Vaxandi stuðningur við þjóðgarð á hálendinu undanfarinn áratug en ekki sátt í þinginu

Tæp 63 prósent landsmanna sögðust styðja stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu í könnun árið 2018, en einungis tæp 10 prósent voru andvíg. Mörg ólík sjónarmið eru þó enn uppi um útfærsluna og ekki full sátt um málið í þingliði ríkisstjórnarflokkanna.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra Vinstri grænna mælti fyrir frumvarpinu í gær.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra Vinstri grænna mælti fyrir frumvarpinu í gær.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra mælti fyrir frum­varpi sínu um Hálend­is­þjóð­garð á Alþingi í gær og gekk málið til nefndar í kjöl­far umræðu sem stóð til mið­nætt­is. Ólík sjón­ar­mið þing­manna voru viðruð í ræðu­stól Alþing­is, eins og við mátti búast og nokkuð hart tek­ist á.

Eins og Kjarn­inn sagði frá í gær­kvöldi hélt for­seti Alþing­is, Stein­grímur J. Sig­fús­son, inn­blásna ræðu um mál­ið, en hann hefur setið í þverpóli­tískri nefnd um stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs fyrir hönd Vinstri grænna.

Nefndin hafði í meg­in­dráttum það hlut­verk að setja fram til­lögur að útfærslu þjóð­garðs­ins, þ.e. skil­greina mörk, leggja línur um fyr­ir­komu­lag og áherslur sem útfærðar yrðu í laga­frum­varpi um þjóð­garð­inn. Nefndin skil­aði skýrslu fyrir rösku ári síð­an, sem allir póli­tískt skip­aðir nefnd­ar­menn und­ir­rit­uðu nema full­trúi Mið­flokks­ins.

Í starfi þess­arar nefndar voru haldnir tugir kynn­ing­ar- og sam­ráðs­funda með hags­muna­að­il­um, sveit­ar­fé­lögum og fleirum, víða um land. Sömu­leiðis stóð yfir sam­ráðs­ferli jafn­óðum og nefndin starf­aði í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, þangað sem 122 umsagnir bár­ust í heild­ina við ein­staka þætti vinn­unn­ar. 

Auglýsing

Sjö­tíu og tvær umsagnir bár­ust svo um frum­varps­drögin þegar þau lágu frammi í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Ljóst er að margir hafa skoð­anir á útfærsl­unni og ekki allir eru sáttir með það verði sam­þykkt í óbreyttri mynd.

Und­ir­skriftum er nú safnað á net­inu gegn öllum áformum um stofnun hálend­is­þjóð­garðs. Á vef stjórn­ar­ráðs­ins hefur verið sett upp upp­lýs­inga­síða þar sem algengum spurn­ingum um stofnun hálend­is­þjóð­garðs og það sem felst í frum­varp­inu er svar­að.

Stein­grímur sagð­ist í ræðu sinni í gær trúa því að hægt yrði að breikka stuðn­ing um þjóð­garð­inn í með­förum þings­ins en sagð­ist að sama skapi ekki vera á þeirri skoðun að sá minni­hluti sem væri á móti ætti að hafa neit­un­ar­vald.

„Á ein­hver örlít­ill grenj­andi minn­i­hluti að hafa neit­un­­ar­­vald um það að þjóðin megi stofna þennan þjóð­­garð sinn á sínu eigin land­i?“ spurði Stein­grímur og lagði áherslu á að ríkur vilji hefði mælst hjá almenn­ingi um að stofna ætti þjóð­garð á hálend­inu. En hvernig hafa við­horf almenn­ings til stofn­unar þjóð­garðs á mið­há­lend­inu mæl­st?

Lít­ill minni­hluti rétt­nefni hjá Stein­grími

Sam­kvæmt skoð­ana­könnun sem Félags­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands fram­kvæmdi árið 2018 voru tæp 10 pró­sent lands­manna ýmist mjög eða frekar and­víg því að stofn­aður yrði mið­há­lend­is­þjóð­garð­ur.

Tæp­lega 63 pró­sent sögð­ust frekar eða mjög hlynnt stofnun þjóð­garðs á mið­há­lend­inu og um 28 pró­sent sögð­ust ekki hafa á því skoðun sem hall­að­ist í aðra hvora átt­ina. Nánar má fræð­ast um nið­ur­stöður við­horfskönn­un­ar­innar í meist­ara­verk­efni Michaël Bis­hop í land- og ferða­mála­fræði, sem finna má á Skemm­unni.

Munur á milli við­horfa í höf­uð­borg og lands­byggðum

Meist­ara­verk­efni Bis­hop hverfð­ist um að draga fram við­horf þjóð­ar­innar til stofnun hálend­is­þjóð­garðs og kom í ljós í rann­sókn hans að mark­tækur munur var á við­horfum til stofn­unar þjóð­garð á meðal mis­mun­andi hópa í íslensku sam­fé­lagi.

Stuðn­ingur við stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs reynd­ist til dæmis meiri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en í lands­byggð­un­um, en um 71 pró­sent höf­uð­borg­ar­búa sögð­ust styðja stofnun og um 47 pró­sent  íbúa í lands­byggð­un­um. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mæld­ist and­staðan að sama skapi ein­ungis 6 pró­sent, en 17 pró­sent í lands­byggð­un­um.

Auk­inn stuðn­ingur frá fyrri könn­unum

Fyrri kann­anir sem gerðar hafa verið á við­horfum þjóð­ar­innar til stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs hafa einnig bent til þess að meiri­hluti lands­manna sé hlynntur hug­mynd­inni. Sá stuðn­ingur hefur farið vax­andi á und­an­förnum árum.

Sam­kvæmt könnun Capacent Gallup frá árinu 2011 voru um 56 pró­sent þjóð­ar­innar hlynnt því að stofna þjóð­garð á mið­há­lend­inu, en tæp 18 pró­sent lýstu sig and­víg slíkum hug­mynd­un­um. Þá, rétt eins og í könnun Félags­vís­inda­stofn­unar 2018, var stuðn­ing­ur­inn mestur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Önnur könnun sem Gallup gerði árið 2015 sýndi að stuðn­ingur lands­manna við mið­há­lend­is­þjóð­garð var kom­inn yfir 61 pró­sent. Áfram mæld­ist stuðn­ing­ur­inn meiri á meðal íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en íbúa lands­byggð­anna.

Ekki full sátt um málið í þing­liði rík­is­stjórn­ar­flokk­anna

Frum­varp umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra hefur nú gengið til umræðu í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd þings­ins, sem áður seg­ir, en miðað við umræð­urnar í þing­inu í gær verða marg­vís­leg sjón­ar­mið uppi á borð­inu í starfi nefnd­ar­inn­ar.

Bæði þing­menn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks, sem sitja með Vinstri grænum í rík­is­stjórn, hafa lýst yfir efa­semdum um frum­varpið og gefið í skyn að þeir geti ekki stutt það í núver­andi mynd, þrátt fyrir að málið sé í stjórn­ar­sátt­mála flokk­anna þriggja og hafi verið sam­þykkt í rík­is­stjórn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar