Laganna armur langur þó Íslendingar fáist ekki framseldir

Sagt hefur verið frá vilja namibískra yfirvalda til að fá íslenska borgara framselda vegna Samherjamálsins undanfarna daga. Íslendingar verða þó ólíklega framseldir til Namibíu.

Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu. Þangað mun ólíklega nokkur Íslendingur fást framseldur í bráð.
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu. Þangað mun ólíklega nokkur Íslendingur fást framseldur í bráð.
Auglýsing

Und­an­farna daga hafa fjöl­miðlar fjallað um mála­rekstur namibíska rík­is­ins gagn­vart þeim aðilum þar inn­an­lands sem sak­aðir eru um mútu­þægni og spill­ingu í tengslum við úthlutun á kvóta til félaga tengdum Sam­herja. Í umfjöll­unum miðla bæði hér á landi og í Namibíu hefur komið fram að spill­ing­ar­lög­reglan í Namibíu hafi íslenska starfs­menn Sam­herja í sigt­inu, sam­kvæmt dóm­skjölum sem lögð hafa verið fram af hálfu yfir­valda.

RÚV sagði frá því í upp­hafi mán­aðar að í eið­svar­inni yfir­lýs­ingu rann­sókn­ar­lög­reglu­manns segði að namibíska lög­reglan væri að reyna að graf­ast fyrir um dval­ar­staði að minnsta kosti tveggja nafn­greindra Íslend­inga tengdum starf­semi Sam­herja í Namib­íu, með það að mark­miði að hefja ferli til að fá þá fram­selda. 

„Glæpir eiga sér engin landa­mæri,“ hafði namibíska blaðið Repu­blikain eftir rík­is­sak­sókn­ara lands­ins, Mörthu Imalwa, í við­tali á dög­un­um.

Sam­herji segir á móti, bæði í yfir­lýs­ingu á vef sínum og í svörum til namibískra fjöl­miðla, að engar til­raunir hafi verið gerðar af hálfu full­trúa namibískra stjórn­valda til að hafa afskipti af núver­andi eða fyrr­ver­andi starfs­mönnum félaga tengdum Sam­herja, fyr­ir­tækið sjálft eða yfir­völd hvorki á Íslandi né öðrum ríkjum þar sem umræddir starfs­menn hafa verið við störf.

Auglýsing

Einnig hefur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið haldið því til haga að namibísk yfir­völd hafi engar laga­heim­ildir til að krefj­ast fram­sals íslenskra rík­is­borg­ara, þar sem eng­inn samn­ingur sé til staðar á milli Íslands og Namibíu um fram­sal­ið. Þetta er að sjálf­sögðu rétt. Íslenska rík­is­borg­ara þarf ekki að fram­selja til Namib­íu, þrátt fyrir að beiðnir um fram­sal ber­ist það­an.

Íslenska rík­is­borg­ara þarf ein­ungis að fram­selja til ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­egs, sam­kvæmt evr­ópsku hand­töku­skip­un­inni, sem lög­fest var á Íslandi árið 2016 og tók end­an­lega gildi 1. nóv­em­ber 2019, í kjöl­far þess að öll aðild­ar­ríki þess­arar hand­töku­skip­unar höfðu full­gilt samn­ing­inn.

Ekki fram­sal en alþjóð­leg lög­saga um mútu­brot

Frá því að Sam­herj­a­skjölin komu upp á yfir­borðið í nóv­em­ber í fyrra hefur nokkrum sinnum verið fjallað um mögu­leik­ann á fram­sali íslenskra sak­born­inga til Namib­íu, færi svo að namibísk yfir­völd legðu fram ákærur á hendur ein­hverj­um.

Ólafur Þór Hauks­son hér­aðs­sak­sókn­ari ræddi þetta atriði við Mann­líf í sum­ar, skömmu eftir að fregnir höfðu borist þess efnis að namibísk yfir­völd hefðu sent beiðni til alþjóða­lög­regl­unnar Inter­pol með ósk um lið­sinni vegna máls­ins.

„Í öllum til­vikum þegar fram kemur beiðni um fram­sal þarf alltaf að vísa til ein­hverra heim­ilda. Til þess að fram­sal sé inni í mynd­inni þurfa að vera ein­hvers konar samn­ingar eða skuld­bind­ingar þarna á milli landa,“ sagði Ólafur Þór.

Þór­dís Inga­dótt­ir, sér­fræð­ingur í alþjóð­legum refsirétti, ræddi þessi mál í Kast­ljósi á RÚV í nóv­em­ber í fyrra. Hún sagði að þrátt fyrir að ekki þyrfti að fram­selja menn sam­kvæmt íslenskum lögum væri víð lög­saga um mútu- og spill­ing­ar­mál, á grund­velli alþjóð­legra samn­inga sem Ísland hefði gerst aðili að. 

Aðild Íslands að ­samn­ingi Efna­hags- og fram­fara­stofn­unar Evr­ópu (OECD) um bar­áttu gegn mútum í alþjóða­við­skiptum er það sem varð til þess að í íslenskum hegn­ing­ar­lögum hefur allt frá árinu 1998 mátt finna laga­á­kvæði sem gerir mútu­greiðslur til opin­berra starfs­manna refsi­verða á Íslandi, sama hvar brotið er framið. Sé sak­fellt fyrir slíkt brot getur refs­ing numið sektum eða allt að 5 ára fang­elsi.

Drago Kos, for­maður vinnu­hóps OECD um mút­ur, sagði við RÚV í nóv­em­ber í fyrra að það yrði „góður próf­steinn á íslensku lög­regl­una og ákæru­vald­ið“ að takast á við rann­sókn máls­ins og að vel yrði fylgst með, af hálfu OECD.

Greint var frá því í byrjun sept­em­ber að sex ein­stak­l­ingar hefðu fengið rétt­­ar­­stöðu sak­­born­inga í rann­­sókn hér­­aðs­sak­­sókn­­ara á starf­­semi Sam­herj­­a. Einn þeirra er Þor­steinn Már Bald­vins­son, annar for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins.





Í þeim hópi eru einnig þeir Ingvar Júl­í­us­son fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kýpur og Egill Helgi Árna­son fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namib­íu. Nöfn þeirra tveggja hafa sér­stak­lega verið nefnd til sög­unnar í umfjöll­unum namibískra miðla um vilja namibískra lag­anna varða til þess að leggja fram fram­sals­kröfur und­an­farna daga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent