Smitum á Indlandi fjölgar ört

Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.

Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Auglýsing

Aldrei hafa jafn­margir greinst smit­aðir af kór­óna­veirunni á einum degi á Ind­landi líkt og í gær þegar tæp­lega 8500 greindust sýkt. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times sem unnin er upp úr gögnum heil­brigð­is­yf­ir­valda. Greindum smitum í land­inu hefur fjölgað hratt und­an­farna daga og hafa þau verið um eða yfir átta þús­und á dag síð­ustu fimm daga.Ástandið er verst í borg­inni Mumbai, þar hafa rúm­lega 40 þús­und greinst með veiruna. Sjúkra­hús í borg­inni hafa vart undan við að sinna sjúk­lingum og í frétt BBC segir að sums staðar hafi verið tveir til þrír sjúk­lingar um hvert sjúkra­rúm. Ofan á kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn leggst svo felli­byl­ur­inn Nis­arga sem skellur á í nágrenni Mumbai í dag. Tugir þús­unda hafa verið flutt úr ótraustum híbýlum og á annað hund­rað COVID-19 sjúk­linga hafa verið flutt af bráða­birgða­sjúkra­húsi sem var reist vegna far­ald­urs­ins. Felli­byl­ur­inn er sá fyrsti af þess­ari stærð­argráðu til að ná landi í Mumbai frá því á ofan­verðri nítj­ándu öld.

Auglýsing


Umfangs­mesta útgöngu­bann í heimi

Ind­land er að vakna á ný eftir rúm­lega tveggja mán­aða útgöngu­bann sem tók gildi 25. mars síð­ast­lið­inn. Sam­kvæmt frétt BBC var fjöldi smit­aðra 519 þegar útgöngu­bannið tók gildi og tala lát­inna þá alls tíu. Nú, rúmum tveimur mán­uðum síð­ar, er tala lát­inna rúm­lega 5.700 og fjöldi smita kom­inn yfir 200 þús­und, um helm­ingur þeirra er virk smit.Útgöngu­bannið þar var það umfangs­mesta í heimi, en í land­inu býr rúm­lega 1,3 millj­arður manna. Nú hafa margir vinnu­stað­ir­verið opn­aðir á ný og víða eru mark­aðir og almenn­ings­garðar fullir af fólki. Í næstu viku munu svo bæna­hús, versl­un­ar­mið­stöðv­ar, veit­inga­staðir og hótel geta opnað dyr sínar á ný. Skólar verða enn lok­aðir og munu mögu­lega opna í júlí. Enn er í gildi útgöngu­bann um næt­ur, frá klukkan 21 til klukkan fimm á morgn­ana.Efna­hags­horfur í land­inu hafa ekki verið eins slæmar í 30 ár. Útgöngu­bannið hafði áhrif á fyr­ir­tæki þvert á geira atvinnu­lífs­ins og stefndi meðal ann­ars fæðu­ör­yggi í hættu. Atvinnu­leysi hefur auk­ist mikið og millj­ónir hafa misst lífs­við­ur­væri sitt.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent