Ferðamenn greiði kostnað af skimun

Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.

Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Auglýsing

Ef skima á alla far­þega við kom­una til lands­ins virð­ist hag­fræði­lega rétt að kostn­að­ur­inn sé greiddur af far­þeg­unum sjálf­um. Með því myndu far­þeg­arnir greiða heildar kostnað sem fylgir þeirri ákvörðun að ferð­ast á þessum tíma­punkti auk þess sem að öðrum kosti gætu mynd­ast hvatar fyrir ferða­lög til þess eins að fá próf sem virð­ast af skornum skammti víða erlend­is. Þá mætti líta til þess að beinar skatt­tekjur rík­is­sjóðs af hverjum ferða­manni eru áætl­aðar 20.000- 25.000 krón­ur, eða nokkru lægri upp­hæð er skimunin virð­ist kosta.

Þetta kemur fram í grein­ar­gerð efna­hags- og fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um hag­ræn áhrif þess að aflétta ferða­tak­mörk­unum hingað til lands. Í gær ákvað heil­brigð­is­ráð­herra að fara að til­mælum sem sótt­varna­læknir setti fram í minn­is­blaði um að opna landa­mæri gegn því að komu­far­þegar fari í sýna­töku eða í tveggja vikna sótt­kví.

Í grein­ar­gerð­inni, sem fjár­mála­ráðu­neytið vann að beiðni for­sæt­is­ráð­herra, er farið yfir mögu­legan kostnað og tekjur af þremur kost­um: Óbreytt ástand við landa­mæri, opna þau án sýna­töku eða opna þau með skil­yrðum um skimun, fram­vísun vott­orðs eða sótt­kví.

Auglýsing

Ráðu­neytið kemst að því í grein­ar­gerð sinni að rétt­ara virð­ist að draga úr ferða­tak­mörk­unum með þeim sótt­varn­ar­að­gerðum sem þar til bærir sér­fræð­ingar telja að dragi nægi­lega úr hættu á víð­tækum smit­um. Bent er á að ferða­vilji virð­ist mjög tak­mark­aður hjá fólki en með opnun innri landamæra Schen­gen-­ríkja megi áætla að ferða­menn sem hingað muni koma séu fyrst og fremst frá Evr­ópu.

Þetta telur ráðu­neytið því heppi­legan tíma til að þróa efna­hags- og sam­fé­lags­lega umgjörð fyrir opnun landamæra að nýju. En í því sam­bandi þurfi ann­ars vegar að líta til þess hver skuli bera kostnað af sótt­varn­ar­að­gerðum á borð við skimun og hins vegar hvernig björgum heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar, þar með talið hlífð­ar­bún­aði og rann­sókn­ar­getu, og fjár­munum rík­is­sjóðs til heil­brigð­is­mála er best var­ið.

Í grein­ar­gerð­inni segir að „rétt þyki“ að ferða­menn greiði sjálfir fyrir sýna­tök­una við kom­una til lands­ins. Á það er þó bent að almenn skimun sé ígildi skatt­lagn­ingar á ferða­lög. „Enn er þó mjög óljóst hvernig verð á flugi til og frá land­inu munu þró­ast. Með greiðslu ferða­manna fyrir prófið má þó stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efna­meiri ferða­menn sem eyði meiru og dvelji leng­ur, enda yrði greiðslan fyrir prófið hin sama óháð dval­ar­lengd.“

Einnig þarf, að mati ráðu­neyt­is­ins, að horfa til þess að rík­is­sjóður nið­ur­greiði ekki sam­fé­lags­legan kostnað af utan­lands­ferðum Íslend­inga „sem virð­ast af reynslu síð­ustu mán­aða hafa meiri áhrif á mögu­lega útbreiðslu veirunnar en komur erlendra ferða­manna“. Ef Íslend­ingar leiti hraðar út en ferða­menn til lands­ins geti það haft nei­kvæð áhrif á inn­lenda eft­ir­spurn og við­skipta­jöfn­uð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent