Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045

Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.

23-april-2014_13983703755_o.jpg
Auglýsing

Áður en ráð­ist er í upp­bygg­ingu á sorp­brennslu­stöð eða -stöðvum þá er nauð­syn­legt að skoða nánar inni­hald bland­aðs úrgangs á öllu land­inu, greiða úr upp­runa­skrán­ingu úrgangs og skoða tæki­færi til þess að nýta auka­af­urðir sorp­brennslu­ofna á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um þörf fyrir sorp­brennslu­stöðvar á Íslandi sem birt var á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í síð­ustu viku.

Skýrslan nefn­ist Grein­ing á þörf sorp­brennslu­stöðva á Íslandi og var unnin af ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu ReSo­urce International fyrir Umhverf­is­stofnun að beiðni umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins.

Talið er að óend­ur­vinn­an­legur úrgangur hér á landi verði á bil­inu 40 til 100 þús­und tonn á ári fram til árs­ins 2045, að því er fram kemur hjá umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu. Í skýrsl­unni er fjallað um þrjár mögu­legar útfærslur varð­andi sorp­brennslu. Eina stóra sorp­brennslu­stöð á Suð­vest­ur­landi sem hefði 90 til 100 þús­und tonna brennslu­getu á ári, fimm minni sorp­brennslu­stöðvar sem dreifðar væru um landið og svo útflutn­ing á sorpi til brennslu.

Auglýsing

Skil­grein­ing á óend­ur­vinn­an­legum úrgangi í skýrsl­unni er úrgangur sem endar í förgun en ekki í end­ur­vinnslu eða end­ur­nýt­ingu. „Hver þróun þessa úrgangs verður í magni til fram­tíðar er háð þeim árangri er næst í end­ur­vinnslu og end­ur­nýt­ingu á næstu ára­tug­um. Fyr­ir­séð er að ákveð­inn hluti úrgangs verði alltaf óend­ur­vinn­an­legur og því þarf að leita lausna til með­höndl­unar á hon­um. Hluta af óend­ur­vinn­an­legum úrgangi er t.d. hægt að brenna til orku­nýt­ing­ar.“

„Já­kvætt að við séum að horfa til þess að takast á við þetta hér heima“

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann hafi beðið um að þessi skýrsla yrði unnin vegna þess að upp­lýs­ingar vant­aði um þörf­ina á sorp­brennslu­stöð við þær aðstæður sem gert er ráð fyrir að verði í fram­tíð­inni þegar Íslend­ingar verða farnir að end­ur­vinna miklu meira – sem mark­miðið sé.

„Skýrslan leiðir í ljós að þörf sé á brennsl­um, það sé ekki skyn­sam­leg til lengri tíma að flytja þetta út til brennslu og færðar fyrir því þær ástæður að það sé ekki gott að flytja sorp til útlanda út af sótspori heldur líka sé ýmis­legt sem bendi til þess að gjöld væru lögð á þetta úti þegar kemur að því að taka á móti sorpi frá öðrum lönd­um.

Ég held að það sé mjög jákvætt að við séum að horfa til þess að takast á við þetta hér heima. Þá er spurn­ingin hversu stóra brennslu­stöð við þurfum fyrir þann úrgang sem lík­legt er að þurfi að brenna eftir 20 ár, þegar við verðum búin að ná betri árangri í úrgangs­mál­u­m,“ segir ráð­herr­ann.

Álit­leg­asta stað­setn­ing á brennslu­stöð í eða nálægt höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Guð­mundur Ingi segir að verk­efnið núna sé að finna út úr því hvað sé skyn­sam­leg­ast að gera í þessum mál­um. „Eigum við að vera með eina brennslu­stöð og þá hvar eða eigum við að vera með fleiri dreifðar út um land­ið? Þetta er vinna sem þarf að fara í gang núna og í sam­starfi rík­is, sveit­ar­fé­laga og einka­að­ila. Eftir sem áður erum við til­tölu­lega fá þannig að ég held að það sé mik­il­vægt að við náum utan um þetta fljótt og vel og að það verði teknar ákvarð­anir með hvaða hætti sé best að gera þetta.“

Í skýrsl­unni kemur fram að kostir þess að vera með eina brennslu­stöð á land­inu sé að rekstr­ar­kostn­aður sé lágur sam­an­borið við margar litl­ar. Álit­leg­asta stað­setn­ing á slíkum ofni sé í eða nálægt höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem upp­spretta brenn­an­legs úrgangs sé sirka 73 pró­sent af heild­inni yfir land­inu öllu.

„Ofn­inn þyrfti að geta brennt um 11 til 13 tonn/klst ef miðað er við 8000 klst. gang­tíma á ári. Kostir þess að brennslu­stöðvum yrði dreift um landið er að dregið yrði úr flutn­ingi á úrgangi á milli lands­hluta og hægt væri hugs­an­lega að bæta orku­ör­yggi á ákveðnum stöðum á land­inu. Orku­nýt­ing væri meiri á köldum svæðum þar sem nýta mætti ork­una til hús­hit­un­ar. Þörf er á skil­virk­ari og nákvæm­ari gagna­öflun í flestum sveit­ar­fé­lögum til þess að geta áætlað nákvæm­ari orku­nýt­ing­ar­mögu­leika og stærð sér­hvers brennslu­ofns,“ segir í skýrsl­unni.

Kostir þess að sorp­brennsla fari fram erlendis er, sam­kvæmt skýrsl­unni, að nettó heild­ar­losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá brennslu sam­an­borið við urðun úrgangs er minni erlendis en á Íslandi. Það sé þó alfarið byggt á sam­an­burði við orku­fram­leiðslu með kolum erlend­is, en mörg lönd hafi sett sér það mark­mið að hætta notkun á kolum við orku­fram­leiðslu fyrir 2037. Kostn­aður við útflutn­ing á úrgangi geti verið mjög breyti­legur en hann fari eftir olíu­verði, gengi gjald­miðla og svo fram­vegis og geti einnig hækkað tölu­vert á kom­andi árum í formi skatta á inn­fluttan úrgang.

Tímara­mm­inn enn ekki ljós

Guð­mundur Ingi segir enn fremur að gott sé að vera kom­inn með þessa úttekt. Nú sé hægt að stíga næstu skref en eng­inn tímara­mmi sé þó enn kom­inn í ljós. „Við eigum eftir að átta okkur betur á því hvernig það verð­ur.“

Sam­kvæmt skýrslu­höf­undum væri í kjöl­farið á þess­ari grein­ingu vert að skoða þörf á gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­um, skólp­hreinsi­stöðvum og end­ur­vinnslu­stöðvum á Íslandi og hvernig það hefði frek­ari áhrif á þörf fyrir sorp­brennslu.

Upp­bygg­ing sorp­brennslu­stöðva fæli í sér aukið aðgengi að þess konar úrgangs­með­höndl­un­ar­úr­ræði og í því sam­hengi væri ákjós­an­legt að sama aðgengi næð­ist einnig fyrir end­ur­vinnslu úrgangs­efna. „Jafn­framt hefur aukin skólp­hreinsun í för með sér aukn­ingu á brenn­an­legum úrgangs­efnum og fleiri gas- og jarð­gerð­ar­stöðvar geta dregið úr magni bland­aðs heim­il­is­úr­gangs og ann­arra brenn­an­legra úrgangs­efna. Í kafla 10.4 er rætt um brennslu úrgangs erlendis og því sam­hliða er nauð­syn­legt að ræða hvort öruggt sé að end­ur­vinnslu­stöðvar erlendis haldi áfram að taka á móti end­ur­vinnslu­efnum frá Ísland­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent