Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna

Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.

Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Auglýsing

„Hug­leið­ingar ein­stakra lög­reglu­manna í Namibíu ráða engu um þær heim­ildir sem gilda almennt um fram­sal milli ríkja í tengslum við rekstur saka­mála. Namibísk yfir­völd hafa engar laga­heim­ildir til að krefj­ast fram­sals yfir íslenskum rík­is­borg­urum þar sem eng­inn samn­ingur er til staðar milli ríkj­anna um fram­salið,“ segir í yfir­lýs­ingu sem birt er á vef Sam­herja í dag.

Þar segir einnig að namibísk stjórn­völd hafi „engar til­raunir gert til að hafa afskipti af núver­andi eða fyrr­ver­andi starfs­mönnum félaga tengdum Sam­herj­a,“ en til­efni yfir­lýs­ing­ar­innar er frétta­flutn­ingur RÚV af eið­svar­inni yfir­lýs­ingu sem rann­sókn­ar­lög­reglu­maður hjá namibísku spill­ing­ar­lög­regl­unni ACC lagði fram við namibískan dóm­stól nýlega.

Frétt RÚV birt­ist á þriðju­dags­kvöld. Í henni kemur fram að rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur­inn hafi rit­að, í 63 blað­síðna langri yfir­lýs­ingu sinni til dóm­stóls­ins, að namibíska lög­reglan hefði verið að reyna að graf­ast fyrir um dval­ar­stað tveggja nafn­greindra starfs­manna Sam­herja sem stjórnað hefðu fyr­ir­tækjum tengdum Sam­herja í Namib­íu, auk ann­arra, í því skyni að fá þá fram­selda.

Auglýsing

Í frétt­inni kom jafn­framt fram að namibíska lög­reglan hefði sent bréf til full­trúa Inter­pol í Namibíu í maí til þess að óska eftir hjálp við að hafa uppi á tíu Íslend­ingum sem tengj­ast Sam­herja. Fjallað var um hjálp­ar­beiðni namibískra yfir­valda til Inter­pol í namibískum og íslenskum fjöl­miðlum í byrjun jún­í.

Eng­inn verið á flótta undan rétt­vís­inni

„Mik­il­vægt er að fram komi að eng­inn af núver­andi eða fyrr­ver­andi starfs­mönnum Sam­herja og tengdra félaga hefur verið eft­ir­lýstur af Inter­pol eða verið á flótta undan rétt­vís­inni, raunar þvert á móti. Hvorki namibísk stjórn­völd né Inter­pol hafa óskað eftir því að ná tali af umræddum starfs­mönn­um. Virð­ist Inter­pol því ekki hafa á neinn hátt brugð­ist við áður­nefndu bréfi,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja um þetta efni.

Þar segir enn fremur að eng­inn núver­andi eða fyrr­ver­andi starfs­manna félaga í sam­stæðu Sam­herja hafi rétt­ar­stöðu sak­born­ings í tengslum við rann­sókn í Namibíu og full­yrt er að eng­inn þeirra hafi við­haft hátt­semi gæti rétt­lætt það. „Ráða­gerðir lög­reglu­manns­ins sem gerðar voru að frétta­efni eru því til­hæfu­laus­ar,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herj­a. 

Rík­is­sak­sókn­ari Namibíu sagður með Sam­herja í sigt­inu

Namibískir fjöl­miðlar hafa und­an­farna daga flutt fréttir af fram­gangi Sam­herj­a­máls­ins þar í land­i. 

Blöðin Namibian Sun og The Namibian hafa bæði sagt frá því að Martha Imalwa, rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu, hafi greint frá því í eið­svar­inni yfir­lýs­ingu til rétt­ar­ins í Wind­hoek að til standi að leggja fram ákærur á hendur félögum tengdum Sam­herja í land­inu og stjórn­endum þeirra.

Yfir­lýs­ingin var send til dóm­stóls­ins nýlega vegna beiðni um kyrr­setn­ingu eigna hjá fjöl­mörgum aðilum í Namib­íu, þar af sex félögum tengdum Sam­herja, sem sett var fram vegna rann­sóknar á vafasömum milli­ríkja­samn­ingi á milli Namibíu og Angóla, sem gerði félögum tengdum Sam­herja mögu­legt að kom­ast yfir hrossa­makríl­kvóta.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent