur ringul­reið hafi ein­kennt starf­semi Hvíta húss­ins að und­an­förnu. Mis­vísandi skila­boð hafa komið þaðan varð­andi ýmsa hluti, m.a. náð­an­ir. Í síð­ustu viku var lög­mönnum sem sótt höfðu náðun umbjóð­enda sinna stíft sagt að ganga yrði  frá slíku fyrir helg­ina. En svo reynd­ist ekki vera og for­set­inn er sagður hafa tekið annan snún­ing á mál­inu í gær, sunnu­dag. 

Trump hefur þegar náðað 94 ein­stak­linga. Í vik­unni fyrir jól náð­aði hann á einu bretti 49 – aðal­lega vini og póli­tíska stuðn­ings­menn. Nokkrir nánir sam­starfs­menn hans fengu náð­un­ar­stimp­il­inn, m.a. fyrr­ver­andi kosn­inga­stjóri hans, Paul Mana­ford og vinur hans til ára­tuga Roger Sto­ne. Þá náð­aði hann einnig Mich­ael T. Flynn sem var þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi hans um hríð. Charles Kus­hner, faðir tengda­sonar hans, hlaut einnig náðun sem og þrír fyrr­ver­andi þing­menn repúblik­ana og fjórir verk­takar Banda­ríkja­hers sem áttu þátt í drápum á óvopn­uðum borg­urum í Íraks­stríð­inu.

Forsetatíð Donalds Trump lýkur á morgun, þriðjudag. Mynd: EPA

Í ítar­legri frétta­skýr­ingu Was­hington Post segir að um 14 þús­und beiðnir um náðun og mildun refs­ingar hafi borist for­set­an­um. Trump hef­ur, eins og svo oft áður, farið sínar leiðir í mála­flokkn­um. Hann hefur farið sér hægar en aðrir for­set­ar, beðið fram á síð­ustu stundu og svo hefur hann ekki leitað ráð­gjafar hjá dóms­mála­ráðu­neyt­inu eins og hefð er fyr­ir. Þess í stað hefur hann leitað til vina og vanda­manna um hverja skuli náða.

Þetta hefur orðið til þess að margir þeir sem óskað hafa eftir náðun hafa ekki farið með mál sín í gegnum dóms­mála­ráðu­neytið sem hefur þýtt að form­legar leiðir ráðu­neyt­is­ins, sem m.a. getur falið í sér að fólk gang­ist við glæpum sínum og sýni iðr­un, hafa verið snið­gengn­ar.  Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent