Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Auglýsing

„Það er orðin dálítið sér­kenni­leg staða þegar Sam­fylk­ingin er komin til vinstri við VG og virð­ist einnig vera búin að missa umboðið fyrir ESB á Íslandi til Við­reisn­ar,“ sagði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­maður Mið­flokks­ins, er hann og Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ingar ræddu saman í dag, sem gestir í þjóð­mála­þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni.

Þangað voru þeir fengnir til þess að ræða mögu­legar rík­is­stjórn­ar­mynd­anir eftir kosn­ing­arnar sem eiga að fara fram í lok sept­em­ber. Sem kunn­ugt er hefur for­maður Sam­fylk­ingar úti­lokað sam­starf við bæði Mið­flokk­inn og Sjálf­stæð­is­flokk­inn að loknum kosn­ing­um. „Minn val­kostur er græn félags­hyggju­stjórn,“ sagði Logi í þætt­in­um.

Sig­mundur Davíð tók í kjöl­farið undir það með Krist­jáni Krist­jáns­syni þátt­ar­stjórn­anda að rétt væri að íslenskir kjós­endur hefðu lengi kallað eftir því að fá skýr­ari sýn á það hvaða flokkar gætu hugsað sér að vinna saman eftir kosn­ing­ar. 

Auglýsing

Mið­flokkur ekki „úti­lok­un­ar­flokk­ur“

Hann vildi þó sjálfur ekki úti­loka sam­starf með neinum flokki, né segja hvaða flokkum Mið­flokkur hans vildi helst starfa með í rík­is­stjórn eftir kosn­ing­ar, þrátt fyrir að vera þrá­spurð­ur.

„Ef fólk styður okk­ur, Mið­flokk­inn, þá getur það treyst því að við víkjum ekki frá þeim grund­vall­ar­lof­orðum sem við gefum í kosn­ing­um,“ sagði Sig­mundur Davíð og nefndi meðal ann­ars að flokk­ur­inn myndi hvergi hvika frá áherslum sínum á full­veld­is­mál.

Þeir Logi tók­ust á um hvort það væri æski­legt að flokkar gæfu upp fyrir kosn­ingar með hverjum þeir hefðu hug á að starfa í mögu­legum rík­is­stjórn­um. 

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Mynd: Bára Huld Beck

„Við erum ekki úti­lok­un­ar­flokk­ur,“ ­sagði Sig­mundur Dav­íð. Þegar þeir Logi höfðu rætt málin um nokkra stund og tek­ist á um mis­mun­andi áherslur flokk­anna í hinum ýmsu stefnu­málum sam­sinnti Sig­mundur Davíð for­manni Sam­fylk­ingar þó þegar sá síð­ar­nefndi sagði að það væri „býsna lang­sótt hug­mynd“ að þeir tveir myndu sitja saman við rík­is­stjórn­ar­borð.

Logi sagð­ist bera fulla virð­ingu fyrir því að aðrir flokkar vildu fyrir fram ekki úti­loka mögu­leik­ann á sam­starfi með öðrum flokk­um, en hann sagð­ist á sama tíma telja það heið­ar­legt að segja við kjós­endur að þeir sem settu X við Sam­fylk­ing­una væru ekki að setja X við hægri­st­jórn.

Hugn­ast ekki að kosn­inga­blokkir teikn­ist upp eins og á Norð­ur­lönd­unum

Fram kom í máli Sig­mundar Dav­íðs að ef farið yrði í ein­hvers­konar „blokka­mynd­un“ eins og við hefðum séð á Norð­ur­lönd­um, þar sem flokk­arnir til hægri og vinstri mynda rauðar og bláar blokkir sem í reynd eru sem kosn­inga­banda­lög, værum við „farin í tveggja flokka kerf­i,“ sem hann teldi ekki æski­legt.

Logi neit­aði því alfarið að þetta væri ein­hver spurn­ing um að tveggja flokka kerfi myndi teikn­ast upp og benti á að flokk­arnir á Alþingi væru alls átta tals­ins. Hann sagð­ist hins vegar telja að á þessum tíma­punkti þyrfti sam­henta rík­is­stjórn sem væri í grund­vall­ar­at­riðum sam­mála um helstu mál­efni og þyrfti ekki að gera miklar mála­miðl­an­ir, sem síðan leiddu til kyrr­stöð­u. 

Sig­mundur Davíð tók að nokkru leyti undir þetta, en hann lagði þó frekar áherslu á að rík­is­stjórn­inni væri í reynd stjórnað af „kerf­in­u.“ Áður hefur hann sagt að rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hafi verið stofnuð um ráð­herra­stóla og útdeil­ingu gæða, en síðan fari emb­ætt­is­menn með völd­in.

Spurði um „Reykja­vík­ur­stjórn í lands­mál­un­um“ sem utan­rík­is­ráð­herra ótt­ast

Sig­mundur Davíð spurði Loga að því hvort hann vildi mynda „Reykja­vík­ur­stjórn í lands­mál­un­um.“ Logi sagði á móti að hann vildi koma að myndun rík­is­stjórnar frá miðju og til vinstri, en þar væri nóg af flokkum sem starfað gætu sam­an. Sig­mundur Davíð mætti kalla það hvað sem hann vildi.

Reykja­vík­ur­stjórn í lands­mál­unum hefur verið verið til umræðu víðar í fjöl­miðlum þessa helg­ina. Guðlaugur Þór Þórðarson. Mynd: Bára Huld Beck

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra sagði í ítar­legu við­tali við Sunnu­dags­blað Morg­un­blaðs­ins að „hætt­an“ væri sú að eftir kosn­ingar kæmi rík­is­stjórn „svipað sam­sett og borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­inn í Reykja­vík“ og tal­aði um það í sam­hengi við fjár­hags­stöðu Reykja­vík­ur­borg­ar. 

„Það væri skelfi­legt ef sömu sömu sjón­ar­mið fengju að ráða í lands­stjórn­inn­i,“ er haft eftir utan­rík­is­ráð­herra í Morg­un­blað­inu.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent