Ferðamenn greiði kostnað af skimun

Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.

Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Auglýsing

Ef skima á alla far­þega við kom­una til lands­ins virð­ist hag­fræði­lega rétt að kostn­að­ur­inn sé greiddur af far­þeg­unum sjálf­um. Með því myndu far­þeg­arnir greiða heildar kostnað sem fylgir þeirri ákvörðun að ferð­ast á þessum tíma­punkti auk þess sem að öðrum kosti gætu mynd­ast hvatar fyrir ferða­lög til þess eins að fá próf sem virð­ast af skornum skammti víða erlend­is. Þá mætti líta til þess að beinar skatt­tekjur rík­is­sjóðs af hverjum ferða­manni eru áætl­aðar 20.000- 25.000 krón­ur, eða nokkru lægri upp­hæð er skimunin virð­ist kosta.

Þetta kemur fram í grein­ar­gerð efna­hags- og fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um hag­ræn áhrif þess að aflétta ferða­tak­mörk­unum hingað til lands. Í gær ákvað heil­brigð­is­ráð­herra að fara að til­mælum sem sótt­varna­læknir setti fram í minn­is­blaði um að opna landa­mæri gegn því að komu­far­þegar fari í sýna­töku eða í tveggja vikna sótt­kví.

Í grein­ar­gerð­inni, sem fjár­mála­ráðu­neytið vann að beiðni for­sæt­is­ráð­herra, er farið yfir mögu­legan kostnað og tekjur af þremur kost­um: Óbreytt ástand við landa­mæri, opna þau án sýna­töku eða opna þau með skil­yrðum um skimun, fram­vísun vott­orðs eða sótt­kví.

Auglýsing

Ráðu­neytið kemst að því í grein­ar­gerð sinni að rétt­ara virð­ist að draga úr ferða­tak­mörk­unum með þeim sótt­varn­ar­að­gerðum sem þar til bærir sér­fræð­ingar telja að dragi nægi­lega úr hættu á víð­tækum smit­um. Bent er á að ferða­vilji virð­ist mjög tak­mark­aður hjá fólki en með opnun innri landamæra Schen­gen-­ríkja megi áætla að ferða­menn sem hingað muni koma séu fyrst og fremst frá Evr­ópu.

Þetta telur ráðu­neytið því heppi­legan tíma til að þróa efna­hags- og sam­fé­lags­lega umgjörð fyrir opnun landamæra að nýju. En í því sam­bandi þurfi ann­ars vegar að líta til þess hver skuli bera kostnað af sótt­varn­ar­að­gerðum á borð við skimun og hins vegar hvernig björgum heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar, þar með talið hlífð­ar­bún­aði og rann­sókn­ar­getu, og fjár­munum rík­is­sjóðs til heil­brigð­is­mála er best var­ið.

Í grein­ar­gerð­inni segir að „rétt þyki“ að ferða­menn greiði sjálfir fyrir sýna­tök­una við kom­una til lands­ins. Á það er þó bent að almenn skimun sé ígildi skatt­lagn­ingar á ferða­lög. „Enn er þó mjög óljóst hvernig verð á flugi til og frá land­inu munu þró­ast. Með greiðslu ferða­manna fyrir prófið má þó stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efna­meiri ferða­menn sem eyði meiru og dvelji leng­ur, enda yrði greiðslan fyrir prófið hin sama óháð dval­ar­lengd.“

Einnig þarf, að mati ráðu­neyt­is­ins, að horfa til þess að rík­is­sjóður nið­ur­greiði ekki sam­fé­lags­legan kostnað af utan­lands­ferðum Íslend­inga „sem virð­ast af reynslu síð­ustu mán­aða hafa meiri áhrif á mögu­lega útbreiðslu veirunnar en komur erlendra ferða­manna“. Ef Íslend­ingar leiti hraðar út en ferða­menn til lands­ins geti það haft nei­kvæð áhrif á inn­lenda eft­ir­spurn og við­skipta­jöfn­uð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent