Spurði hvort „örlítill grenjandi minnihluti“ ætti að geta neitað þjóðinni um þjóðgarð

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði á þingi að frumvarp um Hálendisþjóðgarð færði aukin völd og áhrif til heimamanna og þjóðgarðurinn nyti ríks stuðnings þjóðarinnar. „Grenjandi minnihluti“ ætti ekki að hafa neitunarvald.

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis í ræðustól í kvöld.
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis í ræðustól í kvöld.
Auglýsing

„Á ein­hver örlít­ill grenj­andi minni­hluti að hafa neit­un­ar­vald um það að þjóðin megi stofna þennan þjóð­garð sinn á sínu eigin land­i?“ spurði Stein­grímur J. Sig­fús­son for­seti Alþingis og þing­maður Vinstri grænna í ræðu sinni um Hálend­is­þjóð­garð á Alþingi í kvöld.

For­seti Alþingis er ekki tíður gestur í ræðu­stól þings­ins, en Stein­grímur sagð­ist hafa látið það eftir sér að halda ræðu um mál­ið, sem hann sagði sér mik­il­vægt. „Ég hef sterkar taugar til þessa svæð­is,“ sagði Stein­grímur og bætti því við að fyrir honum væri leynd­ist hjarta Íslands og helgi­dómar á hálend­inu.

„Fyrir okkur sem ekki eru trúuð er vissu­lega hægt að kom­ast í helgi­dóma, þeir eru kannski ann­ars eðlis heldur en kirkjur eða mosk­ur. Mér er það mikið til­finn­inga­mál að við stöndum okk­ur, núver­andi kyn­slóð í land­inu, í gæslu okkar fyrir þessum perlum sem þarna liggja,“ sagði hann og bætti við að hann fagn­aði því mjög að frum­varpið væri komið fram til umræðu á Alþingi.AuglýsingSagð­ist hann þess full­viss að hægt yrði að breikka sam­stöðu enn frekar um málið í með­förum þings­ins, en sagði þó þegar vís­bend­ingar um að 65 pró­sent þjóð­ar­innar væru hlynnt því að stofna þennan þjóð­garð og vildu fá sinn hálend­is­þjóð­garð.

„Að sjálf­sögðu á að leita eins góðrar sam­stöðu og mögu­legt er, en ég segi líka alveg hik­laust að sá síð­asti eigi ekki að hafa neit­un­ar­vald,“ sagði Stein­grím­ur.

Síðan spurði hann hvort það væri svo að „ein­hver örlít­ill grenj­andi minni­hluti“ ætti að hafa neit­un­ar­vald gagn­vart þjóð­inni um þjóð­garð­inn. Svo rakti Stein­grímur að verið væri að tala um þjóð­lend­urn­ar, hina gömlu almenn­inga Íslands.

Hann minnti á að þverpóli­tíska nefndin um stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs, sem hann sat í fyrir hönd Vinstri grænna, hefði valið þá leið til að greiða götu máls­ins, að draga minnsta sam­nefn­ara og marka Hálend­is­þjóð­garði svæði utan um þjóð­lendur innan hálend­is­lína. „Er þá ekki staðan býsna sterk, til að inn á því svæði megi þjóðin stofna sinn þjóð­garð?“

Verið að færa „stór­aukin áhrif og völd“ til heima­fólks

Þau sjón­ar­mið að með stofnun Hálend­is­þjóð­garðs sé verið að færa skipu­lags­völd frá sveit­ar­fé­lögum hafa heyrst í umræðum um mál­ið. 

Stein­grímur sagði sveit­ar­fé­lögum lands­ins tryggður alveg „óheyri­lega sterkur vett­vang­ur“ innan stjórn­sýslu fyr­ir­hug­aðs þjóð­garðs, ásamt fleirum sem þyrftu að koma að málum svo að vel færi.

Hann sagði und­ar­legt að engir alþing­is­menn hefðu minnst á það í umræðum kvölds­ins að með þessu frum­varpi væri verið að færa sveit­ar­fé­lög­um, heima­mönn­um, umsýslu frið­lýstra svæða sem Umhverf­is­stofnun færi með nú. Stein­grímur sagði auk þess að ekki væri með frum­varp­inu verið að raska neinum hefð­bundnum nytjum á svæð­un­um. Það skil­yrði væri þó gert að þær nytjar væru sjálf­bær­ar.

Stein­grímur sagði að öfugt við það sem væri oft heyrð­ist í umræð­unni væri í raun verið að færa heima­mönnum „stór­aukin áhrif og völd í þessu frum­varpi“.

Stjórn­mála­mönnum verði þakkað um aldir

Hann setti fram þann spá­dóm undir lok ræðu sinn­ar, að þeirri kyn­slóð íslenskra stjórn­mála­manna sem skil­aði í höfn því verki að stofna þennan „stór­kost­lega merki­lega þjóð­garð á heims­vísu, með gríð­ar­legum tæki­færum fyrir okkur öll,“ yrði þakkað um aldir á Íslandi.

„Við erum ekki að taka neitt frá neinum með því að stofna þennan þjóð­garð, við erum að tryggja að hlutir verði til, óskemmdir og ósnortn­ir, handa kom­andi kyn­slóð­u­m,“ ­sagði Stein­grím­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent