Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna

Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.

Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Auglýsing

„Hug­leið­ingar ein­stakra lög­reglu­manna í Namibíu ráða engu um þær heim­ildir sem gilda almennt um fram­sal milli ríkja í tengslum við rekstur saka­mála. Namibísk yfir­völd hafa engar laga­heim­ildir til að krefj­ast fram­sals yfir íslenskum rík­is­borg­urum þar sem eng­inn samn­ingur er til staðar milli ríkj­anna um fram­salið,“ segir í yfir­lýs­ingu sem birt er á vef Sam­herja í dag.

Þar segir einnig að namibísk stjórn­völd hafi „engar til­raunir gert til að hafa afskipti af núver­andi eða fyrr­ver­andi starfs­mönnum félaga tengdum Sam­herj­a,“ en til­efni yfir­lýs­ing­ar­innar er frétta­flutn­ingur RÚV af eið­svar­inni yfir­lýs­ingu sem rann­sókn­ar­lög­reglu­maður hjá namibísku spill­ing­ar­lög­regl­unni ACC lagði fram við namibískan dóm­stól nýlega.

Frétt RÚV birt­ist á þriðju­dags­kvöld. Í henni kemur fram að rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur­inn hafi rit­að, í 63 blað­síðna langri yfir­lýs­ingu sinni til dóm­stóls­ins, að namibíska lög­reglan hefði verið að reyna að graf­ast fyrir um dval­ar­stað tveggja nafn­greindra starfs­manna Sam­herja sem stjórnað hefðu fyr­ir­tækjum tengdum Sam­herja í Namib­íu, auk ann­arra, í því skyni að fá þá fram­selda.

Auglýsing

Í frétt­inni kom jafn­framt fram að namibíska lög­reglan hefði sent bréf til full­trúa Inter­pol í Namibíu í maí til þess að óska eftir hjálp við að hafa uppi á tíu Íslend­ingum sem tengj­ast Sam­herja. Fjallað var um hjálp­ar­beiðni namibískra yfir­valda til Inter­pol í namibískum og íslenskum fjöl­miðlum í byrjun jún­í.

Eng­inn verið á flótta undan rétt­vís­inni

„Mik­il­vægt er að fram komi að eng­inn af núver­andi eða fyrr­ver­andi starfs­mönnum Sam­herja og tengdra félaga hefur verið eft­ir­lýstur af Inter­pol eða verið á flótta undan rétt­vís­inni, raunar þvert á móti. Hvorki namibísk stjórn­völd né Inter­pol hafa óskað eftir því að ná tali af umræddum starfs­mönn­um. Virð­ist Inter­pol því ekki hafa á neinn hátt brugð­ist við áður­nefndu bréfi,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja um þetta efni.

Þar segir enn fremur að eng­inn núver­andi eða fyrr­ver­andi starfs­manna félaga í sam­stæðu Sam­herja hafi rétt­ar­stöðu sak­born­ings í tengslum við rann­sókn í Namibíu og full­yrt er að eng­inn þeirra hafi við­haft hátt­semi gæti rétt­lætt það. „Ráða­gerðir lög­reglu­manns­ins sem gerðar voru að frétta­efni eru því til­hæfu­laus­ar,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herj­a. 

Rík­is­sak­sókn­ari Namibíu sagður með Sam­herja í sigt­inu

Namibískir fjöl­miðlar hafa und­an­farna daga flutt fréttir af fram­gangi Sam­herj­a­máls­ins þar í land­i. 

Blöðin Namibian Sun og The Namibian hafa bæði sagt frá því að Martha Imalwa, rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu, hafi greint frá því í eið­svar­inni yfir­lýs­ingu til rétt­ar­ins í Wind­hoek að til standi að leggja fram ákærur á hendur félögum tengdum Sam­herja í land­inu og stjórn­endum þeirra.

Yfir­lýs­ingin var send til dóm­stóls­ins nýlega vegna beiðni um kyrr­setn­ingu eigna hjá fjöl­mörgum aðilum í Namib­íu, þar af sex félögum tengdum Sam­herja, sem sett var fram vegna rann­sóknar á vafasömum milli­ríkja­samn­ingi á milli Namibíu og Angóla, sem gerði félögum tengdum Sam­herja mögu­legt að kom­ast yfir hrossa­makríl­kvóta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent