Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins

Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.

Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Auglýsing

Namibísk yfir­völd hafa leitað á náðir alþjóða­lög­regl­unnar Inter­pol til þess að hjálpa sér við rann­sókn sína í tengslum við Sam­herj­a­skjöl­in. Frá þessu er greint á vef namibíska mið­ils­ins Infor­m­anté í dag, en RÚV sagði frá fyrst hér­lendra miðla.

Rann­sókn namibískra yfir­valda teygir sig til níu landa, meðal ann­ars Íslands, og er ekki lok­ið. Í dag voru sex sak­born­ingar í mál­inu, þeirra á meðal ráð­herr­arnir fyrr­ver­andi Bern­hard Esau og Sacky Shang­hala, úrskurð­aðir í áfram­hald­andi gæslu­varð­hald til 28. ágúst á meðan yfir­völd rann­saka mál þeirra.

Menn­irnir sex fóru fram á það, frammi fyrir dóm­stóli í höf­uð­borg­inni Wind­hoek, að þeim yrði sleppt úr haldi. Helstu rök þeirra fyrir því voru þau, sam­kvæmt frá­sögn Infor­m­anté, að yfir­völd í Namibíu vissu ekki hvenær rann­sókn á málum þeirra yrði lok­ið. Ósann­gjarnt væri að halda þeim í varð­haldi á með­an.

Auglýsing

Sak­sókn­ari í mál­inu sagði að rann­sóknin hefði reynst afar flókin til þess og málið væri reyndar svo flókið að rann­sókn þess myndi leggja miklar fjár­hags­legar byrðar á namibísk yfir­völd. Efna­hags­legar afleið­ingar kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins bæta heldur ekki úr skák, að sögn sak­sókn­ar­ans, og ferða­tak­mark­anir vegna far­ald­urs­ins flækt rann­sókn­ina enn frek­ar.

Hér­aðs­sak­sókn­ari hefur verið með við­skipta­hætti Sam­herj­a­sam­stæð­unnar í Namibíu til rann­sóknar frá því að Kveik­ur, Stund­in, WIki­leaks og Al Jazeera fjöll­uðu um meintar mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu fyr­ir­tæk­is­ins í nóv­em­ber­mán­uði.

Í umfjöll­un­inni steig fram upp­­­­­ljóstr­­­ar­inn Jóhannes Stef­áns­­­son, fyrr­ver­andi starfs­­­maður Sam­herja í Namib­­­íu, sem sagði að öll ætluð mút­­u­brot Sam­herja í land­inu hefði verið fram­­­kvæmd með vit­und og vilja for­­­stjór­a fyr­ir­tæk­is­ins, Þor­­steins Más Bald­vins­son­ar, sem sneri aftur í for­stjóra­stól­inn við hlið Björg­ólfs Jóhanns­sonar í lok mars­mán­að­ar.

Engin nið­­­ur­­­staða liggur fyrir í rann­­­sókn á mál­inu hér­­­­­lendis enn sem komið er, en hún hefur verið í gangi und­an­farna mán­uð­i, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent