Laganna armur langur þó Íslendingar fáist ekki framseldir

Sagt hefur verið frá vilja namibískra yfirvalda til að fá íslenska borgara framselda vegna Samherjamálsins undanfarna daga. Íslendingar verða þó ólíklega framseldir til Namibíu.

Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu. Þangað mun ólíklega nokkur Íslendingur fást framseldur í bráð.
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu. Þangað mun ólíklega nokkur Íslendingur fást framseldur í bráð.
Auglýsing

Und­an­farna daga hafa fjöl­miðlar fjallað um mála­rekstur namibíska rík­is­ins gagn­vart þeim aðilum þar inn­an­lands sem sak­aðir eru um mútu­þægni og spill­ingu í tengslum við úthlutun á kvóta til félaga tengdum Sam­herja. Í umfjöll­unum miðla bæði hér á landi og í Namibíu hefur komið fram að spill­ing­ar­lög­reglan í Namibíu hafi íslenska starfs­menn Sam­herja í sigt­inu, sam­kvæmt dóm­skjölum sem lögð hafa verið fram af hálfu yfir­valda.

RÚV sagði frá því í upp­hafi mán­aðar að í eið­svar­inni yfir­lýs­ingu rann­sókn­ar­lög­reglu­manns segði að namibíska lög­reglan væri að reyna að graf­ast fyrir um dval­ar­staði að minnsta kosti tveggja nafn­greindra Íslend­inga tengdum starf­semi Sam­herja í Namib­íu, með það að mark­miði að hefja ferli til að fá þá fram­selda. 

„Glæpir eiga sér engin landa­mæri,“ hafði namibíska blaðið Repu­blikain eftir rík­is­sak­sókn­ara lands­ins, Mörthu Imalwa, í við­tali á dög­un­um.

Sam­herji segir á móti, bæði í yfir­lýs­ingu á vef sínum og í svörum til namibískra fjöl­miðla, að engar til­raunir hafi verið gerðar af hálfu full­trúa namibískra stjórn­valda til að hafa afskipti af núver­andi eða fyrr­ver­andi starfs­mönnum félaga tengdum Sam­herja, fyr­ir­tækið sjálft eða yfir­völd hvorki á Íslandi né öðrum ríkjum þar sem umræddir starfs­menn hafa verið við störf.

Auglýsing

Einnig hefur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið haldið því til haga að namibísk yfir­völd hafi engar laga­heim­ildir til að krefj­ast fram­sals íslenskra rík­is­borg­ara, þar sem eng­inn samn­ingur sé til staðar á milli Íslands og Namibíu um fram­sal­ið. Þetta er að sjálf­sögðu rétt. Íslenska rík­is­borg­ara þarf ekki að fram­selja til Namib­íu, þrátt fyrir að beiðnir um fram­sal ber­ist það­an.

Íslenska rík­is­borg­ara þarf ein­ungis að fram­selja til ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­egs, sam­kvæmt evr­ópsku hand­töku­skip­un­inni, sem lög­fest var á Íslandi árið 2016 og tók end­an­lega gildi 1. nóv­em­ber 2019, í kjöl­far þess að öll aðild­ar­ríki þess­arar hand­töku­skip­unar höfðu full­gilt samn­ing­inn.

Ekki fram­sal en alþjóð­leg lög­saga um mútu­brot

Frá því að Sam­herj­a­skjölin komu upp á yfir­borðið í nóv­em­ber í fyrra hefur nokkrum sinnum verið fjallað um mögu­leik­ann á fram­sali íslenskra sak­born­inga til Namib­íu, færi svo að namibísk yfir­völd legðu fram ákærur á hendur ein­hverj­um.

Ólafur Þór Hauks­son hér­aðs­sak­sókn­ari ræddi þetta atriði við Mann­líf í sum­ar, skömmu eftir að fregnir höfðu borist þess efnis að namibísk yfir­völd hefðu sent beiðni til alþjóða­lög­regl­unnar Inter­pol með ósk um lið­sinni vegna máls­ins.

„Í öllum til­vikum þegar fram kemur beiðni um fram­sal þarf alltaf að vísa til ein­hverra heim­ilda. Til þess að fram­sal sé inni í mynd­inni þurfa að vera ein­hvers konar samn­ingar eða skuld­bind­ingar þarna á milli landa,“ sagði Ólafur Þór.

Þór­dís Inga­dótt­ir, sér­fræð­ingur í alþjóð­legum refsirétti, ræddi þessi mál í Kast­ljósi á RÚV í nóv­em­ber í fyrra. Hún sagði að þrátt fyrir að ekki þyrfti að fram­selja menn sam­kvæmt íslenskum lögum væri víð lög­saga um mútu- og spill­ing­ar­mál, á grund­velli alþjóð­legra samn­inga sem Ísland hefði gerst aðili að. 

Aðild Íslands að ­samn­ingi Efna­hags- og fram­fara­stofn­unar Evr­ópu (OECD) um bar­áttu gegn mútum í alþjóða­við­skiptum er það sem varð til þess að í íslenskum hegn­ing­ar­lögum hefur allt frá árinu 1998 mátt finna laga­á­kvæði sem gerir mútu­greiðslur til opin­berra starfs­manna refsi­verða á Íslandi, sama hvar brotið er framið. Sé sak­fellt fyrir slíkt brot getur refs­ing numið sektum eða allt að 5 ára fang­elsi.

Drago Kos, for­maður vinnu­hóps OECD um mút­ur, sagði við RÚV í nóv­em­ber í fyrra að það yrði „góður próf­steinn á íslensku lög­regl­una og ákæru­vald­ið“ að takast á við rann­sókn máls­ins og að vel yrði fylgst með, af hálfu OECD.

Greint var frá því í byrjun sept­em­ber að sex ein­stak­l­ingar hefðu fengið rétt­­ar­­stöðu sak­­born­inga í rann­­sókn hér­­aðs­sak­­sókn­­ara á starf­­semi Sam­herj­­a. Einn þeirra er Þor­steinn Már Bald­vins­son, annar for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins.

Í þeim hópi eru einnig þeir Ingvar Júl­í­us­son fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kýpur og Egill Helgi Árna­son fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namib­íu. Nöfn þeirra tveggja hafa sér­stak­lega verið nefnd til sög­unnar í umfjöll­unum namibískra miðla um vilja namibískra lag­anna varða til þess að leggja fram fram­sals­kröfur und­an­farna daga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent