Vaxandi stuðningur við þjóðgarð á hálendinu undanfarinn áratug en ekki sátt í þinginu

Tæp 63 prósent landsmanna sögðust styðja stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu í könnun árið 2018, en einungis tæp 10 prósent voru andvíg. Mörg ólík sjónarmið eru þó enn uppi um útfærsluna og ekki full sátt um málið í þingliði ríkisstjórnarflokkanna.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra Vinstri grænna mælti fyrir frumvarpinu í gær.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra Vinstri grænna mælti fyrir frumvarpinu í gær.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra mælti fyrir frum­varpi sínu um Hálend­is­þjóð­garð á Alþingi í gær og gekk málið til nefndar í kjöl­far umræðu sem stóð til mið­nætt­is. Ólík sjón­ar­mið þing­manna voru viðruð í ræðu­stól Alþing­is, eins og við mátti búast og nokkuð hart tek­ist á.

Eins og Kjarn­inn sagði frá í gær­kvöldi hélt for­seti Alþing­is, Stein­grímur J. Sig­fús­son, inn­blásna ræðu um mál­ið, en hann hefur setið í þverpóli­tískri nefnd um stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs fyrir hönd Vinstri grænna.

Nefndin hafði í meg­in­dráttum það hlut­verk að setja fram til­lögur að útfærslu þjóð­garðs­ins, þ.e. skil­greina mörk, leggja línur um fyr­ir­komu­lag og áherslur sem útfærðar yrðu í laga­frum­varpi um þjóð­garð­inn. Nefndin skil­aði skýrslu fyrir rösku ári síð­an, sem allir póli­tískt skip­aðir nefnd­ar­menn und­ir­rit­uðu nema full­trúi Mið­flokks­ins.

Í starfi þess­arar nefndar voru haldnir tugir kynn­ing­ar- og sam­ráðs­funda með hags­muna­að­il­um, sveit­ar­fé­lögum og fleirum, víða um land. Sömu­leiðis stóð yfir sam­ráðs­ferli jafn­óðum og nefndin starf­aði í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, þangað sem 122 umsagnir bár­ust í heild­ina við ein­staka þætti vinn­unn­ar. 

Auglýsing

Sjö­tíu og tvær umsagnir bár­ust svo um frum­varps­drögin þegar þau lágu frammi í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Ljóst er að margir hafa skoð­anir á útfærsl­unni og ekki allir eru sáttir með það verði sam­þykkt í óbreyttri mynd.

Und­ir­skriftum er nú safnað á net­inu gegn öllum áformum um stofnun hálend­is­þjóð­garðs. Á vef stjórn­ar­ráðs­ins hefur verið sett upp upp­lýs­inga­síða þar sem algengum spurn­ingum um stofnun hálend­is­þjóð­garðs og það sem felst í frum­varp­inu er svar­að.

Stein­grímur sagð­ist í ræðu sinni í gær trúa því að hægt yrði að breikka stuðn­ing um þjóð­garð­inn í með­förum þings­ins en sagð­ist að sama skapi ekki vera á þeirri skoðun að sá minni­hluti sem væri á móti ætti að hafa neit­un­ar­vald.

„Á ein­hver örlít­ill grenj­andi minn­i­hluti að hafa neit­un­­ar­­vald um það að þjóðin megi stofna þennan þjóð­­garð sinn á sínu eigin land­i?“ spurði Stein­grímur og lagði áherslu á að ríkur vilji hefði mælst hjá almenn­ingi um að stofna ætti þjóð­garð á hálend­inu. En hvernig hafa við­horf almenn­ings til stofn­unar þjóð­garðs á mið­há­lend­inu mæl­st?

Lít­ill minni­hluti rétt­nefni hjá Stein­grími

Sam­kvæmt skoð­ana­könnun sem Félags­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands fram­kvæmdi árið 2018 voru tæp 10 pró­sent lands­manna ýmist mjög eða frekar and­víg því að stofn­aður yrði mið­há­lend­is­þjóð­garð­ur.

Tæp­lega 63 pró­sent sögð­ust frekar eða mjög hlynnt stofnun þjóð­garðs á mið­há­lend­inu og um 28 pró­sent sögð­ust ekki hafa á því skoðun sem hall­að­ist í aðra hvora átt­ina. Nánar má fræð­ast um nið­ur­stöður við­horfskönn­un­ar­innar í meist­ara­verk­efni Michaël Bis­hop í land- og ferða­mála­fræði, sem finna má á Skemm­unni.

Munur á milli við­horfa í höf­uð­borg og lands­byggðum

Meist­ara­verk­efni Bis­hop hverfð­ist um að draga fram við­horf þjóð­ar­innar til stofnun hálend­is­þjóð­garðs og kom í ljós í rann­sókn hans að mark­tækur munur var á við­horfum til stofn­unar þjóð­garð á meðal mis­mun­andi hópa í íslensku sam­fé­lagi.

Stuðn­ingur við stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs reynd­ist til dæmis meiri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en í lands­byggð­un­um, en um 71 pró­sent höf­uð­borg­ar­búa sögð­ust styðja stofnun og um 47 pró­sent  íbúa í lands­byggð­un­um. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mæld­ist and­staðan að sama skapi ein­ungis 6 pró­sent, en 17 pró­sent í lands­byggð­un­um.

Auk­inn stuðn­ingur frá fyrri könn­unum

Fyrri kann­anir sem gerðar hafa verið á við­horfum þjóð­ar­innar til stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs hafa einnig bent til þess að meiri­hluti lands­manna sé hlynntur hug­mynd­inni. Sá stuðn­ingur hefur farið vax­andi á und­an­förnum árum.

Sam­kvæmt könnun Capacent Gallup frá árinu 2011 voru um 56 pró­sent þjóð­ar­innar hlynnt því að stofna þjóð­garð á mið­há­lend­inu, en tæp 18 pró­sent lýstu sig and­víg slíkum hug­mynd­un­um. Þá, rétt eins og í könnun Félags­vís­inda­stofn­unar 2018, var stuðn­ing­ur­inn mestur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Önnur könnun sem Gallup gerði árið 2015 sýndi að stuðn­ingur lands­manna við mið­há­lend­is­þjóð­garð var kom­inn yfir 61 pró­sent. Áfram mæld­ist stuðn­ing­ur­inn meiri á meðal íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en íbúa lands­byggð­anna.

Ekki full sátt um málið í þing­liði rík­is­stjórn­ar­flokk­anna

Frum­varp umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra hefur nú gengið til umræðu í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd þings­ins, sem áður seg­ir, en miðað við umræð­urnar í þing­inu í gær verða marg­vís­leg sjón­ar­mið uppi á borð­inu í starfi nefnd­ar­inn­ar.

Bæði þing­menn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks, sem sitja með Vinstri grænum í rík­is­stjórn, hafa lýst yfir efa­semdum um frum­varpið og gefið í skyn að þeir geti ekki stutt það í núver­andi mynd, þrátt fyrir að málið sé í stjórn­ar­sátt­mála flokk­anna þriggja og hafi verið sam­þykkt í rík­is­stjórn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar