Vaxandi stuðningur við þjóðgarð á hálendinu undanfarinn áratug en ekki sátt í þinginu

Tæp 63 prósent landsmanna sögðust styðja stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu í könnun árið 2018, en einungis tæp 10 prósent voru andvíg. Mörg ólík sjónarmið eru þó enn uppi um útfærsluna og ekki full sátt um málið í þingliði ríkisstjórnarflokkanna.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra Vinstri grænna mælti fyrir frumvarpinu í gær.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra Vinstri grænna mælti fyrir frumvarpinu í gær.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra mælti fyrir frum­varpi sínu um Hálend­is­þjóð­garð á Alþingi í gær og gekk málið til nefndar í kjöl­far umræðu sem stóð til mið­nætt­is. Ólík sjón­ar­mið þing­manna voru viðruð í ræðu­stól Alþing­is, eins og við mátti búast og nokkuð hart tek­ist á.

Eins og Kjarn­inn sagði frá í gær­kvöldi hélt for­seti Alþing­is, Stein­grímur J. Sig­fús­son, inn­blásna ræðu um mál­ið, en hann hefur setið í þverpóli­tískri nefnd um stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs fyrir hönd Vinstri grænna.

Nefndin hafði í meg­in­dráttum það hlut­verk að setja fram til­lögur að útfærslu þjóð­garðs­ins, þ.e. skil­greina mörk, leggja línur um fyr­ir­komu­lag og áherslur sem útfærðar yrðu í laga­frum­varpi um þjóð­garð­inn. Nefndin skil­aði skýrslu fyrir rösku ári síð­an, sem allir póli­tískt skip­aðir nefnd­ar­menn und­ir­rit­uðu nema full­trúi Mið­flokks­ins.

Í starfi þess­arar nefndar voru haldnir tugir kynn­ing­ar- og sam­ráðs­funda með hags­muna­að­il­um, sveit­ar­fé­lögum og fleirum, víða um land. Sömu­leiðis stóð yfir sam­ráðs­ferli jafn­óðum og nefndin starf­aði í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, þangað sem 122 umsagnir bár­ust í heild­ina við ein­staka þætti vinn­unn­ar. 

Auglýsing

Sjö­tíu og tvær umsagnir bár­ust svo um frum­varps­drögin þegar þau lágu frammi í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Ljóst er að margir hafa skoð­anir á útfærsl­unni og ekki allir eru sáttir með það verði sam­þykkt í óbreyttri mynd.

Und­ir­skriftum er nú safnað á net­inu gegn öllum áformum um stofnun hálend­is­þjóð­garðs. Á vef stjórn­ar­ráðs­ins hefur verið sett upp upp­lýs­inga­síða þar sem algengum spurn­ingum um stofnun hálend­is­þjóð­garðs og það sem felst í frum­varp­inu er svar­að.

Stein­grímur sagð­ist í ræðu sinni í gær trúa því að hægt yrði að breikka stuðn­ing um þjóð­garð­inn í með­förum þings­ins en sagð­ist að sama skapi ekki vera á þeirri skoðun að sá minni­hluti sem væri á móti ætti að hafa neit­un­ar­vald.

„Á ein­hver örlít­ill grenj­andi minn­i­hluti að hafa neit­un­­ar­­vald um það að þjóðin megi stofna þennan þjóð­­garð sinn á sínu eigin land­i?“ spurði Stein­grímur og lagði áherslu á að ríkur vilji hefði mælst hjá almenn­ingi um að stofna ætti þjóð­garð á hálend­inu. En hvernig hafa við­horf almenn­ings til stofn­unar þjóð­garðs á mið­há­lend­inu mæl­st?

Lít­ill minni­hluti rétt­nefni hjá Stein­grími

Sam­kvæmt skoð­ana­könnun sem Félags­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands fram­kvæmdi árið 2018 voru tæp 10 pró­sent lands­manna ýmist mjög eða frekar and­víg því að stofn­aður yrði mið­há­lend­is­þjóð­garð­ur.

Tæp­lega 63 pró­sent sögð­ust frekar eða mjög hlynnt stofnun þjóð­garðs á mið­há­lend­inu og um 28 pró­sent sögð­ust ekki hafa á því skoðun sem hall­að­ist í aðra hvora átt­ina. Nánar má fræð­ast um nið­ur­stöður við­horfskönn­un­ar­innar í meist­ara­verk­efni Michaël Bis­hop í land- og ferða­mála­fræði, sem finna má á Skemm­unni.

Munur á milli við­horfa í höf­uð­borg og lands­byggðum

Meist­ara­verk­efni Bis­hop hverfð­ist um að draga fram við­horf þjóð­ar­innar til stofnun hálend­is­þjóð­garðs og kom í ljós í rann­sókn hans að mark­tækur munur var á við­horfum til stofn­unar þjóð­garð á meðal mis­mun­andi hópa í íslensku sam­fé­lagi.

Stuðn­ingur við stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs reynd­ist til dæmis meiri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en í lands­byggð­un­um, en um 71 pró­sent höf­uð­borg­ar­búa sögð­ust styðja stofnun og um 47 pró­sent  íbúa í lands­byggð­un­um. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mæld­ist and­staðan að sama skapi ein­ungis 6 pró­sent, en 17 pró­sent í lands­byggð­un­um.

Auk­inn stuðn­ingur frá fyrri könn­unum

Fyrri kann­anir sem gerðar hafa verið á við­horfum þjóð­ar­innar til stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs hafa einnig bent til þess að meiri­hluti lands­manna sé hlynntur hug­mynd­inni. Sá stuðn­ingur hefur farið vax­andi á und­an­förnum árum.

Sam­kvæmt könnun Capacent Gallup frá árinu 2011 voru um 56 pró­sent þjóð­ar­innar hlynnt því að stofna þjóð­garð á mið­há­lend­inu, en tæp 18 pró­sent lýstu sig and­víg slíkum hug­mynd­un­um. Þá, rétt eins og í könnun Félags­vís­inda­stofn­unar 2018, var stuðn­ing­ur­inn mestur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Önnur könnun sem Gallup gerði árið 2015 sýndi að stuðn­ingur lands­manna við mið­há­lend­is­þjóð­garð var kom­inn yfir 61 pró­sent. Áfram mæld­ist stuðn­ing­ur­inn meiri á meðal íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en íbúa lands­byggð­anna.

Ekki full sátt um málið í þing­liði rík­is­stjórn­ar­flokk­anna

Frum­varp umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra hefur nú gengið til umræðu í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd þings­ins, sem áður seg­ir, en miðað við umræð­urnar í þing­inu í gær verða marg­vís­leg sjón­ar­mið uppi á borð­inu í starfi nefnd­ar­inn­ar.

Bæði þing­menn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks, sem sitja með Vinstri grænum í rík­is­stjórn, hafa lýst yfir efa­semdum um frum­varpið og gefið í skyn að þeir geti ekki stutt það í núver­andi mynd, þrátt fyrir að málið sé í stjórn­ar­sátt­mála flokk­anna þriggja og hafi verið sam­þykkt í rík­is­stjórn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
Kjarninn 19. apríl 2021
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
Kjarninn 19. apríl 2021
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar