Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna

Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.

Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Auglýsing

„Hug­leið­ingar ein­stakra lög­reglu­manna í Namibíu ráða engu um þær heim­ildir sem gilda almennt um fram­sal milli ríkja í tengslum við rekstur saka­mála. Namibísk yfir­völd hafa engar laga­heim­ildir til að krefj­ast fram­sals yfir íslenskum rík­is­borg­urum þar sem eng­inn samn­ingur er til staðar milli ríkj­anna um fram­salið,“ segir í yfir­lýs­ingu sem birt er á vef Sam­herja í dag.

Þar segir einnig að namibísk stjórn­völd hafi „engar til­raunir gert til að hafa afskipti af núver­andi eða fyrr­ver­andi starfs­mönnum félaga tengdum Sam­herj­a,“ en til­efni yfir­lýs­ing­ar­innar er frétta­flutn­ingur RÚV af eið­svar­inni yfir­lýs­ingu sem rann­sókn­ar­lög­reglu­maður hjá namibísku spill­ing­ar­lög­regl­unni ACC lagði fram við namibískan dóm­stól nýlega.

Frétt RÚV birt­ist á þriðju­dags­kvöld. Í henni kemur fram að rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur­inn hafi rit­að, í 63 blað­síðna langri yfir­lýs­ingu sinni til dóm­stóls­ins, að namibíska lög­reglan hefði verið að reyna að graf­ast fyrir um dval­ar­stað tveggja nafn­greindra starfs­manna Sam­herja sem stjórnað hefðu fyr­ir­tækjum tengdum Sam­herja í Namib­íu, auk ann­arra, í því skyni að fá þá fram­selda.

Auglýsing

Í frétt­inni kom jafn­framt fram að namibíska lög­reglan hefði sent bréf til full­trúa Inter­pol í Namibíu í maí til þess að óska eftir hjálp við að hafa uppi á tíu Íslend­ingum sem tengj­ast Sam­herja. Fjallað var um hjálp­ar­beiðni namibískra yfir­valda til Inter­pol í namibískum og íslenskum fjöl­miðlum í byrjun jún­í.

Eng­inn verið á flótta undan rétt­vís­inni

„Mik­il­vægt er að fram komi að eng­inn af núver­andi eða fyrr­ver­andi starfs­mönnum Sam­herja og tengdra félaga hefur verið eft­ir­lýstur af Inter­pol eða verið á flótta undan rétt­vís­inni, raunar þvert á móti. Hvorki namibísk stjórn­völd né Inter­pol hafa óskað eftir því að ná tali af umræddum starfs­mönn­um. Virð­ist Inter­pol því ekki hafa á neinn hátt brugð­ist við áður­nefndu bréfi,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja um þetta efni.

Þar segir enn fremur að eng­inn núver­andi eða fyrr­ver­andi starfs­manna félaga í sam­stæðu Sam­herja hafi rétt­ar­stöðu sak­born­ings í tengslum við rann­sókn í Namibíu og full­yrt er að eng­inn þeirra hafi við­haft hátt­semi gæti rétt­lætt það. „Ráða­gerðir lög­reglu­manns­ins sem gerðar voru að frétta­efni eru því til­hæfu­laus­ar,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herj­a. 

Rík­is­sak­sókn­ari Namibíu sagður með Sam­herja í sigt­inu

Namibískir fjöl­miðlar hafa und­an­farna daga flutt fréttir af fram­gangi Sam­herj­a­máls­ins þar í land­i. 

Blöðin Namibian Sun og The Namibian hafa bæði sagt frá því að Martha Imalwa, rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu, hafi greint frá því í eið­svar­inni yfir­lýs­ingu til rétt­ar­ins í Wind­hoek að til standi að leggja fram ákærur á hendur félögum tengdum Sam­herja í land­inu og stjórn­endum þeirra.

Yfir­lýs­ingin var send til dóm­stóls­ins nýlega vegna beiðni um kyrr­setn­ingu eigna hjá fjöl­mörgum aðilum í Namib­íu, þar af sex félögum tengdum Sam­herja, sem sett var fram vegna rann­sóknar á vafasömum milli­ríkja­samn­ingi á milli Namibíu og Angóla, sem gerði félögum tengdum Sam­herja mögu­legt að kom­ast yfir hrossa­makríl­kvóta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent