Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins

Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.

Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Auglýsing

Namibísk yfir­völd hafa leitað á náðir alþjóða­lög­regl­unnar Inter­pol til þess að hjálpa sér við rann­sókn sína í tengslum við Sam­herj­a­skjöl­in. Frá þessu er greint á vef namibíska mið­ils­ins Infor­m­anté í dag, en RÚV sagði frá fyrst hér­lendra miðla.

Rann­sókn namibískra yfir­valda teygir sig til níu landa, meðal ann­ars Íslands, og er ekki lok­ið. Í dag voru sex sak­born­ingar í mál­inu, þeirra á meðal ráð­herr­arnir fyrr­ver­andi Bern­hard Esau og Sacky Shang­hala, úrskurð­aðir í áfram­hald­andi gæslu­varð­hald til 28. ágúst á meðan yfir­völd rann­saka mál þeirra.

Menn­irnir sex fóru fram á það, frammi fyrir dóm­stóli í höf­uð­borg­inni Wind­hoek, að þeim yrði sleppt úr haldi. Helstu rök þeirra fyrir því voru þau, sam­kvæmt frá­sögn Infor­m­anté, að yfir­völd í Namibíu vissu ekki hvenær rann­sókn á málum þeirra yrði lok­ið. Ósann­gjarnt væri að halda þeim í varð­haldi á með­an.

Auglýsing

Sak­sókn­ari í mál­inu sagði að rann­sóknin hefði reynst afar flókin til þess og málið væri reyndar svo flókið að rann­sókn þess myndi leggja miklar fjár­hags­legar byrðar á namibísk yfir­völd. Efna­hags­legar afleið­ingar kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins bæta heldur ekki úr skák, að sögn sak­sókn­ar­ans, og ferða­tak­mark­anir vegna far­ald­urs­ins flækt rann­sókn­ina enn frek­ar.

Hér­aðs­sak­sókn­ari hefur verið með við­skipta­hætti Sam­herj­a­sam­stæð­unnar í Namibíu til rann­sóknar frá því að Kveik­ur, Stund­in, WIki­leaks og Al Jazeera fjöll­uðu um meintar mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu fyr­ir­tæk­is­ins í nóv­em­ber­mán­uði.

Í umfjöll­un­inni steig fram upp­­­­­ljóstr­­­ar­inn Jóhannes Stef­áns­­­son, fyrr­ver­andi starfs­­­maður Sam­herja í Namib­­­íu, sem sagði að öll ætluð mút­­u­brot Sam­herja í land­inu hefði verið fram­­­kvæmd með vit­und og vilja for­­­stjór­a fyr­ir­tæk­is­ins, Þor­­steins Más Bald­vins­son­ar, sem sneri aftur í for­stjóra­stól­inn við hlið Björg­ólfs Jóhanns­sonar í lok mars­mán­að­ar.

Engin nið­­­ur­­­staða liggur fyrir í rann­­­sókn á mál­inu hér­­­­­lendis enn sem komið er, en hún hefur verið í gangi und­an­farna mán­uð­i, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent