Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna

Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.

Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Auglýsing

„Hugleiðingar einstakra lögreglumanna í Namibíu ráða engu um þær heimildir sem gilda almennt um framsal milli ríkja í tengslum við rekstur sakamála. Namibísk yfirvöld hafa engar lagaheimildir til að krefjast framsals yfir íslenskum ríkisborgurum þar sem enginn samningur er til staðar milli ríkjanna um framsalið,“ segir í yfirlýsingu sem birt er á vef Samherja í dag.

Þar segir einnig að namibísk stjórnvöld hafi „engar tilraunir gert til að hafa afskipti af núverandi eða fyrrverandi starfsmönnum félaga tengdum Samherja,“ en tilefni yfirlýsingarinnar er fréttaflutningur RÚV af eiðsvarinni yfirlýsingu sem rannsóknarlögreglumaður hjá namibísku spillingarlögreglunni ACC lagði fram við namibískan dómstól nýlega.

Frétt RÚV birtist á þriðjudagskvöld. Í henni kemur fram að rannsóknarlögreglumaðurinn hafi ritað, í 63 blaðsíðna langri yfirlýsingu sinni til dómstólsins, að namibíska lögreglan hefði verið að reyna að grafast fyrir um dvalarstað tveggja nafngreindra starfsmanna Samherja sem stjórnað hefðu fyrirtækjum tengdum Samherja í Namibíu, auk annarra, í því skyni að fá þá framselda.

Auglýsing

Í fréttinni kom jafnframt fram að namibíska lögreglan hefði sent bréf til fulltrúa Interpol í Namibíu í maí til þess að óska eftir hjálp við að hafa uppi á tíu Íslendingum sem tengjast Samherja. Fjallað var um hjálparbeiðni namibískra yfirvalda til Interpol í namibískum og íslenskum fjölmiðlum í byrjun júní.

Enginn verið á flótta undan réttvísinni

„Mikilvægt er að fram komi að enginn af núverandi eða fyrrverandi starfsmönnum Samherja og tengdra félaga hefur verið eftirlýstur af Interpol eða verið á flótta undan réttvísinni, raunar þvert á móti. Hvorki namibísk stjórnvöld né Interpol hafa óskað eftir því að ná tali af umræddum starfsmönnum. Virðist Interpol því ekki hafa á neinn hátt brugðist við áðurnefndu bréfi,“ segir í yfirlýsingu Samherja um þetta efni.

Þar segir enn fremur að enginn núverandi eða fyrrverandi starfsmanna félaga í samstæðu Samherja hafi réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn í Namibíu og fullyrt er að enginn þeirra hafi viðhaft háttsemi gæti réttlætt það. „Ráðagerðir lögreglumannsins sem gerðar voru að fréttaefni eru því tilhæfulausar,“ segir í yfirlýsingu Samherja. 

Ríkissaksóknari Namibíu sagður með Samherja í sigtinu

Namibískir fjölmiðlar hafa undanfarna daga flutt fréttir af framgangi Samherjamálsins þar í landi. 

Blöðin Namibian Sun og The Namibian hafa bæði sagt frá því að Martha Imalwa, ríkissaksóknari Namibíu, hafi greint frá því í eiðsvarinni yfirlýsingu til réttarins í Windhoek að til standi að leggja fram ákærur á hendur félögum tengdum Samherja í landinu og stjórnendum þeirra.

Yfirlýsingin var send til dómstólsins nýlega vegna beiðni um kyrrsetningu eigna hjá fjölmörgum aðilum í Namibíu, þar af sex félögum tengdum Samherja, sem sett var fram vegna rannsóknar á vafasömum milliríkjasamningi á milli Namibíu og Angóla, sem gerði félögum tengdum Samherja mögulegt að komast yfir hrossamakrílkvóta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent