Ferðamenn greiði kostnað af skimun

Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.

Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Auglýsing

Ef skima á alla far­þega við kom­una til lands­ins virð­ist hag­fræði­lega rétt að kostn­að­ur­inn sé greiddur af far­þeg­unum sjálf­um. Með því myndu far­þeg­arnir greiða heildar kostnað sem fylgir þeirri ákvörðun að ferð­ast á þessum tíma­punkti auk þess sem að öðrum kosti gætu mynd­ast hvatar fyrir ferða­lög til þess eins að fá próf sem virð­ast af skornum skammti víða erlend­is. Þá mætti líta til þess að beinar skatt­tekjur rík­is­sjóðs af hverjum ferða­manni eru áætl­aðar 20.000- 25.000 krón­ur, eða nokkru lægri upp­hæð er skimunin virð­ist kosta.

Þetta kemur fram í grein­ar­gerð efna­hags- og fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um hag­ræn áhrif þess að aflétta ferða­tak­mörk­unum hingað til lands. Í gær ákvað heil­brigð­is­ráð­herra að fara að til­mælum sem sótt­varna­læknir setti fram í minn­is­blaði um að opna landa­mæri gegn því að komu­far­þegar fari í sýna­töku eða í tveggja vikna sótt­kví.

Í grein­ar­gerð­inni, sem fjár­mála­ráðu­neytið vann að beiðni for­sæt­is­ráð­herra, er farið yfir mögu­legan kostnað og tekjur af þremur kost­um: Óbreytt ástand við landa­mæri, opna þau án sýna­töku eða opna þau með skil­yrðum um skimun, fram­vísun vott­orðs eða sótt­kví.

Auglýsing

Ráðu­neytið kemst að því í grein­ar­gerð sinni að rétt­ara virð­ist að draga úr ferða­tak­mörk­unum með þeim sótt­varn­ar­að­gerðum sem þar til bærir sér­fræð­ingar telja að dragi nægi­lega úr hættu á víð­tækum smit­um. Bent er á að ferða­vilji virð­ist mjög tak­mark­aður hjá fólki en með opnun innri landamæra Schen­gen-­ríkja megi áætla að ferða­menn sem hingað muni koma séu fyrst og fremst frá Evr­ópu.

Þetta telur ráðu­neytið því heppi­legan tíma til að þróa efna­hags- og sam­fé­lags­lega umgjörð fyrir opnun landamæra að nýju. En í því sam­bandi þurfi ann­ars vegar að líta til þess hver skuli bera kostnað af sótt­varn­ar­að­gerðum á borð við skimun og hins vegar hvernig björgum heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar, þar með talið hlífð­ar­bún­aði og rann­sókn­ar­getu, og fjár­munum rík­is­sjóðs til heil­brigð­is­mála er best var­ið.

Í grein­ar­gerð­inni segir að „rétt þyki“ að ferða­menn greiði sjálfir fyrir sýna­tök­una við kom­una til lands­ins. Á það er þó bent að almenn skimun sé ígildi skatt­lagn­ingar á ferða­lög. „Enn er þó mjög óljóst hvernig verð á flugi til og frá land­inu munu þró­ast. Með greiðslu ferða­manna fyrir prófið má þó stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efna­meiri ferða­menn sem eyði meiru og dvelji leng­ur, enda yrði greiðslan fyrir prófið hin sama óháð dval­ar­lengd.“

Einnig þarf, að mati ráðu­neyt­is­ins, að horfa til þess að rík­is­sjóður nið­ur­greiði ekki sam­fé­lags­legan kostnað af utan­lands­ferðum Íslend­inga „sem virð­ast af reynslu síð­ustu mán­aða hafa meiri áhrif á mögu­lega útbreiðslu veirunnar en komur erlendra ferða­manna“. Ef Íslend­ingar leiti hraðar út en ferða­menn til lands­ins geti það haft nei­kvæð áhrif á inn­lenda eft­ir­spurn og við­skipta­jöfn­uð.





Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent