Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Auglýsing

„Það er orðin dálítið sér­kenni­leg staða þegar Sam­fylk­ingin er komin til vinstri við VG og virð­ist einnig vera búin að missa umboðið fyrir ESB á Íslandi til Við­reisn­ar,“ sagði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­maður Mið­flokks­ins, er hann og Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ingar ræddu saman í dag, sem gestir í þjóð­mála­þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni.

Þangað voru þeir fengnir til þess að ræða mögu­legar rík­is­stjórn­ar­mynd­anir eftir kosn­ing­arnar sem eiga að fara fram í lok sept­em­ber. Sem kunn­ugt er hefur for­maður Sam­fylk­ingar úti­lokað sam­starf við bæði Mið­flokk­inn og Sjálf­stæð­is­flokk­inn að loknum kosn­ing­um. „Minn val­kostur er græn félags­hyggju­stjórn,“ sagði Logi í þætt­in­um.

Sig­mundur Davíð tók í kjöl­farið undir það með Krist­jáni Krist­jáns­syni þátt­ar­stjórn­anda að rétt væri að íslenskir kjós­endur hefðu lengi kallað eftir því að fá skýr­ari sýn á það hvaða flokkar gætu hugsað sér að vinna saman eftir kosn­ing­ar. 

Auglýsing

Mið­flokkur ekki „úti­lok­un­ar­flokk­ur“

Hann vildi þó sjálfur ekki úti­loka sam­starf með neinum flokki, né segja hvaða flokkum Mið­flokkur hans vildi helst starfa með í rík­is­stjórn eftir kosn­ing­ar, þrátt fyrir að vera þrá­spurð­ur.

„Ef fólk styður okk­ur, Mið­flokk­inn, þá getur það treyst því að við víkjum ekki frá þeim grund­vall­ar­lof­orðum sem við gefum í kosn­ing­um,“ sagði Sig­mundur Davíð og nefndi meðal ann­ars að flokk­ur­inn myndi hvergi hvika frá áherslum sínum á full­veld­is­mál.

Þeir Logi tók­ust á um hvort það væri æski­legt að flokkar gæfu upp fyrir kosn­ingar með hverjum þeir hefðu hug á að starfa í mögu­legum rík­is­stjórn­um. 

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Mynd: Bára Huld Beck

„Við erum ekki úti­lok­un­ar­flokk­ur,“ ­sagði Sig­mundur Dav­íð. Þegar þeir Logi höfðu rætt málin um nokkra stund og tek­ist á um mis­mun­andi áherslur flokk­anna í hinum ýmsu stefnu­málum sam­sinnti Sig­mundur Davíð for­manni Sam­fylk­ingar þó þegar sá síð­ar­nefndi sagði að það væri „býsna lang­sótt hug­mynd“ að þeir tveir myndu sitja saman við rík­is­stjórn­ar­borð.

Logi sagð­ist bera fulla virð­ingu fyrir því að aðrir flokkar vildu fyrir fram ekki úti­loka mögu­leik­ann á sam­starfi með öðrum flokk­um, en hann sagð­ist á sama tíma telja það heið­ar­legt að segja við kjós­endur að þeir sem settu X við Sam­fylk­ing­una væru ekki að setja X við hægri­st­jórn.

Hugn­ast ekki að kosn­inga­blokkir teikn­ist upp eins og á Norð­ur­lönd­unum

Fram kom í máli Sig­mundar Dav­íðs að ef farið yrði í ein­hvers­konar „blokka­mynd­un“ eins og við hefðum séð á Norð­ur­lönd­um, þar sem flokk­arnir til hægri og vinstri mynda rauðar og bláar blokkir sem í reynd eru sem kosn­inga­banda­lög, værum við „farin í tveggja flokka kerf­i,“ sem hann teldi ekki æski­legt.

Logi neit­aði því alfarið að þetta væri ein­hver spurn­ing um að tveggja flokka kerfi myndi teikn­ast upp og benti á að flokk­arnir á Alþingi væru alls átta tals­ins. Hann sagð­ist hins vegar telja að á þessum tíma­punkti þyrfti sam­henta rík­is­stjórn sem væri í grund­vall­ar­at­riðum sam­mála um helstu mál­efni og þyrfti ekki að gera miklar mála­miðl­an­ir, sem síðan leiddu til kyrr­stöð­u. 

Sig­mundur Davíð tók að nokkru leyti undir þetta, en hann lagði þó frekar áherslu á að rík­is­stjórn­inni væri í reynd stjórnað af „kerf­in­u.“ Áður hefur hann sagt að rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hafi verið stofnuð um ráð­herra­stóla og útdeil­ingu gæða, en síðan fari emb­ætt­is­menn með völd­in.

Spurði um „Reykja­vík­ur­stjórn í lands­mál­un­um“ sem utan­rík­is­ráð­herra ótt­ast

Sig­mundur Davíð spurði Loga að því hvort hann vildi mynda „Reykja­vík­ur­stjórn í lands­mál­un­um.“ Logi sagði á móti að hann vildi koma að myndun rík­is­stjórnar frá miðju og til vinstri, en þar væri nóg af flokkum sem starfað gætu sam­an. Sig­mundur Davíð mætti kalla það hvað sem hann vildi.

Reykja­vík­ur­stjórn í lands­mál­unum hefur verið verið til umræðu víðar í fjöl­miðlum þessa helg­ina. Guðlaugur Þór Þórðarson. Mynd: Bára Huld Beck

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra sagði í ítar­legu við­tali við Sunnu­dags­blað Morg­un­blaðs­ins að „hætt­an“ væri sú að eftir kosn­ingar kæmi rík­is­stjórn „svipað sam­sett og borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­inn í Reykja­vík“ og tal­aði um það í sam­hengi við fjár­hags­stöðu Reykja­vík­ur­borg­ar. 

„Það væri skelfi­legt ef sömu sömu sjón­ar­mið fengju að ráða í lands­stjórn­inn­i,“ er haft eftir utan­rík­is­ráð­herra í Morg­un­blað­inu.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Vögguvísa úr barnæsku sannfærði Lenyu um að vera um kyrrt í Kúrdistan
Baráttusöngur mótmælenda í Íran er kúrdísk vögguvísa sem móðir Lenyu söng fyrir hana sem barn. Það er meðal ástæðna þess að hún ákvað að vera um kyrrt í Kúrdistan og leggja byltingunni lið sem þar er hafin eftir dauða Jina Amini.
Kjarninn 26. september 2022
Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Spilaði sakamálahlaðvarp stórt hlutverk í lausn Syed?
Hann er stjarna vinsælasta sakamálahlaðvarps heimsins. En það þurfti meira til en „Serial“ til að leysa Adnan Syed úr haldi eftir 22 ára fangelsisvist.
Kjarninn 25. september 2022
Vilja klára síðustu plötu Eika Einars og koma öllum plötunum hans á Spotify
Síðasta plata tónlistarmannsins Eika Einars var tekin upp rétt áður en hann lést árið 2021. Hópur fólks sem tengdist Eika vill halda minningu hans á lofti, klára plötuna og koma öllum plötunum hans á Spotify. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.
Kjarninn 25. september 2022
Stefán Jón Hafstein
Allt tengist
Kjarninn 25. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent