Vísbendingar um að botninum sé náð

Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.

Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Auglýsing

Íslenska hag­kerfið hefur und­an­farna mán­uði staðið frammi fyrir tví­þættu áfalli sem birt­ist ann­ars vegar í skörpum sam­drætti inn­lendra umsvifa vegna far­ald­urs­ins og nauð­syn­legra sótt­varn­ar­að­gerða og hins vegar í gríð­ar­legu tekju­falli í ferða­þjón­ustu sem ekki sér fyrir end­ann á.

Í grein­ar­gerð efna­hags- og fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um efna­hags­leg sjón­ar­mið við losun ferða­tak­mark­ana kemur fram að vís­bend­ingar séu um að botni inn­lendra efna­hags­um­svifa vegna far­ald­urs­ins og sótt­varn­að­gerða hafi verið náð, að minnsta kosti að sinn­i.  Einka­neysla hefur þegar tekið við sér að nýju,“ enda hefur dregið úr óvissu auk þess sem stjórn­völd hafa veitt heim­ilum og laun­þegum tug­millj­arða stuðn­ing í formi hluta­bóta og greiðslu launa í sótt­kví.“

Auglýsing

Þá er bent á að atvinnu­leys­is­bætur séu tekju­tengdar í þrjá mán­uði. Þessu til við­bótar hafa heim­ilin sótt um að taka 13 millj­arða króna út úr sér­eign­ar­sparn­aði, um 6.000 heim­ili hafa fengið greiðslu­frest af lánum auk þess sem vaxta­lækk­anir hafa skilað sér í lægri afborg­unum af lán­um, ekki síst til heim­ila. Sam­neyslan vex einnig auk þess sem rík­is­sjóður og rík­is­fyr­ir­tækin munu auka fjár­fest­ingar í ljósi hratt minnk­andi fjár­fest­ingar atvinnu­vega og minni umsvifa í íbúða­bygg­ing­um.

„Efna­hags­stefna stjórn­valda hefur miðað að því styðja við inn­lenda eft­ir­spurn þannig að hún hafi tekið mark­vert við sér þegar óum­flýj­an­leg aðlögun á sér stað í greinum ferða­þjón­ust­u,“ segir í grein­ar­gerð­inni. Að sama skapi hafi verið gripið til aðgerða til að auð­velda þá aðlög­un. Til skemmri tíma muni skipta miklu að nýta megi þá fram­leiðslu­þætti sem byggðir hafa verið upp á und­an­förnum árum. 

„Það er þó með öllu óvíst hversu hratt ferða­þjón­ustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efna­hags­batann. Til lengri tíma munu lífs­kjör því ekki síður ráð­ast af því hvernig til tekst að skjóta fleiri stoðum undir hag­kerfið og stuðla að auk­inni fram­leiðni, sem almennt er lág í ferða­þjón­ustu. Í ljósi þess­ara þátta hefur Alþingi sam­þykkt veru­lega aukna fjár­muni í fjár­fest­ingar í innvið­um, rann­sóknum og þróun auk tækni­væð­ingar opin­berrar starf­sem­i.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent