Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð

Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Ný könnun frá Gallup leiðir í ljós að fleiri segj­ast and­víg frum­varpi Guð­mundar Inga Guð­brands­sonar umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra um Hálend­is­þjóð­garð en fylgj­andi.

RÚV greinir frá nið­ur­stöðum könn­un­ar­inn­ar, en um er að ræða net­könnun sem fram­kvæmd var dag­ana 29. des­em­ber til 10. jan­ú­ar. Nið­ur­stöður hennar eru á þann veg að 43 pró­sent aðspurðra segj­ast and­víg frum­varp­inu en 31 pró­sent fylgj­andi. Rúm­lega fjórð­ungur seg­ist hvorki með eða á móti. Skoða má nið­ur­stöður Þjóð­ar­púls Gallup um Hálend­is­þjóð­garð í heild sinni hér.

Fram kemur í frétt RÚV að 45 pró­sent séu þó almennt fylgj­andi því að hálendi Íslands verði gert að þjóð­garði, eða tölu­vert fleiri en segj­ast fylgj­andi frum­varpi ráð­herra, sem deilt hefur verið um á sviði stjórn­mál­anna und­an­far­ið. 

34 pró­sent segj­ast nú and­víg því að mið­há­lendið verði gert að þjóð­garði en 20 pró­sent taka hvorki afstöð með eða á móti. Því eru áfram fleiri en færri sem vilja að þjóð­garður verði stofn­aður á hálend­inu.

Mynd: Úr Þjóðarpúlsi Gallup

Einnig segir að 56 pró­sent þeirra sem eru undir þrí­tugu séu fylgj­andi frum­varp­inu og að stuðn­ingur sé mestur á meðal þeirra sem einnig segj­ast ætla að kjósa Vinstri græn eða Sam­fylk­ing­una. Þeir sem segj­ast ætla að kjósa Mið­flokk­inn eða Fram­sókn­ar­flokk­inn eru lík­leg­astir til að vera and­vígir frum­varp­inu.

Stuðningur kjósenda mismunandi stjórnmálaflokka við frumvarp um Hálendisþjóðgarð. Bláa súlan merkir að svarendur séu fylgjandi, sú rauða að svarendur séu andvígir frumvarpinu. Mynd: Úr Þjóðarpúlsi Gallup.

Fleiri en fjórir af tíu telja sig ekki þekkja frum­varpið vel

Sam­kvæmt frétt RÚV telja rúm­lega 40 pró­sent aðspurðra sig ekki þekkja frum­varpið vel. Fram kemur að karlar seg­ist þekkja frum­varpið betur en konur og að and­stæð­ingar hálend­is­þjóð­garðs, íbúar utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og kjós­endur Mið­flokks­ins hafi verið lík­leg­ust til að segj­ast þekkja frum­varpið vel.

Auglýsing

Á vef stjórn­­­ar­ráðs­ins hefur verið sett upp upp­­lýs­inga­­síða þar sem algengum spurn­ingum um stofnun hálend­is­­þjóð­­garðs og það sem felst í frum­varp­inu er svar­að.

Stuðn­ingur við Hálend­is­þjóð­garð hefur farið vax­andi und­an­far­inn ára­tug

Skoð­ana­kann­anir sem fram­kvæmdar hafa verið á und­an­förnum árum hafa sýnt fram á meiri­hluta­stuðn­ing við stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs, en málið hefur verið umdeilt og mikið til umræðu nú þegar hug­mynd­irnar eru komnar á það stig að geta orðið að veru­leika.

Sam­­kvæmt skoð­ana­könnun sem Félags­­vís­inda­­stofnun Háskóla Íslands fram­­kvæmdi árið 2018 voru tæp­­lega 63 pró­­sent frekar eða mjög hlynnt stofnun þjóð­­garðs á mið­há­­lend­inu og um 28 pró­­sent sögð­ust ekki hafa á því skoðun sem hall­að­ist í aðra hvora átt­ina. Ein­ungis 10 pró­sent voru and­víg. 

Nánar má fræð­­ast um nið­­ur­­stöður við­horfskönn­un­­ar­innar í meist­­ara­verk­efni Michaël Bis­hop í land- og ferða­­mála­fræði, sem finna má á Skemm­unni.

Fyrri kann­­anir sem gerðar hafa verið á við­horfum þjóð­­ar­innar til stofnun mið­há­­lend­is­­þjóð­­garðs hafa einnig bent til þess að meiri­hluti lands­­manna sé hlynntur hug­­mynd­inni.

Sam­­kvæmt könnun Capacent Gallup frá árinu 2011 voru um 56 pró­­sent þjóð­­ar­innar hlynnt því að stofna þjóð­­garð á mið­há­­lend­inu, en tæp 18 pró­­sent lýstu sig and­víg slíkum hug­­mynd­un­­um. Þá, rétt eins og í könnun Félags­­vís­inda­­stofn­unar 2018, var stuðn­­ing­­ur­inn mestur á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu.

Önn­ur könnun sem Gallup gerði árið 2015 sýndi að stuðn­­ingur lands­­manna við mið­há­­lend­is­­þjóð­­garð var kom­inn yfir 61 pró­­sent. Áfram mæld­ist stuðn­­ing­­ur­inn meiri á meðal íbúa höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins en íbúa lands­­byggð­anna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent