Spurði hvort „örlítill grenjandi minnihluti“ ætti að geta neitað þjóðinni um þjóðgarð

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði á þingi að frumvarp um Hálendisþjóðgarð færði aukin völd og áhrif til heimamanna og þjóðgarðurinn nyti ríks stuðnings þjóðarinnar. „Grenjandi minnihluti“ ætti ekki að hafa neitunarvald.

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis í ræðustól í kvöld.
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis í ræðustól í kvöld.
Auglýsing

„Á ein­hver örlít­ill grenj­andi minni­hluti að hafa neit­un­ar­vald um það að þjóðin megi stofna þennan þjóð­garð sinn á sínu eigin land­i?“ spurði Stein­grímur J. Sig­fús­son for­seti Alþingis og þing­maður Vinstri grænna í ræðu sinni um Hálend­is­þjóð­garð á Alþingi í kvöld.

For­seti Alþingis er ekki tíður gestur í ræðu­stól þings­ins, en Stein­grímur sagð­ist hafa látið það eftir sér að halda ræðu um mál­ið, sem hann sagði sér mik­il­vægt. „Ég hef sterkar taugar til þessa svæð­is,“ sagði Stein­grímur og bætti því við að fyrir honum væri leynd­ist hjarta Íslands og helgi­dómar á hálend­inu.

„Fyrir okkur sem ekki eru trúuð er vissu­lega hægt að kom­ast í helgi­dóma, þeir eru kannski ann­ars eðlis heldur en kirkjur eða mosk­ur. Mér er það mikið til­finn­inga­mál að við stöndum okk­ur, núver­andi kyn­slóð í land­inu, í gæslu okkar fyrir þessum perlum sem þarna liggja,“ sagði hann og bætti við að hann fagn­aði því mjög að frum­varpið væri komið fram til umræðu á Alþingi.AuglýsingSagð­ist hann þess full­viss að hægt yrði að breikka sam­stöðu enn frekar um málið í með­förum þings­ins, en sagði þó þegar vís­bend­ingar um að 65 pró­sent þjóð­ar­innar væru hlynnt því að stofna þennan þjóð­garð og vildu fá sinn hálend­is­þjóð­garð.

„Að sjálf­sögðu á að leita eins góðrar sam­stöðu og mögu­legt er, en ég segi líka alveg hik­laust að sá síð­asti eigi ekki að hafa neit­un­ar­vald,“ sagði Stein­grím­ur.

Síðan spurði hann hvort það væri svo að „ein­hver örlít­ill grenj­andi minni­hluti“ ætti að hafa neit­un­ar­vald gagn­vart þjóð­inni um þjóð­garð­inn. Svo rakti Stein­grímur að verið væri að tala um þjóð­lend­urn­ar, hina gömlu almenn­inga Íslands.

Hann minnti á að þverpóli­tíska nefndin um stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs, sem hann sat í fyrir hönd Vinstri grænna, hefði valið þá leið til að greiða götu máls­ins, að draga minnsta sam­nefn­ara og marka Hálend­is­þjóð­garði svæði utan um þjóð­lendur innan hálend­is­lína. „Er þá ekki staðan býsna sterk, til að inn á því svæði megi þjóðin stofna sinn þjóð­garð?“

Verið að færa „stór­aukin áhrif og völd“ til heima­fólks

Þau sjón­ar­mið að með stofnun Hálend­is­þjóð­garðs sé verið að færa skipu­lags­völd frá sveit­ar­fé­lögum hafa heyrst í umræðum um mál­ið. 

Stein­grímur sagði sveit­ar­fé­lögum lands­ins tryggður alveg „óheyri­lega sterkur vett­vang­ur“ innan stjórn­sýslu fyr­ir­hug­aðs þjóð­garðs, ásamt fleirum sem þyrftu að koma að málum svo að vel færi.

Hann sagði und­ar­legt að engir alþing­is­menn hefðu minnst á það í umræðum kvölds­ins að með þessu frum­varpi væri verið að færa sveit­ar­fé­lög­um, heima­mönn­um, umsýslu frið­lýstra svæða sem Umhverf­is­stofnun færi með nú. Stein­grímur sagði auk þess að ekki væri með frum­varp­inu verið að raska neinum hefð­bundnum nytjum á svæð­un­um. Það skil­yrði væri þó gert að þær nytjar væru sjálf­bær­ar.

Stein­grímur sagði að öfugt við það sem væri oft heyrð­ist í umræð­unni væri í raun verið að færa heima­mönnum „stór­aukin áhrif og völd í þessu frum­varpi“.

Stjórn­mála­mönnum verði þakkað um aldir

Hann setti fram þann spá­dóm undir lok ræðu sinn­ar, að þeirri kyn­slóð íslenskra stjórn­mála­manna sem skil­aði í höfn því verki að stofna þennan „stór­kost­lega merki­lega þjóð­garð á heims­vísu, með gríð­ar­legum tæki­færum fyrir okkur öll,“ yrði þakkað um aldir á Íslandi.

„Við erum ekki að taka neitt frá neinum með því að stofna þennan þjóð­garð, við erum að tryggja að hlutir verði til, óskemmdir og ósnortn­ir, handa kom­andi kyn­slóð­u­m,“ ­sagði Stein­grím­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Er ekki bara best að kjósa Samherja?
Kjarninn 24. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
Kjarninn 24. september 2021
Steinar Frímannsson
Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar
Kjarninn 24. september 2021
Hjördís Björg Kristinsdóttir
Vanda til verka þegar aðstoð er veitt
Kjarninn 24. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent