Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum

Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.

Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Auglýsing

Vikan sem er að klár­ast hefur verið við­burða­rík í evr­ópskum stjórn­mál­um. Skandalar og stjórn­ar­slit, dóms­mál og valda­skipti. Kjarn­inn tók saman nokkra mola um það sem átti sér stað á stjórn­mála­svið­inu í álf­unni – og ekki tengd­ist COVID – í þess­ari viku.

Áfram­hald „Merkel­is­ma“ í Þýska­landi?

Í dag var Armin Laschet kjör­inn nýr leið­togi Kristi­legra demókrata (CDU) í Þýska­landi í stað Ann­egret Kramp-Kar­ren­bauer, sem tók við leið­toga­hlut­verki flokks­ins af Ang­elu Merkel Þýska­landskansl­ara fyrir röskum tveimur árum.  Af 1.001 full­trúa á flokks­þing­inu sem öllu ræður studdu 521 Laschet til for­ystu.

Ekki er þó öruggt að Laschet auðn­ist að verða útnefndur kansl­ara­efni flokks­ins áður er Þjóð­verjar ganga til kosn­inga í haust, en sú ákvörðun verður tekin af flokknum á vor­dög­um. Fleiri gætu blandað sér í þá bar­áttu, en CDU hefur yfir­burða­stöðu í skoð­ana­könn­unum og telj­ast má lík­legt að næsti kansl­ari komi úr röðum flokks­ins.

Laschet, sem er dyggur stuðn­ings­maður Merkel, sagði í kosn­inga­bar­áttu sinni fyrir leið­toga­kjörið að stefnu­breyt­ing í flokks­for­yst­unni myndi „senda alröng skila­boð“. Flestir telja að hann boði áfram­hald „Merkel­is­ma“ innan Kristi­legra demókrata og hann dró engan dul á það sjálfur í við­tali við Polit­ico sem birt­ist í sept­em­ber.

Auglýsing

Það stytt­ist í brott­hvarf Merkel af stjórn­mála­svið­inu, en hún hefur verið alltum­lykj­andi í evr­ópskum stjórn­málum frá því að hún varð kansl­ari fyrir 16 árum síð­an. Ljóst er að hvort sem Laschet eða ein­hver annar verður kansl­ara­efni CDU verður skarðið sem þarf að fylla stórt.

Stjórn­ar­kreppa á Ítalíu

Það er sjaldn­ast logn­molla yfir stjórn­málum á Ítal­íu. Þar hafa heilar sex­tíu og sex rík­is­stjórnir setið frá því að lýð­veldið var stofnað árið 1948. Í vik­unni varð enn á ný stjórn­ar­kreppa þegar Matteo Renzi, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, sagði flokk sinn frá rík­is­stjórn­ar­sam­starfi undir for­sæti Giuseppe Conte.

Matteo Renzi sagði smáflokk sinn frá stjórnarsamstarfinu í vikunni.Flokkur Renzi, Italia Viva, hafði verið minnsti flokk­ur­inn í sam­starfi við Fimm­stjörnu­hreyf­ingu Matteos Sal­vini og Lýð­ræð­is­flokk Conte og hefur verið að mæl­ast með 2-3 pró­sent atkvæða í skoð­ana­könn­unum upp á síðkast­ið. 

Ástæðan fyrir því að flokk­ur­inn hætti í sam­starf­inu var óánægja með efna­hags­á­ætl­un­ina sem teiknuð hefur verið upp til þess að takast á við áhrif heims­far­ald­urs­ins. Óljóst er enn hvernig þeir flokkar sem eftir standa í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu ætla að leysa úr stöð­unni.

Barna­bótaskandall fellir hol­lensku stjórn­ina

Mark Rutte for­sæt­is­ráð­herra Hollands hjólaði á fund kon­ungs á föstu­dag og baðst lausnar fyrir rík­is­stjórn sína. Ástæðan er barna­bótaskandall, en opin­ber skýrsla sem birt var í des­em­ber sýndi fram á að skatta­yf­ir­völd höfðu gengið rangt fram gagn­vart tug­þús­undum for­eldra á 2013 til 2019, sakað þá um svik og kraf­ist end­ur­greiðslna.

Málið er þó eilítið und­ar­legt, þar sem skandall­inn er að mestu tal­inn á ábyrgð ann­arra en þeirra sem nú sitja í rík­is­stjórn. Einn ráð­herra sagði af sér þegar blaða­menn komu upp um málið árið 2019. 

Mark Rutte er stundum kallaður „teflon Mark“ af hollenskum stjórnmálaskýrendum. Barnabótaskandallinn mun ólíklega bíta hann fast. Mynd: EPAAfleið­ing­arnar af þessu máli hafa verið grafal­var­legar fyrir þús­undir fjöl­skyldna, sem jafn­vel voru krafðar um að end­ur­greiða tugi þús­unda evra til skatts­ins. Líf þeirra voru lögð í rúst með rang­læti af hálfu yfir­valda.

Lodewijk Asscher, leið­togi hol­lenska Verka­manna­flokks­ins og félags­mála­ráð­herra í fyrri rík­is­stjórn, sagði af sér flokks­for­mennsku á fimmtu­dag þar sem hann vildi ekki að umræður um hans ábyrgð á þessu máli sköð­uðu flokk­inn í kom­andi kosn­inga­bar­áttu.

Kosn­ingar í Hollandi fara fram eftir tvo mán­uði. Mark Rutte mun fara fram á ný sem leið­togi flokks síns, sem spáð er sigri í kosn­ing­unum og fleiri þing­mönnum en þegar síð­ast var kosið árið 2017. Fjög­urra flokka rík­is­stjórn hans mun sitja til bráða­birgða fram að kosn­ing­um.

Sænskir jafn­að­ar­menn ekki stærstir

Það heyrir nán­ast til tíð­inda þegar Sós­í­alde­mókra­ta­flokk­ur­inn í Sví­þjóð er ekki sá flokkur sem mælist með mest fylgi í skoð­ana­könn­un­um. 

Það gerð­ist í vik­unni – en þá birti Afton­bla­det könnun frá könn­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Demoskop sem leiddi í ljós að mið-hægri flokk­ur­inn Moder­atarna væri með mest fylgi kjós­enda, eða 23,2 pró­sent á móti 23 pró­sentum Sós­í­alde­mókrata.

Árið byrjar illa fyrir Stefan Löfven. Mynd: EPAÞó að allt sé þetta innan skekkju­marka þykir þetta ekki góð byrjun á árinu fyrir Stefan Löf­ven og aðra jafn­að­ar­menn, sem hafa átt í vök að verj­ast að und­an­förnu vegna við­bragða Svía vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Kona fyrr­ver­andi ráð­herra dæmd fyrir að ógna lýð­ræð­inu

Laila Anita Bertheus­sen, sam­býl­is­kona Tor Mikk­el Wara fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Nor­egs, var í gær dæmd í 20 mán­aða fang­elsi fyrir að ógna lýð­ræð­inu með því að svið­setja árásir á eigið heim­ili.

Norskir sak­sókn­arar telja sig full­vissa um að Bert­hues­sen hafi sjálf staðið að því að kveikja í eigin bíl og vinna skemmd­ar­verk á húsi þeirra Wara. Meðal ann­ars var haka­kross spreyjaður á hús­ið. Dóm­ari í Ósló tók undir þetta og dæmdi Bert­hues­sen í fang­elsi, sem áður seg­ir.

Það vakti mikla furðu í upphafi árs 2019 er lögregla gaf út að sambýliskona dómsmálaráðherrans Wara (t.v.) væri til rannsóknar fyrir að hafa kveikt í bíl þeirra og framið fleiri skemmdarverk. Nú hefur hún verið dæmd, en segist saklaus. Mynd: EPA

Wara sagði af sér emb­ætti dóms­mála­ráð­herra þegar ljóst varð að lög­regla væri að rann­saka þátt konu hans í skemmd­ar­verk­unum árið 2019. Hann bar vitni við rétt­ar­höldin og sagð­ist telja konu sína sak­lausa. Það sama sagði hún sjálf og hefur þegar áfrýjað nið­ur­stöð­unni.

Áður en gefið var út að Bert­hues­sen væri til rann­sóknar hafði Wara sagt skemmd­ar­verkin og bíl­brun­ann árás gegn lýð­ræð­inu. Hann hafði verið umdeildur fyrir störf sín, ekki síst hvað varðar mál­efni inn­flytj­enda.

Sak­sókn­arar töldu að Bert­hues­sen hefði með fram­ferði sínu reynt að skapa samúð í garð Wara, en Bert­hues­sen hélt því fram að hún teldi hóp fólks sem berst gegn ras­isma hafa framið skemmd­ar­verk­in.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent