Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar

Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.

Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti und­ir­býr nú að náða eða milda dóma yfir hund­rað ein­stak­linga. For­seta­tíð hans lýkur innan fárra daga. Fréttir af ákvörð­un­inni birt­ust í fjöl­miðlum vest­an­hafs í nótt en talið er að síðar í dag eða á morgun muni fyr­ir­ætl­anir for­set­ans form­lega verða kynnt­ar. 

Sam­kvæmt heim­ildum Was­hington Post átti Trump í gær fundi með sínum nán­ustu ráð­gjöf­um, m.a. tengda­syni sínum Jared Kus­hner og dóttur sinni Ivönku Trump. Á fund­inum var farið yfir langan óska­lista um náð­an­ir. Þá herma heim­ildir blaðs­ins einnig að und­an­farna viku hafi Trump verið upp­tek­inn af vanga­veltum um hvort hann geti náðað full­orðin börn sín, aðra helstu ráð­gjafa –  og sjálfan sig – fyr­ir­fram og þannig tryggt sig og sína gegn því að verða ákærð og dæmd í fram­tíð­inni. Aðgerðin kall­ast „preemptive pardon“ á ensku.

Auglýsing

Ekki er enn ljóst hvort að Trump mun fara þá leið, sem er enda mjög umdeild. Hann hefur slegið þessu fram oftar en einu sinni en sumir ráð­gjafar hans hafa varað hann við því að nota vald til náð­ana sjálfum sér í hag. 

CNN og Was­hington Post segja í sínum fréttum af áform­uðum náð­unum for­set­ans að lög­menn fjölda dæmdra manna hafi síð­ustu vikur þrýst á for­set­ann að náða skjól­stæð­inga sína. Þessi þrýst­ingur var fyr­ir­séður því Trump hefur sagt að vald til náð­un­ar, sem for­set­inn einn hef­ur, séu fríð­indi sem séu honum að skapi. Meðal þeirra sem CNN hefur heim­ildir fyrir að verði náð­aðir er fjöldi hvít­flibba­glæpa­manna og nokkrir þekktir rapp­ar­ar.

Hefur þegar náðað 94

Það er óhætt að segja að nokkur ringul­reið hafi ein­kennt starf­semi Hvíta húss­ins að und­an­förnu. Mis­vísandi skila­boð hafa komið þaðan varð­andi ýmsa hluti, m.a. náð­an­ir. Í síð­ustu viku var lög­mönnum sem sótt höfðu náðun umbjóð­enda sinna stíft sagt að ganga yrði  frá slíku fyrir helg­ina. En svo reynd­ist ekki vera og for­set­inn er sagður hafa tekið annan snún­ing á mál­inu í gær, sunnu­dag. 

Trump hefur þegar náðað 94 ein­stak­linga. Í vik­unni fyrir jól náð­aði hann á einu bretti 49 – aðal­lega vini og póli­tíska stuðn­ings­menn. Nokkrir nánir sam­starfs­menn hans fengu náð­un­ar­stimp­il­inn, m.a. fyrr­ver­andi kosn­inga­stjóri hans, Paul Mana­ford og vinur hans til ára­tuga Roger Sto­ne. Þá náð­aði hann einnig Mich­ael T. Flynn sem var þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi hans um hríð. Charles Kus­hner, faðir tengda­sonar hans, hlaut einnig náðun sem og þrír fyrr­ver­andi þing­menn repúblik­ana og fjórir verk­takar Banda­ríkja­hers sem áttu þátt í drápum á óvopn­uðum borg­urum í Íraks­stríð­inu.

Forsetatíð Donalds Trump lýkur á morgun, þriðjudag. Mynd: EPA

Í ítar­legri frétta­skýr­ingu Was­hington Post segir að um 14 þús­und beiðnir um náðun og mildun refs­ingar hafi borist for­set­an­um. Trump hef­ur, eins og svo oft áður, farið sínar leiðir í mála­flokkn­um. Hann hefur farið sér hægar en aðrir for­set­ar, beðið fram á síð­ustu stundu og svo hefur hann ekki leitað ráð­gjafar hjá dóms­mála­ráðu­neyt­inu eins og hefð er fyr­ir. Þess í stað hefur hann leitað til vina og vanda­manna um hverja skuli náða.

Þetta hefur orðið til þess að margir þeir sem óskað hafa eftir náðun hafa ekki farið með mál sín í gegnum dóms­mála­ráðu­neytið sem hefur þýtt að form­legar leiðir ráðu­neyt­is­ins, sem m.a. getur falið í sér að fólk gang­ist við glæpum sínum og sýni iðr­un, hafa verið snið­gengn­ar.  Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent